Morgunblaðið - 23.03.2016, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016
Hver sem er getur þvegið og
skammtað þvottaefni. Aðeins
einn gerir það fullkomlega.
Upplifðu sjálfvirka sápuskömmtun
með innbyggðu þvottaefni.
Í Miele W1 með TwinDos tækni.
*Eirvík mun gefa þér fríar ársbirgðir af UltraPhase 1 og 2 þvottaefni,
ef þú kaupir Miele W1 með TwinDos tækni á tímabilinu 7. mars 2016
til 7. mars 2017. Ársnotkun er miðuð við 250 þvotta á ári.
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Núverandi fjárveitingar nægja varla
til að verja vegakerfið skemmdum og
halda uppi viðunandi þjónustu. Frek-
ari endurbótum er því frestað um
sinn,“ segir í tillögu til þingsályktun-
ar um fjögurra ára samgönguáætlun
fyrir árin 2015-2018 sem lögð hefur
verið fram á Alþingi. Þar kemur fram
að árleg fjárþörf til viðhalds og þjón-
ustu þjóðvega sé metin um 11 millj-
arðar króna, sé horft til lágmarksað-
gerða í styrkingum og endurbótum.
Samkvæmt þingsályktunartillögunni
er áætlað að hækka árlegar fjárveit-
ingar til viðhalds og þjónustu um um
það bil 1,5 milljarða á ári miðað við
fjárveitingu ársins 2014.
Liðurinn Viðhald (5.10) nær til við-
halds vegganga, bundins slitlags,
malarvega, styrkingar og endurbóta,
brúa og varnargarða, umferðarör-
yggis, vatnsskemmda, girðinga, frá-
gangs gamalla efnisnáma og minja og
sögu. Á árinu 2015 var hann 6,4 millj-
arðar, verður 5,9 milljarðar á þessu
ári en sjö milljarðar 2017 og 2018.
Það vantar því talsvert á að lág-
marksþörf upp á 11 milljarða á ári sé
mætt.
„Þessi hærri tala, 11 milljarðar, er
væntanlega 100% þörf. Það er eitt-
hvað sem við höfum aldrei fengið,“
sagði Gunnar Gunnarsson, staðgeng-
ill vegamálastjóra. „Við höfum gert
okkur vonir um að fá 80% af þörfinni
til að halda í horfinu en þetta nær því
nú ekki heldur.“ Þess má geta að 80%
af 11 milljörðum eru 8,8 milljarðar.
– Getur Vegagerðin unað við það
að fá ekki nægt fjármagn til að við-
halda vegunum á tímum ört vaxandi
ferðamannastraums og umferðar?
„Ja, hvað er til ráða,“ spurði Gunn-
ar. „Við gerum grein fyrir því hvað
við teljum okkur þurfa til að hafa
þetta í góðu lagi. Síðan er það Alþing-
is að ákveða hvað það vill láta okkur
hafa. Það var þó bætt við rúmum
milljarði árin 2017 og 2018 og við er-
um ánægðir með það svo langt sem
það nær. En það veitti ekki af meiru
til þess að við gætum tryggt að þessi
verðmæti sem eru til, vegirnir,
drabbist ekki niður. “
Bundið slitlag að gefa sig
Í þingsályktunartillögunni er einn-
ig fjallað um viðhald á bundnu slitlagi
á stofnvegum, tengivegum og héraðs-
vegum í tillögunni. Þá er bæði um að
ræða viðgerðir á skemmdum sem
verða og þarf að sinna með stuttum
fyrirvara allan ársins hring og yfir-
lögnum yfir eldri slitlög.
Fram kemur að bundið slitlag á
þjóðvegum var 5.452 km að lengd í
lok árs 2014 og nálægt 36 milljónum
fermetra. „Yfir 95% af umferðinni
eru nú á bundnu slitlagi sem að
stærstum hluta er klæðning. Malbik
er nú einungis á þeim vegum þar sem
mest umferð er og er aðeins á um 9%
af flatarmáli bundins slitlags. Um-
ferðarmörk milli klæðningar og mal-
biks eru um þrjú þúsund bílar á sólar-
hring (ÁDU). Um 50 km af vegum
eru nú með klæðningarslitlagi en
þyrftu að vera malbikaðir.“
Þá segir um viðhald bundna slit-
lagsins að fram til ársins 2010 hafi ár-
leg endurnýjun bundins slitlags sam-
svarað 10-12% af flatarmáli eða
3,4-3,5 milljóna fermetra. Slitlag var
því endurnýjað á 8-10 ára fresti.
Hækkun á asfalti umfram annað
verðlag olli því að fjárveitingar til við-
halds á bundnu slitlagi nægja nú að-
eins til endurnýjunar á 6-7% af flat-
armáli á hverju ári. Slitlagið er því
ekki endurnýjað nema á 12-14 ára
fresti, sem er langt umfram ending-
artíma slitlaganna.
Vegakerfið liggur undir skemmdum
Fjárveitingar nægja varla fyrir viðhaldi og þjónustu Frekari endurbótum frestað um sinn Yfir
95% af umferðinni eru á bundnu slitlagi Eðlileg endurnýjun bundins slitlags er langt á eftir áætlun
Morgunblaðið/BFH
Mývatnsheiði Bundið slitlag er á stórum hluta vegakerfisins. Ekki hefur verið hægt að sinna eðlilegu viðhaldi á því.
Fjárhæðir til veg- og hafna-
áætlunar á árinu 2015 eru
samkvæmt fjárlögum og fjár-
aukalögum þess árs. Fjárhæðir
fyrir árið 2016 eru einnig í
samræmi við samþykkt fjár-
lög.
Vegagerðin hafði til ráðstöf-
unar samtals um 25 milljarða
króna í fyrra, þ.e. greiðslur úr
ríkissjóði auk sértekna. Á
þessu ári hefur hún úr um
24,2 milljörðum að spila. Áætl-
að er að Vegagerðin muni hafa
29,1 milljarð til ráðstöfunar ár-
ið 2017 og 29,2 milljarða 2018.
Hækkar á
næsta ári
RÁÐSTÖFUNARFÉ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Unnið er að undirbúningi ýmissa
framkvæmda á sviði samgangna
sem þó eru enn utan áætlunar, að
því er fram kemur í þingsályktunar-
tillögu að fjögurra ára Samgöngu-
áætlun 2015-2018.
Varðandi vegi á Suðurlandi er
lagt til að hafinn verði undirbún-
ingur nýs vegar norðaustan Selfoss
með nýrri brú á Ölfusá. Gert er ráð
fyrir að framkvæmdir geti hafist
kringum árið 2020 og að þær taki
um fjögur ár. Einnig er lagt til að
gerður verði 2+1 vegur með að-
skildum akbrautum á kaflanum
milli Selfoss og Hveragerðis. Gert
er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist
2017.
Tillaga er gerð um lagningu
bundins slitlags á uppbyggðan kafla
á Kaldadalsvegi milli Uxahryggja
og Sandkluftavatns. Vegarkaflinn
tengir Þingvelli og Vesturland.
Á höfuðborgarsvæðinu er lagt til
að tvöfalda vegarkaflann milli
Langatanga og Skarhólabrautar í
Mosfellsbæ. Vegurinn er nú þrjár
akreinar. Einnig er lagt til að fram-
kvæmdir við gerð 2+1 vegar á Kjal-
arnesi hefjist árð 2018.
Lagt er til að breikka vegamót
Hafnarfjarðarvegar og Vífils-
staðavegar þannig að þau verði
þrjár akreinar í hvora átt. Einnig
að hafnar verði framkvæmdir við
tvöföldun Reykjanesbrautar frá
Kaldárselsvegi suður í Hvassahraun
á næsta ári. Stefnt er að því að í
fyrsta áfanga verði gerð mislæg
gatnamót við Krýsuvíkurveg.
Á Vestursvæði er tillaga um að
unnið verði að endurgerð Uxa-
hryggjavegar og hann lagður
bundnu slitlagi.
Framkvæmdir við Vestfjarðaveg
um Gufudalssveit geta í fyrsta lagi
hafist í haust. Þegar nýtt umhverf-
ismat hefur farið fram þarf að fara í
verkhönnun.
Hringvegurinn styttist
Lagt er til að farið verði í endur-
gerð rúmlega 30 km Vestfjarða-
vegar um Dynjandisheiði á næsta
ári. Unnið verði að snjóflóðavörnum
í Súðavíkurhlíð á þessu ári og
næsta. Rekin verða niður stálþil til
að fanga snjóflóðin.
Á Norðursvæði er m.a. fjárveit-
ing ætluð til þess að undirbúa fram-
kvæmdir við endurgerð brúa á Jök-
ulsá á Fjöllum og Skjálfandafljóti.
Einnig á að undirbúa endurgerð
vegarins frá hringveginum að Laxá
og Þverárfjallsvegi.
Á Austursvæði er fjárveiting ætl-
uð til endurgerðar hringvegarins
frá Skriðuvatni að Axarvegi á árinu
2018. Einnig er fjárveiting ætluð til
framkvæmda við endurgerð hring-
vegar um Berufjarðarbotn á ár-
unum 2016-2018.
Gert er ráð fyrir að legu hring-
vegarins í Hornafirði verði breytt í
samræmi við aðalskipulag. Við það
mun vegurinn mun styttast um 11
km. Lagt er til að framkvæmdir
hefjist árið 2017 og má gera ráð fyr-
ir að þær taki a.m.k. þrjú ár. Einnig
er lagt til að brú á Morsá komi í
stað Skeiðarárbrúar. Verkið verði
unnið á þessu ári og því næsta.
Lagt er til að framkvæmdir við
Borgarfjarðarveg hefjist árið 2018.
Mörg vegaverkefni
komin á teikniborðið
Vegaframkvæmdir eru fyrirhugaðar víða um landið
Morgunblaðið/RAX
Hornafjörður Breyta á legu hringvegarins og smíða nýja brú.