Morgunblaðið - 29.03.2016, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016
VEGGFÓÐURSDAGAR
20% afsláttur til 1. apríl
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
Vegna mikillar sölu vantar okkur
fasteignir á höfuðborgarsvæðinu,
á söluskrá.
Ef þú ert í söluhugleiðingum,
endilega hafðu samband sem fyrst, í
síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is
Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign,
hafðu samband í síma 533-4200
eða arsalir@arsalir.is
Ágæti fasteigna
eigandi !
Björgvin Björgvinsson,
löggiltur fasteignasali
Örugg og traust þjónusta í
fasteignaviðskiptum í áratugi.
Eftirfarandi á við
vörur/efni, sem hér-
lendis ganga undir því
óheppilega nafni
„fæðubótarefni“ en það
gefur ótvírætt í skyn að
hér séu á ferðinni
vörur/efni með ein-
hverja bætandi eig-
inleika. Það er þó yf-
irleitt með öllu óvíst
hvort svo sé og hér
verður þessi flokkur
því kallaður fæðuviðbót.
Rannsóknir á fæðuviðbótum
Sem dæmi um fæðuviðbót má
nefna zink (t.d. í formi tafla). Því er
haldið fram, að zink gagnist við kvefi
með því að stytta lasleikatímann. Er
eitthvað til í þessu? Svarið er að eng-
inn veit neitt um það. Til að gera út
um þetta þyrfti að gera vísindalega
rannsókn, sem yrði að uppfylla ýmis
skilyrði. Í fyrsta lagi yrði að velja
fólk í rannsóknina með vírussýkingu
(kvef) en ekki eitthvað annað, t.d. of-
næmi, annars væri ekki hægt að vera
viss um að vöntun á áhrifum zinks
stafaði af því að það hefði verið gefið
röngum hópi. Þá yrði að
nota fólk með kvef á
sama tímastigi lasleik-
ans því ef zink gagnast
eitthvað þá styttir það
aðeins lasleikatímann.
Síðast en ekki sízt þarf
að ákveða hvernig hægt
sé að mæla batann með
nógu mikilli nákvæmni
til að ganga úr skugga
um hvort niðurstöð-
urnar sýna raunveru-
legt gagn af notkun
zinks eða ekki. Þetta er
mjög erfitt, því hvernig
á t.d. að mæla hnerra, slappleika eða
önnur kvefeinkenni?
Svona rannsókn myndi þess vegna
krefjast mörg þúsund manns (þátt-
takenda) og kosta ógrynni fjár. Þar
sem zinktöflur eru trúlega tiltölulega
meinlausar er ólíklegt að heilbrigð-
isyfirvöld einhvers staðar í heiminum
myndu standa fyrir slíku. Og þar eð
ekki er hægt að patentera zink er
sömuleiðis ólíklegt að lyfjaiðnaðurinn
hafi áhuga á þessu. Þar við situr.
Nánast öll jurtameðul (seld sem
fæðuviðbætur), sem eru á hillum
heilsuverzlana, (stór)verzlana og
apóteka hérlendis eru undir sömu
sökina seld og zinkið, þ.e. að ef þau
hafa einhver „bætandi“ áhrif eru þau
svo lítil að það er ekki hægt að rann-
saka þau af sömu ástæðum og það
(zink) eða að það er enginn fjárhags-
legur ávinningur af slíkum rann-
sóknum fyrir framleiðendur. Það fyr-
irfinnast þó fáeinar undantekningar.
Jóhannesarjurt hefur verið athuguð
sem meðal við vægu þunglyndi, en
niðurstöðurnar hafa í bezta falli bent
til lítillar virkni. Þá hafa freyspálmi
(góðkynja stækkun blöðruhálskirt-
ils), sólhattur (kvef) og ginkó (minn-
isleysi) verið skoðaðar en reynst lítt
eða mjög lítið virkar. Loks má nefna
rannsókn á einu innlendu jurtameð-
ali (tíð þvaglát), sem leiddi í ljós enga
virkni.
Stærsti hlutinn af þeim jurtameð-
ulum, sem falboðin eru hér á landi
hefur ekkert verið rannsakaður með
tilliti til virkni. Telja má þó líklegt, að
flest þeirra séu nánast hættulaus,
nema fyrir seðlaveskið. Þó geta sum
þeirra haft truflandi áhrif á virkni
raunverulegra lyfja.
Niðurlag
Þegar öllu er á botninn hvolft vant-
ar nánast alveg rannsóknir á um-
ræddum fæðuviðbótum er gætu
rennt stoðum undir staðhæfingar um
bót að þeim. Fullyrða má, að ef fólk
fylgdi ráðleggingum eftirfarandi sjö
orða setningar: „Hreyfið ykkur
meira, borðið minna, reykið ekki“
myndi það gera því meira gagn en
allar fæðuviðbætur heimsins til sam-
ans.
Steven Hatch: Snowball in a blizzard, Basic
Books, New York, 2016.
Er bót að fæðuviðbótum?
Eftir Reyni
Eyjólfsson » Stærsti hlutinn af
þeim jurtameðulum,
sem falboðin eru hér á
landi hefur ekkert verið
rannsakaður með tilliti
til virkni og því alls óvíst
um bót að þeim
Reynir
Eyjólfsson
Höfundur er doktor í lyfjafræði.
Við erum komnir á
EM 2016 í Frakklandi.
Það er afrek sem snýst
ekki um íbúafjöldann
eða heppni að komast
þangað, nei, góðir háls-
ar, við höfum byggt
upp barna- og ung-
lingastarf í íþróttum
um áratuga skeið með
góðum árangri. Það er
enginn afreksmaður
við fæðingu, það er
hugtakið æfingin skapar meist-
arann, ómælt sjálfboðastarf sem
unnið hefur verið um áratuga skeið.
Nú er ungmennafélagsandinn á und-
anhaldi því það er svo dýrt að lifa í
þessu gósenlandi okkar sem er með
7% þjóðarinnar undir fátækt-
armörkum. Það hlýtur að segja það
sem þarf vegna ofanritaðs. Það þarf
að leggja til atlögu við fátæktina. Við
lékum við Dani landsleik nú fyrir
nokkrum dögum og töpuðum 2-1
sem var alls ekki lélegt, en margt
þarf að athuga. Leikurinn, sem fór
fram í Herning, var leikinn í úrhell-
isrigningu, okkar glæsilegu leik-
menn stilltu sér upp ásamt „de
röde“, þjóðsöngurinn var leikinn,
sem er erfiður og enginn af okkar
strákum söng með. Það þarf að
breyta um þjóðsöng svo menn fái loft
í lungun eins og Danir sýndu. Það
var byrjað að leika danska þjóðsöng-
inn í ca. 15 – 20 sekúndur en þá tóku
þeir við, „de röde“, og sungu allt
stress frá sér, svona á að gera þetta,
skál fyrir Dönum, sem ég hef verið
afar hrifinn af í áraraðir. Besta upp-
eldisstöð fyrir fótboltann í heim-
inum. Kannski að Brasilía nálgist þá.
Þjálfararnir okkar þeir, Heimir og
Lars, sem eru frábærir báðir, mega
kom út að línu, ekki til að öskra held-
ur til að láta strákana vita að þeir séu
ánægðir með það sem þeir lögðu upp
með inni í klefa fyrir leikinn ásamt
að syngja eitt „pepp“-lag, svo sem
Hraustir menn eða We are the
champions. Vináttu-
leikur er alvöru leikur,
ekki bara til að mæta til
leiks. Það er rétt að
skipta inn á þremur til
fjórum leikmönnum til
að fá betri sýn yfir getu
þeirra, sumir eru
þreyttari en aðrir, flest-
ir eru atvinnumenn og
hafa staðið sig vel. Upp-
stilling á liðinu til að fá
rétt lið næst ekki 100%
en nálægt því. 4-4-2 er
ágætt kerfi, en hvernig
væri að prófa 5-3-2, en ef það hefði
verið reynt í seinni hálfleik hefðu
þessi tvö mörk ekki komið, það þarf
ekki að skýra það nánar. Ég vona að
vel gangi í Grikklandi 29. mars, þar
er spiluð önnur tegund af knatt-
spyrnu, blandað spænskri, ítalskri og
meginlandsknattspyrnu jafnt og
leikni og tækni. Á móti leikum við
fast og ákveðið. Tala meira saman
inni á vellinum, hvetja hver annan, þá
kemur sigur til okkar, 2-0, á móti
Grikkjum.
Að lokum nokkur atriði sem þarf
að hafa í huga fyrir leik: Nr. 1: hver
leikmaður er ekkert annað en hann
gerir úr sjálfum sér með hjálp þjálf-
ara. Nr. 2: Ekki að láta bugast við
mótlæti, svo sem að vera undir í hálf-
leik, heldur auka kraftinn og sam-
heldnina. Nr. 3: láta dómarann í friði.
Kveða til Lars og Heimis, góða
ferð til Grikklands.
Íslensk
knattspyrna
á tímamótum
Eftir Magnús V.
Pétursson
Magnús V.
Pétursson
»Ég vona að vel gangi
í Grikklandi 29.
mars, þar er spiluð önn-
ur tegund af knatt-
spyrnu, blandað
spænskri, ítalskri og
meginlandsknattspyrnu
jafnt og leikni og tækni.
Höundur er fv. knattspyrnudómari.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Bridsfélag eldri borgara
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 15. mars var spilað-
ur tvímenningur með þátttöku 30
para.
Efstu pör í N/S (% skor):
Bjarni Þórarinss. - Magnús Jónsson 60,3
Albert Þorsteinss. - Jórunn Kristinsd. 59,6
Tómas Sigurjs. - Jóhannes Guðmannss. 59,0
Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 57,2
Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnss. 52,2
A-V
Ólafur Ólafsson - Anton Jónsson 58,0
Sigtryggur Jónss. - Höskuldur Jónss. 58,0
Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss. 57,4
Sigurður Láruss. - Sigurður Kristjánss.
54,2
Axel Lárusson - Hrólfur Guðmss. 51,9
Föstudaginn 18. mars var spilað-
ur tvímenningur með þátttöku 28
para.
Efstu pör í N/S:
Bragi Björnsson - Bjarnar Ingimarss. 61,0
Örn Einarsson - Pétur Antonss. 58,9
Kristinn Sölvason - Logi Þormóðss. 58,3
Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 57,1
Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 54,0
A-V
Sigurður Láruss. - Sigurður Kristjánss. 59,9
Björn Arnarson - Jens Karlsson 58,8
Sigurður Hallgrs. - Steinmóður Einarss.58,4
Anton Jónsson - Ólafur Ólafsson 57,7
Elsa Sveinsd. - Ebba Valvesdóttir 55,3
BFEH spilar á þriðjudögum og
föstudögum í Hraunholti, Flata-
hrauni 3. Spilamennska byrjar kl.
13:00.
Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríks-
son og er hjálpað til við myndun
para fyrir staka spilara.
Allt í járnum í keppninni
um Súgfirðingaskálina
Sjötta og næst síðasta lota keppni
um Súgfirðingaskálina var spiluð
með þátttöku 16 para á mildu en
skýjuðu mánudagskvöldi eftir há-
rastarveður sem gekk á um alla
helgina.
Sigurður G. Ólafsson og Ásgeir
Ingvi Jónsson voru enn eitt parið á
toppnum, sjöttu nýju sigurvegararn-
ir.
Lokastaðan úr 6. lotu um Súg-
firðngaskálina. Meðalskor 210 stig.
Sigurður G. Ólafss. - Ásgeir I. Jónsson 268
Gróa Guðnad. - Unnar Atli Guðmss. 258
Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 241
Hafliði Baldurss. - Árni Guðbjörnsso. 239
Flemming Jessen -
Sigurður Þorvaldss. 231
Þórður Guðbjörnss. - Snorri Sturluson 231
Rafn Haraldsson -
Þorsteinn Þorsteinss. 212
Heildarstaðan
Flemming Jessen -
Kristján H Björnss. 1049
Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 1047
Gróa Guðnadóttir -
Alda S Guðnadóttir 1001
Rafn Haraldsson - Jón Sveinsson 989
Sigurður G. Ólafss. - Ásgeir I. Jónsson 984
Hafliði Baldursson -
Árni Guðbjörnsson 979
Kristján Pálss. - Ólafur Karvel Pálss. 961
Karl og Ólafur hafa nauma for-
ystu þegar slakasta skori er hent og
stökkva 2 stigum yfir Flemming og
Kristján. Gróa og Alda eiga smá
stærðfræðilegan möguleika.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is