Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 51
20.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Sú bók sem mig langar mest til að lesa er bókin Ástarsögur íslenskra kvenna en við Rósa Björk Berg- þórsdóttir erum að safna ástar- sögum íslenskra nútímakvenna og við ætlum að gefa þær út á bók í sumar. Það gengur ofboðslega vel, við erum komnar með fjöldann all- an af sögum en erum enn að leita og hvetjum allar konur og fólk sem upplifir sig innan þess kyngervis að senda okkur sögur á astarsog- ur@gmail.com. Það kemst ekkert annað að núna en ástarsögurnar, mig langar fátt meira að lesa en þá bók og mig langar líka að lesa fleiri ástarsögur en við erum búnar að fá. Við viljum komast að því hvað er ást og hvern- ig íslenskar nútímakonur túlka ást. Sögurnar sem við höfum fengið eru eins mismunandi og þær eru margar þannig að bókin verður svolítið eins og margar bækur. Sög- urnar eru mispersónulegar, marg- ar nafnlausar en sumar vilja koma undir nafni, en við gerum engar kröfur um lengd eða gerð, við velt- um boltanum til kvenna. Við höfum fengið ástarsorgar- sögur, dagbókarfærslur, ljóð, ást- arsögur á Tinder, sögur af erfiðum ástarsamböndum og ofbeldis- samböndum þar sem ástin var erfið, það hafa komið alls konar sögur. Við erum að lesa kafla í sögu ís- lenskra kvenna sem hafa verið erf- iðir og fallegir og alls konar. María Lilja Þrastardóttir Ég sat á stöðum eins og Ölstofunni og Kaffibarnum á kvöldin, samdi texta við lögin mín og hripaði niður hugmyndir í sögur. Ljósmynd/Harald Øren BÓKSALA 9.-15. MARS Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 Í hita leiksinsViveca Sten 2 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante 3 Meira blóðJo Nesbø 4 UndirgefniMichel Houellebecq 5 Einn af okkurÅsne Seierstad 6 HunangsgildranUnni Lindell 7 Raddir úr húsiloftskeytamanns Steinunn Helgadóttir 8 Lítil tilraun til betra lífsJ.M Meulenhoff/ Hendrik Groen 9 FyrirvariRenée Knight 10 The very worst of DagssonHugleikur Dagsson 1 Óvættaför 22 - LúnaAdam Blade 2 DraugaslóðKristín Helga Gunnarsdóttir 3 Ástríkur og KleópatraRené Goscinny/ Albert Uderzo 4 Bókin hans BrekaHrefna Bragadóttir 5 LitirPriddy books 6 Engar afsakanirWayne Dyer/Kristina Tracy 7 Fyrstu 50 orðinPriddy books 8 Drekar - föndur og fjörAndrea Pinnington/ Marie Greenwood 9 Minecraft 1 :Byrjendahandbók 10 Litli prinsinnAntoine de Saint-Exupéry Allar bækur Barnabækur MIG LANGAR AÐ LESA Nú stendur yfir tilnefningatíð, því dómnefndir víða um heim keppast við að kynna tilnefningar til verð- launa sem afhent verða í haust og um leið að benda á bækur sem fólk gleymdi að lesa á liðnu ári. Bandarískir bókmenntagagnrýn- endur veita árleg bókmenntaverð- laun og hafa nú kynnt hvaða bækur koma til greina. Verðlaun eru veitt fyrir skáldsögur, ljóð, sjálfs- ævisögur, ævisögur, gagnrýni og bækur almenns eðlis. Sem skáldsaga ársins eru nefnd- ar The Sellout eftir Paul Beatty, Fates and Furies eftir Lauren Groff, The Story of My Teeth eftir Valeriu Luiselli, The Tsar of Love and Techno eftir Anthony Marra og Eileen eftir Ottessu Moshfegh. Hvað gagnrýni varðar fá tilnefn- ingu Between the World and Me eftir Ta-Nehisi Coates, Eternity’s Sunrise eftir Leo Damrosch, The Argonauts eftir Maggie Nelson, On Elizabeth Bishop eftir Colm Tóibín og The Nearest Thing to Life eftir James Wood. Lauren Groff er margverðlaunuð fyrir bækur sínar og Fates and Furies er einnig tilnefnd til Bandarísku bókmenntaverðlaunanna. Gagnrýnendaverðlaun TILNEFNINGATÍÐ Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.