Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Síða 19
20.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 „Hún er að athuga hvort það séu kannski þrjú!“ Þóra og Nolan kynntust í London þar semhún vann við slitastjórn Landsbankansen hann í Goldman Sachs, amerískum banka. Þau giftu sig árið 2012 og eignuðust Óli- víu sem er þriggja ára en Þóra átti fyrir tvær stúlkur, sem í dag eru níu og þrettán ára. Nolan á tvo drengi, fjórtán og átján, sem búa í London en koma reglulega til Íslands. „Við erum með alla liti, svart, hvítt og blandað,“ segir Þóra og hlær. Þegar að Ólivía var tveggja ára ákváðu þau að bæta einu barni við. Þau þurftu ekki að bíða lengi. „Og ég varð ólétt um leið og við ákváðum að eignast eitt barn í viðbót. Nolan hélt að ég væri ímyndunarveik en ég fann það strax. Ég tók fullt af óléttuprófum og þau voru öll nei- kvæð,“ segir Þóra. „Já, og ég sagði við hana að hún væri að ímynda sér þetta!“ segir Nolan og hlær. „Öll einkennin voru svo sterk, ógleði og aum brjóst. Ég fann þetta allt strax,“ segir Þóra en segir að hún hafi tekið prófin of snemma til að þau gæfu jákvætt svar. En hún hafði rétt fyr- ir sér og rúmlega það. Hvernig komust þið að því að það væri von á þríburum? „Ég var með verki og fór á spítalann en ég var komin 6-7 vikur á leið. Það var eins og ég væri með rýting í kviðnum en það átti að tékka á hvort ég væri með utanlegsfóstur. Þá fór ég í sónar en það var ung kona sem skoðaði mig. Ég sagði við hana að mér fyndist ég frekar stór og við værum að spá í hvort þetta væru tvíburar en við bara hlógum að því. Fyrst sagði hún, nei, þetta er bara eitt barn. Eða eru þetta tvö? sagði hún þá, og bætir við að hún hafi aldrei skoðað í sónar þar sem hafi verið fjölburar. Þá sá hún tvo hjartslætti og segist ætla að ná í sérfræðing. Ég spurði hvort allt væri í lagi og hún sagðist bara þurfa að vera viss að það væru tvö en ekki þrjú. Þetta sagði hún á íslensku. Svo fór hún fram og ég sagði við manninn minn, þú veist hún er að athuga hvort það séu kannski þrjú! Og svo kom sérfræðingurinn og taldi: eitt, tvö, þrjú. Og öll hjörtun slógu kröftuglega,“ segir Þóra. „Við hlógum í tvo daga. Við grétum ekki og höfum ekki grátið enn,“ segir hún. „Þetta var sjokk, gleðilegt sjokk,“ bætir Nolan við. Þau segja að þau hafi strax fundið á sér að allt færi vel. „Ég fann fyrir einhverri innri ró, ég vissi að það færi allt vel,“ segir Nolan. Þóra er sammála en hafði þó skiljanlega áhyggjur af meðgöngunni. Hvernig hafa síðustu sjö mánuðir verið? „Þetta hefur gengið fínt. Í byrjun var það mjög erfitt því við þurftum að vakna á tveggja tíma fresti, að gefa þeim að drekka,“ segir Nol- an. Þau fengu að gista á spítalanum í fimm daga en eftir það þurftu þau að ferðast á milli heimilis og sjúkrahúss þar til börnin voru nógu hraust til að mega fara heim. Börnin, stúlka og tveir drengir, dvöldu í tvær og hálfa viku á vökudeild- inni. „Við höfum fengið mikla aðstoð frá fjöl- skyldunni. Systir mín kom frá Karíbahafinu til að hjálpa og var hjá okkur í þrjá mánuði,“ segir Nolan. Einnig hafa þau fengið mikla hjálp frá systur og foreldrum Þóru. „Ég held að aðalatriðið sé að vera jákvæð og taka hlutunum með ró. Vinir okkar segja að ef einhverjir hefðu getað tekið að sér þetta verk- efni að eignast þríbura, þá væru það við. Við er- um bæði afslöppuð og tökum hlutunum bara eins og þeir koma. Þetta kemur ekki fyrir fólk sem getur ekki höndlað það,“ segir Þóra. Tekur ekki á hjónabandið að vera saman allan daginn með öll þessi börn? „Nei, það hefur verið fínt,“ segir Þóra en þau eru bæði í fæðingarorlofi en Nolan er einnig að vinna við fyrirtækið sitt heiman frá en hann rekur ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstraráhættu fyrirtækja. Hvernig tóku hin börnin því að von væri á þríburum? „Þau tóku því vel, bara trúðu þessu ekki,“ segir Þóra en það ber ekki enn á afbrýðisemi hjá hinni þriggja ára Ólivíu. Eru börnin eitthvað lík? „Nei, þetta eru þrír gjörólíkir persónuleikar, enda þríeggja. Það er mjög fyndið. Við heyrum alltaf hver er að gráta,“ segja þau bæði. Þau segja Ísabellu vera forvitna. „Hún er athugul og horfir mikið í kringum sig, mjög forvitin en dá- lítil dramadrottning. Ef hún fær ekki þjónustu strax heyrist í henni. Lorenzo er svolítið líkur henni og rólegur,“ segir Nolan. „Leó er „hy- per“, hann er allur á iði,“ segir Þóra. „Hún drakk svo mikið Kók Zero á meðgöngu og ég held að allt koffínið hafi farið beint í hann,“ segir Nolan og þau skellihlæja. „Stundum verður hann svo æstur að hann verður veikur.“ Eitthvað að lokum? „Við bjuggumst ekki við þessu, enginn gerir það. En ef ég lít til baka myndi ég ekki breyta neinu,“ segir Nolan. „Þótt þetta sé erfitt er þetta samt að verða þægilegra. Þau eru farin að leika sér smám saman og auðvitað fara þau svo að hlaupa um allt. Húsið er ekkert alltaf fínt en við reynum, en auðvitað er stundum fjall af þvotti. En við missum ekkert svefn yfir því, þetta er bara tímabil, “ segir Þóra. „Börnin veita okkur svo mikla gleði,“ segir Nolan. Morgunblaðið/Ásdís Fjölskyldan litríka stækkaði til muna í fyrra þegar hjónin Þóra Leifsdóttir og Nolan Lorenzo Williams bættu þremur börnum í hópinn á einu bretti. Nolan er frá Karíbahafinu en fyrir á hann tvo unglingsdrengi, þá Jordan og Dylan en Þóra átti tvær stúlkur fyrir, Birtu Maríu og Júlíu Ósk. Saman eignuðust þau Ólivíu Von árið 2012. Eitt barn í viðbót var á dagskrá, en þrjú fæddust. Nú eru börnin því orðin átta. Lorenzo Þór, Ísabella Guðleif og Leó Leifur Þór eru frísk og falleg börn. Fjölskyldan heima í stofu: Júlía Ósk, Nolan Lorenzo með Leó Leif Þór í fanginu, Birta María með Ólivíu og Ísabellu Guðleifu og loks Þóra með Lorenzo Þór. Leó Leifur Þór: 8 merkur Ísabella Guðleif: 7 merkur Lorenzo Þór: tæpar 8 merkur Fæddir eftir 33 vikna meðgöngu. Foreldrar: Nolan Lorenzo Willi- ams og Þóra Leifsdóttir. 27.07. 2015

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.