Morgunblaðið - 29.03.2016, Side 22

Morgunblaðið - 29.03.2016, Side 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016 Sti l l ing hf. | S ími 520 8000 | www.st i l l ing . is | st i l l ing@sti l l ing . is Skíðabogar Fást í verslun okkar að Bíldshöfða 10 Laugavegur 59, 2. hæð • Sími 551 8258 • storkurinn.is Opið: Mán.-F ös. 11-18 Lau. 12 -16 BROOKLYN TWEED prjónhönnun á heimsmælikvarða Ég vil skora á íslensku þjóðina að sameinast gegn frumvarpi Vil- hjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um sölu á áfengi og skrifa undir áskorun á Barnaheill. Helgi Seljan, fyrrver- andi alþingismaður, skrifaði nýverið í Morgunblaðið að Danir drykkju sig í hel vegna frjálsræðis í áfeng- ismálum. Er ekki nóg böl í íslensku þjóðfélagi án þess að farið sé að selja þetta allan sólarhringinn? Bið- listi er á öllum meðferðarstofn- unum og 2-300 manns bíða eftir að komast í meðferð. Höfnum frum- varpinu sem er til meðferðar á Al- þingi. Áfengissala á að vera í áfeng- isverslunum, það hefur reynst best. Þingmenn ættu heldur að einbeita sér að þarfari málum. Gunnar Halldórsson, Bríetartúni 20. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Höfnum áfengisfrumvarpinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Vínbúð Sitt sýnist hverjum um frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum. Eins og margir vita er Biblían safn margra rita sem tekin hafa verið saman í eitt stórt rit, Biblíuna. Biblían hefur með margvíslegu móti talað til okkar manna í gegnum ald- irnar og hefur verið mönnum athvarf og skjól í amstri daglegs lífs. Og það merkilega er að þessi gamla bók á ennþá erindi við okkur í dag. Bibl- ían segir afdráttarlaust frá fólki, hún fegrar það ekki né upphefur, heldur segir frá því eins og það var, breyskt og ófullkomið, alveg eins og við erum enn þann dag í dag. Af öll- um merkilegum og minnisstæðum persónum hennar þykir mér einna vænst um Hiskía, konung í Júda. (2. Kon. 18.-20. kafli ) Hann varð kon- ungur 25 ára gamall, var einlægur trúmaður og ef þjóð hans eða hann sjálfur var í vanda, þá rakti hann raunir sínar frammi fyrir Drottni og leitaði hans í bæn. Til dæmis er hann fékk vondar fréttir í formi sendibréfs frá Assýríukonungi, þá gekk hann upp í hús Drottins og rakti bréfið sundur frammi fyrir Drottni, gjörði bæn sína, sagði hon- um frá áhyggjum sínum og Drottinn leysti farsællega úr vandamálum hans. (2. Kon.19: 14-37) Og Guð mætir sannarlega okkur mönnunum enn í dag, sjaldnast með stórum og miklum opinberunum, eða með lúðrablæstri og stór- kostlegum flugeldasýn- ingum, heldur miklu fremur í kyrrðinni og þögninni, í „blíðum hvíslandi vindblæ“, eins og það er orðað þegar Drottinn mætti Elía til að opinbera honum vilja sinn. (1. Kon. 19: 11b-12) Í Nýja testamentinu stendur hins vegar allt og fellur með Jesú frá Nasaret. Þar segir að hann hafi komið frá Guði, en hann hafi ekki „farið með það sem feng sinn að vera Guði líkur, en hafi verið hlýðinn allt til dauðans á krossi“. (Fil. 2: 6-8) Jesús var send- ur í heiminn af Guði til þess að frelsa synduga menn, hann kom til að opinbera mönnum vilja Guðs með líf okkar. Jesús snýr öllu mannlegu verðmætamati á hvolf því að oft get- ur verðmætamat Guðs verið annað en okkar. Saga ein eftir Sören Kir- kegaard, frægan guðfræðing, segir frá því að „nótt eina brutust nokkrir þjófar inn í skartgripaverslun. En í stað þess að stela nokkru víxluðu þeir öllum verðmiðunum. Næsta dag vissi enginn hvaða skartgripir voru dýrir og hverjir ódýrir. Dýru skartgripirnir voru skyndilega orðn- ir ódýrir og þeir ódýru orðnir dýrir. Þeir sem töldu sig vera að kaupa rándýra og vandaða skartgripi voru í rauninni að kaupa verðlaust drasl. Þeir sem ekki höfðu efni á dýrum skartgripum fóru heim með gersem- ar“. Jesús talar um með sínum hætti að brotist hafi verið inn í okkar heim og verðmiðunum víxlað. Þess vegna reynist mörgum erfitt að segja til um verðmæti hluta. Háir verðmiðar eru stundum settir á auðsöfnun, völd og frama, svo að eitthvað sé nefnt, en þetta eru einmitt þeir hlut- ir sem Jesús segir verðlausa, í einu „skartgripaversluninni“ sem máli skiptir, sem er Guðsríki. Jesús vill að við leitumst við að gera hið góða eins og við mögulega getum. Þess vegna er ein uppáhaldsdæmisagan mín í Nýja testamentinu sagan sem Jesús sagði af rangláta ráðsmann- inum. (Lúk. 16.1-9) Hann var slótt- ugur og sveifst einskis við að koma sínu fram, þótt það væri á kostnað annarra. Þannig segir Jesús að við eigum að vera, bara með öfugum formerkjum. Við eigum að kapp- kosta, bæði dag og nótt, að gera hið góða hvar sem það er á okkar valdi, að reyna að vera kærleiksrík og gefa af því sem við eigum og höfum. Þannig lifum við upprisumegin í til- verunni. Guð gefi okkur góðar og blessaðar stundir. Hvers virði er Biblían mér? Eftir Hildi Sigurð- ardóttur » Þessi gamla bók á ennþá erindi við okkur í dag. Hildur Sigurðardóttir Höfundur er prestur. virkilega, Birgitta Jóns, Svandís Svavars og Björn Valur, að þið hafið efni á að dæma um hæfi ann- arra, eða eruð þið litl- ar sálir, sem tuddist áfram á kostnað þeirra sem ykkur lík- ar ekki við? Og svo segið þið: „Þjóðin vill – þjóðin segir og þjóðin á heimtingu á.“ Já, það er gott að geta kallað eftir öllu mögulegu í nafni ann- arra. Ég þarf ekki að fá vitneskju um málefni né fé forsætisráðherra, en hvar eru mannréttindi mín til að fá vitneskju um innihald skjala eða bréfa þeirra Jóhönnu Sig. og Steingríms J. sem ekki má opna fyrr en eftir 100 ár? Þar er brotið á mér því að aldrei fæ ég vita um þau mál. Situr þú, Steingrímur J., í skjóli þessara bréfa ? Lítið öll í eigin barm, áður en þið leggist svona lágt. Svandís Svavars, Björn Valur og fleiri, hafið þið aldrei hugleitt hvort þið séuð til einhvers gagns á Alþingi? Hættið eineltinu á forsætisráðherra, öllu sem hann segir á þingi snúið þið út úr, hæð- ist að og talið um delluráðherra og þið teljið þennan málflutning boð- legan til þjóðarinnar. Svo komið þið í viðtöl til þess að segja mér að það sé með eindæmum að ekkert komist áfram í þinginu og að eng- in sé stjórnin, en þið eruð einmitt rótin að öllu undirferlinu og stöðv- un mála á þingi. Konur, þekkið takmörk ykkar Þið konur á þingi skulið taka ykkur tak og þekkja takmörk ykk- ar, þið eruð að eyðileggja þingið okkar með nöldri, frekju og ein- elti, sem ekkert á skylt við stjórn- mál. Ekki eru það heldur stjórn- mál að aumingjavæða þjóðina eins og þið talið fyrir. Á fólk bara að hætta að sjá um sig sjálft? Hættið að tala um jöfnuð á meðan þið sjálf eruð með ótal sposlur + laun, borgið bara fyrir ykkur sjálf eins og annað fólk. Ekkert er að marka ykkur. Léleg málefni – fæðing- arpakki, túrtappar og dömubindi á almenningsklósett – er nú ekkert Hvað ætli margir jafnaðar- og laumukommar vinni á Morgun- blaðinu, sem eru farnir að ritskoða í nafni kurteisi? Ég ætlaði að hætta að skrifa pistla, en það er bara ekki hægt. Mér ofbýður hræsni stjórnarandstöðunnar og þá sérlega Vinstri-grænna, sem fara mikinn um málefni forsætis- ráðherra. Andstaðan er búin að af- greiða Hönnu Birnu og nú skal það vera Sigmundur. Haldið þið þarfara en þetta? Fækkið þingmönnum í 33, of stór hópur er þarna inni á þingi sem hugsar og segir: „Ég vil, ég heimta, ég á rétt á, ég læt ekki bjóða mér.“ Þetta hugarfar á ekki heima í stjórn- málum. RÚV RÚV má skammast sín fyrir þátt sinn á Rás 1 hinn 19. mars, þar sem Svandís Svavars, Óttar Proppé og Vilhjálmur Bjarnason hraunuðu yfir forsætisráðherra, sem ekki var á staðnum til að verja sig. Ekki í fyrsta sinn sem RÚV er til skammar. Sálfræðingar Sigríður Ingibjörg þingkona vill sálfræðinga inn í skólana. Væri ekki nær að Alþingi réði sér sál- fræðing, mér sýnist ekki veita af. En börn þessa lands þyrftu ef til vill síður sálfræðihjálp, væru þau ekki alin upp á stofnunum alla sína bernsku, heldur á heimilum sínum, já rauðsokkur, á heimilum sínum. Ríkisborgararéttur Unnur Brá Konráðsdóttir, af hverju fór allsherjarnefnd gegn Útlendingastofnun í málefnum alb- önsku fjölskyldnanna, sem þið lét- uð hafa ríkisborgararétt? Á nú að stýra landinu með „sting í hjarta“ og „tárvotum aug- um“? Í viðtali við RÚV segir þú, að eldri kynslóðin sé illa upplýst og hrædd við hið óþekkta. Mikill er hroki þinn kona, sem sjálf ert mjög svo illa upplýst og barnaleg. Enda höfðu Albanar íslenska þingið að fíflum. Hræsni og fleira Eftir Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttir » Það er gott að geta kallað eftir öllu mögulegu í nafni ann- arra. Höfundur býr á Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.