Morgunblaðið - 20.02.2016, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
AF TÓNLIST
Hallur Már Hallsson
hallurmar@mbl.is
Fjórða Reykvíska Sónar-hátíðin hófst á fimmtudags-kvöld. Íslensk atriði eru
áberandi á hátíðinni í ár og það
fyrsta sem vakti áhuga minn að sjá
á fimmtudag var Auður, sem er
listamannsnafn Auðuns Lúthers-
sonar. Mikið var búið að gera úr
því að hann hefði komist í Red Bull
Akademíuna eftir að hafa verið
valinn úr hópi fjölda umsækjenda.
Hvað það þýðir annað en að stærð-
arinnar Red Bull lógó var á sviðinu
í Kaldalóni er óljóst. Hinsvegar er
morgunljóst að Auðunn, sem er
einungis 22 ára gamall, er afburða
hæfileikaríkur, bæði hefur hann
frábæra rödd og er lipur gítarleik-
ari sem að ósekju hefði mátt heyr-
ast meira af, og þá semur hann fal-
lega ofin lög af öryggi og
þekkingu en hann ku hafa lært
djassgítarleik í FÍH. Sviðs-
framkoman var örugg og skemmti-
leg en hann kom fram studdur
Baldvini félaga sínum sem lék á
hin ýmsu tæki og tól. Auður kom
verulega á óvart og verður gaman
fylgjast með atriðinu þróast.
Aumingja feðraveldið
Hinn sænski Harald Björk var
næstur á svið og spann taktfastan
vef en tími var kominn til að halda
á önnur mið. Í Norðurljósum rétt
náði í ég lokin á gjörningi Íslenska
dansflokksins sem var kominn út í
áhorfendaskarann sem fylgdist dá-
leiddur með þegar dansarar engd-
ust um gólfið og brutu sér leið út
úr salnum. Skemmtileg uppákoma
sem var gríðarlega vel fagnað.
Það væri áhugavert að vita
hvað fór í gegnum huga þeirra
fjölmörgu erlendu gesta, sem
komnir eru til landsins á hátíðina,
þegar Reykjavíkurdætur stigu á
svið í Silfurbergi og byrjuðu að
láta aumingja feðraveldið kenna á
því. Lítill vafi er þó á að orkan sem
þær smituðu frá sér á sviðinu skil-
aði sér til áhorfenda þar sem rass-
ar voru hristir, geirvörtur voru
frelsaðar og faccboyz var skipað
til hliðar. Tæplega hafa þeir gert
sér grein fyrir því að Hæstiréttur
væri látinn heyra það fyrir úr-
skurði sína í kynferðisbrotamálum
en engum duldist að þessum hátt í
tuttugu druslum sem voru á svið-
inu er alvara. Frábært atriði.
Kómísk sjón
Good Moon Deer framdi sinn
gjörning í Norðurljósum með fullt
af fólki á sviðinu, allt mjög artí og
metnaðarfullt. Skyndilega breytt-
ist samsetning gesta í Hörpu veru-
lega þegar silfurhærðir eldri borg-
arar streymdu úr Eldborg þegar
tónleikar Sinfóníunnar kláruðust.
Það var kómísk sjón þegar dívur í
glimmerpelsum og hipsterasnúðar
í partýgír mættu þeim í stiganum.
Sérstaklega er það skemmtileg út-
færsla að vera með tónlistaratriði í
opnu svæðinum fyrir framan Eld-
borgarsalinn og þar myndast ef-
laust góð stemning þegar hátíðinni
vindur fram.
Hinn breski Wife var ekki að
heilla í Kaldalóni og því var för-
inni heitið á tónleika Angel Haze,
eins af stærstu atriðum hátíðar-
innar. Ásamt taktsmiði sínum og
plötusnúði náði hún að rífa upp
góða stemningu í salnum. Hún er
hæfileikaríkur rappari og fín söng-
kona sem getur vel samið góð lög.
Ferill hennar er þó tiltölulega ný-
hafinn og það hefði verið gaman
að sjá hana með hljómsveit og
stærri umgjörð. Ekki entist ég í að
verða vitni að áhugaverðri tilraun
skipuleggjenda þar sem Pallaball
var næst á dagskrá og hélt út í
hríðina þakklátur fyrir að eiga
svona fínt félagsheimili sem getur
hýst svona hátíð.
Sónar Reykjavík 2016
Morgunblaðið/Eggert
Reykjavíkurdætur „Lítill vafi er á að orkan sem þær smituðu frá sér á sviðinu skilaði sér til áhorfenda.“
Nýliðinn Auður stal
senunni á fyrsta kvöldinu
Auður Listamaðurinn „er afburða hæfileikaríkur“ og lipur gítarleikari.
Angel Haze „Hún er hæfileikaríkur rappari og fín söngkona.“
Dansflokkurinn Dansarar engdust um í verkinu All Inclusive.
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Sun 21/2 kl. 15:00 Aukasýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn
Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn
Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn
Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn
Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Lau 20/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 6/3 kl. 19:30 14.sýn
Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 Lokasýn
"Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..."
Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið)
Mið 24/2 kl. 19:30
Aðalæfing
Fim 3/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 13/3 kl. 19:30 6.sýn
Fim 25/2 kl. 19:30 Frums. Fim 10/3 kl. 19:30 4.sýn Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn
Sun 28/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn
Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu.
Um það bil (Kassinn)
Lau 20/2 kl. 19:30 15.sýn Sun 6/3 kl. 19:30 17.sýn Fös 18/3 kl. 19:30 19.sýn
Lau 27/2 kl. 19:30 16.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 18.sýn
"...ein af bestu sýningum þessa leikárs."
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Lau 20/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 28/2 kl. 13:00 6.sýn
Lau 27/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 6/3 kl. 13:00 7.sýn
Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Fös 26/2 kl. 22:30 19.sýn Fös 4/3 kl. 19:30 21.sýn
Mið 2/3 kl. 19:30 20.sýn Fös 4/3 kl. 22:30 22.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)
Lau 20/2 kl. 20:00 32.sýn Fös 26/2 kl. 22:30 36.sýn Fim 3/3 kl. 20:00 39.sýn
Lau 20/2 kl. 22:30 33.sýn Lau 27/2 kl. 20:00 37.sýn
Fös 26/2 kl. 20:00 35.sýn Lau 27/2 kl. 22:30 38.sýn
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 24/2 kl. 19:30 4.sýn Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 10.sýn
Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 8.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 11.sýn
Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 9.sýn Mið 27/4 kl. 19:30
Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 21/2 kl. 11:00 aukasýn Sun 28/2 kl. 11:00 aukasýn
Sun 21/2 kl. 13:00 aukasýn Sun 28/2 kl. 16:00 aukasýn
Síðustu sýningar!
Kvika (Kassinn)
Fim 3/3 kl. 21:00 Frums. Fös 11/3 kl. 21:00 3.sýn Þri 15/3 kl. 21:00 5.sýn
Lau 5/3 kl. 21:00 2.sýn Lau 12/3 kl. 12:00 4.sýn
Dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 11/3 kl. 20:00 Frums. Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Mið 11/5 kl. 20:00
Lau 12/3 kl. 20:00 2.k Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Fim 12/5 kl. 20:00
Sun 13/3 kl. 15:00 aukas. Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Fös 13/5 kl. 20:00
Þri 15/3 kl. 20:00 aukas. Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Lau 14/5 kl. 14:00
Mið 16/3 kl. 20:00 aukas. Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Mán 16/5 kl. 20:00
Fim 17/3 kl. 20:00 3.k. Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Þri 17/5 kl. 20:00
Fös 18/3 kl. 20:00 4.k. Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Mið 18/5 kl. 20:00
Lau 19/3 kl. 20:00 aukas. Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00
Sun 20/3 kl. 14:00 aukas. Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00
Þri 22/3 kl. 20:00 5.k Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00
Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00
Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Þri 24/5 kl. 20:00
Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00
Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Mið 4/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00
Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00
Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Lau 28/5 kl. 20:00
Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Sun 29/5 kl. 20:00
Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Sun 8/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00
Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00
Abba söngleikurinn sem slegið hefur í gegn um allan heim
Njála (Stóra sviðið)
Lau 20/2 kl. 20:00 21.sýn Fös 26/2 kl. 20:00 24.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 27.sýn
Mið 24/2 kl. 20:00 22.sýn Lau 27/2 kl. 20:00 25.sýn
Fim 25/2 kl. 20:00 23.sýn Fös 4/3 kl. 20:00 26.sýn
Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu
Hver er hræddur við Virginiu Woolf? (Nýja sviðið)
Lau 20/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00 Sun 28/2 kl. 20:00 síðasta
sýn.
Fim 25/2 kl. 20:00 Lau 27/2 kl. 20:00
Allra síðustu sýningar
Flóð (Litla sviðið)
Sun 28/2 kl. 20:00 10.sýn Sun 6/3 kl. 20:00 11.sýn Sun 13/3 kl. 20:00 12.sýn
Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri
Vegbúar (Litla sviðið)
Fim 25/2 kl. 20:00 31.sýn Fös 26/2 kl. 20:00 32.sýn
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 5/3 kl. 20:00 103.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 104.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn
Kenneth Máni stelur senunni
Illska (Litla sviðið)
Sun 21/2 kl. 20:00 2.k Lau 27/2 kl. 20:00 5.k Fim 10/3 kl. 20:00
Þri 23/2 kl. 20:00 3.k. Fös 4/3 kl. 20:00 6.k
Mið 24/2 kl. 20:00 4.k. Sun 6/3 kl. 20:00
Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins
Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið)
Lau 20/2 kl. 13:00 Sun 21/2 kl. 15:00 Sun 28/2 kl. 13:00 Lokasýn.
Sun 21/2 kl. 13:00 Lau 27/2 kl. 13:00
Nýtt 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum
Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)
Mán 22/2 kl. 13:00 Þri 23/2 kl. 13:00 Mið 24/2 kl. 13:00
Þri 23/2 kl. 10:00 Mið 24/2 kl. 10:00
Þri 23/2 kl. 11:30 Mið 24/2 kl. 11:30
Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í.
Njála – „Unaðslegt leikhús“ – ★★★★ , S.J. Fbl.