Morgunblaðið - 23.03.2016, Side 17

Morgunblaðið - 23.03.2016, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Ísnet Húsavík s. 5 200 555 Ísnet Akureyri s. 5 200 550 Kristbjörg Ólafsfjörður s. 5 200 565 Ísnet Sauðárkrókur s. 5 200 560 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vertu viðbúinn vetrinum Mest seldu snjókeðjur á Íslandi LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2 Vaðlaheiðargöng lengdust um 29 metra í síðustu vinnuviku. Eingöngu er borað og sprengt frá Eyjafirði en vonast er til að hægt verði að hefja sprengingar Fnjóskadalsmegin á næstu vikum. Verktakinn fer varlega vegna hita og vatns sem er í berginu og mikla vinnu þarf að leggja í að þétta bergið áður en borað er og sprengt, til að tryggja að ekki opnist vatnsæð inn á vinnusvæðið. Hitinn í berginu er nú um 57 gráður sem er minna en þegar mest var. Slegið í gegn fyrir árslok Samhliða greftri Eyjafjarðarmegin er verktakinn, Ósafl, að undirbúa að hefja borun og sprengingar Fnjóska- dalsmegin en þaðan þurfti ganga- gengið að forða sér vegna hruns og mikils vatnsflaums fyrir tæpu ári. Gera þarf miklar ráðstafanir til að undirbúa örugga vinnu þeim megin. Valgeir Bergmann, framkvæmda- stjóri Vaðlaheiðarganga, bindur vonir við að hægt verði að hefja borun þar eftir um það bil tvo mánuði. Þá verð- ur grafið frá báðum stöfnum, eins og áformað var í verkáætlun, og verkið þokast þá væntanlega hraðar áfram. Að undanförnu hafa göngin lengst um 20-30 metra flestar vikur en ein- staka vikur hefur gengið betur. Gangi áætlanir eftir, og annað bor- gengi getur tekið til starfa Fnjóska- dalsmegin, má reikna að það takist að slá í gegn fyrir árslok, um ári síðar en gert var ráð fyrir. Síðan þarf að vinna að frágangi og vegarlagningu í gegn og það mun taka eitt til eitt og hálft ár. helgi@mbl.is Undirbúa komu annars bor- gengis Fnjóskadalsmegin  Göngin lengjast um 30 metra á viku Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Göng Enn lekur vatn inn í göngin, Fljótsdalsmegin, en unnið er að úrbótum. Embætti ríkissaksóknara er aðeins með eitt mál til meðferðar sem endur- upptökunefnd hefur samþykkt að taka fyrir að nýju. Um er að ræða svo- nefnt barnahristingsmál (e. shaken baby syndrome) þar sem dagfaðir var sakaður um að hafa verið valdur að dauða barns í hans umsjón. Það mál er til meðferðar við Hæstarétt en beðið er eftir niður- stöðu yfirmatsmanna sem eiga að framkvæma yfirmat á mati enska læknisins dr. Wany Squier. Squier hefur sem kunnugt er verið svipt lækningaleyfi í Bretlandi en Sig- ríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksókn- ari segir óljóst hvaða áhrif þær fregn- ir hafa á málið. „Það verður skoðað hér við embættið hvort og þá hvernig brugðist verður við þessum tíðindum. Það er ljóst að niðurstaða endurupp- tökunefndar byggðist eingöngu á mati dr. Squier,“ segir Sigríður í svari til Morgunblaðsins og mbl.is í gær. Sigríður sendi jafnframt bréf sem fór til endurupptökunefndar í febrúar 2015, þegar nefndin var með beiðni um endurupptöku barnahristings- málsins til meðferðar. Mótmælti rík- issaksóknari því að málið yrði tekið aftur upp og taldi ekki efni til frekari gagnaöflunar. Ítrekaði saksóknari það álit sitt að dagfaðirinn hefði verið réttilega sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi með dómi Hæstaréttar árið 2003. Með bréfinu til nefndarinnar lagði saksóknari fram umfjöllun í vef- ritinu MailOnline í september 2014, þar sem dr. Waney Squire var sökuð um að gefa vitnisburð í „shaken baby“-málum umfram það sem hún hefði þekkingu á. Sem sérfrótt vitni í sex dómsmálum á árunum 2007-2010 hefði hún brugðist því hlutverki að vera óhlutdræg. Þrátt fyrir þetta bréf saksóknara samþykkti endurupp- tökunefnd að taka málið upp aftur fyrir Hæstarétti. Með eitt mál til endurupptöku  Byggðist eingöngu á mati dr. Squire Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Arnarlax hefur sótt um fram- kvæmdaleyfi hjá Bolungavíkurkaup- stað til þess að undirbúa sjókvíaeldi á laxi í utanverðu Ísafjarðardjúpi og í Jökulfjörðum. Við utanvert Ísa- fjarðardjúp er sótt um þrjú eldis- svæði sem eru út af Drangsvík, Eyjahlíð og Óshlíð. Í Jökulfjörðum er einnig sótt um þrjú eldissvæði sem eru út af Öskjuhlíð, Staðarhlíð og Gathamri. Fram kemur í tilkynningu frá Bol- ungarvíkurkaupstað að eldið verði kynslóðaskipt þar sem eitt af eldis- svæðunum er ávallt hvílt en sótt er um 10 þúsund tonn á hvoru svæði. Þá segir að Arnarlax hafi óskað eftir því við Skipulagsstofnun að fyr- irtækið fái óháðan, þriðja aðila til að gera umhverfismat fyrir þessar tvær framkvæmdir. Eins segir að áætlanir geri ráð fyrir að fiskur fari í sjó árið 2018 og fyrsta slátrun verði árið 2020. Áætl- anir gera einnig ráð fyrir fóður- geymslu, sláturhúsi og athafnasvæði við Bolungarvíkurhöfn.Fram kemur að haldin verður kynning fyrir íbú- um Bolungavíkur á næstu misserum. „Arnarlax hóf undirbúning að lax- eldi á Bíldudal árið 2008 en eiginleg starfsemi hófst árið 2014. Í vetur hefur fyrirtækið verið að slátra laxi úr fyrstu kynslóð. Önnur kynslóð er í eldiskvíum og undirbúningur fyrir uppsetningu kvía fyrir þriðju kyn- slóð er hafinn. Hjá fyrirtækinu starfa í dag alls 40 starfsmenn en fyrirtækið rekur einnig seiðaeldis- stöð í Tálknafirði. Bæjarráð Bolungarvíkur fagnar þessum áformum og býður fyrirtæk- ið Arnarlax velkomið til Bolungar- víkur,“ segir í tilkynningu. Sækja um leyfi fyrir sjókvíar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bolungarvík Arnarlax hefur sótt um framkvæmdaleyfi til sjókvíaeldis.  Arnarlax vill hefja sjókvíaeldi á laxi  Sex eldissvæði á tveimur stöðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.