Morgunblaðið - 23.03.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 23.03.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016 Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | aðar til að komast yfir kortaupp- lýsingar, t.d. að brjótast inn í gagnagrunna til að stela korta- númerum. „Við vitum að það er verið að selja kortanúmer á netinu sem hefur verið stolið með þeim hætti, af fyrirtækjum sem hafa ekki verið nógu varkár við að geyma gögnin. Þegar við vitum af því að um er að ræða kort sem eru gefin út á Íslandi setjum við þau í sérstaka vöktun til að koma í veg fyrir frekari misnotkun.“ Pétur segir þjófana oftast nota kortanúmerin til að versla á netinu en það getur líka verið að þeir setji upp tilbúin fyrirtæki til að versla við sjálfa sig, en yfirleitt hafa þeir lítið upp úr því og eru gripnir fljótt. komið upp að undanförnu. „Vel heppnuð slík aðgerð myndi ekki tilkynnast til lögreglu. Þjófarnir kæmu og færu og afraksturinn í notkun úti í heimi.“ Kortasvindl kemur oftast inn á borð kortafyrirtækjanna og þau jafnvel uppgötva það á undan kort- hafanum. Pétur Friðriksson, for- stöðumaður viðskiptaþróunar hjá Borgun, segir eins og Hafliði að mjög lítið sé um kortasvindl á Ís- landi og það sé hlutfallslega ekki aukning á því. Það fari frekar minnkandi eftir að PIN-númerið var tekið upp. „Í netviðskiptum er hlutfallslega ekki aukning á svindli en veltan á netinu er að aukast og hefur verið stöðugur vöxtur í mörg ár. Netverslanir eru líka að verða öruggari og fara oft fram á örygg- isnúmerið á kortinu og sérstaka auðkenningu þegar maður versl- ar.“ Leita að munstri um óeðlilega hegðun Hjá Borgun starfa um það bil tíu manneskjur við að fylgjast með kortasvindli. „Við erum bæði með tölvukerfi og fólk sem fylgist með þessu. Það leitar að munstri um óeðlilega hegðun. Sem dæmi getur þú ekki tekið út af kortinu þínu hér og í Kaupmannahöfn á sama tíma, enda ekki hægt að vera á tveimur stöðum á sama tíma, og þá blikka viðvörunarljósin hjá okk- ur,“ segir Pétur. Margskonar aðferðir eru not- Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Eftir að greiðslukortaeigendur þurftu að fara að leggja „pinnið á minnið“ hefur dregið úr korta- svindli hérlendis. En rúmt ár er síðan flestar verslanir og þjón- ustustofnanir fóru að fara fram á að korthafar hefðu PIN-númerið sitt á hreinu til að geta greitt fyrir vörur og þjónustu. Hafliði Þórðarson hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu segir að það hafi dregið verulega úr því að fólk valsi um með stolin greiðslukort eftir að farið var fram á PIN-númer. Kortastuldur hafi færst yfir á netverslun þar sem að- eins er gerð krafa á kortanúmerið. „Þjófarnir eru þá ekki með kort- ið sjálft heldur afrita kortanúmerið og nota það. Svo ganga þessi kortanúmer kaupum og sölum á netinu,“ segir Hafliði og tekur sem dæmi þrjá erlenda karlmenn sem voru dæmdir fyrir stuttu hér á landi fyrir kortasvik, en þeir höfðu greitt fyrir flug til landsins og gistingu í gegnum netið með stoln- um kortaupplýsingum. Þá pöntuðu þeir vörur til sín á gististaðinn af hérlendum vefsíðum sem gerðu ekki kröfur um þriggja stafa ör- yggisnúmer kortsins (CVV), heldur aðeins kortanúmer. Aðeins hefur verið um að sett væri fölsuð framhlið á hraðbanka til að afrita kortaupplýsingar en Hafliði segir að slík mál hafi ekki Morgunblaðið/Golli Verslað á netinu Kortasvindl fer að mestu fram á netinu þar sem kortaupplýsingum er stolið ef ekki er varlega farið. Mjög lítið um kortasvindl á Íslandi  Dró verulega úr misnotkun greiðslukorta með PIN-númerinu Alltaf er verið að leita leiða til að koma í veg fyrir að kortaupplýsingum sé stolið og þær misnotaðar í netvið- skiptum og er Apple pay eitt það nýjasta í því. „Í því til- felli fær seljandinn aldrei allt kortanúmerið, hann fær bara í rauninni nokkurskonar einskiptisnúmer sem hann notar og ekki er hægt að nota aftur. Þá geta menn komið í veg fyrir að svona upplýsingum sé stolið, ef þú kemst inn hjá seljandanum og nærð númerinu skiptir það ekki máli því það er ekki hægt að nota það aftur. Þetta er það sem koma skal og mikil aukning í svoleiðis öryggi á netinu, þannig að öryggið í verslun á netinu á eftir að verða jafn mikið og það er í raunheimum,“ segir Pétur. Öryggi á netinu eykst LEITAÐ NÝRRA LEIÐA Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra boðar umfangsmiklar breyt- ingar á greiðslukerfi um kostnaðar- þátttöku sjúklinga. Segir hann kerfið „kolrangt“ og að í því sé vitlaust gefið. Boðar hann nýtt frumvarp þar sem m.a. verði sett þak á greiðsluhlutdeild sjúklinga sem nýtist best þeim sem mest þurfa að greiða. Þetta er meðal þess sem kom fram í pallborðsum- ræðum í Háskólabíói sem sýndur voru á RÚV í gærkvöldi. Þar voru samankomnir sérfræðingar úr heil- brigðisstétt auk ráðherra. Í fyrri pall- borðsumræðum tóku þátt Birgir Jak- obsson landlæknir, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, Arna Guð- mundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, og Hildigunnur Svav- arsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkr- unar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Sér- fræðingarnir voru margir sammála um það að helsta vandamál heilbrigð- iskerfisins væri nýliðunin. Menntað heilbrigðisstarfólk kemur ekki inn í kerfið, er annaðhvort í öðrum störfum eða býr erlendis og vill ekki koma heim. Þá kom fram í máli þeirra að heilbrigðiskerfið uppfyllti ekki vænt- ingar fólks og krónískir sjúklingar með erfiða og flókna sjúkdóma fengju ekki þá þjónustu sem þeir ættu að fá. Þak sett á greiðslu- hlutdeild sjúklinga  Kristján Þór Júlíusson boðar um- fangsmiklar breytingar í nýju frumvarpi Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Innanríkisráðuneytinu er gert að loka NA/SV flugbraut á Reykjavík- urflugvelli samkvæmt dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur þess efnis sem féll í gær. Þá ber að endur- skoða skipulagsreglur fyrir völlinn til samræmis við lokun flugbraut- arinnar innan 16 vikna ellegar sæta dagsektum um milljón kr. á dag. Í niðurstöðu dómsins er vísað í yfirlýsingu sem Hanna Birna Krist- jánsdóttir, fyrrverandi innanrík- isráðherra og Jón Gnarr, fyrrver- andi borgarstjóri undirrituðu 25. október 2013 um lokun flugbraut- arinnar. Í stefnunni var þess kraf- ist að samkomulagið yrði efnt en eins og fram hefur komið skrifaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra borgarstjóra bréf í nóvember á síð- asta ári þar sem fram kom að ríkið ætti Reykjavíkurflugvöll og til- kynnti ráðherrann að ekki stæði til að loka minnstu flugbraut flugvall- arins. Segir í dómnum að þótt ráð- herra sé óheimilt að láta af hendi landsvæði í eigu ríkisins, eins og það sem Reykjavíkurflugvöllur er á, og að Alþingi hafi almennar heimildir til að gefa ráðherra fyrir- mæli um málefni flugvallarins, þá hafi fyrrverandi ráðherra verið til þess bær að taka ákvörðun um breytingu vallarins samanber yf- irlýsinguna. „Hvað sem líður þessum heim- ildum Alþingis telur dómurinn að ekki fari á milli mála að innanrík- isráðherra var til þess bær að taka ákvarðanir um breytingar á Reykjavíkurflugvelli í október 2013, svo sem með fækkun flugbrauta eða jafnvel lokun flugvallarins ef því var að skipta. Leiddi hvorki af lögum né stjórnlögum að ráð- herrann þyrfti að leita samþykkis Alþingis eða annarra aðila innan stjórnkerfisins fyrir slíkum ákvörð- unum. Þá hefur stefndi ekki fært að því viðhlítandi rök að við slíkar ákvarðanir hafi stefnda borið að leita samþykkis aðila sem kunna að eiga eignarréttindi í landi Reykja- víkurflugvallar,“ segir í dómnum Þá segir að í yfirlýsingu innan- ríkisráðherra og borgarstjóra frá 2013 komi fram skýr skuldbinding til að loka brautinni og að ákveðinn efndatími væri í henni sem sé lið- inn með efnd borgarinnar. „Áður hefur ítarlega verið rakið efni þess skjals sem téður innanrík- isráðherra og borgarstjóri undirrit- uðu 25. október 2013. Við túlkun skjalsins verður í fyrsta lagi að líta til þess að orðalag annars liðar þess felur í sér skýra og fyrirvara- lausa skuldbindingu innanríkis- ráðherra um að loka umræddri NA/SV-flugbraut og endurskoða skipulagsreglur flugvallarins til samræmis við það. Svo sem áður greinir var hvort tveggja á valdi ráðherrans. Þá verður textinn skil- inn á þá leið að tilkynning um lok- un flugbrautarinnar skuli fara fram samhliða auglýsingu deiliskipulags fyrir það svæði sem hér um ræðir,“ segir m.a í dómnum. Ekki náðist í Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í gær en aðstoð- armaður hennar segir að farið verði yfir dóminn áður en ákvörðun verður tekin um hvort dómnum verður áfrýjað. Flugbrautinni verði lokað innan 16 vikna  Héraðsdómur dæmdi Reykjavíkurborg í hag Morgunblaðið/RAX Flugbraut Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur ber að loka minnstu flugbraut flugvallarins í samræmi við yfirlýsingu þess efnis frá 2013.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.