Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Qupperneq 37
með þunga og dýra myndavél um hálsinn og finna hana slengjast til og frá í takt við sveigjur og beygjur rússíbanans. Í dag er vaninn í betri skemmtigörðum að megi geyma smáhluti á borð við myndavélar í litlum læstum skápum áður en farið er í rússíbana, en ekki er alltaf hægt að stóla á slíka aðstöðu. Betra er að sleppa myndavélinni og láta snjallsímann duga. Ný- legur snjallsími tekur al- veg nógu góðar myndir og situr sem fastast ofan í buxnavasanum á með- an á rússíbanareiðinni stendur. Slepptu nestinu Taktu með greiðslukortið Skemmtigarðar geta ver- ið dýrir og freistandi að ætla að spara með því að taka með nesti. En þá þarf einhver að burðast um með nestið sem hvort eð er verður fljótlega ólystugt eftir að hafa fengið að liggja ofan í tösku eða bakpoka í hálf- an dag. Er yfirleitt enginn skortur á veitingastöðum sem bjóða upp á jafnt dýran og ódýran mat. Oft er líka upplifun að koma inn á veitingastaðina í skemmtigörðunum og t.d. smakka „risaeðlukjöt“ í Það er skemmtilegt að fara meðfjölskylduna alla í stóranskemmtigarð, og skella sér í nokkra rússíbana, heimsækja draugahús og gúffa í sig kandí-floss. En hvað þarf að hafa meðferðis, og hverju má sleppa? Hernig er hægt að búa sig undir dag af flúða- siglingum, galdrakörlum, flug- eldasýningum og glensi? Taktu með strigaskó Slepptu sandölum Skemmtigarðar eru yfirleitt á heit- um stöðum, en það er samt vissara að vera í skóm sem sitja fast á fót- unum. Ef farið er í rússíbana geta sandalarnir farið á flug (og yfirleitt er ekki vel séð að fólk fari berfætt í skemmtitækin). Strigaskórnir þurfa líka að vera þægileg- ir, enda kallar heim- sókn í skemmtigarð á það að ganga tölu- vert. Eins ætti að velja skó sem má leyfa að blotna ef farið er í tæki á borð við vatnsrússíbana. Taktu með snjallsíma Slepptu myndavélinni Eins gaman og það er að festa minning- arnar á filmu þá er allt annað en skemmtilegt að vera Universal Islands of Ad- venture eða fylgjast með róbótaskemmtun á skyndibitatað Disney World. Vasar sem lokast vel, föt sem þola bleytu og sólarvörn Ætti að reyna að velja flíkur sem eru með góðum vösum til að geyma snjall- síma, veski og gleraugu. Hæfilega víðar stutt- buxur með rennilás á ein- um skálmarvasanum ættu að koma í góðar þarfir. Mittisbudda (e. fanny pack) er líka hið mesta þarfaþing til að geyma smámunina án þess að hætta á að beygla gleraugun eða farsímann. Fötin sem skemmtigarðsgestir klæðast ættu að vera valin í sam- ræmi við veður og gott ef má leyfa þeim að blotna í vatnsrússíbönunum. Derhúfa eða hattur ver litla og stóra kolla frá sólinni og má stinga í skáp, eða halda á með annarri hendi þegar farið er í rússíbanana. Þá verður að meta hvort dagurinn kallar á sólarvörn eða ekki. Ætti í flestum tilfellum að duga að bera á sterka sólarvörn í byrjun dags og þá hægt að skilja brúsann eftir uppi á hóteli. Eitt sniðugt ráð er að vera í hnepptri skyrtu og gyrða hana ofan í buxurnar. Þeir sem eru með gler- augu eða annað smálegt sem getur farið á flug í leiktækjunum geta sett smáhlutinn undir skyrtuna, og svo hneppt efsta hnappinum og er þá bú- ið að breyta skyrtunni í litla hirslu sem er lokuð að ofan og neðan. Einnig ætti að reyna að sleppa stórum og þungum veskjum. Dugar að taka með kortaveski fyrir greiðslukortin, ökuskírteinið og smá reiðufé. Því þyngri og stærri sem veskin eru, því erfiðara er að halda þeim í vösunum. Hvað þarf (og þarf ekki) að taka með í skemmtigarðinn? Ekki fara í rússíbanann í sandölum eða með þunga myndavél um hálsinn, og skildu stóra seðlaveskið eftir heima Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is AFP 20.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 2 fyrir 1 tilboð á Casa Grande á sérréttaseðli frá sunnudegi til miðvikudags Við tökum vel á móti þér og þínum Velkomin á Casa grande Borða- pantanir 512 8181

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.