Morgunblaðið - 23.03.2016, Page 27

Morgunblaðið - 23.03.2016, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016 ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist í Geirshlíð í Flókadal 29. apríl 1920. Hún lést á bráðadeild Landspítalans 14. mars 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin í Geirshlíð, Vilborg Jóhannesdóttir, f. 1885, d. 1984, og Jón Pétursson, f. 1887, d. 1964. Systkini hennar voru: Ljótunn, f. 1914, d. 2008, Pétur, f. 1917, d. 1979, Anna Katrín, f. 1920, d. 2015, Sigríður M., f. 1923, d. 1992, og Jóhannes f. 1928, d. 2001. Guðrún giftist Sigurði Þor- valdssyni 14. september 1946. Sigurður fæddist á Skúms- stöðum í Vestur-Landeyjum 28. júlí 1921, hann lést 9. febrúar 2010. Foreldrar hans voru Ólöf Jónsdóttir, f. 1884 í Hlíð í Skaft- ártungu, Vestur-Skaft., d. 1938, og Þorvaldur Jónsson, f. 1885, í Hemru í sömu sveit, d. 1962. Þau bjuggu síðan á Skúmsstöðum í Landeyjum. Börn þeirra eru: 1) Sigrún hjúkrunarfræð- ingur, f. 2. desember 1946. Maður hennar er Magnús R. Jónasson læknir, f. 1948. Börn þeirra eru: a) Haukur Rúnar, f. 1975, og b) Ólöf, f. 1977. Dóttir Ólafar er Klara Lopes, f. 2013. 2) Vilborg hjúkrunarfræð- ingur, f. 16. febrúar 1949. Maður hennar er Guðmundur S. Gunn- laugsson skrifstofumaður, f. 1947. Börn þeirra eru: a) Steinn, f. 1972. Kona hans er Elín Hall- grímsdóttir. Börn þeirra eru: Þórdís Elín, f. 2002, Hildur, f. 2005, og Vilborg Júlíana, f. 2007. b) Sigurður Þór, f. 1977. Kona hans er Angelica Gil Gonzales. Börn þeirra eru: Albricia, f. 2012, og Íris, f. 2014. c) Guðrún Þórdís, f. 1982. Eig- inmaður hennar er Garðar Páll Gísla- son. Börn þeirra eru: Gísli Baldur, f. 2007, og Elísabet Ólöf, f. 2013. 3) Ólöf, f. 14. júní 1950, sérkennari. 4) Jón vélstjóri, f. 31. desem- ber 1951. Uppeldissonur hans var Hrannar, f. 1976, d. 2002. 5) Jökull tæknifræðingur, f. 28. janúar 1955, d. 1997. Eftirlif- andi kona hans er Sigríður Kr. Kristjánsdóttir þroskaþjálfi, f. 1956. Börn þeirra eru: a) Tinna, f. 1978. Maður hennar Óli Þór Atlason. Börn þeirra eru: Edda, f. 2012, og Sólveig, f. 2014. b) Orri, f. 1984. Kona hans er María Jónasdóttir. Börn þeirra eru: Katrín, f. 2013, og Hlín, f. 2015. c) Sunna, f. 1988. Guðrún ólst upp hjá for- eldrum sínum í Geirshlíð við al- geng sveitastörf. Hún var í far- skóla í sveitinni og síðan á Reykholtsskóla. Einnig var hún einn vetur á Kvennaskólanum á Hverabökkum. Eftir að hún fór úr foreldrahúsum vann hún við ýmis störf sem á þeim tíma buð- ust sveitastúlkum. Eftir að hún giftist helgaði hún störf sín upp- eldi barna og heimilishaldi á fjöl- mennu heimili, fyrst í Mávahlíð en síðan reistu þau hús í Stóra- gerði 9 í samvinnu við bróður Guðrúnar og bjó hún þar til dauðadags. Útför Guðrúnar fer fram frá Grensáskirkju í dag, 23. mars 2016, og hefst athöfnin kl. 13. Komin er kveðjustund. Það er með sorg í hjarta sem ég kveð kæra tengdamóður mína með söknuði og þakklæti. Upp rifjast ljúfar minningar eftir 45 ára hnökralausa samfylgd. Amma Rúna, eins og við kölluðum hana, var alin upp í sveit á millistríðs- árunum og upplifði í gegnum lífið ótrúlegar breytingar á íslensku samfélagi. Hún fluttist til Reykja- víkur, giftist Sigga sínum og fyrr en varði voru börnin orðin fimm. Amma Rúna helgaði sig uppeldi barnanna og saman voru þau Siggi traustar fyrirmyndir, börn- in voru þeim allt. Rúna var ein af þessum hljóðlátu traustu konum, traust eins og klettur í hafi og allt- af til staðar þegar á þurfti að halda. Síðar komu barnabörnin og nutu hlýju, hjálpsemi og ljúf- mennsku hennar og eins afa með- an hans naut við. Jákvæðni, kær- leikur og hvatning einkenndu andrúmsloftið í Stóragerðinu sem öll árin hefur laðað barnabörnin að. Flest voru þau á einhverju tímabili í pössun hjá ömmu sinni og sýndu henni mikla tryggð allt fram á síðasta dag enda hafði Rúna unnið fyrir þeirri tryggð. Rúna unni landi sínu. Æsku- slóðir hennar í Borgarfirðinum voru henni alltaf mjög kærar og hún lét sér alla tíð annt um nátt- úruna og umhverfi sitt. Hún var vinnusamur mannvinur sem alltaf kaus að halda sig fremur til hlés. Rúna var vel ern fram á síðasta dag og sá algerlega um sig þrátt fyrir háan aldur. Þegar hún dó var hún að koma úr síðustu inn- kaupaferðinni með fisk sem hún ætlaði að elda sér um kvöldið. Það var alltaf notalegt að heimsækja hana í Stóragerðið og fá hjá henni besta kaffi í heimi, lagað eftir kúnstarinnar reglum í gömlu kaffikönnunni með taupokanum. Langri og farsælli lífsgöngu góðr- ar konu er lokið. Hún var einn af máttarstólpum þjóðfélagsins á miklum breytingatímum síðustu aldar. Hún sóttist ekki eftir veg- tyllum og vann sitt starf af óeig- ingirni og fórnfýsi. Hún naut lífs- ins í gegnum fjölskyldu sína og er nú sárt saknað. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Rúnu að öll þessi ár og þakklátur fyrir hvað hún var góð amma barnanna minna. Ég mun lengi ylja mér við ljúfar minningar um öðlingskonu. Magnús R. Jónasson. Það er erfitt að sjá á eftir ömmu Rúnu, en hún og heimili hennar og afa í Stóragerði voru fastur punktur í tilverunni um áratuga skeið. Amma passaði mig oft á daginn og þar fann ég fyrir öryggi og næði sem var mér af- skaplega dýrmætt. Síðar kom ég til ömmu eftir skóla og fékk hádegismat, en við systir mín vor- um svo heppin að heimili ömmu og afa var við hliðina á skólanum. Ég nýtti mér það óspart og alltaf var amma hress í bragði og tók vel á móti mér. Ég mun alltaf vera þakklátur ömmu Rúnu fyrir að hafa verið til staðar fyrir mig í öll þessi ár. Haukur Rúnar. Guðrún JónsdóttirHrafnista Hafnarfirði. Hátíðarguðs-þjónusta á páskadag kl. 11 í Menning-arsalnum. Organisti Kristín Waage. Hátíðarkvartett syngur. Forsöngvari Þóra Björnsdóttir. Ritningarlestra les Ingibjörg Hinriksdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir, Kór Hraungerðis og Villingaholtssókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista. HREPPHÓLAKIRKJA | Passíusálma- lestur á föstudaginn langa frá kl. 13. Fjöldi lesara kemur að lestrinum. Les- ið verður úr píslarsögu guðspjallanna á milli sálmalesturs. Kaffi og með því í safnaðarheimilinu meðan á lestri stendur. Áætlað er að lestri ljúki upp úr kl. 17. HRUNAKIRKJA | Hátíðarmessa á páskadag kl. 8. Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna syngur. Organisti Stefán Þorleifsson. Morgunkaffi í safnaðarheimilinu á eftir. HVALSNESKIRKJA | Föstudagurinn langi. Helgistund með lestri úr Pass- íusálmum. Jón Rafn Högnason flytur erindi um Hallgrím Pétursson. Minnst verður orða Krists. Birna Rúnarsdóttir söngkona leiðir söng, organisti Steinar Guðmundsson og prestur Bára Friðriksdóttir. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Birna Rúnarsdóttir söngkona leiðir söng, organisti Steinar Guðmundsson og prestur sr. Bára Friðriksdóttir. Höskuldsstaðakirkja á Skaga- strönd | Á páskadagsmorgun kl. 11 verður hátíðarguðsþjónusta í kirkj- unni. Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þor- steinssonar verða fluttir af Kór Hóla- neskirkju undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur tónlistarstjóra. Séra Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Páska- dagur. Sameiginleg máltíð kl. 11.30. Guðsþjónusta hefst kl. 13. Halldóra Ólafsdóttir prédikar. KÁLFATJARNARKIRKJA | Föstudag- urinn langi kl. 14. Passíusálmalestur Lesarar lesa 10 valda Passíusálma. Á milli lestra leikur Elísabet Þórðardóttir organisti gamla lagboða við sálmana. Grétar Halldór Gunnarsson leiðir stundina. Hressing og samfélag á eft- ir. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Elísabetar Þórðardóttur. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Kirkjukaffi á eftir. KEFLAVÍKURKIRKJA | Skírdagur. Messa kl. 20. Sr. Eva Björk Valdimars- dótttir þjónar. Föstudagurinn langi kl. 14. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Páskadagur kl. 8. Hátíðarguðsþjón- usta. Báðir prestar þjóna. Morg- unmatur í Kirkjulundi. Kór Keflavík- urkirkju syngur við allar messur undir stjórn Arnórs organinsta. Helgistund á Nesvöllum kl. 12.30 og Hlévangi kl. 13. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Annar í páskum kl. 11. Sunnudaga- skóli og páskaeggjaleit. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Há- tíðarguðsþjónusta páskadag kl. 12.20. Sóknarprestur Baldur Rafn Sigurðsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Meðhjálpari Magnús Bjarni Guðmundsson. KÓPAVOGSKIRKJA | Skírdagur. Kl 11, fermingarmessa. Sigurður Arn- arson, sóknarprestur prédikar og þjón- ar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová kl. 13.15. Altarisganga á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Föstudagurinn langi. Útvarpsguðs- þjónusta. Sigurður Arnarson sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Kl. 13.16 Nafnlausi leikhópurinn les valda Pass- íusálma. Ólafía Linnberg Jensdóttir syngur og Lenka Mátéová leikur tón- list á orgel. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Morgunhressing í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu. Að henni lokinni verður farið í sögugöngu um nágrenni kirkjunnar undir forystu Guðlaugs R. Guðmundssonar sagnfræðings. LANGHOLTSKIRKJA | Ferming- armessa á skírdag kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir og sr. Jóhanna Gísla- dóttir þjóna. Organisti Birna Kristín Ás- björnsdóttir. Félagar úr Kór Langholts- kirkju syngja. Aðalsteinn kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgi- haldið. Guðsþjónusta á föstudaginn langa kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjón- ar. Organisti Steinar Logi Helgason. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja. Aðalsteinn kirkjuvörður og messuþjón- ar aðstoða við helgihaldið. Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 9. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar. Organisti Steinar Logi Helgason. Kór Langholtskirkju auk eldri félaga leiðir safnaðarsöng. Morgunverðarhlaðborð að messu lokinni. Aðalsteinn kirkju- vörður, messuþjónar og sjálfboðaliðar aðstoða við helgihaldið. Sameig- inlegur sunnudagaskóli safnaðanna í Laugardalnum á páskadag kl. 11. Hist verður við selalaugina í Húsdýragarð- inum og gengið þaðan saman á Kaffi Flóru. LAUGARDÆLAKIRKJA í Flóa | Guðsþjónusta skírdag kl. 13. Sr. Guð- björg Arnardóttir. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjón- usta á skírdag kl. 20. Söngsveitin Fíl- harmónía flytur Sálumessu eftir Gabrí- el Fauré, stjórnendur Magnús Ragnarsson og Arngerður María Árna- dóttir. Einsöngvarar eru Vigdís Sigurð- ardóttir og Gunnar Emil Ragnarsson. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prédik- ar og þjónar ásamt messuþjónum. Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 8. Sr. Kristín Þórunn prédikar og þjón- ar ásamt messuþjónum og kór kirkj- unnar undir stjórn Arngerðar Maríu leiðir safnaðarsöng. Þórður Hall- grímsson leikur á trompet. Morg- unmatur í safnaðarheimili á eftir. Sunnudagaskóli í Kaffi Flóru, Laug- ardal kl. 11, upphafið er við selalaug- ina í Húsdýragarðinum og svo er geng- ið í Kaffi Flóru. LÁGAFELLSKIRKJA | Skírdagur. Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30 og 13.30 Kirkjukórinn syngur undir stjórn Ragnars Jónssonar. Sr Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Kristín Pálsdóttir. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Organisti er Ragnar Jónsson. Léttur morgunverður í safnaðarheimilinu að lokinni guðs- þjónustu. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Skírdag- ur. Máltíð Drottins í kapellu Linda- kirkju kl. 20. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. Matthías Baldursson leikur einleik á saxófón og á píanóið undir sálmasöng. Föstudagurinn langi kl. 20. Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur flytur erindi um dauðann. Hannes Þ. Guðrúnarson leikur á gítar. Umsjón: Sr. Sveinn Al- freðsson. Páskadagur. Messa kl. 8. Kór Linda- kirkju undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Sveinn Alfreðsson þjónar. Morg- unverður að athöfn lokinni. Öllum frjálst að leggja til mat á morgunverð- arborðið. Sunnudagaskóli kl. 11. Páskaeggjaleit fyrir börnin eftir stund- ina. Annar í páskum kl. 20. Tónleikar til styrktar kaupum á nýjum flygli við kirkj- una. Kór Lindakirkju undir stjórn Ósk- ars Einarssonar sem leikur undir ásamt Friðriki Karlssyni á gítar, Jó- hanni Ásmundssyni á bassa og Brynj- ólfi Snorrasyni á trommur. Sérstakur gestur Ragnheiður Gröndal. Miðaverð 2.000 krónur, miðasala við inngang- inn. MIÐDALSKIRKJA í Laugardal | Há- tíðarguðsþjónusta páskadag kl. 11. Egill Hallgrímsson sóknarprestur ann- ast prestsþjónustuna. Viðar Stef- ánsson guðfræðingur prédikar. Söng- kór Miðdalskirkju syngur. Organisti er Jón Bjarnason. MOSFELLSKIRKJA | Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 20. Kirkjukór Lágafellsóknar. Organisti er Ragnar Jónsson. Sr. Kristín Pálsdóttir. Mosfellskirkja í Grímsnesi | Hátíð- arguðsþjónusta annan í páskum kl. 14. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. NESKIRKJA | Skírdagur. Messa kl. 20. Við lok messunnar verður altarið afskrýtt. Kór Neskirkju syngur. Org- anisti Steingrímur Þórhallsson. Prest- ur Skúli S. Ólafsson. Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Sig- urvin L. Jónsson. Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Kór Neskirkju syngur. Organisti Stein- grímur Þórhallsson. Prestar Skúli S. Ólafsson og Sigurvin L. Jónsson. Morgunverður og páskahlátur eftir messu. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Prestur Sigurvin L. Jónsson. Páskaeggjaleit að lokinni guðsþjón- ustu. Annar í páskum. Fermingarmessa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestar Skúli S. Ólafsson og Sigurvin L. Jónsson. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri- Njarðvík | Hátíðarguðsþjónusta páskadag kl. 11. Sóknarprestur, Bald- ur Rafn Sigurðsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Stefáns Helga Krist- inssonar organista. Meðhjálpari Pétur Rúðrik Guðmundsson. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Föstudag- urinn langi. Kvöldvaka kl. 20:30. Sr. Pétur þjónar fyrir altari. Meðhjálpari Gunnar T. Guðnason. Valdimar Jó- hannesson les píslarsöguna. KÓSÍ kórinn syngur milli leskafla við undir- leik organistans, Árna Heiðars Karls- sonar. Bæn og íhugun eftir lesturinn. Ólafur Kristjánsson tekur á móti. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 á páska- dagsmorgun. Prestur Pétur Þor- steinsson. Meðhjálpari Þuríður Anna Pálsdóttir. Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari spilar. Kór safnaðarins flyt- ur hátíðartóna sr. Bjarna Þorsteins- sonar undir stjórn Árna Heiðars Karls- sonar organista. Ólafur Kristjánsson á móti. Heitt súkkulaði og brauðbollur að lokinni messu. ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum | Hátíðarmessa á páskadag kl. 11. Kirkjukór Ólafsvallasóknar syngur. Organisti Þorbjörg Jóhannsdóttir. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Páska- dagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Gunnar Kristjánsson prédikar og þjón- ar fyrir altari, organisti er Jónas Þórir, kirkjukór Reynivallakirkju leiðir söng. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 14 á páskadag í Kristniboðs- salnum Háaleitsbraut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður Guðlaugur Gunnarsson. Túlkað á ensku. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA | Skírdagur. Ferm- ingarmessa kl. 11. Prestar kirkjunnar þjóna. Föstudagurinn langi. Lestur Pass- íusálma hefst kl. 13 og stendur fram eftir degi. Fólk úr söfnuðinum les. Boð- ið upp á kaffi í safnaðarheimilinu og fólki er frjálst að koma og fara eftir því sem hentar. Umsjón hefur sr. Guð- björg Arnardóttir. Kyrrðarstund við krossinn kl. 20. Sig- urgeir Hilmar Friðþjófsson les sjö orð Krists á krossinum. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár. Sr. Guðbjörg Arnardóttir. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár. Að guðsþjónustu lokinni býður sóknarnefnd til morgunverðar í safn- aðarheimilinu. SELJAKIRKJA | Skírdagur. Ferming- armessur kl. 10.30 og 14. Föstudag- urinn langi. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson pré- dikar. Hátíðarmorgunverður í safn- aðarheimili kirkjunnar að lokinni at- höfn. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann og Erla Björg leiða stundina. Barnakór Seljakirkju syngur undir stjórn Rósalindar Gísladóttur. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 11. Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar. Annar páskadagur: Fermingarmessa kl. 14. Kór Seljakirkju leiðir söng við guðs- þjónustuna. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Skírdag- ur. Samkirkjuleg guðsþjónusta á veg- um Samstarsfnefndar kristinna trú- félaga og Alþjóðlegs bænadags kvenna kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar. Kaffiveitingar kl. 20. Alt- arisganga. Sóknarprestur þjónar og organisti kirkjunnar. Föstudagurinn langi. Lestur Passíusál- manna kl. 13-18. Páskadagur 27. mars. Hátíðarguðs- þjónusta kl. 8. Stúlkur úr Ballettskóla Guðbjargar dansa inn páskana. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnar- neskirkju leiða almennan safn- aðarsöng. Heitt súkkulaði og aðrar veitingar eftir athöfn. Þriðjudagur. Stund fyrir eldri bæjarbúa kl. 14. Sr. Ólafur Jóhannsson segir frá ferð sinni til Eþíópíu. Kaffiveitingar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Skírdag- ur. Fermingarmessa kl. 11.00. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Söngkór Mið- dalskirkju syngur. Organisti Jón Bjarnason. Messa kl. 20.30. Prestur Egill Hallgrímsson. Viðar Stefánsson guðfræðingur prédikar. Skálholtskór- inn syngur. Organisti Jón Bjarnason. Getsemanestund eftir messuna. Guðsþjónusta á föstudaginn langa kl. 16. Kristján Valur Ingólfsson Skál- holtsbiskup annast prestsþjónustuna. Honum til aðstoðar er Viðar Stef- ánsson guðfræðingur. Skálholtskór- inn flytur tónlist tengda deginum á milli lestra úr píslarsögunni. Organisti Jón Bjarnason. Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8.00. Prestur Egill Hallgrímsson. Viðar Stef- ánsson aðstoðar við altarisþjón- ustuna. Organisti Jón Bjarnason. Há- tíðarmessa kl. 14. Prestur Egill Hallgrímsson. Viðar Stefánsson guð- fræðingur prédikar. Skálholtskórinn syngur. Organisti Jón Bjarnason. SÓLHEIMAKIRKJA | Hátíðarmessa í Sólheimakirkju á páskadag kl. 14. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Ester Ólafsdóttir og leiðir hún jafnframt al- mennan safnaðarsöng. SÓLTÚN hjúkrunarheimili | Guðs- þjónusta á föstudaginn langa kl. 14. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prédik- ar og þjónar. Magnús Ragnarsson og Gerður Bolladóttir leiða söng og tón- list. STÓRA-Núpskirkja | Hátíðarmessa og ferming annan í páskum kl. 11. Kirkjukór Stóra-Núpssóknar syngur. Organisti Þorbjörg Jóhannsdóttir. STRANDARKIRKJA | Föstudagurinn langi. Píslarsagan lesin í Strand- arkirkju kl. 14. Guðmundur S. Brynj- ólfsson og Baldur Kristjánsson meðal lesara. Meðhjálpari Sylvía Ágústs- dóttir. Miklós Dalmay og Kór Þorláks- kirkju. TORFASTAÐAKIRKJA | Guðsþjón- usta föstudaginn langa kl. 14. Viðar Stefánsson guðfræðingur annast stundina. Organisti er Jón Bjarnason. ÚTHLÍÐARKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta á páskadag kl. 16. Egill Hall- grímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Viðar Stefánsson, guðfræðingur prédikar. Félagar úr Út- hlíðarkór leiða sönginn. Organisti er Jón Bjarnason. ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa á skír- dagskvöld kl. 20. Altarið afskrýtt. Birna Rúnarsdóttir söngkona leiðir söng, organisti Steinar Guðmundsson og prestur Bára Friðriksdóttir. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl 11. Birna Rúnarsdóttir söngkona leiðir söng, organisti Steinar Guðmundsson og prestur sr. Bára Friðriksdóttir. VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa | Annar páskadagur. Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11. Prestur Ninna Sif Svav- arsdóttir. Kór Hraungerðis og Vill- ingaholtssókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og af- skrýðing altaris á skírdagskvöld. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjón- um. Organisti er Jóhann Baldvinsson og Erla Björg Káradóttir syngur og Guð- rún Þórarinsdóttir leikur á víólu. Hátíð- arguðsþjónusta á páskadag kl. 8. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og messu- þjónar aðstoða. Steinunn Sigurð- ardóttir sópran syngur einsöng og Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu. Kór Vídalínskirkju syngur. Organisti Jó- hann Baldvinsson. Morgunverður í safnaðarheimilinu að lokinni athöfn. Hátíðarguðsþjónusta í Ísafold kl. 11. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fermingarmessa skírdag kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Antoníu Hevesi. Prestur Bragi J. Ingibergsson. Guðsþjónusta föstudaginn langa kl. 11. Söngur Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Elsa Waage. Organisti: Antonía He- vesi. Prestur Bragi J. Ingibergsson. Hátíðarmessa á páskadag kl. 8. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Antoníu Hevesi. Prestur Bragi J. Ingi- bergsson. Páskaeggjaleit og páska- föndur fyrir börnin. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og meðlæti í safn- aðarheimilinu að messu lokinni. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Skírdagur. Fermingarmessa kl. 10.30. Sóknar- prestur Baldur Rafn Sigurðsson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Með- hjálpari Pétur Rúðrik Guðmundsson. Lofgjörðarsamvera kl. 20 í samstarfi við Hvítasunnukirkjuna í Reykja- nesbæ. Föstudagurinn langi. Lestur Pass- íusálma Hallgríms Péturssonar hefst kl. 13. Tignun krossins að lestri lokn- um. Kaffi og meðlæti á boðstólum í safnaðarheimili meðan á lestri stend- ur. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. árdegis. Sóknarprestur Baldur Rafn Sigurðsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Meðhjálpari María Rut Baldursdóttir. Kaffi, brauð og sælgæti verður á boðstólum í safnaðarheimili kirkjunnar eftir athöfn. ÞINGVALLAKIRKJA | Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 14. Margrét Bóasdóttir syngur einsöng. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson. Prestur Kristján Valur Ingólfsson. Páskadagur. Árdegismessa við sól- arupprás kl. 7.20. Einfaldur morg- unverður að messu lokinni. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyr- ir altari. Hátíðarmessa klukkan 14. Sönghópur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur syngur hátíðasöngva Bjarna Þorsteinssonar. Organisti Guð- mundur Vilhjálmsson. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. ÞORLÁKSKIRKJA | Páskadagur. Messa kl. 11. Baldur Kristjánsson þjónar fyrir altari. Hátíðarsöngur Bjarna Þorsteinssonar. Guðmundur S. Brynjólfsson prédikar. Kór Þorláks- kirkju. Miklós Dalmay spilar. Með- hjálpari Rán Gísladóttir. ÞORLÁKSKIRKJA | Skírdagur. Messa kl. 13.30. Ferming. Baldur Kristjánsson og Guðmundur S. Brynj- ólfsson þjóna. Miklós Dalmay og Kór Þorlákskirkju. Meðhjálpari Rán Gísla- dóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr. Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.