Morgunblaðið - 20.02.2016, Síða 59

Morgunblaðið - 20.02.2016, Síða 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Fylgist með okkur á faceboock Við höfðum lækkað vöruverðið hjá okkur Mikið úrval af nýjum vörum Fyrir viku var opnuð í Den Bosch í Hollandi einstök yfirlitssýning á verkum hollenska miðaldamálarans Hieronymus Bosch en hann lést fyr- ir 500 árum. Á sýningunni eru 19 af um 25 málverkum sem eignuð eru Bosch og 19 af 20 teikningum sem til eru. Gagnrýnendur helstu fjölmiðla Evrópu hafa ausið sýninguna lofi og segir rýnir The Guardian til að mynda að þetta sé „ein af sýningum aldarinnar“ og aldrei fyrr hafi jafn mörg af verkum Bosch verið saman komin á einum stað, í safninu í fæð- ingarbæ hans. Fjöldi sérfræðinga hefur unnið árum saman að undir- búningi sýningarinnar og meðal annars lagðist nefnd yfir verk eign- uð Bosch, aðstoðarmönnum hans og nemendum til að meta hver væri raunverulegur höfundur þeirra. Í því ferli var því lýst yfir að tvö verka Prado-safnsins, sem lofað hafði verið á sýninguna, væru ekki eftir Bosch heldur fylgismenn hans. Fyrtust stjórnendur Prado þá við og hættu við að lána þau, þrátt fyrir að verkin væru þegar í sýningarskránni. Stórmerkileg sýning  Gagnrýnandi segir sýningu á verk- um Bosch eina af sýningum aldarinnar AFP Syndafall Gestir á sýningunni með verkum Hieronymus Bosch dást að Heyvagninum, einu frægasta málverki hans. Hljómsveitin Faces of the Walls sendi á dögunum frá sér sína fyrstu plötu. Í kvöld kl. 22 heldur hún svo útgáfutónleika á Gaukunum með Pink Street Boys og Harry Knuck- les. Plata hljómsveitarinnar er gef- in út í takmörkuðu upplagi og fæst í Lucky Records, Smekkleysu og 12 tónum. Breki Gunnarsson semur öll lögin og á tónleikunum leika með honum þeir Hálfdán Árnason, Ívar Atli Sigurjónsson og Frosti Jón Runólfsson. Bassaleikarinn Hálfdán Árnason. Útgáfutónleikar Faces of the Walls Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, mun semja Þjóðhátíð- arlagið í ár, en Sverrir Bergmann og Friðrik Dór munu syngja það. Ný- stofnuð hljómsveit þeirra Halldórs og Sverris, Albatross, mun gefa út lagið og sjá um að frumflytja það á Þjóðhátíð 2016 að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar er rifjað upp að Halldór samdi einnig Þjóðhátíð- arlagið árið 2012 sem nefndist „Þar sem hjartað slær“ og var það einnig sungið af Sverri. Halldór semur Þjóðhátíðarlagið Halldór Gunnar Pálsson Sverrir Bergmann Um þessar mundir eru 70 ár síðan Tónlistarskólinn á Akureyri hóf starfsemi. Í tilefni af því og til að halda upp á Dag tónlistarskól- anna munu nem- endur skólans koma fram ásamt akur- eyrsku hljóm- sveitinni 200.000 Naglbítum á tón- leikum í Hofi í dag, laugardag, kl. 14. „Á fjórða hundrað manns verða á sviðinu og flutt verða klassísk Naglbítalög í bland við fleira skemmtilegt. Daní- el Þorsteinsson, kennari við TA, hefur útsett alla tónlistina og stýrir jafnframt tónleikunum,“ segir í til- kynningu. Afmælisfagnaður Vilhelm Anton Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.