Morgunblaðið - 29.03.2016, Side 2

Morgunblaðið - 29.03.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Flórens 1953-1954. Auk þess fór hann í námsferðir víða um Evrópu, Bandaríkin, Kanada, Ekvador, Síle, Kína og Japan. Bragi var kennari við MHÍ 1956-1996 með örfáum hléum og var brautryðjandi í grafíkkennslu. Hann gerðist listrýnir við Morgunblaðið 1966 og skrifaði um myndlist í blaðið í meira en fjóra áratugi. Auk þess skrifaði Bragi fjölda greina í erlend tímarit. Hann hélt fjölda einkasýninga á verkum sínum á Íslandi og erlendis, þá fyrstu vorið 1955. Bragi tók þátt í fjölda samsýninga heima og erlend- Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður, myndlistarkennari, list- rýnir og greinahöf- undur, lést á Landspít- alanum í Fossvogi 25. mars sl., á 85. aldursári. Hann fæddist í Reykja- vík 28. maí 1931 og var sonur Karólínu Svein- bjargar Sveinsdóttur húsmóður og Ásgeirs Ásgeirssonar skrif- stofustjóra. Bragi stundaði nám við MHÍ 1947-1950, Listaháskólann í Kaup- mannahöfn 1950-1952 og 1955-1956 (grafík), Listaháskólann í Ósló og Listiðnaðarskólann (grafík) 1952- 1953 og Listaháskólann í München 1959. Hann var við nám í Róm og is, m.a. í öllum höfuðborgum Norð- urlandanna og víða annars staðar í Evrópu þ. á m. þrisvar í Tvíær- ingnum í Rostock og í Evróputvíær- ingnum 1988. Auk þess tók hann þátt í sýningum í Bandaríkjunum, Rússlandi og Japan. Verk Braga eru í eigu allra helstu listasafna landsins og nokkurra er- lendra. Hann hlaut fjölda viðurkenn- inga um ævina. Bragi var sæmdur Riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 2001. Fyrri maki Braga var Adelheid Weimann kennari og síðari maki Símonía Kolbrún Benediktsdóttir fóstra. Bragi lætur eftir sig fimm uppkomin börn, níu barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Morgunblaðið þakkar Braga ára- tuga störf í þágu blaðsins og vottar ástvinum hans innilega samúð. Andlát Bragi Ásgeirsson, myndlistarmaður Jarlinn, sérhæfður hafnarkrani Eimskips, kom til Vestmannaeyja á föstudaginn langa. Flutn- ingaskipið Paula kom með Jarlinn og var hann hífður í land um kvöldið. Jarlinn er sá aftari á skipinu. Fremri kraninn var fluttur til Þórs- hafnar í Færeyjum. Paula er tæplega 152 metra langt skip og um 8.000 tonn. Herjólfur þurfti að bíða átekta á meðan verið var að snúa Paulu í höfninni. Jarlinn kominn í land Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Sérhæfður hafnarkrani Eimskips kominn til Vestmannaeyja Guðni Einarsson Andri Steinn Hilmarsson Hitari í farþegarými TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, brann yfir þegar þyrlan var í sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum síðdegis í gær. Við það varð vart við reyk í farþega- rýminu og var þyrlunni nauðlent við bæinn Skarð í Þykkvabæ. Við skoð- un kom í ljós að bilunin hafði ekki áhrif á flughæfni þyrlunnar og var henni því flogið til Reykjavíkur í gærkvöldi. Sent var út neyðarkall um leið og reyksins varð vart. Auðunn F. Frið- riksson, verkefnastjóri hjá Land- helgisgæslunni, sagði að þyrlan hefði verið á flugi yfir sjó á milli lands og Eyja þegar reykurinn kom upp. Samstundis var stefnt til lands og liðu aðeins 2-3 mínútur frá því að neyðarkallið var sent út þar til þyrl- an var lent í Þykkvabæ. Auðunn sagði að flugmennirnir hefðu haft fulla stjórn á þyrlunni allan tímann. Það væri hefðbundið verklag að senda út neyðarkall og lenda eins fljótt og auðið er þegar reykur kæmi upp í farþegarými. Þá voru lögregla og björgunarsveitir ræstar út þegar neyðarkallið barst. Sex manns voru um borð, sjúk- lingurinn og fimm manna áhöfn. Ekkert amaði að áhöfninni eða sjúk- lingnum. Fljótlega eftir að þyrlan lenti kom sjúkrabíll sem flutti sjúk- linginn á sjúkrahús. Flugvirki frá Landhelgisgæslunni fór austur í Þykkvabæ og fór yfir þyrluna og fann bilunina. Samkvæmt fyrstu boðum um at- vikið var óttast að þyrlan þyrfti mögulega að nauðlenda á sjónum. Mikill viðbúnaður var m.a. í Vest- mannaeyjum og var björgunarsveit kölluð út. Björgunarskipið Þór lagði úr höfn en sneri fljótlega við þegar í ljós kom að þyrlan hafði lent heilu og höldnu í Þykkvabæ. Ómar Páll Sigurbjartsson, bónda- sonur á Skarði, fór að þyrlunni á lendingarstaðnum enda ekki daglegt brauð að gæsluþyrlan lendi þar í tún- fætinum. Hann sagði að áhöfn þyrl- unnar hefði borið sig vel en ekkert viljað láta uppi um hvað olli því að lent var við bæinn. Snjókoma var í Vestmannaeyjum í gær og var þess vegna ekki hægt að sækja sjúklinginn með sjúkraflug- vél. Þess í stað var kallað eftir flutn- ingi með þyrlunni. Sjúkraþyrlu nauðlent vegna reyks  Reykur kom upp í farþegarými þar sem þyrlan var á flugi yfir sjó milli lands og Eyja  Sent var út neyðarkall og þyrlunni nauðlent í Þykkvabænum  Þyrlunni var flogið til Reykjavíkur í gærkvöldi Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Þykkvibær Flugmennirnir höfðu fulla stjórn á þyrlunni allan tímann. Um borð voru sex manns, fimm manna áhöfn og sjúklingurinn. Engan sakaði. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pír- ata, segir að hæf- isspurningunni í málflutningi Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar um aflandsfélag konu hans hafi ekki verið svarað. Helgi gagnrýnir grein Sigmundar og konu hans um málið, sem þau birtu á páskadag. „Það kemur samt sem áður ekkert nýtt fram þarna og hæfisspurning- unni er enn ósvarað. Þetta snýst ekki um skatta. Þetta snýst um að sem forsætisráðherra þá hefur hann t.d. aðgang að upplýsingum,“ segir hann, en Píratar ræða nú mögulega tillögu um vantraust á Sigmund. Hæfisspurningunni ekki verið svarað Helgi Hrafn Gunnarsson Lögreglu var tilkynnt um mann við Miklubraut með rýting í bakinu, að- faranótt mánudags. Var hann flutt- ur á bráðamóttöku til aðhlynn- ingar, en ekki er vitað hversu alvarlegir áverkar hans eru. Kona og karl voru handtekin í tengslum við málið og eru þau í haldi vegna rannsóknar málsins. Lögregla stöðvaði ölvaðan öku- mann á Frakkastíg á páskadag og annan próflausan í Rimahverfi, en sá var undir áhrifum fíkniefna. Með rýting í bakinu við Miklubraut

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.