Fréttablaðið - 02.01.2017, Side 10

Fréttablaðið - 02.01.2017, Side 10
Ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins. Margar þessara mynda eru hreinustu listaverk. Aðstandendur Stjörnufræðivefsins [stjornufraedi.is] hafa sjöunda árið í röð valið nokkrar af bestu stjörnuljósmyndunum – nú fyrir árið 2016. Geimurinn í gegnum linsuna Þyngstu stjörnur himingeimsins R136 er stjörnuþyrping í um 170.000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í Tarantúluþokunni í Stóra Magellansskýinu. Í henni er eitt stærsta safn mjög massamikilla, heitra og skærra stjarna í nágrenni okkar. Þessar stjörnur gefa að mestu leyti frá sér útfjólublátt ljós sem berst illa í gegnum lofthjúpinn okkar, svo beita þurfti Hubble-sjónaukanum til að rannsaka þær og vindana sem þær senda frá sér. Mynd/nASA, ESA, P CRowTHER (UnivERSiTy of SHEffiEld) norðurpóll Satúrnusar Hér sést norðurpóll Satúrnusar baðaður sólarljósi. Sexhyrnda skot- vindasvæðið í kringum pólinn sést vel en í miðju hans er dökkleitur blettur. dökku skýin eru lægra í lofthjúpnum og því örlítið hlýrri en ljósleitu háskýin. leiðangri Cassini-geimfarsins til Satúrnusar lýkur árið 2017 en þangað til verður útsýnið yfir þessa tignarlegu reikistjörnu engu líkt. Mynd/nASA/JPl- CAlTECH/SPACE SCiEnCE inSTiTUTE Afmæliskúla Hubble-sjónaukans Hubble, geimsjónauki nASA og ESA, fagnaði sínu 26. starfsári í geimnum með því að senda okkur þessa glæsilegu mynd af Bóluþokunni. Bóluþokan er í um 8.000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Kassíópeiu. Í miðju Bóluþokunnar er stjarna sem kallast SAo 20575. Hún er blár ofurrisi, milli 10-20 sinnum massa- meiri en sólin okkar og meira en 30.000°C heit, sex sinnum heitari en sólin. Mynd/nASA, ESA, HUBBlE HERiTAgE TEAM gárur í tímarúminu — 100 ára gömul spá Alberts Einstein staðfest! Kannski ekki fallegasta mynd þessa árs en ótvírætt sú þýðingarmesta — og byltingarkenndasta. fyrir 1,3 milljörðum ára runnu tvö svarthol, 34 og 29 sinnum efnismeiri en sólin, saman í eitt 60 sólmassa svarthol. Á sekúndubroti umbreyttist sem samsvarar þremur sólmössum af efni í orku samkvæmt jöfnunni E = mc2. Á því augnabliki losnaði meiri orka en sem nam heildarorkuútgeislun allra stjarna í alheiminum samanlagt. við samruna svartholanna gáraðist tímarúmið svo til urðu þyngdarbylgjur. Í september 2015 bárust þyngdarbylgj- urnar í gegnum Jörðina og hreyfðu til tvo spegla í tveimur þyngdarbylgju- sjónaukum í Bandaríkjunum. Hundrað árum áður hafði Albert Einstein spáð fyrir um tilvist þyngdarbylgna með almennu afstæðiskenningunni. Mynd/CAlTECH/MiT/ligo lAB 2 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 0 2 -0 1 -2 0 1 7 0 3 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D 6 -2 D 5 4 1 B D 6 -2 C 1 8 1 B D 6 -2 A D C 1 B D 6 -2 9 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.