Morgunblaðið - 23.03.2016, Side 31

Morgunblaðið - 23.03.2016, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016 ✝ Hlynur Ingi-marsson fædd- ist á Akureyri 5. apríl 1935. Hann lést á heimili sínu, Goðheimum 26, Reykjavík, 13. mars 2016. Hann var elsta barn hjónanna Ósk- ar Hallgrímsdóttur, f. 31. október 1910, d. 28. desember 1988, og Ingimars Júlíussonar, f. 12. desember 1911, d. 12. júlí 1987. Systkini Hlyns eru Heimir, Grétar, látinn, Jón, Ísleifur, Hallveig og Óttarr. Hlynur kvæntist 25. desember 1956 Kristínu (Gógó) Magnúsdóttur, f. 15. júlí 1938, d. 27. janúar 1997. Foreldrar hennar voru Magnús Ingimundarson og María Sig- urðardóttir. Börn Hlyns og Kristínar eru Magnús, f. 1956, Ómar, f. 1959, Linda Björk, f. 1960, og Kristín Ósk, f. 1967. Börn Magnúsar eru Stefán Þór, Kári Freyr og María Sif. Börn Ómars eru Hlynur Gauti, Björn, Pétur Karl, Gréta Kristín, Ás- geir Kári og Emil Hrafn. Börn Lindu Bjarkar eru Lísa Rún, Silja Brá, Eygló Hlín og Ingimar Logi. Börn Kristínar Óskar eru Ingibjörg Ósk, Birgitta Saga og Kristófer Orri. Langafabörnin eru 14. Hlynur kvæntist seinni konu sinni, Ragnheiði Guðnadóttur, f. 26. október 1941, þann 29. des- ember 2001. Fyrri eiginmaður Ragnheiðar var Grétar Haf- steinsson, f. 7. október 1937, d. 23. júlí 1985. Foreldrar Ragn- heiðar voru Guðni Gunnarsson og Guðlaug Gísladóttir. Börn Ragnheiðar eru Guðni Hrafn, f. 1969, Hafsteinn Hrafn, f. 1973, og Tinna, f. 1974. Börn Guðna Hrafns eru Grétar Hrafn, Arnar Hrafn og Hrafntinna. Dótt- ir Hafsteins Hrafns er Jóhanna Ósk. Dætur Tinnu eru Ragnheiður Kolka og Æsa Margrét. Hlynur ólst upp á Bíldudal til sextán ára aldurs er hann fór til náms á Patreksfirði þar sem hann lauk námi í vélvirkjun árið 1955. Hann lauk vélstjóraprófi frá Vélskólanum í Reykjavík 1958 og prófi í rafmagnsdeild 1959 og hlaut síðar meistara- réttindi. Hann var vélstjóri á Ólafi Jóhannessyni frá Patreks- firði 1959-1961. Frá 1961-1968 starfaði hann hjá Lýsi hf. í Reykjavík. Árin 1968-1971 starf- aði hann hjá Björgun hf. og Olíu- verslun Íslands. Hlynur starfaði sem verkstjóri hjá Berki hf. í Hafnarfirði frá 1971-1982. Þá fór hann til starfa hjá friðargæslu- liði Sameinuðu þjóðanna í Ísrael, Líbanon, Sýrlandi, Íran og síðast í Kúveit til vorsins 1995. Hann var yfirvélstjóri á Sindra og síð- ast Sighvati Bjarnasyni frá Vest- mannaeyjum til ársins 2005 þeg- ar hann lét af störfum. Útför Hlyns fór fram frá Langholtskirkju í Reykjavík 22. mars 2016. Vegna misgánings var, í Morgunblaðinu í gær, seinni eig- inkona Hlyns sögð látin á brúð- kaupsdegi þeirra. Þetta er hér með leiðrétt og eru hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar. Hlynur Ingimarsson ✝ Jón ÞórarinnTryggvason fæddist í Ólafsfirði 11. apríl 1932. Hann lést á Dalbæ, dvalarheimili aldr- aðra á Dalvík, 14. mars 2016. Foreldrar hans voru Tryggvi Jóns- son, f. 6. júní 1900, d. 13. nóvember 1974, og Jóhannes- ína Jóhannesdóttir, f. 14. júní 1902, d. 6. desember 1967. Systkini Jóns eru Haukur Tryggvason, f. 14. nóvember 1925, d. 6. mars 2004, Svanhvít Tryggvadóttir, f. 3. maí 1929, d. 23. október 1991, Hekla Tryggvadóttir, f. 1. apríl 1938, og Jóhann Arnar Tryggvason, f. 14. júlí 1939. Jón giftist 31. desember 1956 eftirlifandi eiginkonu sinni Guð- ríði Bogadóttur, f. 10. desember 1935. Börn Jóns og Guðríðar eru: 1) Elvar Jónsson, f. 9. júní 1954, d. 13. janúar 1974. 2) Tryggvi Jónsson, f. 1955, 1965. Þau eiga dótturina Ólöfu Rún. Fyrir á Þórey Dögg börnin Tinnu Dögg og Elvar Frey. Barnsfaðir hennar er Steinar Jónsson. Þórey á tvö barnabörn. 6) Stúlka Jónsdóttir, f. 1968, d. 1968. 7) Bogi Örn Jónsson, f. 1970, giftur Anetu Wróblewska, f. 1976. Þau eiga synina Kristján Jón og Alex Örn. Jón fluttist barnungur með foreldrum sínum frá Ólafsfirði yfir á Dalvík og þar bjó hann alla tíð, með stuttum stoppum í Hafn- arfirði, Hellissandi, Akranesi og Grindavík vegna vinnu sinnar. Jón og Guðríður bjuggu sér heimili á Dalvík og ólu börn sín upp þar. Jón var mest alla tíð sjálfstæður atvinnurekandi. Mesta starfsorku sína helgaði hann rekstri vinnuvéla, skipaút- gerð, fiskvinnslu og matvæla- framleiðslu. Á síðustu árum gerðist Jón mikill áhugamaður um matseld og ræktun sumar- blóma hvers konar. Útför Jóns fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 23. mars 2016, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. giftur Önnu Sigríði Arnþórsdóttur, f. 1957. Þau eiga börnin Andreu, Arnþór og Arn- rúnu. Fyrir átti Tryggvi soninn Jó- hann Elvar. Barns- móðir hans er Dag- mar Jóhannsdóttir. Barnabörn Tryggva eru fjögur. 3) Sigrún Jóns- dóttir, f. 1958, gift Friðsteini Helga Björgvinssyni, f. 1962. d. 1997. Þau eiga börnin Sóleyju Guðríði og Bjarna Svan. Fyrir átti Sigrún dæturnar Írisi og Freydísi. Barnsfaðir hennar er Bjarni Ómar Reynisson. Barna- börn Sigrúnar eru níu. 4) Arngrímur Jónsson, f. 1960, í sambúð með Hönnu Eiðsdóttur, f. 1964. Þau eiga soninn Arnþór Ása. Fyrir á Arngrímur börnin Bylgju Gunni, Jón Þór, Lísu Rún og Inga Þór. Barnsmóðir hans er Guðný Gunnlaugsdóttir f. 1964. Arngrímur á eitt barnabarn. 5) Þórey Dögg Jónsdóttir, f. 1966, gift Erlendi Ólasyni, f. Elsku pabbi, klettur minn og verndari. Ég er þakklát fyrir hversu lengi ég hef fengið að vera örugg í skjóli þínu. Það er erfitt að ná utan um þá staðreynd að þú skulir ekki vera hér lengur. Í nokkur skipti síðan þú lést hef ég tekið upp símann til að hringja í þig, til að fá ráð eða spyrja að ein- hverju sem ég vissi að þú gætir svarað mér. Þú baðst mig á dán- arbeði að hætta aldrei að halda í hönd þína. Það mun ég aldrei gera. Í huganum verður hönd mín ætíð í lófa þínum og ég veit að þú munt leiða mig áfram í gegnum lífsins ólgusjó. Ég elska þig pabbi minn og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þórey Dögg. Elsku afi, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn. Það er skrítið að hugsa til þess að næst þegar við komum á Dal- vík í afagarð verðir þú ekki að dútla við blómin, kíkja í skúrinn, taka út tjaldstæðið þitt eða hella upp á kaffi. Þegar við hugsum til baka, hugsum um afa, er alltaf það fyrsta sem okkur dettur í hug gleði og glens. Það var sko aldrei leiðinlegt í kringum þig. Það sem þú nenntir að vesenast með okk- ur. Við höfum ekki tölu á því hversu oft þú sagðir okkur Bú- kollusöguna, en alltaf sagðir þú okkur hana af mikilli innlifun og tilþrifum. Svo voru það matarboð- in, borðin svoleiðis svignuðu und- an veitingum, en það var eitt sem aldrei klikkaði og það var ísinn eftir mat, í allra minnsta lagi tvær tegundir og kokkteilávextir með. Seinna meir voru það blómin, það sem þú varst stoltur af þeim og máttir vera. Elsku afi, það varst þú sem gerðir Fiskidagshelgina að mikil- vægustu helgi ársins. Það varst þú sem bauðst alla velkomna. Það verður skrítið að halda Fiskidag- inn án þín, en hann verður hald- inn hátíðlegur í þína minningu. En elsku afi, það sem okkur langar mest að segja við þig er hvað við erum þakklát fyrir þig, hvað við elskum þig mikið og hvað við eigum eftir að sakna þín mik- ið. En við minnumst þín með hlýju og hugsum um þig eins og Einar Bjartur sagði svo fallega, nú er langafi engillinn minn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku afi, þú ert engillinn okk- ar. Tinna Dögg, Ævar, Einar Bjartur og Freyja Dögg. Elsku afi okkar. Efst í huga okkar núna er hve mikið við mun- um sakna þín. Við erum svo óend- anlega þakklát fyrir alla góðu tím- ana sem við áttum saman. Fiskidagurinn með þér og ömmu var fyrir okkur alltaf há- punktur sumarsins. Þá hafðir þú undirbúið þig allan veturinn og vorið fyrir hátíð þar sem allir voru velkomnir og þér tókst að gera þetta að besta tíma ársins, ár eftir ár. Allar veiðiferðirnar með þér eru líka ógleymanlegar og þá sér- staklega ferðin ykkar Elvars þar sem þið misstuð af hinum stóra, betur þekktur sem Feitur Pési, sem hrekkti ykkur alla tíð síðan. Svo má ekki gleyma þegar við systkinin vorum í næturgistingu hjá ykkur ömmu og þú söngst lag- ið um grýlu og þrammaðir um gólfið af þvílíkri innlifun og krafti að húsið nötraði, en þennan söng rifjum við upp hver einustu jól. Þú varst svo einstakur maður, með óbilandi húmor fyrir lífinu öllu. Við vorum svo ótrúlega heppin að fá að eiga þig að og við munum aldrei gleyma þér. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elvar Freyr og Ólöf Rún. Sumarið 1977 var ég níu ára gömul. Þá fékk ég að fara með Svanhvíti ömmu minni heitinni norður til að heimsækja föðurfjöl- skylduna. Ég uppgötvaði þarna alveg nýjan heim. Þessi heimur var Dalvík. Amma bjó í Keflavík og var komin norður til að heim- sækja systkini sín þau Hauk, Heklu, Jóhann og Jón – eða Nonna. Þó ég væri ekki gömul, þá fannst mér ég strax tilheyra öllu þessu fólki og þannig hefur mér alltaf liðið. Þegar ég var fjórtán ára ákvað ég að eyða sumrinu á Dalvík og ekki stóð á frændfólki mínu að taka á móti mér. Ég var hjá Jóhanni og Höddu á Ásveg- inum í einhvern tíma og svo hjá Nonna og Gúrý í „Torginu“. Það var frábær tími. Sumarið á eftir réð ég mig í vist á Dalvík til þess eins að komast norður í sæluna. Þetta sumar var Nonni frændi sífellt á ferðinni og ég hafði á þessum tíma ekki hugmynd um við hvað hann starfaði. Það var bara alltaf eitthvað svo mikið í gangi. Seinna komst ég að því að hann var þessi týpa sem var stöð- ugt að fá nýjar viðskiptahug- myndir og átti ótal áhugamál. Ég er ekki að tala um að fá hugmynd- ir og gera ekkert með þær. Ónei, hann Nonni frændi var nefnilega ekki „thinker“, hann var „doer“ – nú hlær hann! Ef hann væri ung- ur maður í dag þá væri hann kall- aður frumkvöðull. En hann var alla ævi ofurduglegur einyrki, með stóra drauma og stóra fjöl- skyldu, sem var oftar en ekki tilbúin að aðstoða hann í ýmsu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann flakkaði landshorna á milli, já og meira en það, hann flutti til Portúgal árið 1991 til að vinna í einu af þessum draumaverkefn- um. Hann hafði þessa sýn og trú á að allt væri hægt. En lífinu fylgdu líka erfiðleikar og sorg. Nonni og Gúrý eignuðust litla stúlku árið 1968 sem fæddist alvarlega veik og dó fljótlega eftir fæðingu. Annað hræðilegt áfall dundi yfir árið 1974 þegar Elvar sonur þeirra dó, þá aðeins 19 ára gamall. Það var fjölskyldunni allri mikill harmur. Þessi áföll hafa ef- laust haft sitt að segja um veik- indi Gúrýjar, en hún hefur barist við þau um áratuga skeið. Það var heldur ekki svo að alltaf hefði allt gengið að óskum í fyrir- tækjarekstrinum. Erfiðleikar voru þar eins og oft er í nýstofn- uðum einkafyrirtækjum. Fjár- mögnun var erfið og stundum of mikil vinna á of fáar hendur. Nonni þurfti því margoft að taka á honum stóra sínum. En alltaf hélt hann áfram. Það var alltaf eitthvað nýtt og svakalega snið- ugt handan við hornið. Þessi ynd- islegi síbrosandi frændi minn með stóra hjartað var ekki að fara að gefast upp. Það er einmitt þessi óbilandi trú, lífsáhugi og gleði sem verður stærsta minningin um þennan elsku frænda minn á Dal- vík. Ég verð honum ævinlega þakklát fyrir það hvað hann tók vel á móti mér þegar ég var lítil stelpa, og hvernig hann og Gúrý létu mér líða eins og heima hjá mér í hvert skipti sem ég dvaldi hjá þeim. Elsku Gúrý, Tryggvi, Sigrún, Gimmi, Þórey mín, Bogi og fjöl- skyldur. Elsku Jóhann frændi, Hekla og fjölskyldur. Ég sendi hlýjar kveðjur til ykkar allra og ykkar ástvina og bið þess að Guð styrki ykkur í sorginni. Með þökk fyrir allt. Bryndís Jóhannesdóttir. Jón Þórarinn Tryggvason Elsku hjartans drengurinn okkar, BERGUR SNÆR SIGURÞÓRUSON, lést föstudaginn 18. mars. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 31. mars kl. 13. . Sigurþóra Bergsdóttir, Rúnar Unnþórsson, Margrét Rán, Eyjólfur Felix, Bergur Felixson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Unnþór Stefánsson, Margrét Guðlaugsdóttir, ættingjar og ástvinir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Hurðarbaki, Grænumörk 2. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Lundar fyrir góða umönnun. . Guðmundur Kr. Jónsson, Lára Ólafsdóttir, Sigurður Jónsson, Esther Óskarsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Gísli Árni Jónsson, Emilía Gränz, Sigríður Jónsdóttir, Valtýr Pálsson, Kári Jónsson, Kristjana Kjartansdóttir, Gunnar Jónsson, Anna Fríða Bjarnadóttir, Ásmundur Jónsson, Margrét Alice Birgisdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar KRISTJÁNS RAGNARS FINNBOGASONAR, Hlíðarvegi 12, Ísafirði. Fyrir hönd aðstandenda, . Arndís Finnbogadóttir, Jón Brynjar Kristjánsson, Júlíana Ingimarsdóttir, Samúel Ingi Jónsson. Eftir skammvinn veikindi er ástkær vinur okkar og veiði- félagi fallinn frá eftir hetjulega baráttu. Við félagar Kristins Arnars í Veiðifélaginu Kippunum vorum þess heiðurs aðnjótandi að fá að njóta nærveru hans í rúman ára- tug í árlegum veiðitúr okkar fé- lagsskapar í Laxá í Aðaldal. Þó langt væri yfir að fara er engin ferð of löng í fylgd góðs vinar því betri veiðifélaga var ekki unnt að hugsa sér. Sama hvernig viðraði og veiddist voru allir „að gera frá- bæra hluti“. Það var nefnilega allt- af unnt að treysta á að Addi redd- ari, eins og hann var kallaður í hópnum okkar, væri staddur við árbakkann, kampakátur og ánægður með lífið. Hlátur, gleði og óvæntar uppákomur urðu sam- merktar Adda með árunum sem ávallt geislaði af sinni smitandi lífsgleði og jákvæðni. Addi var með bros sem fyllti heiminn. Hann var sannur vinur sem hlustaði með hjartanu og gaf af sér án spurn- ingar um endurgjald. Það er raun- ar svo að þó að það sé að finna 85.000 orð í Orðabók Menningar- sjóðs, nægja þau þó engan veginn til að lýsa þeim stórkostlega per- sónuleika og þeim öðlingi sem hann Addi okkar var. Það er þyngra en tárum taki að hugsa sér að næsta veiðiferð veiði- félagsins verði án okkar ástkæra Kristinn Arnar Stefánsson ✝ Kristinn ArnarStefánsson fæddist 10. febrúar 1974. Hann lést 8. mars 2016. Útför hans fór fram 18. mars 2016. Adda reddara. Andi hans mun þó áfram svífa yfir Drottningu íslenskra fallvatna og minna okkur á þá ein- skæru gleði sem hann færði okkur með nær- veru sinni. Kæri Kippubróðir og „sykurpúði“, þakka þér fyrir sam- fylgdina og allt það sem þú gafst okkur. Skarð þitt verður aldrei fyllt og minningin um einstakan dreng mun ávallt lifa með okkur meðan „sól slær silfri á voga“. Fjölskyldu Kristins Arnars sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur á sorgarstundu. Missir ykkar er mikill. Andri Guðmundsson, Ari Hermóður Jafetsson, Einar Þór Steindórsson, Elmar Svavarsson, Gunnar Örn Petersen, Hafsteinn Orri Ingvason, Ingvi Örn Ingvason, Jón Þór Ólason, Karl Magnús Gunnarsson, Ólafur Breiðfjörð Finn- bogason, Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ágúst Jensson, Sigurður Árnason og Sólon Lárus Ragnarsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.