Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Síða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Síða 49
20.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 hryllileg er hún en morðingjarnir skáru m.a. af honum kynfærin og létu honum blæða út. Þá er einnig atriði í myndinni þar sem grunnskólakenn- ari heilaþvær skólabörn, kennir þeim að kommúnistar séu illmenni sem hafi m.a. stungið augun úr hershöfð- ingjum og spyr hvort börnin myndu vilja að það væri gert við þau. Útrým- ing kommúnista er þannig réttlætt og börnunum kennt að þeir sem stóðu fyrir henni hafi verið hetjur sem hafi gert landið að lýðveldi. Hafa báðar myndir hlotið einróma lof gagnrýn- enda og mikinn fjölda verðlauna og tilnefninga. Eins og barnið í Nýju fötunum keisarans „The Act of Killing breytti því hvern- ig indónesískir fjölmiðlar fjalla um fortíðina. Áður fjölluðu þeir lítið sem ekkert um fjöldamorðin og fögnuðu þeim jafnvel. Myndin varð til þess að farið var að fjalla um þau sem þjóð- armorð og ógnarstjórnina sem hefur verið við völd æ síðan. Hvort tveggja er mikilvægt,“ segir Oppenheimer þegar hann er spurður út í áhrif mynda sinna í Indónesíu. Morð og pyntingar hafi verið framin með sam- þykki æðstu valdamanna, herforingja og auðugrar yfirstéttar landsins. „The Act of Killing kom til Indóne- síu eins og barnið í Nýju fötunum keisarans. Hún gerði fólki kleift að ræða um hryllinginn sem það upp- lifði: ofbeldi, ótta og kúgun,“ segir Oppenheimer. Þögnin hafi loksins verið rofin og án þeirrar myndar hefði aldrei verið mögulegt að fá stjórnvöld til liðs við sig við dreifingu á The Look of Silence. Oppenheimer segir myndirnar hafa veitt Indónes- um innblástur í baráttu sinni fyrir sannleikanum og séu m.a.s. sýndar í skólum, að frumkvæði samtaka indó- nesískra sögukennara. Nú fái þeir loksins að segja og sýna nemendum sannleikann. Oppenheimer er spurður að því hvort hann, Adi og tökuliðið hafi aldr- ei óttast um líf sitt, í ljósi umfjöllunar- efnisins og segir hann það sjaldan hafa komið fyrir. Vígamennirnir hafi tekið þátt sjálfviljugir og meðan á upptökum fyrri myndarinnar stóð hafi þeim m.a.s. verið fagnað í spjall- þætti í sjónvarpi í Indónesíu. Afskipti háttsettra stjórnmálamanna og þá m.a. ráðherra hafi hins vegar skotið honum skelk í bringu en á heildina lit- ið hafi hann þó ekki óttast um líf sitt eða annarra sem komu að gerð myndarinnar. Viðmælendur Adi hafi haft í hótunum við hann og það hafi vissulega verið ógnvekjandi, en allt hafi á endanum farið vel. Adi og aðrir Indónesar sem komu að gerð mynd- anna eigi mikið hrós skilið því þeir hafi sýnt mikið hugrekki. Þeirra á meðal séu lögmenn mannréttinda- samtaka, kvikmyndagerðarmenn og háskólaprófessorar. „Þeir vissu að þeir væru að taka mikla áhættu og fengju ekki viðurkenningu fyrir sitt framlag fyrr en breytingar yrðu í Indónesíu. Fyrir mér eru þetta hetjur,“ segir Oppenheimer. Sterk myndlíking – Þetta er áhugaverð aðferð sem þið beitið í The Look of Silence, að láta Adi mæla sjónina í þessum glæpa- mönnum á meðan hann ræðir við þá. Hvers vegna fórstu þá leið? „Adi er sjóntækjafræðingur og hann átti hugmyndina að því að ræða við ódæðismennina. Ég vissi að ég yrði að búa til einhvers konar náin tengsl milli Adi og þeirra, þeir þekktu mig en ekki hann. Þetta var ákveðin leið til að ná fram þessum tengslum. Ég fór með Adi á fund þeirra, sagðist vera snúinn aftur mörgum árum síð- ar, eftir að hafa gert The Act of Kill- ing og væri að þessu sinni með vini mínum. Sýn hans á þessa sögulegu atburði væri önnur en þeirra og per- sónuleg tengsl hans við þá og að ég vildi skrásetja samtal þeirra um þá. Ég hvatti þá til að hlusta hvor á ann- an þó þeir væru á öndverðum meiði,“ segir Oppenheimer. Um leið hafi hann sagt Adi geta mælt sjónina í þeim og útvegað gleraugu ef þyrfti. Adi hafi aðeins mælt sjónina í þeim sem vildu, sumir hafi ekki viljað það eða haft þörf fyrir. „Sjónprófin gegndu margvíslegu hlutverki. Með þeim myndaðist ákveðin nánd milli Adi og ódæð- ismannanna og þeir sannfærðust um að Adi sæi þá sem manneskjur, læknar sjá jú alltaf sjúklinginn sem manneskju. Adi gat líka einbeitt sér að starfinu ef stefndi í að ótti eða reiði tæki af honum völdin, sem hefði get- að verið hættulegt, og gat tekið sér þann tíma sem þurfti í samtalið vegna sjónprófsins. Ódæðismennirnir greindu þá í smáatriðum frá atburð- um, líkt og þeir gerðu þegar ég ræddi við þá mörgum árum fyrr,“ segir Op- penheimer. Mikilvægt hafi verið að þeir segðu Adi líka frá glæpum sín- um, játuðu þá fyrir honum, til að sam- tal gæti átt sér stað, uppgjör og leit að iðrun. „Ég áttaði mig líka á því að þetta gæti verið sterk myndlíking fyrir blinduna sem þessir menn eru slegnir,“ bætir Oppenheimer við. Einstök heimildarmynd Oppenheimer braut blað í sögu heim- ildarmynda með The Look of Silence því aldrei hefur áður verið gerð heim- ildamynd þar sem ættingi fórnar- lambs morðingja, sem enn ganga lausir, stendur andspænis þeim. Og hvað þá morðingjum sem enn eru valdamiklir og ógn við samfélagið. Oppenheimer segir að vegna þessara einkennilegu aðstæðna hafi myndin verið tekin upp áður en The Act of Killing var frumsýnd. Hann hafi beð- ið með frumsýningu The Act of Kill- ing og klárað tökur á The Look of Si- lence því hann vissi að hann ætti ekki afturkvæmt til Indónesíu eftir frum- sýningu fyrri myndarinnar. Sem fyrr segir var Adi hótað við tökur The Lo- ok of Silence og má af máli Oppenhei- mers heyra að mikil spenna var í loft- inu. Morðingjar bróður hans höfðu hrotta með sér í viðtölin sem voru reiðubúnir að ganga í skrokk á Adi og tökuliðinu. Oppenheimer segir að tökuliðið hafi verið með flóttabíl til reiðu, ef ske kynni að Adi þyrfti að flýja og fjölskylda Adi var reiðubúin að yfirgefa landið ef eitthvað færi úr- skeiðis. „Okkur tókst að setja saman lið til að gæta öryggis þeirra og vor- um með áætlun um að flytja þau til Danmerkur ef nauðsynlegt væri,“ segir Oppenheimer. Adi og fjölskylda hans fluttu til annars landshluta í öryggisskyni áð- ur en myndin var frumsýnd en þeim hefur ekki verið hótað eftir að sýn- ingar hófust, að sögn Oppenheimers. Adi varð þjóðhetja með The Look of Silence, hefur hlotið mikla athygli fyrir hugrekki sitt og veitt löndum sínum innblástur. Býður upp á mikla möguleika Oppenheimer býr í Danmörku og blaðamaður spyr hvernig standi á því. „Ég flutti til Danmerkur frá Lundúnum fyrir fimm árum til að klippa The Act of Killing. Ég og eig- inmaður minn kunnum svo vel við okkur þar að við ákváðum að flytja þangað,“ segir Oppenheimer og bæt- ir við að báðar heimildarmyndirnar séu framleiddar í Danmörku. Og hvað skyldi svo vera næst á dagskrá hjá þessum merkilega kvik- myndagerðarmanni, er hann með heimildarmynd á prjónunum? Oppenheimer verst allra fregna en segir að kanna þurfi frekar þá aðferð sem hann beitti í The Act of Killing, þ.e. að láta fólk leika sjálft sig og setja á svið persónulegar sögur sínar og hugaróra. Með þeirri nálgun hafi hann farið inn á nýtt svið í heimild- armyndagerð sem bjóði upp á mikla möguleika og rannsóknir. ’ Þeir vissu að þeir væru að taka mikla áhættu ogfengju ekki viðurkenningu fyrir sitt framlag fyrr enbreytingar yrðu í Indónesíu. Fyrir mér eru þetta hetjur. Inong, fyrrverandi liðsmaður vígasveita Suharto, í sjónprófi hjá Adi í The Look of Silence. Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.