Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Page 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 LESBÓK SJÓNVARP Eitt lítríkasta persónugallerí sjónvarpssögunnar er að finna í bandarísku útgáfunni af gaman/dramanu Shameless. Í nýjasta þættinum var rússneska barþernan Svetlana eitthvað hvefsin við einn viðskiptavininn á Alibi-kránni. „Hvað amar eiginlega að henni?“ spurði viðskiptavinurinn kráreigandann, Kevin Ball. „Pabbi, henn- ar seldi hana í kynlífsþrælkun þegar hún var barn. Það hef- ur legið illa á henni síðan,“ svaraði Ball. Viðskiptavinurinn fór að spyrja nánar út í Svetlönu og fékk meðal annars þær upplýsingar að henni hefði verið smyglað inn í landið. Stóðu augu hans þá á stilkum enda starfsmaður útlendingaeft- irlitsins. Þannig að aumingja Svetlana, sem er hamhleypa til allra verka, er ekki búin að bíta úr nálinni með þetta hranalega viðmót. Langvarandi fýla Svetlana Milko- vich ásamt syni sínum. SJÓNVARP Breska sjónvarpskonan Clare Balding vill að stöllur sínar í sjónvarpi slaki aðeins á í klæðaburði. Það gæti orðið til þess að þær yrðu fremur dæmdar út frá hæfi- leikum sínum en klæðaburði og framkomu. Hún segir þetta ekki síst eiga við um konur sem koma fram í morgunsjónvarpi. „Hvers vegna í ósköpunum klæða þær sig eins og þær séu á leið í hanastélsboð? Hver setur þennan þrýsting á þær?“ spyr Balding. Hún hvetur morgunþáttastjórnendur til að mæta í útsendingu í frjálslegri klæðnaði og upplagt sé að vera í náttfötum á föstudögum. Það myndi bara gera andrúmsloftið afslappaðra. Þáttastjórnendur klæðist náttfötum Clare Balding berst fyrir frjálslegri klæðaburði. AFP Leikhópurinn Kviss búmm bang. Viðhorf okkar til tímans ÚTVARP Tókstu eftir himninum í morgun? nefnist leikrit eftir farandleikflokkinn Kviss búmm bang sem Rás 1 útvarpar á sunnu- daginn kl. 13. Fjallar það um við- horf okkar í vestræna heiminum til tímans. Hvorki meira né minna. Flytjendur eru Kviss búmm bang og fleiri en í farandleikflokknum eru Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir og Vilborg Ólafsdóttir sem jafnframt leikstýra verkinu. ÚTVARP Gestur Matthíasar Más Magnússonar í þættinum Laugar- dagkvöld með Matta á Rás 2 kl. 19.23 verður Haukur Tryggva- son vert á Græna hattinum á Akur- eyri. Haukur mun, eins og aðrir gestir Matta, svara tuttugu spurn- ingum með jafnmörgum lögum. Haukur hefur af mikilli elju byggt upp tónleikahald á Græna hattinum sem orðinn er einn alvinsælasti tón- leikastaður landsins. Fróðlegt verð- ur að heyra hvernig tónlist hann hlustar á sjálfur. Haukur hjá Matta á Rás 2 ÚTVARP Logi Bergmann Eiðsson og Rúnar Freyr Gíslason vakna með hlustendum Bylgjunnar alla laugardagsmorgna. Þáttinn kalla þeir Bakaríið og segja hann bragð- mikinn en samt svo mildan og froðukenndan. Þeir félagar leika létt lög, spjalla saman og við hlust- endur um allt milli himins og jarðar og fá hressa gesti í heimsókn í hljóðverið í Skaftahlíðinni. Logi Bergmann Eiðsson. Bragð og froða Ég verð að viðurkenna að ég erbúinn að gefast upp á Millj-örðum, það er Billions, nýja fjármáladramanu sem SkjárEinn sýnir á fimmtudagskvöldum. Þátt- urinn var kynntur með miklum lúðra- blæstri fyrir skemmstu enda valinn maður í hverju rúmi, Damian Lewis, Paul Giamatti og Malin Åkerman, svo einhverjir séu nefndir, og maður var óneitanlega forvitinn í fyrstu. Til að gera langa sögu stutta þá tengi ég ekki við þáttinn. Þrátt fyrir góðan vilja. Stóra vandamálið er hvað aðal- persónurnar eru ofboðslega óspenn- andi. Bobby Axelrod er einhvers kon- ar erkitýpa af fjármálaspaða, að hætti Íslandsvinarins Jordans Bel- forts. Bara ennþá flatari og óáhuga- verðari. Trixin leka af honum og hann snobbar viðstöðulaust niður, klæðist hljómsveitabolum í stað jakkafata og gengst upp í því að vera „kammó“. Stakk meira að segja við stafni hjá Metallica fyrir tónleika og skiptist á orðum við James Hetfield. Það held ég að Cliff gamli Burton hefði bylt sér í gröfinni yfir því atriði. Lumma dauðans. Og þessi heimur? Vogunarsjóða, fjármálaleikfimi, blekkinga, störu- og typpakeppni. Sjitt! Þið afsakið orð- bragðið! Þetta er synd því Damian Lewis var í einu orði sagt frábær í Home- land sem ráðvillti hermaðurinn Nicholas Brody sem enginn vissi hvort var í þessu liðinu eða hinu. Held hann hafi ekki einu sinni vitað það sjálfur. Atriðið þegar hann ætlaði að sprengja sig upp í neðanjarðar- byrginu með varaforseta Bandaríkj- anna var með þeim eftirminnilegri í sjónvarpi í seinni tíð. Maður svitnar við tilhugsunina eina. Ég fílaði líka túlkun Claire Danes á hinni geðhvarfasjúku Carrie Mathi- son enda þótt sumum þyki hún hafa ofleikið. Það er einmitt málið, persónurnar skipta höfuðmáli þegar draga á áhorf- endur inn í sjónvarpsþætti. Séu þær ekki áhugaverðar eru hverfandi líkur á því að maður festist. Hefði Dallas til dæmis náð flugi án Joð Err? Löður án Burts Campbells? Rætur án Kunta Kinte? Boston Legal án Dennys Cranes? Allt eru þetta persónur sem voru stærri en þættirnir sem þær heyrðu til. Urðu allar fjölskylduvinir, nú eða fjölskylduóvinir, eins og Joð Err í mörgum tilvikum. Og mögulega líka Denny Crane. Sumir gætu jafnvel haldið því fram að Donald Trump byggi framboðspersónu sína á hon- um. Denny Crane sá ekkert athuga- vert við það að leysa ágreining með því að draga hólk úr slíðri. Og ekki tjáði að nefna homma, útlendinga og annan „óþjóðalýð“ á nafn í hans eyru. Og engri persónu í sjónvarpssögunni hefur þótt skemmtilegra að tala um sjálfa sig. Og segja nafn sitt upphátt; Denny Crane. Denny Crane. Til- gangurinn var vitaskuld að undir- strika ódauðleikann og minna menn á að þeir væru í kompaníi við stór- menni. Samt var Denny Crane á köflum svo fáránlega sympatískur og við- kunnanlegur. Mennskan uppmáluð, í öllum sínum breyskleika. Eins og Joð Err, þótt með öðrum hætti væri. Denny Crane var mun kómískari per- sóna en Joð Err, auk þess sem hann bjó að samvisku, vini sínum Alan Shore. Voru þeir ef til vill einn og sami maðurinn? Hafið þið pælt í því? Þetta vantar hjá Frank Banda- ríkjaforseta Underwood í House of Cards. Fínir þættir og skemmtilega skrifaðir en vandinn er sá að maður nær engri tengingu við Underwood. Það vantar algjörlega í hann mennsk- una. Sömu sögu má segja um forseta- frúna. Maður sækir bara teppi þegar hún birtist á skjánum, til að vinna á hrollinum. Kunta Kinte verður mér á hinn bóginn um allan aldur ógleyman- legur. Hvernig hann hélt reisn sinn og gaf aldrei upp vonina andspænis yfirþyrmandi erfiðleikum og órétt- læti. Hinn taugaveiklaði Burt Campbell á sömuleiðis alla mína samúð enda lenti hann á gamalsaldri í þeim ósköpum að vera numinn á brott af geimverum. Segja má að samúð tengi mann líka við Joð Err og Denny Crane; samúð vegna viðhorfa þeirra til lífsins. Þessu er ekki að heilsa hjá Bobby Axelrod. Hann er bara fráhrindandi. Að taka mennskuna úr manninum Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Það er einmitt málið,persónurnar skiptahöfuðmáli þegar draga ááhorfendur inn í sjónvarpsþætti. Séu þær ekki áhugaverðar eru hverfandi líkur á því að maður festist. Joð Err Ewing Burt Campbell Denny Crane Bobby Axelrod Claire Under- wood Kunta Kinte

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.