Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Qupperneq 18
ÞRÍBURALÍF 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 Brynjar, Elvar og Hlynur eru nýkomnirheim úr leikskólanum og eru að fá sérsíðdegishressingu þegar ég heimsæki fjölskylduna. Tveir litlir bláeygðir drengir og einn með stór brún augu taka á móti blaða- manni. Það er líf og fjör við borðstofuborðið. Hjónin Sigurjón og Hildur áttu fyrir sitt hvort barnið þegar ákveðið var að bæta einu barni við. Hildur er grunnskólakennari í Linda- skóla og Sigurjón vinnur hjá Isavia. Eldri börn- in eru í dag fimmtán og tíu ára. Þegar ákveðið var að bæta við barni áttu þau ekki von á þrem- ur. Það voru heldur betur óvænt tíðindin sem þau fengu í sónarnum. Kom það ykkur á óvart að von væri á þrí- burum? „Já, mjög. Þeir eru alveg frá náttúrunnar hendi. Við fórum í tíu vikna sónar og þá komu í ljós þrjú lítil hjörtu,“ segir Hildur sem situr fyr- ir svörum. Hvernig var það þegar þið hjónin fóruð í þennan sónar? „Það var alveg magnað. Við fórum til Arnars Haukssonar kvensjúkdómalæknis. Ég held að hann hafi strax séð þetta. Hann stækkaði mynd- ina upp og sýndi okkur strax eitt hjarta. Svo segir hann, krakkar mínir, það er nefnilega ann- að lítið hjarta hér. Og við alveg, tvíburar! Vor- um smátíma að melta það. Þá segir hann, já, krakkar mínir, það var sem mér sýndist, hérna er nefnilega þriðji hjartslátturinn. Þá greip ég fyrir andlitið og sagði, það getur ekki verið, ég hef aldrei tekið neitt, nein frjósemislyf eða neitt, þú ert að grínast!“ segir hún um viðbrögðin sín. „Læknirinn svaraði þá voða rólegur, nei, Hildur mín, ég grínast ekki með svona,“ segir Hildur hlæjandi. „Ég vissi ekki einu sinni að maður gæti eignast þríbura án þess að fá aðstoð. En það er víst hægt,“ segir hún og brosir. Fenguð þið ekki sjokk? „Jú. Ég svaf ekkert í tvo sólarhringa á eftir. Hugsaði bara, hvað er ég að fara í gegnum? Hvort ég muni geta þetta. Hvort ég muni „meika“ meðgönguna; ég hugsaði rosalega mik- ið um það. Hvernig þetta færi. Allt í einu var von á þremur krílum. En samt var þetta verk- efni sem við sáum fljótt að við myndum tækla. Það var ekki verkefnið sjálft sem var kvíðaefni, heldur frekar sjálf meðgangan,“ segir Hildur. Hvernig gekk meðgangan? „Hún gekk mjög vel framan af en ég var inni á meðgöngudeild síðustu þrjár vikurnar. Með meðgöngueitrun og gallstasa en þá er lifrin far- in að erfiða,“ útskýrir Hildur. Hún segir ekki hægt að bera saman með- göngurnar tvær, fyrst með eitt barn og síðan þrjú. „Þetta er bara rosalegt, þarna er maður alveg ó-frískur. Mér var alveg rosalega óglatt og mig svimaði. Þetta er svo mikið erfiði fyrir líkamann,“ segir hún. Kvíðinn lét einnig á sér kræla. „Ég var hrædd á meðgöngunni og spurði lækninn hverjar væru líkurnar að ég myndi halda öllum fóstrunum. Hann var nú svo yndis- legur hann Arnar Hauksson að hann sagði: Ég sé það fyrir mér að þið fáið þrjú flott og heil- brigð börn í hendurnar í haust. Og það hjálpaði mér alla meðgönguna. Þetta var mikil lífs- reynsla,“ segir Hildur. Drengirnir þrír voru teknir með keisara en fæddust hraustir hinn 8. ágúst, 2013. Ætlarðu að eignast fleiri börn? „Nei, það er alveg búið að ákveða allt með það. Við erum mjög sátt og glöð með okkar fimm börn.“ Nú eru drengirnir tveggja og hálfs. Sinnum þrír. Hvernig er þetta búið að ganga? „Það er svakalega mikið að gera. Erfitt verk- efni. En þetta einhvern veginn gengur. Maður sníður sér stakk eftir vexti. Ég fer ekki ein með þá út í búð, maður verður að skipuleggja sig svolítið,“ segir Hildur. „Við erum ótrúlega heppin að hafa bæði foreldra mína og tengda- foreldra til að hjálpa okkur,“ segir hún en tengdaforeldrarnir búa rétt hjá. „Og mamma hjálpar rosa mikið. Það væri ekki svona fínt hérna ef mamma hefði ekki komið hingað í dag,“ segir Hildur. „Svo hjálpar Tinna Rut sem er fimmtán ára alveg svakalega mikið og hefur gert frá því þeir fæddust, þeir eru líka mjög hændir að henni og bróður sínum Daníel sem er 10 ára.“ Vekið þið ekki mikla athygli þegar þið farið með þá eitthvað? „Jú, við gerum það. Við erum frekar róleg og ekkert mikið fyrir athygli en fórum til dæmis í fyrrasumar niður í bæ með þríburakerru. Út- lendingarnir voru alveg að missa sig. Og voru að fá að taka myndir. Íslendingarnir eru meira að gjóa bara augunum á okkur en segja ekkert. En þeir eru alveg: Can I take a picture?“ útskýrir Hildur og brosir. „En svo erum við líka dugleg í að skipta okkur upp. Fáum kannski pössun fyrir einn og förum með tvo eitthvað. Okkur finnst þeir alveg þurfa að fá hvíld hver frá öðrum,“ segir Hildur. Hvernig kemur þeim saman? „Brynjar er mjög ákveðin týpa og hefur verið það frá byrjun, hann er leiðtoginn. Elvar er ekta miðjubarn, svona sáttasemjari, fer með straumnum. Og Hlynur er líka ákveðinn og þrjóskur. Og þeim kemur verst saman, Brynjari og Hlyni. Þar mætast stálin stinn. Þetta er að breytast samt. Þeir eru allir „agressívir“ hver við annan. Ég held að þeir séu allir með bitfar á bakinu. Þeir bíta hver í annan og taka hálstaki. Þetta er alveg barátta; barátta um dótið; bar- átta um mig. Þeir svara allir fyrir sig. Þeir eru allir mjög ólíkir karakterar. Maður sá það fljótt og gaman að sjá hvað maður fæðist með sín per- sónueinkenni,“ segir Hildur að lokum. Elvar, Hlynur og Brynjar sitja stilltir hjá móður sinni Hildi Guðbrandsdóttur. Morgunblaðið/Ásdís „Hérna er nefnilega þriðji hjartslátturinn“ Hildur Guðbrandsdóttir og Sigurjón Hreinsson áttu sitt barnið hvort þegar þau hófu sambúð. Þau ákváðu að eignast barn sam- an en þeim til mikillar furðu fengu þau þrjú. Þrír hraustir drengir bættust í fjölskylduna og lífga heldur betur upp á tilveruna. Elvar, Hlynur og Brynjar eru níu mánaða á þessari mynd. Brynjar: 8 merkur Elvar: 9 merkur Hlynur: 9 merkur Fæddir eftir 33 vikur og 4 daga. Foreldrar: Hildur Guðbrands- dóttir og Sigurjón Hreinsson. 08.08. 2013

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.