Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Síða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 LESBÓK B íó Paradís hóf fyrir skömmu sýningar á merkilegri heimild- armynd bandaríska kvik- myndagerðarmannsins Joshua Oppenheimers, The Look of Silence, frá árinu 2014, sem fylgir eft- ir hinni mögnuðu The Act of Killing frá árinu 2012. Sú fyrri vakti mikla athygli og þegar hún var frumsýnd enda var umfjöllunarefnið vægast sagt óhugnanlegt og nálgun Oppen- heimer einstök. Í myndinni tók hann viðtöl við fyrrverandi foringja og liðs- menn vígasveita herstjórnar Suharto í Indónesíu, menn sem drápu hundr- uð meintra kommúnista og andstæð- inga herstjórnarinnar á skipulagðan hátt á árunum 1965-6. Ekki er vitað með vissu hversu margir voru myrtir í þessum miklu kommúnistahreins- unum, hálf til ein milljón manna oft- ast nefnd en jafnvel talið að allt að þrjár milljónir manna hafi verið drepnar. Eru það með ógurlegustu fjöldamorðum 20. aldarinnar og hafa vígamennirnir aldrei verið sóttir til saka, njóta enn verndar yfirvalda og margir hverjir enn valdamiklir menn og háttsettir í stjórnkerfi landsins. Morðingjar gorta Í The Act of Killing sýna þeir víga- menn sem Oppenheimer ræðir við enga iðrun, stæra sig þvert á móti af morðum og pyntingum, sviðsetja þau með leikrænum hætti og þá m.a. í anda dans- og söngvamynda. Myndin vakti eðlilega mikla athygli og óhug þegar hún var frumsýnd og varpaði ljósi á þessa skelfilegu atburði sem Indónesar ræða ekki, af ótta við af- leiðingarnar. Fyrstu sýningar á The Act of Kill- ing í Indónesíu voru því eðlilega haldnar leynilega en síðar op- inberlega eftir að ljóst varð að stjórn- völd myndu ekki koma í veg fyrir þær, þó svo lögregla og her hafi í ein- hverjum tilfellum haft í hótunum. Indónesískir fjölmiðlar fóru að fjalla um fjöldamorðin sem þjóðarmorð og með seinni myndinni, The Look of Si- lence, varð umræðan enn meiri. Sú mynd var frumsýnd í desember árið 2014 og sýnd um alla Indónesíu með leyfi stjórnvalda. Tugþúsundir Indó- nesa sáu hana og hefur umfjöllun indónesískra fjölmiðla um myndina verið gríðarmikil, yfir 700 greinar birtar í dagblöðum og m.a. fjallað um hana í sjónvarpi. Her og lögreglu hugnaðist ekki þessi mikla umfjöllun og athygli sem myndin fékk og tókst að koma í veg fyrir 31 sýningu á henni, bæði í borgum og þorpum. Hefur nú verið látið af slíkum hót- unum og ritskoðun, að sögn Oppen- heimer, sem segir myndirnar m.a. hafa haft þau jákvæðu áhrif að al- menningi og fjölmiðlum sé nú óhætt að ræða um atburðina og rannsaka þá. Engu að síður ganga enn lausar þúsundir vígamanna og spilling og glæpagengi ráða enn ríkjum. Áhrif mynda Oppenheimers eru óumdeild og til frekara marks um þau við- urkenndi talsmaður forseta landsins, þegar The Act of Killing var tilnefnd til Óskarverðlauna árið 2014, að þjóð- armorð hefðu verið framin á árunum 1965-6. Varð að gera tvær myndir Í The Look of Silence eru fórnarlömb vígasveitanna í forgrunni, ólíkt fyrri myndinni þar sem athyglinni var beint að vígamönnunum. Aðalper- sóna myndarinnar er sjóntækjafræð- ingurinn Adi Rukun sem fæddist eft- ir fjöldamorðin. Bróðir hans, Ramli, var pyntaður og myrtur með hrotta- legum hætti af liðsmönnum víga- sveita að viðstöddum vitnum. Oppen- heimer komst fyrir tilviljun að því hverjir voru þar að verki, vígamenn sem hann ræddi við árið 2004 við tök- ur á The Act of Killing, og áttaði sig þá á því að hann yrði að gera tvær myndir, aðra um gerendurna og hina um fórnarlömbin. Eftir að Adi frétti af því hverjir væru morðingjar bróður hans kom hann með þá hugmynd að fara og ræða við þá, í von um að opna augu þeirra og fá þá til að viðurkenna að þeir hefðu framið hryllilega glæpi. Þeir Oppenheimer ferðuðust til þorpa þar sem morðingjarnir lifa í vellystingum og í myndinni sést Adi eiga spennuþrungin samtöl við þá, m.a. á meðan hann mælir sjónina í einum þeirra sem segist hafa drukkið blóð fórnarlamba sinna til að missa ekki vitið. Sem fyrr sýna ódæð- ismennirnir enga iðrun, hafa í hót- unum við Adi og tökuliðið en sem bet- ur fer sluppu allir ómeiddir og lifandi frá þessum mögnuðu viðtölum sem eru ekki síður sláandi en gortið í morðingjunum í fyrri mynd Oppen- heimer. Lýsingin á því hvernig bróðir Adi var myrtur er vart prenthæf, svo Tveir vígamenn lýsa því með leikrænum tilþrifum hvernig þeir pyntuðu og myrtu fólk í The Act of Killing. Joshua Oppenheimer hefur hlotið mikið lof fyrir heimildarmyndir sínar. Adi ræðir við aldraða móður sína um fjöldamorðin og sonarmissinn í heimildarmyndinni The Look of Silence. Horfst í augu við óttann Joshua Oppenheimer heldur áfram einstakri um- fjöllun sinni um þjóðarmorðin í Indónesíu í heim- ildarmyndinni The Look of Silence. Bróðir manns sem myrtur var með hrottalegum hætti ræðir við morðingjana í von um að þeir iðrist gjörða sinna. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.