Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Síða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Síða 46
LESBÓK Greint hefur verið frá að breskt framleiðslufyrirtæki hafi tryggt sér rétt-inn til að framleiða sjónvarpsþætti eftir spennusögum Ragnars Jónas- sonar sem gerast á Siglufirði. Þættirnir verða teknir upp hér á landi. Bretar vilja meira íslenskt 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 Umgerð er heiti viðamikillar innsetningarmyndlistartvíeykisins Hugsteypunnarsem var opnuð í Hafnarborg í Hafnar- firði á föstudagskvöld. Öll efri hæð menningar- miðstöðvarinnar er lögð undir innsetninguna, með ljósmynda- og málverkum sem eru um leið þrívíðir skúlptúrar og efniviðurinn meðal ann- ars tré, gler og þræðir sem strekktir hafa verið um rýmið. Lýsingin styrkist og dofnar á víxl og á nokkrum stöðum er varpað upp ljósmyndum af verkinu og fólki að upplifa það, ljósmyndum sem gestir eru hvattir til að taka og deila á sam- félagsmiðlum og þaðan koma þær aftur inn á sýninguna. Sýningin Umgerð er hér löguð að rými Hafn- arborgar en áður settu myndlistarkonurnar Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhann- esdóttir, sem hafa undanfarin átta ár kallað sig Hugsteypuna þegar þær vinna saman, hana upp í Ketilhúsi Listasafns Reykjavíkur. En er raun- verulega hægt að færa innsetningu sem þessa milli tveggja sýningarrýma án þess að úr verði einfaldlega annað verk? „Ekki nákvæmlega, það þarf að breyta inn- setningunni og laga að nýju rými eins og við er- um að gera. Við setjum hana upp hér í töluvert breyttri mynd,“ segir Ingunn Fjóla. „Mér finnst skemmtilegt að fá tækifæri til að vinna innsetninguna aftur. Maður sýnir stund- um stök verk aftur en síður heilar innsetn- ingar,“ bætir Þórdís við. „Það var skemmtilegt að byrja að hugsa sýninguna hér inn, þetta rými er stærra en Ketilhúsið og allt öðruvísi í laginu.“ Ingunn Fjóla segist líta á innsetningar sem þessa sem ákveðið svar við rýminu sem þær eru settar upp í. En hvaða verk er þetta? „Umgerð er innsetning búin til úr ýmsum efniviði,“ svara þær. „Hér er til að mynda málað efni, ljósmyndir, timbur, gler, lýsing, skjávarp- ar … þetta er bæði tvívítt og þrívítt. Og þetta er þátttökuverk. Við vinnum með mismunandi sjónarhorn sem fólk getur skoðað þegar það gengur um sýninguna. Við tökum það lengra með því að bjóða fólki að taka ljósmyndir af sýn- ingunni og deila þeim síðan á samfélagsmiðlum og þá varpast myndirnar inn á sýninguna. Það eru hér þrír skjávarpar sem varpa myndum upp og þannig verða áhorfendur að vissu leyti með- höfundar að sýningunni. Og sýningin er því sí- fellt að breytast því þessum myndum áhorfenda fjölgar.“ Þórdís segir að eftir vinnu við fyrri innsetn- ingar hafi þær stöllur langað að vita meira um það hvernig gestir upplifðu sýningarnar, við hvað þeir staldra, og þá fengu þær þessa hug- mynd, að varpa einfaldlega upp á sýningunni þeim sjónarhornum sem gestir telja áhugaverð og ljósmynda. Margskonar upplifanir „Við ákváðum að gægjast hér hreinlega inn í sýn áhorfandans,“ segir Ingunn Fjóla. „Og auð- vitað tengist það líka því að fólk er sífellt með skjái fyrir framan sig og setur líka líf sitt á svið, sumir skrásetja allt sem þeir gera. Hér verður það athæfi hluti af verkinu.“ Þær bæta við að þegar myndir gesta blandast inn í sýninguna megi jafnvel fara að spyrja hver eigi verkið, hverjir séu höfundar þess. „Verkið er á einhvern hátt á milli okkar, og milli okkar og áhorfendanna,“ segja þær. Á sýningunni er ákveðin og markviss ljósa- stýring sem hefur áhrif á upplifunina; ljósin styrkjast og dofna síðan aftur eftir vandlega skipulögðu kerfi. „Hér eru tíu ljóskastarar, það kviknar á ein- um á eftir öðrum og lýsingin styrkist jafnt og þétt, þar sem lögð er áhersla á ákveðna hluta sýningarinnar með því að lýsa þá upp, og síðan dofna þeir aftur, hægt og rólega, hver á eftir öðrum. Þá er dimmt í tvær mínútur og vörpunin sést betur á meðan. Þessi hringur er endurtek- inn aftur og aftur,“ segja þær. „Við höfum líka áhuga á margbreytilegum sjónarhornum og finnst gaman að búa þau til; innsetningar ganga líka nokkuð út á það að hægt er að taka þær inn og upplifa á mismun- andi vegu. Uppbygging verksins breytist eftir því hvar áhorfandinn stendur. Með þessum breytingum sem verða á rýminu og lýsingunni geta gestirnir staldrað við og upp- lifað innsetninguna á margskonar hátt.“ Ýmiskonar snertifletir Hvernig gengur samstarf þeirra Ingunnar Fjólu og Þórdísar innan ramma Hugsteyp- unnar? Þurfa þær sífellt að bera hugmyndir undir hvor aðra? „Já og nei,“ segja þær, þetta hafi þróast á þeim átta eða níu árum sem þær hafa nú starfað saman að myndlistarverkefnum. „Það er kominn mjög markviss taktur í sam- starfið og margt getum við í raun gert án orða. Ég veit orðið hvað Ingunni finnst um sumt, rétt eins og hún þekkir inn á mig, en svo snýst vinn- an líka mikið um það að kasta hugmyndum á milli okkar. Það er gefandi og gott fyrir sam- starfið,“ segir Þórdís. „Þetta er alltaf ákveðið samtal,“ bætir Ing- unn Fjóla við. „Ég kem til dæmis með tillögu og ber hana undir Þórdísi áður en nokkuð er ákveðið. Svo breytast hlutirnir sífellt í ferlinu. Þetta samtal er hollt en að sama skapi krefj- andi, að þurfa sífellt að orða það sem maður er að hugsa – það er þroskandi í þessu ferli.“ „Þótt ég mundi einkum myndavélina en Ing- unn haldi um pensilinn þá er línan oft mjó þarna á milli, hvað er mitt og hvað hennar,“ segir Þór- dís og Ingunn Fjóla bætir við: „Þetta rennur allt saman.“ Þær segja að þegar samstarfið hófst hafi Ing- unn Fjóla verið upptekin af því að rannsaka um- gjörð málverksins og teygjanleika þess en Þór- dís með svipaðar pælingar um ljósmyndina; þær hafi síðan ákveðið að blanda því saman. Þær áherslur séu þó enn undirliggjandi hjá þeim, þótt verkefnin séu breytileg. „Það má sjá þetta hér á sýningunni,“ segir Þórdís. „Mínar tilögur hér inni byggjast allar á ljósmyndum á einhvern hátt en hennar á mál- verki. En þetta sameinast í rýminu og ýmiskon- ar snertifletir verða til.“ „Þetta samtal er hollt en að sama skapi krefjandi, að þurfa sífellt að orða það sem maður er að hugsa,“ segja Þórdís Jóhannes- dóttir og Ingunn Fjóla Ingþórs- dóttir sem kalla sig Hugsteypuna. Morgunblaðið/Einar Falur Margbreytileg sjónarhorn Sýningu þeirra Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur í Hafnarborg má lýsa sem margbrotnu þátttökuverki. Þegar þær vinna saman að verkefnum sem þessu kalla þær sig Hugsteypuna og vilja rannsaka teygjanleika myndlistarmiðlanna. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is ’ Við vinnum með mismun-andi sjónarhorn sem fólk get-ur skoðað þegar það gengur umsýninguna. Við tökum það lengra með því að bjóða fólki að taka ljósmyndir af sýningunni og deila þeim síðan á samfélags- miðlum og þá varpast mynd- irnar inn á sýninguna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.