Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Síða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 S myglarar eru ekki einlit hjörð. Um þá hafa verið skrifaðar ótal sögur og æv- intýri. Og iðulega hafa smyglararnir verið góðu karlarnir. En það gat varð- að miklu ef upp um þá komst, líka fyr- ir „viðskiptamanninn“. Þeir góðu, illu og ófríðu Á árum einræðis og einveldis var hrammurinn högg- þungur og limir og líf var undir. En síðar urðu smygl- arar fjölmennir og annar hver maður smyglari í auka- starfi. Prúðustu borgarar borgarinnar, á meðan hún var öll eitt allsherjar 101, töldu sig frekar vaxa af því kæmust þeir heim með auka makkintoss-dollu í gegn- um toll. Svo ekki sé talað um sérríflösku á bannárum. Það er raunar þekkt að smyglarar gera stundum þjóðfélagslegt og jafnvel þjóðhagslegt gagn. Á meðan þjóðin reykti meira en hún gerir nú, og naut því virð- ingar fjárlaganefndar, viðurkenndu yfirvöld í hljóði að til staðar væri ósýnilegur kvarði sem ekki mætti fara yfir, þegar verð á sígarettum hækkaði. Sprengdu hækkanir kvarðann ósýnilega, sáu smyglararnir um að ríkissjóður hefði minna en ekkert upp úr verð- hækkunum. Smyglarar voru því óformlegir löggæslu- menn þess að yfirvöld misbeittu ekki valdi sínu í þessu tilviki. Græðgi er ekki hljómfagurt orð frekar en ágirndin, sem fékk útreið hjá séra Hallgrími, sem sagði hana undirrót allra lasta. Báðar eru þær smitandi, eins og sást svo vel fyrir átta árum, víðar en á Laufásveg- inum. Fágætt eintak Ragnar í Smára var einstakur maður og kannski stundum næstum auðjöfur á gömlu mælikvarðana. En hann var ekki í neinu líkur þeim sem misstu sig síðast. Hann hélt sig hófsamlega, þótt hann hefði getað slegið um sig. Ekki vegna samhaldssemi eða nísku, og enn síður til að sýnast. Það var fjarri Ragnari. Hann hlunkaðist um á gamla jeppanum á milli bókabúða, með ljóðabækur ungskálda og vonarpeninga með rit- höfundagrillur, sem oftast var útilokað að hafa túkall með gati upp úr. Ragnar fór stundum hratt yfir. Hann leit ekki út eins og bergrisi en hafði trú trölla á menningu þessa litla lands. Það undur þekktist ekki annars staðar, en á Íslandi voru til vélar sem knúðu áfram rithöfunda, tónskáld og tónlistarmenn, málara og annað skapandi fólk og gengu allar fyrir sama eldsneytinu: Smjörlíki. En þótt peningar væru fyrir Ragnari eingöngu afl þeirra hluta í menningarlífi landsins, sem brýnast var að fullkomna, þá skildi hann einnig að heilbrigð eftir- sókn eftir þeim gat verið drífandi afl og eftirsóknar- vert allt þar til hún umturnaðist í græðgi og ágirnd. Hvarvetna þar sem þetta afl hefur verið leitt í jörð af hugsjónaástæðum eða af meinlokum flokkuðum sem hugsjónir myrkvaðist flest fljótt. Ragnari í Smára hugnaðist ekki græðgi, en honum var hlýtt til eignagleðinnar. Sjálfur safnaði hann málverkum, sem kunna sum að hafa komið sem ókrafið endurgjald fyrir fjárhags- legan stuðning. Og það var hluti af eignagleði Ragnars að færa mál- verkasafn sitt, mikla eign, Alþýðusambandi Íslands að gjöf, til að tryggja almenningi greiðan aðgang að því. Bréfritari var unglingur þegar hann hitti Ragnar í fyrsta sinn. Honum varð það ógleymanlegt, ekki Ragnari. Í nokkur sumur hafði lukkast að fá vinnu við að steypa gangstéttir í góðum hópi borgarstarfsmanna. Á meðan steypan var að harðna í gangstéttunum þurfti að standa um þær vörð, því að fólk átti það til, þrátt fyrir varúðarmerki, að klöngrast yfir búkka, jafnvel í þröngum pilsum og í háhæluðum skóm til að „stytta sér leið“ með ógóðum afleiðingum bæði fyrir skótau og stétt. Það var eftirsótt hlutverk að fá að standa vörð um nýsteyptar stéttir til miðnættis, því þá voru menn á yfirvinnugreiðslum. Eitt sinn þegar bréfritari stóð sína vakt á melunum að kvöldlagi, seint í ágúst, kom maður óvænt út úr húsi sínu með kaffibolla og smá- köku til að hressa upp á strák. Það var Ragnar í Smára. Þegar bréfritari hafði náð nokkrum þroska og kynnst Ragnari notaði hann tækifærið og þakkaði trakteringarnar í kvöldkulinu forðum. Ragnar mundi ekki eftir atvikinu, en sagði að það hefði verið gott að fá gangstéttina. Hún væri sér ógleymanleg, þótt vaktmaðurinn væri það ekki. Og Ragnar var einnig sérstök tegund af smyglara. Hann „smyglaði“ hingað á útnárann tónlistarmönnum á heimsmælikvarða, sem var umhendis að gera á þeim tímum vegna fjarlægðar, féleysis og raunverulegra gjaldeyrishafta. Illvirkjarnir En það má ekki gleyma sér yfir góðu smyglurunum. Smyglarar nútímans birtast okkur sem harðsvír- aðar glæpaklíkur, miskunnarlausar og svífast einskis og skilja eftir sig sviðna jörð. Margir, og sennilega sí- fellt stækkandi hópur, telja að bann við hættulegustu eiturlyfjum sem þekkjast, að viðlögðum þungum refs- ingum, gangi ekki lengur upp. Fíknin sé slík að neyt- andinn geri allt til ná í þau. Aukið eftirlit og þyngri refsingar hleypi verðinu upp í himinhæðir og það kalli á vel skipulögð glæpagengi, sem standist réttvísinni snúning og vel það. Þau ráði yfir ógrynni fjár, séu vel vopnum búin og ekki auðveld bráð. Öðru nær. Að auki hafi þau sleipustu lögfræðinga á launaskrá. Yfirvöld nái aðeins í burðardýrin, sem séu fremur fórnarlömb en gerendur. Hinum raunverulegu glæpaforingjum sé sama um það, hvort burðardýr gisti fangaklefa eða séu líflátin, eins og gert er víða, ekki síst í Asíu. Betra sé upp á efnahagsreikninginn að burðardýr náist ekki. Náist þau, sé litið á þau sem einnota vöru sem þoli ekki end- urvinnslu. Fyrrnefndir efasemdarmenn benda á að fangelsi um víða veröld séu full af dópkrimmum, en samt flæði dópið um allt. Eina úrræðið sé því að lögleiða öll fíkni- efni. Verður uppgjöf meginregla? Jafnvel þótt fátt sé vissulega um svör, þykir mörgum uppgjöf ekki vera boðlegur leikur. Og þeir spyrja: Hvar skal þá draga næstu víglínu? Lýtur ekki mansal sömu lögmálum? Sú glæpastarfsemi er mjög ábata- söm og sjaldnast næst í höfuðpaurana, fremur en í dópheiminum. Er svarið að leyfa það líka? Mansal hefur fylgt mannkyninu lengi og lengst af verið löglegt gagnvart tilteknum undirmálsstéttum. Um aldir gerðu þrælasalar það gott og báru höfuðið hátt, fjáðir og fínir, ekki síður en aðrir í viðskipta- ráðinu. Hann er sögulega mjög stuttur tíminn sem þrælahald hefur verið bannað. Og enn er þrælahald viðurkennt í verki víða, þótt SÞ hafi úthýst því. Lengi héldust mansal og vændisstarfsemi í hendur, þótt ekki hafi allir angar þeirrar starfsemi byggst á mansali. Enn hefur enginn unnið skák með því að gefa hana ’ Í vikunni héldu þeir nýjan neyðarfund í Brussel um flóttamannasprengjuna í Evrópu. Það einkenndi umgjörð þess fundar að Merkel Þýskalandskanslari hafði þegar samið við leiðtoga Tyrklands um hver niður- staða fundar „leiðtoganna“ yrði. Reykjavíkurbréf18.03.16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.