Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.01.2017, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 02.01.2017, Qupperneq 10
Ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins. Margar þessara mynda eru hreinustu listaverk. Aðstandendur Stjörnufræðivefsins [stjornufraedi.is] hafa sjöunda árið í röð valið nokkrar af bestu stjörnuljósmyndunum – nú fyrir árið 2016. Geimurinn í gegnum linsuna Þyngstu stjörnur himingeimsins R136 er stjörnuþyrping í um 170.000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í Tarantúluþokunni í Stóra Magellansskýinu. Í henni er eitt stærsta safn mjög massamikilla, heitra og skærra stjarna í nágrenni okkar. Þessar stjörnur gefa að mestu leyti frá sér útfjólublátt ljós sem berst illa í gegnum lofthjúpinn okkar, svo beita þurfti Hubble-sjónaukanum til að rannsaka þær og vindana sem þær senda frá sér. Mynd/nASA, ESA, P CRowTHER (UnivERSiTy of SHEffiEld) norðurpóll Satúrnusar Hér sést norðurpóll Satúrnusar baðaður sólarljósi. Sexhyrnda skot- vindasvæðið í kringum pólinn sést vel en í miðju hans er dökkleitur blettur. dökku skýin eru lægra í lofthjúpnum og því örlítið hlýrri en ljósleitu háskýin. leiðangri Cassini-geimfarsins til Satúrnusar lýkur árið 2017 en þangað til verður útsýnið yfir þessa tignarlegu reikistjörnu engu líkt. Mynd/nASA/JPl- CAlTECH/SPACE SCiEnCE inSTiTUTE Afmæliskúla Hubble-sjónaukans Hubble, geimsjónauki nASA og ESA, fagnaði sínu 26. starfsári í geimnum með því að senda okkur þessa glæsilegu mynd af Bóluþokunni. Bóluþokan er í um 8.000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Kassíópeiu. Í miðju Bóluþokunnar er stjarna sem kallast SAo 20575. Hún er blár ofurrisi, milli 10-20 sinnum massa- meiri en sólin okkar og meira en 30.000°C heit, sex sinnum heitari en sólin. Mynd/nASA, ESA, HUBBlE HERiTAgE TEAM gárur í tímarúminu — 100 ára gömul spá Alberts Einstein staðfest! Kannski ekki fallegasta mynd þessa árs en ótvírætt sú þýðingarmesta — og byltingarkenndasta. fyrir 1,3 milljörðum ára runnu tvö svarthol, 34 og 29 sinnum efnismeiri en sólin, saman í eitt 60 sólmassa svarthol. Á sekúndubroti umbreyttist sem samsvarar þremur sólmössum af efni í orku samkvæmt jöfnunni E = mc2. Á því augnabliki losnaði meiri orka en sem nam heildarorkuútgeislun allra stjarna í alheiminum samanlagt. við samruna svartholanna gáraðist tímarúmið svo til urðu þyngdarbylgjur. Í september 2015 bárust þyngdarbylgj- urnar í gegnum Jörðina og hreyfðu til tvo spegla í tveimur þyngdarbylgju- sjónaukum í Bandaríkjunum. Hundrað árum áður hafði Albert Einstein spáð fyrir um tilvist þyngdarbylgna með almennu afstæðiskenningunni. Mynd/CAlTECH/MiT/ligo lAB 2 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 0 2 -0 1 -2 0 1 7 0 3 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D 6 -2 D 5 4 1 B D 6 -2 C 1 8 1 B D 6 -2 A D C 1 B D 6 -2 9 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.