Morgunblaðið - 20.02.2016, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 20.02.2016, Qupperneq 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 höfðum spurnir hvor af öðrum og heyrðumst stöku sinnum í síma. Þegar ég flutti í héraðið fyrir um áratug endurnýjuðum við kynnin og var eins og þau hefðu aldrei rofnað. Hann hafði lítið breyst, sami gegnheili góði drengurinn sem ég kynntist á Hólum. Jóndór hefur í áratugi rekið stórt fjárbú ásamt Guðnýju konu sinni með góðum árangri enda þau bæði samvalin í dugn- aði, snyrtimennsku og metnaði. Jóndór var auðvitað valinn til for- ystu í ýmsum félagsmálum í sinni sveit og var um tíma vel virkur á þeim vettvangi en það hentaði honum ekki allt. Réttlætiskennd- in var svo mikil og heilindin að hann átti erfitt með að taka þátt í erfiðum ákvörðunum sem gátu á einhvern hátt bitnað á öðrum. Hann dró sig því út úr flestu sem átök gátu orðið um. Þetta segir talsvert um manninn, hann var friðarsinni, vildi allt fyrir aðra gera en ekki á hlut neins, enda vinsæll í öllu héraðinu. Jóndór var grallari og stríðinn, tók þátt í annáluðum hrekkjum bænda í Öxarfirði hvers við ann- an. Þá var hann félagi í sérkenni- legum félagsskap skrítinna manna og var þar hrókur alls fagnaðar. Á reglulegum fundum þeirra var aldrei rætt neitt af viti og ekkert mátti spyrjast út um hvað umræðurnar snérust um. Þarna naut hann sín við að glett- ast og grínast með félögum sín- um. Það var gaman að spjalla við Jóndór á léttari nótunum, þá kom hæðnisglampi í augun og tvírætt glott í andlitið ásamt miklum hlátri. Hann var líka góður við- ræðu um alvarleg mál og höfum við oft leyst heimsmálin við eld- húsborðið á Ærlæk og auðvitað var Guðný þátttakandi. Verst er að við komum ekki okkar lausn- um á framfæri, þá væri heimur- inn örðuvísi. Jóndór var mikill gæfumaður, hann átti einstaka konu, hana Guðnýju sína, sem vann alltaf við hlið hans í öllu sem gert var og var það ekki lítið, þau unnu sam- an sem eitt. Þau eiga þrjú vel gerð og gefin börn sem öll eru farin að heiman og svo var kom- inn sólargeisli, afastrákurinn. Brosið fór aldrei af Jóndóri þegar sá litli var nálægt eða þegar talað var um hann. Héraðið hefur misst mikið þar sem Jóndór er, traustan og góðan mann, góðan félaga og nágranna sem alltaf var tilbúinn að aðstoða aðra. Glettinn og skemmtilegan gárunga sem gjarnan sá spaugi- legu hliðarnar á málefnum. Ég held ég geti talað fyrir munn allra sem voru með okkur á Hólum að við séum öll með kökk í hálsi við andlátsfregn Jóndórs og þökkum honum samfylgdina í 40 ár. Ég sendi móður hans, Guðnýju konu hans, börnum og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Far í friði, góði, trausti vinur. Daníel Pétur Hansen. Með þessum fáu orðum langar mig að kveðja góðan vin, Jón Halldór, eða Jóndór eins og hann var ævinlega kallaður en hann er einn af þeim sem fóru allt of snemma. Ekki grunaði mig að það væri síðasta skiptið sem ég hitti Jón- dór á lífi þegar ég kvaddi þau Guðnýju hress og kát, eins og þau áttu að sér að vera, út við fjárhús á Ærlæk snemma í nóvember síð- astliðnum og hélt af stað heim með tvo norður-þingeyska hrúta til kynbóta á komandi fengitíð. Ég kynntist fjölskyldunni á Ærlæk fyrir 12 árum þegar ég fór þangað í verknám. Það er álíka langt síðan að ég áttaði mig á að ég hefði ekki getað verið heppnari með verknámsbæ. Þá bjuggu Gulla og Guðmundur í gamla húsinu og Jóndór, Guðný og dæturnar í nýja húsinu en Sig- urður farinn að heiman í skóla. Þau hjónin sýndu mér að ég held allt sem mögulegt var, fóru með mig í heimsókn á nánast hvern einasta bæ í sveitinni og marga í nærsveitunum líka. Þetta var mjög eftirminnilegur tími og margt nýtt að sjá fyrir mig sem hafði lítið farið út fyrir landar- eignina heima, allavega ekki nema innan sveitar áður en hér var komið sögu. Þeir bæir sem þau komust ekki yfir að fara með mig á í verknáminu voru bara heimsóttir einhverjum árum síð- ar og þá sögðu þau bændunum gjarnan að ég væri hjá þeim í endurmenntun. Jóndór var mikill bóndi, og þau Guðný bæði, þau breyttu og hagræddu eftir því sem árin liðu og fólkinu fækkaði á bænum til að auðvelda sér bú- störfin og er það nokkuð sem fleiri þyrftu að taka sér til fyr- irmyndar. Ég er afar þakklát fyr- ir það góða samband og vináttu sem hefur haldist við fjölskyld- una á Ærlæk þó að verknámið hafi klárast og ég hef litið á þau sem mína aðra fjölskyldu allar götur síðan. Það er sárt til þess að hugsa að eiga ekki eftir að hitta þig aftur en maður fær víst litlu um það ráðið. Ég þakka þér innilega fyrir öll símtölin þar sem við skiptumst á fréttum úr sveitunum okkar og allar þær góðu stundir sem ég hef átt með ykkur. Fallega sveitin Öxarfjörður er ekki söm, sam- félagið hefur misst mikið. Elsku Guðný, Sigurður, Harpa, Sylvía og fjölskyldur, Gulla, systkini Jóndórs sem og fjölskyldan öll, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, missir ykkar er mikill en minningin um góðan dreng lifir. Hvíl í friði. Þóra Kristín Loftsdóttir. Í dag kveðjum við einn ötul- asta landgræðslumann sem yrkt hefur landið. Jón Halldór byrjaði snemma í miklu og góðu sam- starfi við Landgræðslu ríkisins að rækta og bæta landið sitt. Jón- dór, eins og hann var kallaður í daglegu tali, gerði allt vel sem hann innti af hendi, mikill fjöl- skyldumaður, vinur og góður bóndi og bar umhyggju fyrir skepnum og landi. Jóndór var einstaklega vandvirkur og örugg- ur í því sem hann tók sér fyrir hendur og er mér minnistætt þegar hann fór að nota GPS tæknina í áburðardreifingu Landgræðslunnar við Kvensöðul að tæknimaður Landgræðslunn- ar hafði aldrei séð svona vandaða ferla á loftmynd, það var upp á einkunnina tíu. Það var aldrei neitt vandamál varðandi þau verkefni sem þurfti að fram- kvæma. Ærlækur er einn af þeim bæj- um sem maður hlakkar mikið til að heimsækja, landið kynnt af ná- kvæmni og alúð og svo veiting- arnar á eftir alveg frábærar. Með þessu samstarfi myndaðist vin- átta og var ýmislegt skrafað og gert þó það væri ekki vinnutengt, t.d. smíðaður kafari og veitt undir ís á Hafurstaðavatni. Eftir þá ferð bað Jóndór mig að skrifa tossalista, því hann gleymdi flestu sem mér þótti eðlilegt að hafa með, það mátti ekki koma fyrir aftur. Á ævikvöldi auðnaðist honum að sjá mikinn árangur af landbótastarfi sínu sem hann gat verið stoltur af. Það hefur löngum verið gæfa Landgræðsl- unnar að hafa með sér til stuðn- ings ósérhlífna og trúa stuðnings- menn við að bæta landið. Þar hefur verið að verki sú framvarð- arsveit sem ótrauð axlaði erfiði og baráttu við óblíð náttúruöfl og lagði grunn að betra og fegurra Íslandi. Í þessum hópi var Jóndór meðal hinna fremstu. Með þess- um línum vil ég þakka fyrir sam- starfið, vináttuna og allar stund- irnar síðasta áratuginn eða svo, takk fyrir okkur, kæri vinur. Fjölskyldunni á Ærlæk votta ég mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd Landgræðslu rík- isins, Daði Lange Friðriksson. ✝ Júlíus Axelssonfæddist á Borg á Mýrum 12. sept- ember 1937. Hann lést á dvalarheim- ilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 4. febr- úar 2016. Foreldrar Júl- íusar voru Ingi- björg Jónsdóttir, f. 16. júní 1907, d. 19. febrúar 1970, og Axel Kristjánsson, f. 1. desem- ber 1907, d. 26. október 2001. Júlíus bjó hjá foreldrum sínum í Borgarnesi meðan þeirra naut við en síðustu ár dvaldi hann á dvalarheim- ilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Útför Júlíusar fer fram frá Borg- arneskirkju í dag, 20. febrúar 2016, klukkan 14. Ég fékk að kynnast daglegu lífi í Borgarnesi og Júlla frænda mínum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar þegar ég dvaldi hjá Ingu frænku minni nokkra daga á sumrin. Júlli var þá rúmlega tvítugur og átti þá þegar við þau veikindi að stríða sem hrjáðu hann alla ævi. Góðu stundirnar notaði hann til ýmiss konar hand- verks, m.a. smíðaði hann ná- kvæmar eftirlíkingar af vinnuvél- um úr blikki. Þegar hann átti leið til Reykjavíkur kom hann gjarn- an við hjá Heklu á Hverfisgöt- unni, sem þá flutti inn Caterpill- ar-vinnuvélar, og kom hlaðinn myndabæklingum heim í Borgar- nes. Svo settist hann niður og smíðaði líkön, en efnið kom úr olíubrúsum sem hann klippti nið- ur. Hann notaði ekkert annað efni, t.d. klippti hann blikkið nið- ur í ræmur sem notaður voru til samsetningar. Þessi vandvirkni og nostur við smáatriðin kom fram í öllu sem Júlli tók sér fyrir hendur. Seinna á ævinni tók hann til við að skrá niður upplýsingar um verklegar framkvæmdir í Borgarnesi og taka myndir til frekari skýringa. Hann skilur m.a. eftir sig mikið safn mynda sem sýna dæmi úr atvinnusögu Borgarness. Júlli var mjög fróðleiksfús og hafði gaman af ferðalögum. Hann hélt þá að jafnaði dagbók með ná- kvæmum lýsingum. Hann fór í ferðir innanlands með verkalýðsfélaginu í Borgar- nesi og síðar með Bændaferðum til útlanda. Seinni árin bauð hann með sér fylgdarmanni, en einnig naut hann velvildar samferða- manna sem hann og við frænd- fólk hans erum þakklát fyrir. Oddur Borgar Björnsson. Ég vil með fáum orðum minn- ast frænda míns, Júlíusar Axels- sonar, eða Júlla eins og hann var ætíð kallaður. Ég kynntist hon- um vel á æskuárum mínum er ég átti heima á Borg á Mýrum, þar sem faðir minn var prestur. Mæður okkar Júlla voru systur og samgangur milli heimila okkar var mikill. Foreldrar mínir og við systkinin fluttum til Reykjavíkur haustið 1945, en hið góða sam- band við frændfólkið í Borgar- nesi var þó aldrei rofið. Júlli hafði gott auga fyrir því sem var að gerast í samtíð hans, hann var afar listfengur og laginn við að festa atburði í samtíð sinni í myndir, bæði í málverkum og ljósmyndum. Hann hafði einstak- lega gott auga fyrir ljósmyndun af náttúru sem fólki og átti hann gott safn ljósmynda sem sýna vel hve flinkur hann var við að sjá hið listræna í náttúrunni og festa það á filmu. Einnig var hann iðinn við að taka myndir þegar einhverjar framkvæmdir áttu sér stað í Borgarnesi, sem er mikilvægur fengur þegar skoðuð er saga framkvæmda í Borgarnesi. Ljós- myndasafn sitt hafði hann skipu- lega sett í albúm og er það því hið aðgengilegasta. Heilsu Júlla hafði hrakað á seinustu árum og dvaldi hann á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi síðustu ár sín, þar sem hann naut einstaklega góðr- ar aðhlynningar starfsfólks. Jóhann Emil Björnsson. Júlíus Axelsson hefur nú feng- ið hvíldina eftir rúmlega 78 ára lífshlaup. Júlíus, eða Júlli eins og hann var jafnan kallaður, var einn af þessum gamalgrónu Borgnesingum sem svo gaman var að fylgjast með og seinna að kynnast. Við Júlli vorum ná- grannar þegar ég var barn og ég man vel þegar við sátum og fylgdumst með gatnafram- kvæmdum við Böðvarsgötuna, sennilega í kringum 1973, ég þá lítill pjakkur að horfa á þessar stóru vélar og þá kappa sem þeim stýrðu en Júlli við þá iðju sína sem mikill fjársjóður er nú í, að skrá niður minnispunkta og taka myndir. Júlli fylgdist manna best með öllum framkvæmdum í Borgarnesi í áratugi, festi á filmu og skrifaði hjá sér minnispunkta um allar framkvæmdir, hvaða menn voru við störf, tegundir vinnuvéla og áfram mætti telja. Þessir pistlar birtust um árabil í Kaupfélagsritinu sáluga og voru mjög greinargóðir eins og Júlla var von og vísa. Við Júlli urðum síðan nágrann- ar að nýju þegar ég og fjölskylda mín fluttum á Þorsteinsgötuna fyrir um 11 árum síðan, Júlli fékk stundum að sitja í hjá mér þegar við hittumst á förnum vegi og það brást ekki að hann skrifaði niður hjá sér um leið og við kvöddumst númerið og tegundarheitið á bíln- um sem ég var á í það sinnið. Júlli hélt nákvæma dagbók og í þeim punktum og ekki síður mynda- safninu hans er gríðarlegur fjár- sjóður. Júlli var búinn að ganga frá sínum málum þannig að Hér- aðsskjalasafn Borgarfjarðar fær ljósmyndasafnið nú eftir hans dag, þar geymast mikil verðmæti og þar með minning um þann góða dreng sem Júlli var. Nú hin síðustu ár hefur Júlli verið hjá okkur í Brákarhlíð, hann hefur verið mikill velgjörð- armaður heimilisins ásamt því að setja skemmtilegan brag á heim- ilislífið með framgöngu sinni, kímni og skemmtilegum samræð- um. Ég vil með þessum fátæk- legu orðum þakka Júlla fyrir góð kynni, skemmtileg samtöl og fyr- ir þann mikla hlýhug sem hann sýndi heimilinu. Blessuð sé minning Júlíusar Axelssonar, minning hans mun lifa meðal okkar í Borgarnesi. Björn Bjarki Þorsteinsson. Júlíus Axelsson Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA ÞORLEIF MAGNÚSDÓTTIR, Háalundi 2, Akureyri lést á dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, laugardaginn 30. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks Hornbrekku á Ólafsfirði fyrir hlýju og alúðlega umönnun. Þökkum kveðjur og veitta samúð. . Árni Höskuldur Magnússon, Laufey Lena Árnadóttir, Ragnar Einarsson, Magnús Rúnar Árnason, Sigríður Hrefna Jósefsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR LÁRUSSON, Jörundarholti 16, Akranesi, lést sunnudaginn 14. febrúar. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 24. febrúar klukkan 14. . Lára Dröfn Gunnarsdóttir, Jarle Reiersen, Eyrún Signý Gunnarsdóttir, Stefán S. Sigurðsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Ágúst Páll Sumarliðason, Anna Björg Gunnarsdóttir, Teitur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RUNÓLFUR B. AÐALBJÖRNSSON frá Hvammi, Sunnubraut 1, Blönduósi, lést föstudaginn 12. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju 27. febrúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á orgelsjóð Blönduósskirkju. . Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, Hafsteinn Runólfsson, Sigrún Dúna Karlsdóttir, Rannveig Runólfsdóttir, Gauti Jónsson, Njáll Runólfsson, Ásta Þórisdóttir, Bjarni Runólfsson, Auður Elfa Hauksdóttir, Svala Runólfsdóttir, Benedikt Blöndal Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, GUNNAR FRIÐRIK MAGNÚSSON, Blönduhlíð 25, Reykjavík, lést laugardaginn 13. febrúar á líknardeild Landspítalans. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 23. febrúar klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu. . Magnús Gunnarsson, Feldís Lilja Óskarsdóttir, Ari Gunnarsson, Jónína Kristmanns, Halldóra Kristín Magnúsdóttir, Unnar Þór Böðvarsson, afabörn og langafabörn. Elsku besti vinur okkar, SIGURGEIR KRISTINSSON (GEIRI) frá Norðurgarði, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis að Egilsbraut 9 (Níunni), Þorlákshöfn, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, fimmtudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn laugardaginn 27. febrúar klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, . Laufey og Heimir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.