Morgunblaðið - 23.03.2016, Page 19

Morgunblaðið - 23.03.2016, Page 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016                                     !"# !" $!! "! # ! #   "% &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %  $ !$ $$! "$# "# $$# !  $ "%$ #  ! !! $$ " "$$ $ !! #   "% $! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Vísitala kaupmáttar launa hækkaði um 2,8% í febrúar frá mánuðinum á undan, samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 10,2%. Launavísitalan hækkaði um 3,5% í febrúar frá fyrri mánuði og hefur launavísitalan hækkað um 12,6% síðastliðna tólf mánuði. Í vísitölunni gætir áhrifa kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ við Samtök atvinnulífsins frá því í janúar, þar sem samið var um 6,2% almenna launahækkun frá 1. janúar 2016. Launavísitalan hækkaði um 3,5% í síðasta mánuði Samið Áhrifa Salek gætir í launavísitölu. ● Viðurlaganefnd Nasdaq Iceland hefur ákveðið að áminna beri Icelandair Group opinberlega vegna atvika þar sem félagið er talið hafa brotið gegn reglum um innherjaupplýsingar. Þá greiðir félagið févíti að upphæð 1,5 milljónir króna. Var félagið talið hafa látið undir höfuð leggjast að birta upp- lýsingar er vörðuðu fyrirhuguð flugvéla- kaup en ákvörðun þar að lútandi var tal- in verðmótandi fyrir hlutabréf Icelandair Group. Áður hafði FME sektað félagið vegna sama máls um 10 milljónir króna og var sá úrskurður staðfestur af Héraðsdómi Reykjavíkur. Icelandair áminnt af Kauphöll og sætir févíti STUTTAR FRÉTTIR ... Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rétt um hundrað manns sóttu um starf hjá eftirlitssviði Ríkisskatt- stjóra fyrr í mánuðinum. Það er svip- aður fjöldi og sótti um stöður hjá eftirlitinu í ársbyrjun. Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri segir fjóra hafa verið ráðna til eftirlitsins í byrjun ársins og að nú verði fimm bætt við, þar af þremur í sumarafleysingar. Hæsta hlutfallið í nokkurn tíma Með þessari viðbót munu tæplega 40 starfa við skatteftirlit hjá Ríkis- skattstjóra. Hefur ekki hærra hlut- fall starfsmanna embættisins starfað við skatteftirlit á síðustu árum. Skúli Eggert segir ráðningarnar skýrast af þeirri ákvörðun yfir- stjórnar embætt- isins að efla skatt- eftirlit, „með hliðsjón af þörf“. „Þar erum við á varðbergi gagn- vart svartri at- vinnustarfsemi og síðan er virðis- aukaskatturinn langmikilvægasti tekjustofninn og kallar á stöðugt eftirlit. Við höfum því aukið eftirlit með virðisauka- skattsskilum. Þetta er unnt að gera eftir sameiningu skattembætta og með því að færa mannafla til eftir þörfum,“ segir Skúli Eggert. Árið 2010 sameinuðust embætti níu skattstjóra embætti Ríkisskatt- stjóra. Við það urðu starfsmenn hjá sameinuðu embætti 274. Unnið hefur verið að fækkun starfsmanna í samræmi við fjárveitingar og eru starfsmenn nú 35 færri. Lögfræðingar sækja í störfin Skúli Eggert segir lögfræðinga og viðskiptafræðinga fjölmenna í hópi umsækjenda um stöður hjá embætt- inu. Hann segir að nánast öllum um- sækjendum sem uppfylla skilyrði auglýsingar sé gefinn kostur á fimm mínútna örkynningu þar sem við- komandi fer yfir reynslu sína og þekkingu og annað sem getur gagnast í starfi. Að loknum slíkum viðtölum sé tekin ákvörðun um form- leg starfsviðtöl, þar sem horft er til fyrri starfa, menntunar, framkomu og annarra atriða. Síðan er hópurinn þrengdur. Mikilvægt sé að gæta réttra aðferða við ráðningarferlið og að unnið sé skv. stjórnsýslulögum. Ríkisskattstjóri bætir við starfsfólki í skatteftirliti  Um 40 munu starfa við eftirlit  Um 100 sótt um störfin Skúli Eggert Þórðarson Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Ice- landair Group, var valinn viðskipta- fræðingur ársins 2016 á Íslenska þekkingardeginum sem Félag við- skiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) stóð fyrir á mánudaginn. Íslandsbanki varð fyrir valinu sem þekkingarfyrirtæki ársins 2016 fyrir metnaðarfullt starf innan bankans á sviði mannauðsmála, en þema þekk- ingarverðlaunanna í ár var „mann- auðsmál í víðum skilningi“. Sérstök dómnefnd á vegum FVH heimsótti nokkur fyrirtæki og valdi að lokum þrjú sem þóttu hafa skarað framúr á sviði mannauðsmála. Auk Íslandsbanka voru tilnefnd upplýs- ingatæknifyrirtækið Kolibri og Reiknistofa bankanna. Stjórn FVH valdi viðskiptafræð- ing ársins, meðal annars eftir til- nefningar frá félagsmönnum í gegn- um tölvupóstlista félagsins. Niðurstaða stjórnarinnar var að út- nefna Björgólf Jóhannsson fyrir góðan árangur við stjórn á einu stærsta og mikilvægasta fyrirtæki landsins, Icelandair Group. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og verndari Íslensku þekk- ingarverðlaunanna, afhenti þau og heiðraði viðskiptafræðing ársins. Morgunblaðið/Styrmir Kári Heiðraður Björgólfur Jóhannsson veitir viðurkenningunni Viðskiptafræð- ingur ársins móttöku úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Björgólfur valinn við- skiptafræðingur ársins á fallegum, notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. ERFIDRYKKJA Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 Handgerð páskaegg úr gæðasúkkulaði. Eggin eru fyllt með handgerðu konfekti og málshætti Súkkulaðie gg fyrir sælkera MOSFELLSBAKARÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.