Morgunblaðið - 23.03.2016, Side 38

Morgunblaðið - 23.03.2016, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016 Sýningin Síðasta kvöldmáltíðin verður opnuð í dag kl. 16 í Aðal- stræti 10, á efri hæð Kraums. Á henni sýna átta leirlistakonur verk sín sem voru öll búin til fyrir sýn- inguna sem sett var upp í samstarfi við Gunnarsstofnun á Skriðu- klaustri á páskum í fyrra. Sýnendur er Elín Haraldsdóttir, Embla Sigur- geirsdóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Krist- ín Sigfríður Garðarsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Sigrún Jóna Norðdahl og Þuríður Ósk Smára- dóttir. Síðasta kvöldmáltíðin og Handleikið II Ein sýnenda Embla Sigurgeirsdóttir. Hljómsveitin Stafrænn Hákon held- ur tónleika í Tjarnarbíói í kvöld kl. 21 í tilefni af útgáfu breiðskífu sinnar, Eternal Horse. Á þeim verð- ur platan leikin í heild sinni af hljómsveitinni og aðstoðarmönnum sem leika munu á strengja-, blást- urs- og slagverkshljóðfæri. Ólafur Örn Josephsson, forsprakki sveit- arinnar, hóf að koma fram sem Stafrænn Hákon um aldamót en í dag er Stafrænn Hákon hljómsveit. Stafrænn Hákon fagnar Eternal Horse Hljómsveitin Ólafur Örn og félagar. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er mjög sterk femínísk mynd um garn. Ásamt því að sýna einstaka listamenn beinir myndin sjónum áhorfenda að því hvernig handverki kvenna og kvenkyns listamönnum hefur verið ýtt til hliðar í gegnum tíðina og ekki notið tilhlýðilegrar virðingar,“ segir Þórður Bragi Jóns- son, annar tveggja framleiðenda og meðleikstjóri að heimildarmyndinni Garn eða Yarn eins og hún nefn- ist á ensku. Aðalleikstjóri myndarinnar er Una Lorenzen, en framleiðendur myndarinnar, þau Þórður Bragi og Heather Millard frá Compass Films, voru meðleikstjórar. Um stjórn kvikmyndatöku sá Iga Mikler, klippingu annaðist Þórunn Hafstað, en tónlist sömdu Örn Eldjárn og Samuel „LoopTok“ Andersson. Myndin var heimsfrumsýnd á Gauta- borgarhátíðinni í Svíþjóð í febrúar sl. og á kvikmyndahátíðinni South by Southwest (SXSW) í Austin Texas í Bandaríkjunum fyrr í þessum mán- uði. Vonandi til Íslands á þessu ári „Viðtökurnar í Austin voru mjög góðar og komust færri að en vildu á myndina. Við mættum í 30 stiga hita og sól með fulla tösku af ull til að kynna myndina, því meðferðis höfð- um við 150 prjónaða ullarborða með nafni myndarinnar, sem prjónaðir voru á Íslandi. Við fengum heima- menn til liðs við okkur til að skapa ullargraff fyrir framan kvikmynda- húsin, þar sem myndin var sýnd,“ segir Þórður Bragi. Þau Millard skrifuðu nýverið undir samning við BOND/360 um dreifingu myndar- innar í Bandaríkjunum. „Margir dreifingaraðilar þar ytra höfðu áhuga á að taka myndina upp á sína arma, meðal annars hið risa- vaxna Weinstein Company,“ segir Þórður Bragi og bendir á að afar sjaldgæft sé að íslenskar heimildar- myndir fari í dreifingu í Bandaríkj- unum og því verði það að teljast mik- ill heiður fyrir Compass Films að svo stór dreifingarfyritæki sýni Garni þennan mikla áhuga. „Forsvars- menn BOND/360 höfðu strax sam- band við okkur eftir að hafa séð stiklu úr myndinni á Facebook og óskuðu eftir því að dreifa henni,“ segir Þórður Bragi og tekur fram að orðspor og árangur fyrirtækisins sé afar góður þegar komi að markaðs- setningu. „Yarn verður sýnd í kvik- myndahúsum bæði í Evrópu og m.a. í New York og Los Angeles í Banda- ríkjunum, á stafrænum dreifiveitum og í skólakerfinu sem fræðsluefni á næstu mánuðum ásamt því að rata á fleiri kvikmyndahátíðir, sem ég get því miður enn ekki nefnt á nafn þar sem verið er að ganga frá samn- ingum,“ segir Þórður Bragi og bend- ir á að Yarn sé jafnframt væntanleg á DVD í Bandaríkjunum í haust, en myndin er tæplega 80 mínútur að lengd. Spurður hvenær íslenskir áhorfendur fái að sjá myndina segist Þórður Bragi binda vonir við að það verði síðar á þessu ári. Endalausir möguleikar garns Um tilurð myndarinnar segir Þórður Bragi að Millard og Krishan Arora, handritshöfundur myndar- innar, hafi fengið hugmyndina þegar þau hittust á Nordisk Panorama fyr- ir tæpum fjórum árum. „Þau voru að tala um bresku sjónvarpsbökunar- keppnina The Great British Bake Off og veltu fyrir sér hvaða heimilis- iðnaður myndi næst slá í gegn hjá al- menningi og þeim datt strax í hug „Þetta er femínísk mynd um garn“  Heimildarmynd sem beinir sjónum að handverki kvenna Hafmeyja Á Havaí sendir pólska listakonan Olek hafmeyju af stað í undir- djúpin til að vekja athygli á stöðu heimshafanna í heimildarmyndinni Garn. Meðleikstjóri Þórður Bragi Jóns- son með unga ullaruppsprettu. vegar telja þau að brjóta þurfi upp heldur hvimleitt hegðunarmynstur hans sem ein- kennist af tölvu- leikjum, netflakki og klámáhorfi. Hann hefur lítil samskipti við jafnaldra sína eða fólk yfirhöfuð, hef- ur lengi verið á jaðrinum félagslega, hann hefur engan áhuga á námi og máttlausar tilraunir foreldra hans til að brjóta upp mynstrið eru dæmdar til að mistakast, enda vandinn stærri en svo að leysa megi hann með því að banna honum að fara á netið í hálfan dag. Í sveitinni má Sölvi hvorki hafa síma né tölvu og til að gera upplif- unina enn forneskjulegri sefur hann í unglingaherbergi pabba síns sem er eins og að ferðast með tímavél til 1985 þegar Morgan Kane voru vin- sælustu bækurnar, plaköt með Jóni Páli prýddu veggi og Tígulgosinn var það dónalegasta sem borið gat fyrir augu unglings. Lífshættirnir í sveit- inni eru býsna frumstæðir að mati unglingsins sem rappar um sína fyrstu upplifun (eins og hann gerir reglulega í gegnum bókina): Ég þrái snúrur og rafmagn og Margar bækur hafa veriðskrifaðar um óþekkakrakka sem eru sendirút í sveit þar sem þeir anda að sér ómenguðu sveitalofti og verja deginum við bústörf og strit. Í bókarlok hefur sá óþekki séð villu síns vegar og snýr til síns heima sem nýr og breyttur einstaklingur sem verður dugandi þjóðfélagsþegn. Hljómar vissulega frekar gamaldags og einmitt þess vegna er hressandi að lesa nýja unglingabók þar sem þessi forskrift er nútímavædd, því það er ekkert gamaldags við Sölvasögu ung- lings! Aðalpersónan, Sölvi, sem var að klára 10. bekk, er sendur austur á land til ömmu sinnar sem hann hefur haft takmörkuð kynni af fram að því. Annars vegar þurfa foreldrar hans að vinna fjarri heimilinu því redda þarf heimilisfjárhagnum í skyndi, hins Ég þrái snúrur og rafmagn og … Unglingabók Sölvasaga unglings  Eftir Arnar Má Arngrímsson. Sögur 2015. Innbundin 255 bls. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR UMBOÐSAÐILI: www.danco.is Sölustaðir: Fjarðarkaup, Byko, apótek, Fríhöfnin, og öllum helstu leikfangaverslunum um land allt eru komnir aftur Vinsælu Aðeins 2 mínútur í örbylgjuofni og þeir verða mjúkir, hlýir og dásamlegir að kúra með. Þeir eru fylltir með hirsi og ilma af smá lavander. www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind SKEMMTUN FYRIR ALLA! HÓPEFLI FÁÐU TILBOÐ FYRIR ÞINN HÓP bokanir@smarativoli.is eða í síma 534 1900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.