Morgunblaðið - 29.03.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Við sjáum í könnunum okkar að
laun hækka með hærri aldri. Við
greinum þó að bilið á milli aldurs-
hópa er að minnka. Yngra fólk
sækir að því eldra, bæði í heildar-
og dagvinnulaunum. Það má
draga þá ályktun að ráðstöf-
unartekjur þeirra sem yngri eru
hafi jafnvel aukist örlítið meira
en þeirra eldri,“ segir Kristján
Þórður Snæbjarnarson, formaður
Rafiðnaðarsambands Íslands
(RSÍ).
Í pistli frá greiningardeild
Arion-banka í síðustu viku sagði
að ráðstöfunartekjur á almenna
markaðnum hefðu aukist um að
meðaltali 41% á árunum 1990 til
2014. Þó hefðu tekjurnar aukist
um aðeins 7-17% hjá fólki undir
þrítugu. Þetta kallar á umræðu.
Yngsti hópurinn
er viðkvæmastur
„Tölur okkar ná ekki jafn
langt aftur og þær sem Arion hef-
ur sett fram,“ segir Kristján
Þórður. „Það breytir samt ekki
stóru myndinni; yngsti hópurinn
er viðkvæmastur því laun eru al-
mennt lægri en hjá þeim eldri og
eru oft nær lágmarkslaunum. Og
unga fólkið þarf heilmikinn
kostnað að bera, því það kostar
sitt að stofna fjölskyldu og koma
þaki yfir höfuðið. Það má þó einn-
ig lesa út úr könnunum hjá okkur
að ástæða hækkandi launa eftir
aldri – á neðri skalanum – sé sú að
menntun skilar hærri launum.“
En hafa kröfur á vinnumark-
aði aukist svo mikið með fjölgun
yngra fólks sem hefur t.d.
skemmri háskóla- eða tækni-
menntun að staða þess til að
krefjast hærri launa er þrengri
en áður? Kristján telur svo ekki
vera og bendir á að á vinnumark-
aði rafiðnaðarfólks gildi hin ein-
földu lögmál framboðs og eft-
irspurnar. Í góðu atvinnuástandi
hækki laun en lækki þegar minna
er umleikis. Þeir sem eru sér-
hæfðir í eftirsóttu starfi njóti
góðs af því og geti yfirleitt tryggt
sér góð laun óháð atvinnuástandi.
Ástæða þess að launamunur hafi
jafnvel minnkað hjá yngri og
eldri rafiðnaðarmönnum sé vænt-
anlega sú að það hafi vantað fólk í
fagið og því komist nýsveinar fyrr
í hærri laun. „Eins hafa lág-
markslaun hækkað nokkuð um-
fram almennar launahækkanir að
undanförnu,“ segir Kristján
Þórður sem víkur að þeirri fjár-
hagsaðstoð frá foreldrum sem
ungt fólk nýtur gjarnan, til dæmis
við húsnæðiskaup.
Skuldsetning er falin
„Ungu fólki er nánast
ómögulegt að fjárfesta í húsnæði.
Þetta breyttist með hruninu. Út-
borgun þarf að vera há enda er
fasteignaverð orðið mjög hátt og
stefnir jafnvel hærra. Í greiðslu-
mati virðast stundum gerðar
óeðlilega miklar kröfur til að
áætla útgjöld fólks. Þetta leiðir
oft til þess að foreldrar fjár-
magna útborgun sem börnin
greiða svo. Of mikil skuldsetning
er betur falin í dag en fyrir hrun
þar sem bein tenging var á fjár-
mögnun foreldra fyrir börnin,“
segir Kristján Þórður. Hann telur
viljayfirlýsingu Alþýðusambands
Íslands og Reykjavíkurborgar,
sem undirrituð var á 100 ára af-
mæli ASÍ, skref til úrbóta. Sam-
kvæmt því verður farið í ýmsar
aðgerðir til að byggja allt að
1.000 leiguíbúðir fyrir efnaminna
fólk, sem svo er kallað.
„Þetta er fyrsta skrefið sem
dugir þó skammt. Sem betur fer
hafa fleiri þó sveitarfélög lýst yfir
áhuga á að taka þátt í verkefninu.
Þetta fær því mikinn meðbyr.
Þegar svo er þykist ég þess full-
viss um að okkur muni takast að
ýta þessu af stað af nægilegum
krafti svo dæmið gangi upp,“ seg-
ir formaður RSÍ að síðustu.
Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Laun „Það kostar sitt að stofna fjölskyldu og koma þaki yfir höfuðið,“ segir Kristján Þórður í viðtalinu.
Fasteignakaup ungu
fólki nánast ómöguleg
Kristján Þórður Snæbjarn-
arson er fæddur í Keflavík árið
1980. Hann nam rafeinda-
virkjun við Iðnskólann í Reykja-
vík og starfaði um árabil við ál-
verið í Straumsvík. Nam einnig
rafiðnfræði og rekstrarfræði
við Háskólann í Reykjavík.
Hann var kjörinn formaður Raf-
iðnaðarsambands Íslands árið
2011 og hefur gegnt því starfi
síðan þá.
Kristján er kvæntur Díönu
Lynn Simpson og eiga þau þrjú
börn.
Hver er hann?
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Verði veður hagstætt til dýpkunar
og engar óvæntar tafir gæti Land-
eyjahöfn opnast fyrir siglingum í
fyrri hluta apríl, að mati Sigurðar
Áss Grétarssonar, framkvæmda-
stjóra siglingasviðs Vegagerðarinn-
ar. „Þetta ræðst meira af veðri en
nokkru öðru og svo því að ekkert
bili,“ sagði Sigurður.
Belgíska sanddæluskipið Galilei
2000 var í gær að dýpka rennuna að
höfninni og einnig á milli ytri og
innri hafnargarðanna. Lóðsinn,
hafnsögu- og dráttarskip Vest-
mannaeyjahafnar, var að mæla dýp-
ið fyrir utan Landeyjahöfn. Von var
á belgískum dráttarbáti sem mun
vinna með Galilei 2000. Hann er bú-
inn botnsköfu og mun draga efni að
Galilei.
Á morgun, fimmtudag og föstudag
er spáð versnandi veðri við suður-
ströndina og er ólíklegt að Galilei
geti athafnað sig við sanddælingu á
meðan það gengur yfir.
Mokað upp úr höfninni
Suðurverk byrjaði að moka sandi
upp úr sjálfri höfninni í gær. Þeir
munu dýpka næst bryggjunum og í
kverkinni við innri hafnargarðinn.
Dofri Eysteinsson, framkvæmda-
stjóri Suðurverks, sagði að þeir
væru með tvær gröfur, ýtu og tvo
trukka á staðnum. Ætlunin er að
vinna nótt og dag við dýpkunina.
Dofri áætlaði að þetta gæti orðið um
tíu daga vinna.
Önnur grafan er með 23 metra
langan arm og getur því teygt sig
langt frá bryggjunum og grafið þar
niður á fullt dýpi sem komist verður
að. Þessa dagana er stórstreymt sem
er kostur á fjörunni en ókostur á
flóðinu.
Grafa og dæla sandi úr Landeyjahöfn
Gangi allt að óskum gæti höfnin opnast í fyrri hluta apríl Hvassviðri spáð næstu daga við ströndina
Landeyjahöfn Unnið er að dýpkun hafnarinnar bæði af landi og sjó.
Ljósmynd/Helgi Benóný Gunnarsson
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Björgunarsveitir höfðu í nægu að
snúast um helgina, en betur fór en á
horfðist í nokkrum útkallanna.
Björgunarsveitir voru kallaðar út
í gær til aðstoðar skipverjum á vél-
vana báti úti af Öndverðarnesi, en
björgunarskipið Björg frá Rifi tók
hann í tog.
Vélsleðamaður slasaðist í gær á
Dynjandisheiði þegar hann féll af
sleða sínum og lenti undir honum.
Björgunarsveitir komust að mann-
inum en þyrla Landhelgisgæslunnar
var send einnig send eftir honum.
Skíðamaður slasaðist á fæti á
skíðasvæðinu í Skafdal, en björg-
unarsveitarmenn aðstoðuðu sjúkra-
flutningamenn við að koma honum
niður úr fjallinu.
Fimm slösuðust eftir bílveltu á
Skeiðavegi aðfaranótt annars í pásk-
um. Ein kona slasaðist alvarlega og
var flutt með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar á Landspítalann. Tveir voru
fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi og
tveir á bráðamóttöku Landspítalans,
en þeir voru minna slasaðir en kon-
an. Að lokinni myndatöku var talið
að betur liti út með áverka konunnar
en talið var í fyrstu.
Á páskadag voru björgunarsveitir
á vestanverðu Suðurlandi kallaðar
út vegna slyss í Jarlhettum þar sem
sex vélsleðamenn höfðu ekið fram af
hengju. Fjórir þeirra voru fluttir á
spítala til aðhlynningar, þrír voru út-
skrifaðir samdægurs en einn sendur
í aðgerð. Sá var útskrifaður í gær.
Á laugardag og sunnudag var víða
slæmt færi og festust bílar m.a. á
Norður-, Austur- og Norðvest-
urlandi. Alls komu björgunarsveitir
um fimmtíu manns til aðstoðar sem
höfðu fest bíla sína.
Á föstudag voru björgunarsveitir
kallaðar út vegna lítils báts sem
strandaði í Garðsvík, útkallið gekk
vel og allir komust heilir í land.
Um 30 útköll
yfir páskana
Talsvert álag á björgunarsveitum
Annir Páskahelginni fylgdi nokkurt
álag enda margir á ferli um landið.
Útköll um helgina
» Betur fór en á horfðist í bíl-
slysi á Suðurlandi og vélsleða-
slysi í Jarlhettum.
» Björgunarsveitir aðstoðuðu
um 50 ferðalanga sem höfðu
fest bíla sína.
Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni
sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög
þurru umhverfi.
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna
hornhimnunnar gegn þurrki.
Droparnir eru án rotvarnarefna
og má nota með linsum.
Þurrkur í augum?
Thealozaugndropar
Fæst í öllum helstu apótekum.
Ég hef verið að glíma við augnþurrk. Ég nota
Thealoz gervitár af því mér finnst þau smyrja
augun vel, þau eru með langvarandi virkni, unnin
úr náttúrulegum efnum og þau eru laus við öll
aukaefni sem mér þykir kostur.
Heiðdís Björk Helgadóttir