Morgunblaðið - 23.03.2016, Síða 22

Morgunblaðið - 23.03.2016, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Belgísk yfir-völd fögn-uðu því mjög þegar þau náðu að handsama hryðju- verkamanninn Sa- lah Abdeslam í síð- ustu viku. Ekki var gleðin minni í Frakklandi, nýlegum blóðvelli hryðjuverkamanna, sem Abdes- lam var talinn í forystu fyrir. Og aðrir, nær og fjær fögnuðu með og það var sannarlega gert á þessum vettvangi. Enda var rík ástæða til þess að fagna. Ekki einungis þar sem mikilvægt er að slíkir illvirkjar séu teknir úr umferð og þeim refsað. Heldur einnig vegna þess að það veikir baráttuþrek og stillingu al- mennra borgara hafi lögregla ekki hendur í hári fjöldamorð- ingja. Að sama skapi vex hugur þeirra sem sitja um almenning. Öflugar lögregluaðgerðir sem bera árangur fljótt og vel eru bestu skilaboð sem hægt er að senda þessum, sem skapað hafa viðvarandi óróleika og jafnvel ótta í Evrópu og í öðrum álfum. Það er á hinn bóginn ekki und- arlegt, að það verði bakslag í fyrrnefndum fögnuði þegar hryðjuverkaöflunum tekst að fremja lamandi hryðjuverk strax í kjölfar handtöku hryðju- verkaforingjans. Það kallar fram á ný þá tilfinningu að lög- reglan sé fjarri því að hafa tök á málum. Allt frá hryðjuverkunum í París hafa verið taldar yfirgnæf- andi líkur á að Abdeslam héldi sig í Brussel. Her og lögregla var höfð mjög sýnileg í borginni allan þennan tíma. En nú tala vonsviknir íbúar landsins um að sú „gluggaskreyting“ hafi í rauninni verið gagnslítil og skapað yfirvöldum friðþægingu og íbúunum falskt öryggi. Tvennt sýni það. Salah Abdes- lam hafi loks náðst og var þá að- eins fáeina tugi metra frá heimili sínu! Það er í hverfi í Brussel sem stundum er lýst sem út- hverfi, en sé þó, að sögn stað- kunnugra líkara Þingholtunum gagnvart miðbæ Reyjavíkur en úthverfi. Og að eftir handtöku Abdeslam hafi liðsmönnum hans tekist að fremja mjög mannskæð hryðjuverk strax í kjölfarið. En það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem langan tíma tek- ur að finna eftirlýsta hryðju- verkamenn. Osama bin Laden var sá maður sem mest afl var lagt í að elta uppi og finna. Aldr- ei hefur meiri fjármunum og mannviti verið varið til að finna einn mann. En það tók þó nærri áratug. Bin Laden var hávaxinn mað- ur og sérstakur í útliti og hafði ekki gert neitt til að breyta því. Hann sendi reglubundið haturs- boðskap sinn á hljóðsnældum til sjónvarpsstöðvarinnar Al Ja- zeera sem birti boðskapinn. Bin Laden náðist loks og þá ekki síst fyrir atbeina læknis, sem síðan má dúsa í fangelsi í Pakistan, ríki sem fullyrðir að það sé í bandalagi með vest- rænum ríkjum í baráttu gegn hryðjuverkum. Sá hryðjuverkamaður, sem var talinn efst- ur í goggunarröð talibana í Afganistan, Mullah Omar hinn eineygði, er nú sagð- ur hafa látist eftir nokkurra mánuða sjúkrahúslegu í Pak- istan. Það er talið útilokað að yfirvöld þar hafi ekki vitað hver sá risavaxni eineygði sjúklingur var. Rétt eins og þau hljóti að hafa vitað um verustað bin Lad- ens árum saman í myndarlegri villu í eins konar Arnarnesi Pak- istans. Niðurstaða er því miður sú að ráðamenn á þessum slóðum tala ekki af heilindum þegar þeir segjast í liði með þeim sem berj- ast gegn hryðjuverkum. Auðvitað er aðstaðan önnur á meginlandi Evrópu. En þær að- stæður eru þó óðum að breytast. Ljóst má vera að hryðjuverka- menn hafi átt auðvelt með að fela sig í flóttamannabylgjunum sem skullu á Evrópu og gera það enn, þrátt fyrir neyðarfundi ESB. Og þótt telja megi víst, að lang- flestir þeirra flóttamanna sem fengið hafa búsetu í ríkjum ESB síðustu misserin og ár hafi and- úð á hryðjuverkum og hryðju- verkamönnum, þá virðast furðu margir tilbúnir til að veita þeim skjól og í það minnsta að gera ekkert til að auðvelda yfirvöld- um að klófesta þá. Leyniþjónustan, sem gætir forseta Bandaríkjanna og fleiri fyrirmenna, sagði einhvern tíma að verkefni þeirra yrði mjög vandasamt ef tilræðismaður væri tilbúinn að týna lífi sínu í þágu málstaðarins. En með gríð- arlegum aðgerðum og mannskap er þó hægt að tryggja menn að mestu við slíkar aðstæður. En ef hryðjuverkamenn (eða fólk sem þeir misnota) eru tilbúnir að ganga inn í óvarinn mannfjölda með sprengjubeltavafninga um sig innan klæða verður trygging öryggis ekki aðeins erfið heldur nær óframkvæmanleg. Sá frjálsi flóttamannastraum- ur sem helstu leiðtogar ESB kölluðu yfir sig með vanhugs- uðum slagorðum og þeir sjá nú flestir mest eftir, gera það verk- efni að tryggja öryggi almenn- ings yfirþyrmandi og nánast óframkvæmanlegt gagnvart sjálfsmorðsatlögum. Nýlega var haft eftir yfirvöldum í Berlín að þau hefðu ekki hugmynd um hvað orðið hefði af 170.000 flóttamönnum (af meira en millj- ón) sem komnir voru til landsins. Það er ólíklegt að þessi risa- hópur sé týndur vegna þess að hann vilji allur fara huldu höfði og hafi illt í hyggju. Sjálfsagt hafa langflestir „gufað upp“ tím- bundið í ringulreiðinni. En jafn- vel þótt aðeins 1% hópsins væri í fjandsamlegum erindagjörðum gæti sá fjöldi verið ígildi hálf- gerðs stríðsástands í Evrópu, sem erfitt væri að vinda ofan af. Verulegur ótti hefur gripið um sig í Evrópu eftir bak- slagið í Brussel} Bakslag Þ ingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylking- arinnar kölluðu eftir því á síðasta þingfundi fyrir páska að ríkis- stjórnin færi frá þar sem hana skorti að þeirra mati bæði traust og trúverð- ugleika á meðal almennings. Þetta eru fulltrú- ar sömu stjórnmálaflokka og njóta samanlagt 15,6% fylgis samkvæmt síðustu skoðana- könnun. Flokkarnir tveir biðu afhroð í síðustu þingkosningum en fengu engu að síður tals- vert meira fylgi samanlagt en þeir mælast með nú eða 23,8%. Sé farið aftur til þingkosn- inganna 2009 fengu flokkarnir saman 51,5% fylgi. Kannski stæði þingmönnum VG og Sam- fylkingarinnar þannig nær af hafa áhyggjur af því hversu lítið traust almenningur ber til flokkanna tveggja en ríkisstjórnarinnar? Það er raunar merkilegt að stjórnmálaflokkar í stjórnarandstöðu skuli njóta jafn lítils fylgis og raun ber vitni. Ekki kannski sízt í ljósi þess hversu hörmuleg fulltrúar þeirra vilja meina að núverandi ríkisstjórn sé. Þetta á alveg sérstaklega við um Samfylkinguna (fyrir utan Bjarta framtíð sem virðist á útleið af þingi) sem hefur sögulega séð verið með á bilinu 25-30% fylgi í þingkosningum. Formaður VG, Katrín Jakobsdóttir, gagnrýndi á Al- þingi á dögunum að ríkisstjórnarflokkarnir væru að hennar mati ekki fyllilega samstiga í einhverjum málum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra benti hins vegar á hið augljósa, að í samsteypustjórnum væri ekki óeðlilegt að einhver skoðanamunur væri enda stæði eðli málsins samkvæmt ekki einn flokkur að slíkum stjórnum. Rifjaði hann ennfremur upp að VG og Samfylkingin voru langt því frá einhuga í vinstristjórninni á síð- asta kjörtímabili. Ágreiningurinn hafi raunar gengið svo langt að fleiri en einum ráðherra hafi verið sparkað úr stjórninni og ófáir þing- menn látið af stuðningi við hana. Vinstriflokkarnir tveir virðast einfaldlega ekki enn hafa náð sér eftir síðasta kjörtímabil og það sem meira er þá hefur þeim engan veginn tekist að ná sér á strik á þessu kjör- tímabili. Ekki hefur farið á milli mála að flokksmenn hafa sáralitla hugmynd um það hvernig eigi að leysa úr vandamálum flokka sinna. Það sem hefur bjargað því sem bjarg- að verður hjá VG er að formaðurinn er talsvert vinsælli en flokkurinn sjálfur. Flokkurinn glataði hins vegar trú- verðugleikanum að mestu á síðasta kjörtímabili. Ekki sízt vegna Evrópumálanna. Samfylkingin er hins vegar löngu orðin einsmálsflokkur vegna áherzlunnar á Evr- ópusambandið. Líkt og fyrr segir guldu Samfylkingin og VG afhroð í síðustu þingkosningum og miðað við skoðanakannanir virðast flokkarnir ætla að fá enn minna fylgi í kosning- unum á næsta ári. Í bezta falli fylgi á sömu slóðum og í kosningunum vorið 2013. Líklega þarf ekki minna en kraftaverk til að afstýra því. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Vinstrimenn í vanda STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Aðstæður háskólafólks erunú breyttar frá því semáður var og útlit er fyrirað í framtíðinni heyri hugtök á borð við „starfsöryggi“ sögunni til. Þetta er meðal þess sem fram kom á málþingi um atvinnuhorfur háskólamenntaðra, sem var haldið á dögunum, en fyrir því stóðu ReykjavíkurAkademían og fimm stéttarfélög innan BHM. Markmið þess var að varpa ljósi á hlutfalls- lega aukið atvinnuleysi háskóla- menntaðra á Íslandi. Sérstök staða hér á landi Háskólanemum fjölgaði ört í kjölfar efnahagshrunsins 2008, en nú er þó farið að bera á samdrætti nýskráninga í háskóla. Eftir er þó fjöldi útskrifaðra nemenda úr há- skólanum sem vinnumarkaðurinn þarf að bregðast við. Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, flutti erindi um stöðu háskólafólks á vinnumarkaði. Að hennar sögn er staðan hér á landi síðustu ár sérstök að því leyti að þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í lág- marki, fari það hlutfallslega hækk- andi meðal háskólafólks. „Ég hef ekki séð þessa þróun annars staðar, að í bullandi upp- gangi á vinnumarkaði sé atvinnu- leysi þessa hóps að aukast, “ segir hún. Katrín bendir einnig á að flest störf hér á landi skapist í ferða- þjónustu. „Mesta aukningin er í ferðaþjónustu, á veitingastöðum og gististöðum. Þar sjáum við ekki mörg störf sem krefjast háskóla- menntunar,“ segir hún. Karl Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun, flutti einnig erindi þar sem hann greindi m.a. þann hóp sem glímir við atvinnu- leysi út frá menntun. „Það virðist vera mikil dreifing, þó er mest at- vinnuleysi í félagsvísindagreinum á borð við lögfræði og viðskiptafræði, þó líka í sálfræði og grunnskóla- kennaranámi. Það er mismunandi hvað er þarna að baki. Í sumum tilvikum hefur margt fólk útskrif- ast á stuttum tíma, eftir hrun. Í öðrum tilvikum er um að ræða eldra fólk sem missir vinnuna og á erfitt með að fá vinnu að nýju,“ segir hann. Karl segir að vísbendingar bendi til að um fjórðungur háskóla- menntaðra sé í störfum sem ekki krefjast háskólamenntunar. Frum- niðurstöður könnunar á vegum Vinnumálastofnunar bendi einnig til þess að yfir þriðjungur háskóla- menntaðra á vinnumarkaði telji menntun sína ekki nýtast við störf sín. Fleiri sjálfstætt starfandi Auk atvinnuleysis hér á landi var fjallað um starfsumhverfi há- skólamenntaðra, en fram komu ný sjónarmið um að háskólafólk verði í auknum mæli sjálfstætt starfandi í framtíðinni. Aðalfyrirlesari á málþingi ReykjavíkurAkademíunnar var dr. Toumas Auvinen, deildarforseti Sí- belíusar-akademíunnar við Listahá- skólann í Helsinki, en að hans mati er ákall eftir auknu sjálfstæði starfsmanna á stórum vinnustöð- um, ungt starfsfólk sjái annars tækifæri í því að starfa sjálfstætt eða hefja störf hjá smærri fyrir- tækjum á sviði nýsköpunar. Finna þurfi jafnvægi milli frelsis og stjórnunar á ný til að starfsfólk blómstri á vinnustöðum. Líta megi til listamanna í störfum sínum, frjálst starfsumhverfi þeirra sé rótgróið. Störf sem henta ekki háskólamenntuðum Morgunblaðið/Golli Háskólatorg Fjölgað hefur í húsakynnum Háskóla Íslands. Katrín sagði að atvinnuleysi háskólamennt- aðra kvenna væri áberandi meira en hjá körlum. Spurð um ástæður þess sagði hún að svo gæti verið að störf sem nú bjóðist og krefjist há- skólamenntunar séu í karllæg- um greinum, mikil kynjaskipting sé milli námsgreina í háskól- anum. Áður hefur verið bent á mikinn mun á fjölda kvenna og karla í greinum á borð við verk- fræði og hjúkrunarfræði. Athygli vekur að hlutfall kvenna í Háskóla Íslands milli 2010 og 2014 var um 60 pró- sent og sem hlutfall af braut- skráðum nemendum hafa konur á sama tímabili verið nær 70 prósentum. Hlutfall kvenna í starfs- og viðbótarnámi var um 70 prósent. Færri karlar atvinnulausir MISMUNUR EFTIR KYNJUM Katrín Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.