Morgunblaðið - 23.03.2016, Side 34

Morgunblaðið - 23.03.2016, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016 Agnar Tómas Möller stofnaði sjóðastýringarfyrirtækið GAMMACapital Management, ásamt Gísla Haukssyni, sumarið 2008 ogstýrir í dag ríkisskuldabréfasjóðum fyrirtækisins „Við höfum lagt áherslu á að greina hagsveifluna hverju sinni og hvar tækifærin liggja fyrir viðskiptavini okkar. Fyrir fjórum árum sáum við tækifæri á fasteignamarkaðnum og undanfarin misseri höfum við verið að horfa til fjárfestinga í lóðum, atvinnuhúsnæði og lánveitingum til fyrirtækja. Fram undan eru svo mikil tækifæri fyrir viðskiptavini okkar í aflétt- ingu hafta og opnuðum við því starfsstöð í London sl. sumar.“ GAMMA er aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins og keppti Agnar á mótinu annað árið í röð. Honum gekk vel og hækkaði vel á stig- um. „En svo fór ég niður í logum í sumum skákunum. En mér finnst mót eins og Reykjavíkurskákmótið gagnast mér vel, maður vinnur skorpur í undirbúningi fyrir og meðan á móti stendur og svo kryfur maður skák- irnar eftir mót til að sjá hvað mátti betur fara.“ Agnar hefur einnig mikinn áhuga á klassískri tónlist og djass og spil- aði lengi á franskt horn og síðar á trompet, en GAMMA hefur verið styrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands undanfarin ár. „Svo les ég eða öllu heldur hlusta mikið á bækur. Þetta eru helst sögulegar bækur eða sem tengjast umræðunni á hverjum tíma,“ en GAMMA var einmitt að gera samstarfssamning við Hið íslenska bókmenntafélag til fjögurra ára í tilefni af 200 ára afmæli þess. Eiginkona Agnars er Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahags- sviðs Samtaka atvinnulífsins, og börn þeirra eru tvíburarnir Thelma Sigríður og Tómas, f. 2008, og Kristján, f. 2011. Fjölskyldan Agnar og Ásdís ásamt börnum á „bitanum“ í New York. Fór niður í logum í sumum skákunum Agnar Tómas Möller er 37 ára í dag J ón fæddist á Akranesi 23.3. 1946 og ólst þar upp til níu ára aldurs en síðan í Vestur- bænum í Reykjavík. Jón æfði og keppti í knattspyrnu, fyrst með ÍA, síðan Þrótti en gerðist svo Fylkismaður. Hann var í Melaskóla og Hagaskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1967, emb- ættisprófi í lögfræði frá HÍ 1974, öðl- aðist hdl.-réttindi 1975 og hrl.-réttindi 1990. Jón var kennari við Ármúlaskóla í Reykjavík 1967-79, fulltrúi á Lög- mannsstofu Benedikts Sveinssonar 1974-77, hefur starfrækt eigin lög- mannsstofu frá 1977, stundaði jafn- framt fasteignasölu á árunum 1984-93 og 2004-2006 og er nú framkvæmda- stjóri lögmannsstofunnar Íslandslög, Ármúla 6, í Reykjavík. Gegn einokunarsölu á kartöflum (svínafóðri) til manneldis Jón var formaður Stúdentaráðs HÍ 1970-71, sat í stjórn Félagsstofnunar stúdenta 1972-74, í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins 1973-81, var formaður Heimdallar 1975-77 og formaður SUS 1977-81. Jón Magnússon lögmaður – 70 ára Morgunblaðið/Ómar Gamlir íhaldskurfar Jón Magnússon, Kristján Þór Júlíusson, Friðrik Sophusson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Með áhuga á lögum, fjallatindum og pólitík Morgunblaðið/Ómar Kíkt við á kosningaskrifstofu Jón og kona hans, Margrét Þ. Stefánsdóttir. Unnur Elíasdóttir á 90 ára afmæli í dag. Hún býr á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Fella- skjóli í Grundarfirði. Árnað heilla 90 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.