Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Side 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Side 36
MADA’IN SALEH Í SÁDI-ARABÍU Arabíuskaginn hefur verið heimkynni alls kyns þjóðflokka, konunga og spámanna í gegnum aldirnar og árþúsundin. Sádi-Arabía dreifir úr sér um mestallan skagann, með sínum hrikalegu eyðimörkum, tignarlegu fjöllum, rústum og musterum. Þetta eru staðir sem gaman væri að sjá, nema hvað Sádi-Arabía kærir sig lítið um ferðamenn og gefur ekki út ferðamannaáritanir. Er helst að múslimar geti fengið að skoða undur landsins, í píla- grímsför til Mekku og annarra helgistaða íslamstrúarinnar. Staður sem spennandi væri að sjá er Mada’in Saleh-rústirnar í norðvesturhluta landsins. Er um að ræða byggð frá tímum Nabateu- manna, þeirra sömu og byggðu undra- borgina Petru þar sem núna er Jórdanía. Svæðið er á heimsminjaskrá UNESCO og skartar m.a. 131 grafhýsi sem skorið hefur verið út í klappirnar. Láttu þig dreyma CLUB 33 Í DISNEYLANDI Hver hefði haldið að á besta stað í einum mest sótta skemmtigarði heims leyndist veitingastaður sem næstum enginn fær að heimsækja? Í Disneylandi í Kaliforníu er að finna hurð sem lætur ekki mikið yfir sér, og er ekki merkt með öðru en skilti sem á stendur húsnúm- erið 33. Við hurðina er falinn lítill dyrasími sem má hringja, en það er borin von að vera hleypt inn nema í fylgd með meðlimi Club 33-einkaklúbbsins. Fyrir innan er veitingastaður og bar sem var upphaflega ætlaður helstu samstarfsaðilum Disney-veldisins. Í dag er Club 33 klúbbur ríka, fræga og vel tengda fólksins. Kostar allt að 40.000 dali, tæpar fimm milljónir króna, að verða meðlimur og árleg félagsgjöld eru tæplega 1,5 milljónir króna. Veitingastaðurinn býður upp á fyrsta flokks veitingar og er eini staðurinn í Disneylandi sem selur áfengi. Þá er staðurinn skreyttur með alvöruleikmunum sem not- aðir voru í Disney-kvikmyndum. NORTH SENTINEL ISLAND, ANDAMAN-EYJAKLASANUM Hvað gæti verið betra en að dýfa sér í tæran og bláan sjóinn og upplifa óspillta náttúru Bengalflóans? Andaman-eyjaklasinn er staður til að slappa af á hvítum ströndum, skella sér á brimbretti eða festa á sig froskalappirnar og kafa ofan í djúpið. Nema hvað ekki eru allir íbúar svæðisins jafn gestrisnir. Ein af eyjunum, sem fengið hefur nafnið North Sentinel Island, er heimkynni þjóðflokks sem hefur verið einangraður frá umheiminum frá örófi alda og er í raun enn á steinaldarstigi. Eyjan er 72 ferkílómetrar á stærð, ögn minni en allur Kópavogur. Er talið að 50-400 einstaklingar séu á eyj- unni og eru þeir lítt hrifnir af gestum. Þeir sem hætta sér of nálægt geta átt von á að þurfa að forða sér undan örvum og spjótum. Indversk stjórnvöld hafa bannað ferðir til eyj- unnar, og er kannski eins gott því íbúarnir hafa væntanlega ekkert ónæmi gegn algengum sjúk- dómum og þarf að fara mjög varlega ef einhvern tíma tekst að rjúfa einangrun þeirra. NJÓSNASAFNIÐ Í NANJING Söfn vilja yfirleitt laða til sín sem flesta gesti, en í kínversku borginni Nanjing er að finna safn sem fylgir allt ann- arri reglu. Er um að ræða safn sem segir frá njósna- tækjum Kínverja, allt frá örsmáum mynda- vélum yfir í varaliti sem eru í raun skammbyssur. Væri gaman að sjá tækja- kostinn, nema hvað að safnið vísar öllum frá nema kínverskum rík- isborgurum. Segja stjórnendur safnsins að það sem þar er til sýnis sé of viðkvæmt til að mega sýna út- lendingum. Er þá eftir bara rétt um millj- arður Kínverja sem getur fengið að sjá njósnatækin og segir örugglega engum út- lendingum frá hvað fyrir augu bar. Ljósmynd / NASA Aldrei hefur verið auðveldara að ferðast, og með íslenskt vegabréf í farteskinu er hægt að heimsækja 164 lönd án nokkurra vandkvæða. Landinn er duglegur að skoða framandi áfangastaði, allt frá Tierra del fuego í suðvestri til Kamtsjatka í norð- austri. En svo eru ákveðnir staðir sem ekki er hægt að fá að sjá með eigin augum, og gildir einu hvað fólk er tilbúið að borga eða hvað það á fínt vegabréf. Hér eru nokkur undur, minjar og annað forvitnilegt sem hinn dæmigerði Íslendingur getur seint reiknað með að heimsækja. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is FERÐALÖG Viltu fara troðnar slóðir? Þá ætti að setja stefnuna á Hong Kong.Þangað koma um 27,7 milljónir ferðamanna árlega, aðallega fráKína. Samkvæmt lista Euromonitor eru næstvinsælustu borg- irnar London, Singapúr, Bangkok og París. Mest sótti ferðamannastaður veraldar 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.flugrutan.is • www.re.is BSÍ - Umferðarmiðstöðin Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Kauptu miða núna á www.flugrutan.is *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 4.000 kr. 2.000 kr.* FYRIR AÐEINS Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur & brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Ljósmynd / Wikipedia – Richard.Hargas (CC) Ljósmynd / Wikipedia - Mxreb0 (CC)

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.