Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 53
SJÓNVARP Það er tíska að horfa á sjónvarpsseríur í beit, gegnum Netflix eða aðrar slíkar efnisveitur. Ef marka má nýja rannsókn, sem vísindamenn við háskólann í Toledo hafa gert, gæti þetta haft vond áhrif á heilsu fólks, bæði andlega og líkamlega. 408 manns tóku þátt í rannsókninni og horfðu 77% á sjónvarp í tvær klukkustundir eða meira á dag og 35% viðurkenndu að þau horfðu gjarnan á seríur í beit. Niðurstöður rannsóknarinnar benda ótvírætt til þess að þessi hegðun hafi slæm áhrif á líðan fólks. Tals- menn rannsóknarinnar líkja þessu við fíkn, freist- andi sé að horfa á einn þátt enn sama kvöldið. Og svo einn enn. Hvað munar um 20 mínútur eða 40? Undir þessum kringumstæðum þarf fólk á öllum sínum sjálfsaga að halda. Raðgláp heilsuspillandi? Vinsælt er að horfa á House of Cards í beit. 20.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 KVIKMYNDIR Daisy Ridley, sem sló ræki- lega í gegn í nýju Star Wars-myndinni, The Force Awakens, kemur nú til greina í hlut- verk hinnar ævintýragjörnu Löru Croft í næstu Tomb Raider-myndinni. Angelina Jol- ie lék Croft í tveimur kvikmyndum snemma á þessari öld en hermt er að Warner og MGM, sem kljást um réttinn til að gera nýju mynd- ina, vilji yngja upp. Þess utan fengu fyrstu myndirnar tvær afleita dóma. Í því ljósi er ef til vill varasamt fyrir Ridley að gefa kost á sér í hlutverkið en hún er nú við tökur á næstu Star Wars-mynd sem ekki hefur enn hlotið nafn. Daisy Ridley sem Lara Croft? Daisy Ridley er eftirsótt um þessar mundir. AFP Fyrir rúmum fimmtíu árum fauk í ungan tónlistarmann í Lundúnum, Pete Towns- hend að nafni, eftir að bíllinn hans hafði verið dreginn í burtu af bílastæði við heim- ili hans. Skýringin mun hafa verið sú að bíll- inn fór í taugarnar á Elísabetu drottning- armóður, sem ók framhjá honum á hverjum morgni á leið sinni til Buck- ingham-hallar. Bíllinn minnti hana víst óþægilega á útför bónda hennar, Georgs konungs. Skyldi engan undra, þetta var lík- bíll! Ekki fylgir sögunni hvers vegna tvítugur gítarleikari ók um stræti stórborgarinnar á slíkri bifreið en vísast hefur hún hentað vel undir búnað hljómsveitarinnar sem hann var nýbúinn að stofna, The Who. Townshend gramdist þetta valdboð að ofan og kaus að svara á þann hátt sem hann kunni best – með því að semja lag. Lagið hlaut nafnið My Generation og var titillagið á fyrstu plötu The Who sem kom út í árs- lok 1965. Til að gera langa sögu stutta sló My Generation rækilega í gegn og varð einskonar þjóðsöngur heillar kynslóðar ungmenna. Ekki nóg með það, ýmsir tengja enn við boðskapinn. Hálfri öld síðar. Hafi tónlistarmenn einhvern tíma sýnt ráðandi öflum fingurinn er það hér: People try to put us d-down (Talkin’ ’bout my ge- neration) Just because we get around (Talkin’ ’bout my ge- neration) Things they do look awful c-c-cold (Talkin’ ’bout my generation) I hope I die before I get old (Talkin’ ’bout my ge- neration). Þetta hitti ungmenni um heim allan í hjartastað. „Gefið okkur tíma til að vaxa úr grasi og finna okkur í lífinu! Hættið að káss- ast upp á okkur og segja okkur fyrir verk- um!“ Hver kannast ekki við þessa pælingu? Höfum líka hugfast að það var á margan hátt erfiðara að vera ungmenni 1965 en í dag. Fyrirbrigðið var til þess að gera nýtt af nálinni. Áður fyrr urðu börn bara fullorðin, án þess að ganga í gegnum hreinsunareld unglingsins. Of gamall til að deyja ungur Þegar rýnt er í texta My Generation blasir við að Townshend verður ekki að ósk sinni. Hann varð sjötugur í fyrra og er fyr- ir vikið orðinn of gamall til að deyja ungur. Löngu eftir að hann samdi lagið gat Townshend þess reyndar í viðtali að með „gamall“ hefði hann í raun átt við „vellauðugur“. Gildir svo sem einu. Minnstu munaði raunar að My Genera- tion kæmi aldrei út á plötu. Townshend var óánægður með fyrstu útgáfuna og var reiðubúinn að skola laginu burt með baðvatninu. Kit Lam- bert, umboðsmaður The Who, hvatti hann hins vegar til að hugsa málið bet- ur og tefla enn djarf- ar. Úr varð þetta líka skrímsli. Townshend var undir sterkum áhrifum frá blús á þessum tíma og hefur margsagt að My Generation hefði aldrei orðið til nema fyrir Young Man’s Blues með bandaríska djass- og blúspían- istanum Mose All- ison. Snilligáfa Townshend var lykillinn að vin- sældum My Ge- neration og The Who almennt en ekki má vanmeta framlag hinna bandingjanna þriggja. Stam- andi söngur Ro- gers Daltreys hitti beint í mark, „my g-g-g-generation“; bassasóló Johns Entwistles kom úr iðrum andans og Keith Moon var einfaldlega Keith Moon. Einn fremsti rokktrymbill sem sögur fara af. Gleymdi hér um bil sjónvarpinu Og líka einn sá alræmdasti. Fræg er sagan af því þegar Moon lét stöðva limúsínuna sína á leiðinni út á flugvöll og snúa henni aftur á hótelið. Brunaði svo upp á herbergi og fleygði sjónvarpinu út um gluggann. Mælti að því búnu: „Ég var hér um bil búinn að gleyma þessu!“ Moon lést 1978 og Entwistle 2002 en Townshend og Daltrey starfrækja The Who ennþá. Komu meðal annars fram á Glaston- bury-hátíðinni í Bretlandi í fyrra. Aflýsa þurfti Ameríkutúr fyrir áramót vegna veik- inda Daltreys en hann er allur að koma til og Townshend hefur lýst því yfir að The Who ætli sér stóra hluti árið 2016. Bandið mun þá að líkindum leggja enn eina kyn- slóðina að fótum sér. orri@mbl.is The Who. Pete Townshend, Keith Moon, Roger Daltrey og John Entwistle. AP MY GENERATION FIMMTÍU ÁRA Drottningarmóðirin lét fjarlægja líkbílinn Elísabet heitin drottningarmóðir. AP Mest seldu ofnar á Norðurlöndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.