Morgunblaðið - 23.03.2016, Page 13

Morgunblaðið - 23.03.2016, Page 13
Morgunblaðið/Styrmir Kári Þjálfun Már Jóhannsson tekur heldur betur á því hér í Blackbox Iceland. Lýsa má æfingunum sem blöndu af Crossfit og Boot Camp, en auk lyftinga er einnig mikið unnið með eigin líkamsþyngd. áratug en lýsir sjálfum sér sem só- fakartöflu fyrir þann tíma. „Ég fór úr því að vera sófakartafla í engu formi í að hlaupa maraþon og taka þátt í þrekmótaröðum og sigra. Síðan 2007 er ég búinn að gera alls konar tilraunir, bæði með matar- æði og hreyfingu, og finna hvað hentar mér best. Ég er þannig týpa að ég þrífst í „action“.“ Æfingarnar í Blackbox eru því krefjandi, en Daníel segir að á sama tíma séu gerðar gríðarlegar kröfur um að fólk hlusti á líkama sinn. „Eflaust má gagnrýna eitt- hvað af æfingunum, en það á við um allar æfingar.“ Andlegt og líkamlegt samspil „Við blöndum saman hinu líkamlega og andlega í þjálfuninni. Styrkur og hvernig þú berð þig líkamlega hefur rosalega mikil áhrif á sjálfsöryggi. Það að vera bæði í líkamlega og andlega góðu formi er baneitruð blanda,“ segir Freyr, sem hefur kennt sviðs- framkomu og almenna framkomu og nýtir þá reynslu í þjálfun sinni. Klúbburinn tekur vel á móti byrjendum en Daníel segir að þeir verði að vera tilbúnir að finna að- eins fyrir því. Þá sé það kostur að æfingahúsnæðið er opið allan sól- arhringinn. „Við viljum bjóða upp á að fólk geti komið og farið eins og því þóknast. Hvort sem það er í engu formi, einhverju formi eða framúrskarandi formi.“ Daníel segir jafnframt að fólk megi eiga von á hinu óvænta á æf- ingum, og þurfi því að vera óhrætt. „Maður finnur þegar mað- ur eldist að stopparinn hjá manni gerir oftar vart við sig. Hjá Black- box viljum við því að fólk komi sér af stað og láti ekki hitt og þetta stoppa sig. Vont veður á ekki að stoppa þig í að taka æfingu. Þetta snýst um sjálfsöryggi sem kemur með líkamlegri þjálfun, auk trúar á sjálfan sig.“ „Smiðirnir voru alltaf í kaffi“ Freyr er í stjórn Blackbox en hann er einnig í forsvari fyrir Cof- fee and Clean viðburðinn sem haldinn er af Blackbox einn föstu- dag í mánuði. Allir eru velkomnir hvort sem um meðlimi er að ræða eða ekki. Fólk hittist, drekkur saman kaffi og fer svo í beinu framhaldi og lyftir saman. „Klúbburinn varð til því að okkur langaði að bjóða fólk velkomið, meðlimi og áhugasama. Við vorum með opið hús og þetta byrjaði út frá léttu gríni sem sner- ist um það að smiðirnir sem gerðu húsnæðið upp, og eru flestir með- limir í dag, voru alltaf í kaffi,“ seg- ir Freyr og hlær. „Það fyrsta sem kom inn í húsnæðið var til dæmis risastór kaffivél. Svo kom þetta nafn upp: Coffee and Clean.“ Coffee and Clean er opinn öll- um og það kostar ekkert að taka þátt. „Hér kemur fólk því til að fá sér kaffi, sem er auðvitað örvandi, og nýtir svo orkuna í að lyfta. En við pössum upp á að allir séu vel upphitaðir, Danni sér til þess,“ segir Freyr. Upphaflega átti þetta bara að vera eitt skipti en fljótlega kom upp krafa um að halda kaffi- og lyftingaviðburðinum gangandi. „Þetta er skemmtilegt gæluverk- efni og við munum því halda þessu áfram.“ Nafnið, Coffe and Clean, vísar að sjálfsögðu til kaffidrykkj- unnar, en einnig í ákveðna tegund af lyftingaæfingu, Clean, þegar stöng er lyft frá gólfi og er til í nokkrum útfærslum. Öll hreyfing er af hinu góða Freyr segir að framtíðarsýn klúbbsins sé að byggja upp starfið sem þar fer fram. „Eins og með öll samfélög mun það taka breyt- ingum og við búumst alveg við því. Við munum halda áfram að byggja upp námskeiðin hjá okkur og þróa þau og virkni þeirra.“ Margar af æfingunum sem stundaðar eru í Blacbox byggjast á lyftingum og aðspurður hvað sé svona gaman við að lyfta segir Freyr að þar spili góða formið sem maður kemst í við lyftingar vel inn í. „Formið sem maður kemst í verður hluti af tilverunni, maður sefur betur og ber sig betur, og þannig verður allt miklu betra. Það skiptir samt auðvitað máli að stilla öllu í hóf. Hóflegar æfingar skila manni bestum árangri til lengri tíma.“ Daníel segir að markmið Blackbox klúbbsins sé að fólk mæti aftur og aftur. „Hreyfingin á að verða hluti af lífsstílnum. Við viljum þurrka út allar af- sakanir. Við ætlumst auk þess til þess að fólk sé með ákveðið markmið í æfingum sínum. Hreyfing er alltaf hreyfing og hún er öll af hinu góða.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016 sem límt var á vatnsrör á húsi. Þegar GPS-tækið segir að maður sé „heitur“ þarf virkilega að kemba svæðið – sem getur verið mjög tímafrekt. Ég hef gert marg- ar tilraunir til að finna fjársjóð sem samkvæmt vísbendingum er falinn í Kirkjuholtinu í Kópavogi og sett hendurnar í ábyggilega hundrað holur, en ekki haft annað upp úr krafsinu en hamborgarabréf og köngulóarvefi.“ Fjársjóðirnir eru yfirleitt ekki upp á marga fiska, enda segir Rune að mestu máli skipti að hafa gaman af leiknum. „Ég fann einu sinni Stjána bláa fígúru hjá Egilsstöðum með kóða sem maður átti að slá upp í appinu til þess að fá ferðasöguna og skilaboð þess sem hafði upp- haflega sett kappann í leikinn. Sá faldi Stjána í Þýskalandi með ósk um að hann kæmist til Hollywood, finnandinn tæki mynd af honum við Hollywood-skiltið og sendi hann aft- ur til Þýskalands. Þegar ég fann Stjána hafði hann verið í Hollywood, ég sendi hann því áleiðis til Þýska- lands og faldi hann í Danmörku. Því miður vantaði á hann hausinn, kannski hann hafi týnt honum í Hollywood.“ Fjársjóður Box sem fannst bak við vatnsrennu á húsi í Kaupmannahöfn. Laskaður Stjáni blái fannst hauslaus í gjótu rétt hjá Egilsstöðum. Rune Koldborg Jensen Hjá Blacbox Iceland er boðið upp á fjölbreyttar æfingar sem henta öllum, en iðkendur verða þó að vera tilbúnir til að takast á við ýmsar áskoranir. Blacklight – Tímar fyrir fólk sem vill góða hreyfingu á stutt- um tíma. „Tímarnir eru 40 mín- útur en fólk getur verið fullvisst um að fá helling út úr tímanum, þar sem fyrst og fremst er unn- ið með eigin líkamsþyngd,“ seg- ir Freyr. Blackout – Fyrir þá allra hörðustu. „Lýsa má tímanum sem Boot Camp og Crossfit á sterum. Við gerum kröfur um að þeir sem sæki þau námskeið séu í ágætis formi fyrir. Á þessu námskeiði erum við helst að fara yfir þröskuldinn, líkamlega og andlega.“ Black Ops – Opnir tímar fyr- ir alla meðlimi Blackbox. „Æf- ingakerfið á þessu námskeiði er byggt á áralangri þekkingu þjálfara okkar á Crossfit. Áhersla á styrk, vandaðar ólympískar lyftingar, fimleika, þéttar þrek- æfingar og gleði.“ Nám- skeiðið er alltaf í gangi svo hægt er að mæta þegar hentar. Blanda af Crossfit og Boot Camp FJÖLBREYTTAR ÆFINGAR Frelsi Æfinga- húsnæðið er opið allan sólarhringinn. Fræðslusjóðs til þróunar og nýsköpunar í framhaldsfræðslu Styrkir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu, sbr. lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Forgangssvið við úthlutun árið 2016 eru: Þróun kennsluhátta innan framhaldsfræðslu þar sem sjónum er beint að starfi kennara í framhaldsfræðslu, kennslufræði fullorðinna, námsmati, notkun námsefnis, námsumhverfi, kennsluaðferðum og notkun upplýsingatækni. Raunfærnimat í atvinnulífinu sem byggist á hæfnigreiningu starfa. Nýjar leiðir til að kynna framhaldsfræðslu með það að markmiði að ná til þeirra einstaklinga innan markhóps framhaldsfræðslu sem síst afla sér menntunar. Opið gagnvirkt námsefni sem nýtist sérstaklega í vottuðum námsleiðum framhaldsfræðslu, einkum með áherslu á að efla grunnleikni. Við mat á umsóknum verður litið til þess hvernig verkefni fellur að markmiðum í 2. grein laga um framhaldsfræðslu og hvort umsækjandi hafi sýnt fram á faglega þekkingu og reynslu til að vinna verkefni sem sótt er um styrk til. Einnig verður skoðað hvort verkefni: hafi skýr skilgreind markmið og vel skilgreinda verkefnastjórn, mæti sýnilegri þörf fyrir menntunarúrræði í framhaldsfræðslu, feli í sér nýsköpun eða þróun sem nýtist markhópi framhaldsfræðslu, feli í sér samstarf og að framlag samstarfsaðila sé tryggt og vel skilgreint, hafi skýra kostnaðar-, verk- og tímaáætlun, sé líklegt til að skila hagnýtri afurð og verði vel kynnt. Tekið er á móti umsóknum til og með 27. apríl 2016. Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Umsóknareyðublað, lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og nánari upplýsingar um vinnuferli og viðmið vegna styrkumsóknar má nálgast á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, www.frae.is. Þar eru einnig upplýsingar um fyrri úthlutanir til þróunar og nýsköpunar í framhaldsfræðslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.