Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Page 27
Kristín Þóra er félagsfræðingur ogframkvæmdastjóri Flóru en hún býrásamt eiginmanni sínum Hlyni Halls- syni, myndlistarmanni og safnstjóra Lista- safnsins á Akureyri, og fjórum af fimm börn- um þeirra í sögulegu húsi við Hafnarstræti 90 á Akureyri. „Saman rekum við húsið okkar og erum að fara af stað með bókaflokkinn Pastel. Við eig- um fimm börn, Huga, Lóu, Unu, Núma og Árna.“ Í húsinu, sem er fyrsta verslunarhús Kaupfélags Eyfirðinga, hafa hjónin innréttað bæði heimili, verslun og vinnustofur. Aðspurð hvernig hugmyndin að starfsemi hússins kviknaði svarar Kristín: „Þegar við byrjuðum með Flóru fyrir fimm árum langaði okkur að gera stað sem gengur út á skapandi og um- hverfisvænna mannlíf með miðlun, sölu, sýn- ingum og framleiðslu.“ Upphaflega var Flóra í Listagilinu og bjó þá fjölskyldan á Brekkunni á Akureyri. Hjón- in keyptu svo sumarið 2012 húsið við Hafnar- stræti, alveg niðri í miðbæ, á KEA-horninu, og sameinuðu allt sitt í eitt hús. „Hér sýnum við og seljum hönnun, list og heimagert, bæði nýtt og notað, erum með uppákomur og sýn- ingar og rekum vinnustofur. Þau Ólafur Sveinsson myndlistarmaður, Anna Richards- dóttir dansari og María Rut Dýrfjörð hönn- uður eru hér með vinnustofur auk okkar Hlyns. Með því að vera svo miðsvæðis skapast eðlilegur snertiflötur listafólks og hönnuða við gesti og gangandi,“ útskýrir hún og bætir við að þar geti Íslendingar sem og erlendir ferða- menn komist í snertingu við listrænt og skap- andi starf og fái jafnvel að líta inn á vinnustof- ur þeirra sem í húsinu eru að skapa, um leið og falleg tenging er við blómlegt listalíf Lista- gilsins, mannlíf miðbæjarins og við sveitirnar í kring. „Við viljum með þessu hvetja til meira skapandi starfs og framleiðslu á svæðinu, í stórum og smáum stíl.“ Kristín Þóra Kjartansdóttir Hvetja til skapandi starfs og framleiðslu á svæðinu Í fallegu sögulegu húsi frá aldamótunum 1900 á Akureyri hafa hjónin Kristín Þóra Kjartansdóttir og Hlynur Hallsson búið sér og börnum sínum notalegt heimili. Á neðri hæðum hússins hafa hjónin síðan útbúið verslunina Flóru, ásamt aðstöðu fyrir viðburði og vinnustofur. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Húsið við Hafnarstæti 90 á Akureyri er frá aldamótunum 1900. Fjölskyldan býr á efri hæðinni, á jarðhæð er verslunin Flóra ásamt vinnustofum listamanna. Verslunin Flóra selur muni úr íslenskri og þýskri menningarflóru. Lögð er áhersla á endurnýtingu og nýja muni sem eru framleiddir í heimaframleiðslu. Í húsinu er vinnustofa Önnu Richards. Mikið líf er í húsinu við Hafnarstrætið. Í kjallara hússins eru einnig vinnustofur listamanna. Kunna að meta eldri heimilisstíl Kristín lýsir stílnum á heimilinu sem gamal- dags með náttúrulegu ívafi, kryddað örfáum hönnunarstykkjum, og segist sækja inn- blástur í gamlar bækur og rit og heimsóknir til skemmtilegs fólks hérlendis og erlendis. „Við búum í gömlu og sögulegu húsi frá alda- mótunum 1900 og kunnum að meta eldri heimilisstíl jafnt sem eplatölvur og finnst gott að innrétta í takt við það. Við erum hvort eð er mest með eldri mublur og muni, margt er úr fjölskyldunum okkar, frá ömmu minni og afa og foreldrum okkar beggja, og það fer vel saman við praktískar pælingar og tækniþarfir heimilisfólksins.“ Kristín segir jafnframt mikilvægt að hafa gott úrval af bókum, tónlist, mat og listmun- um á heimilinu og nóg rými til að búa ýmislegt til sjálf, leika sér, hamast, slaka á og vera til. „Heimilið er ekki bara dvalarstaður, heldur líka skapandi staður,“ útskýrir hún að lokum. 20.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 EMPIRE Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði Stærð: 80 × 70 × 102 cm 72.573 kr. 89.990 kr. ASPEN Klæddur leðri á slitflötum. Margir litir. Stærð: 80 × 85 × 102 cm 119.990 kr. 159.990 kr. CLARKSTON Leður La-Z-Boystóll. Brúnn, vínrauður eða svartur. Stærð: 97 × 102 × 118 cm 139.990 kr. 199.990 kr. Allir LA-Z-BOY stólar og sófar á taxfree tilboði*

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.