Morgunblaðið - 23.03.2016, Page 35
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016
Jón var formaður Neytenda-
samtakanna 1982-85 og barðist þá
öðrum fremur fyrir frjálsum innflutn-
ingi á kartöflum og frjálsum innan-
landsmarkaði á grænmeti en einok-
unarfyrirtækið Grænmetisverslun
landbúnaðarins var lögð niður í kjöl-
farið. Hann sat í stjórn Neytenda-
sambands höfuðborgarsvæðisins um
langt skeið frá 1990 og starfaði lengi
að neytendamálum.
Jafnframt lögmennskunni hefur
Jón haft óbilandi áhuga á þjóðmálum
og hugmyndafræði í gegnum tíðina,
var varaþingmaður Reykvíkinga fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn 1984-88, sat þá
oft á þingi og lagði þá m.a. fram,
ásamt Geir H. Haarde og Inga Birni
Albertssyni, frumvarpið fræga um af-
nám bjórbannsins, var alþingismaður
í Reykjavíkurkjördæmi suður, fyrir
Frjálslynda flokkinn, síðan utan
flokka og fyrir Sjálfstæðisflokkinn
2007-2009, var þingflokksformaður
Frjálslynda flokksins, hefur skrifað
ógrynni greina um stjórnmál í dag-
blöð og tímarit og sá um morgun-
útvarp Útvarps Sögu um skeið.
Jón var stjórnarformaður Iðnlána-
sjóðs 1983-91 og varaformaður
íþróttafélagsins Fylkis 1984-86.
Árið 1985 hóf Jón að stunda fjall-
göngur af kappi og hefur síðan tyllt
sér á fjölda íslenskra fjallatinda:
„Þegar ég fór að arka á fjöll voru
fjallgöngur ennþá sport örfárra sér-
vitringa en eru nú fyrir löngu orðnar
vinsæl leið til að halda sér í formi. Ég
er ekki alveg eins sprækur og ég var í
upphafi en er samt enn að. Ég hef
gengið á öll fjöll sem sjást frá Reykja-
vík í góðu skyggni og flest málsmet-
andi fjöll landsins. Ég held að Mæli-
fellshnjúkur í Skagafirði sé einna
efirminnilegastur enda er víðsýni
þaðan með ólíkindum í góðu veðri.
Víðsýnið í góðu veðri er nú einu sinni
einn kosturinn við fjallgöngur, eða
eins og Jónas orti til Páls Gaimard:
„Þú stóðst á tindi Heklu hám
og horfðir yfir landið fríða.““
Fjölskylda
Kona Jóns er Margrét Þórdís Stef-
ánsdóttir, f. 7.10. 1954, verkefnastjóri
hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún
er dóttir Stefáns Hilmarssonar, f.
23.5. 1925, d. 10.1. 1991, bankastjóra
Útvegsbankans, og k.h., Sigríðar
Kjartansdóttur Thors, f. 13.5. 1927,
húsfreyju.
Fyrri kona Jóns er Halldóra Rafn-
ar, f. 31.5. 1947, kennari og fyrrv.
blaðamaður. Þau skildu.
Synir Jóns og Halldóru eru Jónas
Friðrik, f. 10.11. 1966, lögmaður í
Reykjavík, en kona hans er Lilja
Dóra Halldórsdóttir framkvæmda-
stjóri og eru börn þeirra Steinunn
Dóra og Jónas Rafnar, og Magnús, f.
8.7. 1980, lögmaður í Reykjavík.
Dóttir Jóns og Fannýjar Jón-
mundsdóttur er Sigrún Fanný, f.
13.2. 1985, bókari en maður hennar er
Bjarni Jónsson rafvirki og synir
þeirra Róbert Ingi og Ómar Darri.
Systir Jóns er Gyða Magnúsdóttir,
f. 5.10. 1942, hjúkrunarfræðingur, en
maður hennar er Ársæll Jónsson
læknir og eiga þau þrjú börn.
Foreldrar Jóns voru Magnús Jóns-
son, f. 7.8. 1916, d. 6.6. 2012, skóla-
stjóri á Akranesi og í Reykjavík, og
k.h., Sigrún Jónsdóttir, f. 12.2. 1918,
d. 14.5. 2013, kennari.
Úr frændgarði Jóns Magnússonar
Jón
Magnússon
Rósa Sigurðardóttir
húsfr. á Snældubeinsstöðum
Ívar Sigurðsson
b. á Snældubeinsstöðum
Sigurbjörg Ívarsdóttir
húsfr.
Guðlaugur
Hannesson
b. á Snældu-
beinsstöðum í
Reykholtsdal
Sigrún Jónsdóttir
kennari og húsfr. á
Akranesi og í Rvík
Kristín Magnúsdóttir
húsfr. á Grímsstöðum
Hannes Sigmundsson
b. á Grímsstöðum í
Reykholtsdal
Ragnhildur IngibjörgÁsgeirsdóttir
kennari í Rvík
Finnbogi Guðlaugsson
framkvæmdastj. í Borgarnesi
Hulda
Guðlaugsdóttir
húsfr. í Rvík
Kolbrún Ingólfsd.
lífeinda- og
sagnfræðingur
Ágúst Ólafur
Ágústsson
fv. varaform.
Samfylkingar-
innar
Jón Ívarsson
kaupfélagsstj. á Höfn í Hornafirði
(kjörfaðir Sigrúnar Jónsdóttur)
Ragnhildur Pála
Ófeigsdóttir
skáldkona og
kennari í Rvík
Helga Sigurðardóttir
húsfr. á Eyri, frá Bjarnastöðum
Páll Pálsson
b. á Eyri í Ísafirði,
af Arnardalsætt
Margrét María Pálsdóttir
húsfr. á Ísafirði
Jón Finnbogi Bjarnason
trésmiður og lögregluþj. á
Ísafirði og í Vestmannaeyjum
Magnús Jónsson
skólastj. á Akranesi og í Rvík
Jónína Guðrún Jónsdóttir
húsfr. í Ármúla
Bjarni Gíslason
hreppstj. í Ármúla
á Langadalsströnd,
af Vigurætt
Fjallagarpur Jón á Mælifellshnjúki.
Guðjón fæddist á Akranesi 23.3.1892. Foreldrar hans voruGuðjón Jónsson, formaður á
Akranesi, og heitkona hans, Ingi-
björg Jónsdóttir.
Guðjón eldri var sonur Jóns
Björnssonar, bónda í Skíðholtakoti í
Hraunhreppi á Mýrum, en Ingibjörg
var dóttir Jóns Þorleifssonar, bónda í
Grafarkoti í Línakradal í Vestur-
Húnavatnssýslu.
Eiginkona Guðjóns var Ragnheið-
ur Jónsdóttir, rithöfundur og kenn-
ari, og eignuðust þau tvö börn.
Guðjón lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborg í Hafnarfirði 1914, kenn-
araprófi frá Kennaraskóla Íslands
1916. Hann var við framhaldsnám í
Danmörku og Noregi 1923-24, m.a. í
Askov og í Kaupmannahöfn, og fór
síðan ýmsar námsferðir til Norður-
landanna og til Bandaríkjanna 1954.
Guðjón kenndi í Vestmannaeyjum
1916-17, var skólastjóri Barnaskólans
á Stokkseyri 1917-19, kenndi við
Barnaskóla Reykjavíkur 1919-30, var
skólastjóri Barnaskóla Hafnarfjarðar
1930-54 og hafði síðan umsjón með
kennslukvikmyndasafni ríkisins.
Guðjón hafði auk þess verið
stundakennari við Samvinnuskólann
1919-20, við gagnfræðaskóla í
Reykjavík 1928-30 og við Iðnskóla
Hafnarfjarðar 1942-48.
Guðjón sendi frá sér barnalesefni,
s.s. Dægradvalir, ásamt Stefáni Jóns-
syni, samdi kennslubók í landafræði,
Landafræði I-IV útg. 1939-42, sem
lengi var kennd í skólum,var afkasta-
mikill þýðandi, einkum barnabóka, og
var ritstjóri Menntamála 1932-33 og
barnablaðsins Æskunnar 1942-54.
Hann sat í stjórn Barnavinafélagsins
Sumargjafar 1924-30, sat í Útvarps-
ráði 1930-35 og var frá stofnun
fulltrúi kennara í stjórn Ríkisútgáfu
námsbóka 1938-42 og 1946-56.
Guðjón sat í stjórn SÍB 1922-24,
1925-42 og 1946-54 og var forseti
samtakanna 1932-34 og 1936-37,
Hann skrifaði töluvert mikið um sam-
vinnumál og sat í stjórn Kaupfélags
Hafnarfjarðar frá stofnun 1945-54.
Guðjón lést 30.1. 1971.
Merkir Íslendingar
Guðjón
Guðjónsson
103 ára
Ólöf Hjálmarsdóttir
90 ára
Benedikt Sveinsson
Egill Skúli Ingibergsson
Unnur Elíasdóttir
85 ára
Sigurður Marinó
Sigurðsson
80 ára
Herbjörn Svavar
Magnússon
Jón Ellert Guðjónsson
75 ára
Guðjón Herjólfsson
Hildur Bergþórsdóttir
Hrefna Jónsdóttir
Ólafur Benediktsson
Valgerður Karlsdóttir
70 ára
Gísli Arnbergsson
Guðmundur Guðnason
Jóhannes Erlendsson
Kjartan Hálfdánarson
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Viktor Björnsson
60 ára
Anna Kristín Pétursdóttir
Elín Guðfinna Thorarensen
Emilía Björk Graenz
Georg Júlíus Júlíusson
Gunnar Már Eðvarðsson
Heimir Morthens
Jóhann Guðni Hlöðversson
Kolfinna Ottósdóttir
Leszek Stefan Janus
Magnús Sigfússon
Margrét Halldórsdóttir
Pétur Ágúst Unnsteinsson
Sigríður O. Gunnlaugsdóttir
Steinar Jónsson
Viktor Rúnar Þórðarson
50 ára
Arna Axelsdóttir
Ásta Kristín Davíðsdóttir
Björg Kristín
Björgvinsdóttir
Björn Helgi Arason
Georg Skæringsson
Helle Larsen
Hrafnhildur Stefánsdóttir
Jane Margery Pullen
Kjartan Pierre Emilsson
Kristína Rós Pudtha
Ólöf Ýr Lárusdóttir
Rafn Alexander Sigurðsson
Rögnvaldur Kári Víkingsson
Sigríður J. Sigurjónsdóttir
40 ára
Aneta Zdzislawa
Wróblewska
Baldvin Svafar
Guðlaugsson
Bettina Seifert
Björgvin Ólafsson
Guðjón Guðmundur
Jónsson
Guðrún Katrín
Jóhannsdóttir
Hafþór Svanur Svansson
Hlíðar Þór Hreinsson
Kristine Pukite
Kristján Þórðarson
Lotta Pauliina Anda
Ragnar Haukur Hauksson
Ragnhildur Ægisdóttir
Rósa María Stefánsdóttir
Sigurður Birgisson
Sigurlína Guðjónsdóttir
Stefán Már Stefánsson
30 ára
Anna Priedite
Monika Vilniute
Svala Aðalsteinsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Sirrý býr í Reykja-
vík, lauk MA-prófi í fé-
lagsráðgjöf og er í fæð-
ingarorlofi.
Maki: Vilhjálmur Agn-
arsson, f. 1985.
Börn: Freyja, f. 2012, og
Frosti, f. 2015.
Foreldrar: Sigurlaug
Helga Jónsdóttir, f. 1965,
og Grétar Ásgeirsson, f.
1970. Líffræðilegur faðir:
Anton Páll Níelsson, f.
1966, og hans kona: Inga
María Jónínudóttir, 1968.
Sirrý Sif Sigur-
laugardóttir
30 ára Erla ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
BSc-prófi í ferðamanna-
fræði við HÍ og er ferða-
ráðgjafi hjá Heimsferðum.
Maki: Ásmundur Gunn-
arsson, f. 1987, sálfræð-
ingur á Kvíðameðferðar-
stöðinni.
Dóttir: Eva, f. 2011.
Foreldrar: Gefn Bald-
ursdóttir, f. 1962, hús-
freyja, og Bogi Sigvalda-
son, f. 1962, rannsóknar-
lögreglumaður.
Erla
Bogadóttir
30 ára Böðvar býr í Hafn-
arfirði og er ljósleiðara-
sérfræðingur hjá Gagna-
veitu Reykjavíkur.
Maki: Íris Helga Jón-
atansdóttir, f. 1987, starf-
ar við Fríhöfnina.
Dætur: Birta Mjöll, f.
2009, og Elva Dögg, f.
2015.
Foreldrar: Ársæll Bald-
vinsson, f. 1948, og Elísa-
bet Magnúsdóttir, f. 1957.
Fósturfaðir: Svavar Guð-
mundsson, f. 1947.
Böðvar Ágúst
Ársælsson
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
L’Occitane en Provence - Ísland
STÖÐVAÐUTÍMANN
HÚÐVIRÐIST
UNGLEGRI HJÁ
85%(1)
K V ENNA
5 EINKALEYFIÍ UMSÓKN(3)
Immortelle, blómið sem aldrei fölnar er
upprunnið á Korsíku og er dýrmætasta
uppgötvun L’OCCITANE. Endurnýjandi
eiginleikum blómsins er blandað saman
við einstaka blöndu af sjö virkum
innihaldsefnumaf náttúrulegumuppruna(2).
Divine formúlan hjálpar til við að lagfæra
ummerki öldrunar,gerir húðina sléttari og
stinnari og endurnýjar æskuljómann.
L’OCCITANE,sönn saga.
(1
)Á
næ
gj
a
pr
óf
uð
hj
á
95
ko
nu
m
í6
m
án
uð
i.
(2
)H
or
bl
að
ka
,m
yr
ta
og
hu
na
ng
fr
á
K
or
sí
ku
,f
ag
ur
fíf
ill
,
hý
al
úr
on
sý
ra
,k
vö
ld
vo
rr
ós
ar
ol
ía
og
ca
m
el
in
a
ol
ía
.(
3)
Ei
nk
al
ey
fi
íu
m
só
kn
ar
fe
rl
ií
Fr
ak
kl
an
di
.