Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Qupperneq 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 LESBÓK Fyrsta glæpasaga SamuelsBjørks kom út í heimalandihöfundar haustið 2013; Det henger en engel alene í skogen fékk gríðarlega góðar viðtökur og bókin hefur verið prentuð í 60.000 eintök- um í Noregi. Hún er nú komin út í lið- lega þrjátíu löndum, fyrir skömmu á íslensku og heitir hér Ég ferðast ein. Önnur bók Bjørks um rannsókn- arlögreglumennina Holger Munch og Miu Krüger, Uglen, kom út í haust og fékk ekki síðri viðbrögð. Sunnudagsblað Morgunblaðsins spurði Øien hvernig á því stæði að farsæll tónlistarmaður, leikritahöf- undur og skáld ákvað að snúa sér að því að skrifa glæpasögu. „Ég hafði nýlokið við plötu og tók til við skáldsögu sem ég hafði unnið að í áratug en áttaði mig skyndilega á því að mér hundleiddist!“ segir höf- undurinn. „Ég varð þess áskynja að ég varð að takast á við eitthvað nýtt og ákvað að skrifa þann besta krimma sem mér gat komið í hug.“ Norrænir krimmar hafa náð mikl- um vinsældum lesenda hvarvetna í heiminum. Átt þú þér einhverja uppáhaldshöfunda á þessu sviði? Hafa einhverjir þeirra jafnvel haft áhrif á þig? „Ég les ekki marga aðra norræna glæpasagnahöfunda. Þegar ég var yngri las ég bækur Hennings Man- kells og hafði mjög gaman af þeim, las svo að sjálfsögðu þríleik Stiegs Larssons og fannst þær bækur afar góðar. En innblástur fæ ég einkum frá höfundum sem skrifa reyfara með bókmenntalegu ívafi, eins og William Gibson og Donnu Tartt.“ Hvers vegna að skrifa krimmann undir dulnefni? „Eins og ég sagði var ég orðinn mjög leiður á sjálfum mér og því sem ég hafði fengist við. Ég varð með ein- hverjum hætti að endurnýjast til að finna gleðina á ný. Upphaflega ætlaði ég mér meira að segja að halda því leyndu hver höfundurinn væri; vildi halda leyndarmálinu fyrir sjálfan mig.“ Persónurnar Holger og Mia eru afar sterkar og sannfærandi; er með einhverjum hætti öðruvísi að skapa persónur í krimma en aðrar sögur? „Nei, það er alveg sama og mér finnst ég í raun ekki skapa persónur; þær koma bara til mín þegar ég skrifa og ég máta þær við söguna til að fá úr því skorið hvort þær henta. Ef þær eru nógu áhugaverðar, og gætu virst af holdi og blóði, leyfi ég þeim að halda kyrru fyrir. Ef mér finnst þær hins vegar ekki nógu ekta kasta ég þeim út í hafsauga.“ Ef þú horfir til framtíðar; gerirðu ráð fyrir að snúa þér frekar að krimmanum, jafnvel draga úr tónlist- ariðkun, leikritaskrifum og öðrum skáldskap? „Ég hef sérlega gaman af því sem ég fæst við núna og hef hugsað mér að halda því áfram næstu árin. Ég er mikið beðinn um að gera aðra hluti en vinsældir þessarar seríu gera það að verkum að allur tími minn fer í hana núna. Ég er svo heppinn að þurfa ekki að velja, en ef ég vil gera plötu, leikrit eða skrifa annars konar skáldsögu get ég gert það. En núna er ég mjög ánægður með að sinna þessum sögum.“ Samuel Bjørk, öllu heldur Frode Sander Øien sjálfur, segir það gleðja sig mjög að Ég ferðast ein skuli kom- in út á Íslandi. „Á yngri árum kom ég oft til Reykjavíkur og lét mig dreyma um að eitthvað þessu líkt yrði ein- hvern tíma að veruleika. Ég sat á stöðum eins og Ölstofunni og Kaffi- barnum á kvöldin, samdi texta við lögin mín og hripaði niður hug- myndir í sögur. Ég er því ótrúlega stoltur og glaður að bókin mín skuli nú vera komin í búðir á Íslandi.“ Hvernig stóð á því að þú dvaldir á Íslandi. Tengistu landinu á einhvern sérstakan máta? „Tengingin er einungis tilfinninga- leg. Ég fylgdist mjög vel með ís- lensku tónlistarlífi, hlustaði á hljóm- sveitir eins og Sigur Rós og Múm, og andstæðurnar á Íslandi heilluðu mig mjög; annars vegar náttúran, svo fal- leg en mjög víða mannlaus auðn, hins vegar alþjóðlegt yfirbragð þéttbýlis- ins. Ég varð yfir mig hrifinn af land- inu strax í fyrstu ferð; fannst ég á einhvern hátt vera kominn heim. Ég hafði hugsað mér að kaupa íbúð í Reykjavík en lífið tók aðra stefnu. Nú fer ég hins vegar eins oft og ég get til Íslands, það veitir mér alltaf innblástur og ómælda ánægju,“ segir Frode Sander Øien. Hundleiður og varð að endurnýja mig Frode Sander Øien er kunnur tónlistarmaður og rithöfundur í Noregi. Þegar Øien varð leiður á fyrri viðfangsefnum ákvað hann að skrifa glæpasögu undir dulnefni og höfundurinn Samuel Bjørk hefur slegið rækilega í gegn. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Bækur Lizu Marklund um blaðakonuna Anniku Bengtzon hafa verið metsölubækur víða um heim og ekki síst hér á landi. Fyrsta bókin um Bengtzon kom út í Svíþjóð 1998, en fyrsta bókin á íslensku kom út 2004. Síðan eru bækurnar orðnar ellefu, því sú ellefta kom einmitt út í vikunni, heitir Járnblóð og er víst síðasta bókin um Anniku Bengtzon að sögn Marklund. Ísak Harðarson þýddi bókina, Mál og menning gefur út. Sænski lögfræðingurinn og rithöfundurinn Viveca Sten skrifar reyfara sem gerast í sænska skerjagarðinum, nánar tiltekið á Sandhamn- eyju. Aðalpersónur bókarinar eru lögfræðing- urinn Nóra Linde og rannsóknarlögreglumað- urinn Thomas Andreasson. Í fimmtu bókinni í röðinni, Í hita leiksins, sem Ugla gaf út fyrir stuttu, glíma þau við morðmál þar sem fórnarlambið er stjúpdóttir Nóru. Elín Guðmundsdóttir þýddi. Morð í skerjagarðinum Sænski rithöfundurinn Emelie Schepp vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu bók, reyfarann Merkt, en í henni fæst saksóknarinn Jana Berzelius við morð á embættismanni. Fljótlega er framið annað morð sem tengir Jönu við leyndarmál úr fortíð hennar. Schepp hefur starfað sem blaðamaður og handritshöfundur, en Merkt gerði hana að met- söluhöfundi í heimalandi sínu. MTH gefur bók- ina út, Kristján H. Kristánsson þýddi. Morð á morð ofan Norski rithöfundurinn Unni Maria Lindell hefur gefið út fjölda bóka í heimalandi sínu og nýtur þar mikill vinsælda, þá aðallega fyrir saka- málaseríu um lögregluforingjann Cato Isaksen. Í bókinni, Hunangsgildrunni, sem er fyrsta bók Lindell sem kemur út hér á landi, en sjötta bók- in í seríunni, glímir Isaksen við morð á ungri litháískri konu og dularfullu hvarfi á litlum dreng. Sigurlín Sveinbjarnardóttir þýddi, Ugla gefur út. Hunangsgildra Lindell Alþjóðadagur bókarinnar er jafnan haldinn 23. apríl. Hann var fyrst haldinn í Katalóníu á Spáni og dag- urinn valinn til að heiðra minningu Miguels de Cervantes, sem lést þann dag. Þegar hann var gerður að alþjóðadegi bókarinnar var þess líka minnst að William Shakespeare lést sama dag, en hér á landi höld- um við upp á afmæli Halldórs Lax- ness. Í Bretlandi er dagurinn haldinn fyrsta fimmtudag í mars til að forð- ast páskafrí, og þar er til siðs að gefa út barnabækur sem falar eru fyrir ekki neitt, eða svo gott sem – börnin geta klippt miða úr dag- blöðum og komið með í verslanir sem leyfa þeim að velja sér eina bókadagsbók en annars kosta þær eitt pund, um 180 krónur. Bækurnar sem komu út í ár voru tíu og vakti athygli að sú sem seld- ist mest var The Great Mouse Plot eftir Roald Dahl, fór á topp breska bóksölulistans sem var í fyrsta sinn sem Dahl tyllti sér þar þrátt fyrir ómældar vinsældir. Breski rithöfundurinn Roald Dahl og Patricia Neal eiginkona hans. Dahl fór á topp metsölulista í fyrsta sinn fyrir stuttu. Roald Dahl á toppinn ALÞJÓÐADAGUR BÓKARINNAR Annika öll 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * **

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.