Morgunblaðið - 29.03.2016, Side 19

Morgunblaðið - 29.03.2016, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.volkswagen.is Við kynnum til leiks fjórðu kynslóð af vinsælasta atvinnubíl á Íslandi undanfarin ár. Enn meiri staðalbúnaður, aukið öryggi og öflugri vélar eru aðeins nokkur atriði sem gera hinn nýja Caddy svo aðlaðandi. Nú kemur Caddy líka í fimm og sjö manna fjölskylduútfærslu með nálgunarvara og loftpúðum fyrir ökumanns- og farþegarými. Nýr Volkswagen Caddy kostar frá 2.670.000 kr. (2.135.226 kr. án vsk) Glæsilegur vinnubíll www.volkswagen.is AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. Nýr Volkswagen Caddy Sýrlenski stjórnarherinn sækir hart að liðsmönnum Ríkis íslams í Homs-héraði, en þar stendur hin forna menningarborg Palmyra, með aðstoð Rússa. Borgin hefur verið í höndum Ríkis íslams í nærri því 10 mánuði en á þeim tíma er tal- ið að ómetanleg menningar- verðmæti hafi orðið fyrir barðinu á liðsmönnum Ríkis íslams, sem m.a. hafa birt upptökur af eyðileggingu fornminja í borginni. Stjórnvöld bæði í Sýrlandi og Rússlandi segja sigurinn yfir Pal- myra vera bæði táknrænan og mikilvægan en stuðningur Rússa hefur verið gífurlegur í baráttunni um borgina. Endurreisn á fimm árum Endurreisa má hina fornu borg Palmyra á fimm árum, að sögn Maamoun Abdulkarim, forn- minjavarðar Sýrlands. Þrátt fyrir eyðileggingu liðsmanna Ríkis ísl- ams séu 80 prósent borgarinnar í góðu ásigkomulagi. „Ef við fáum samþykki UNESCO þá tekur það okkur fimm ár að endurreisa þær byggingar sem hafa verið skemmdar eða eyði- lagðar. Við erum með hæft starfs- fólk og búum að þekkingu og rann- sóknum. Með samþykki UNESCO þá getum við hafist handa eftir eitt ár, segir í yfirlýsingu Abdulkarim. Meðal þess sem Ríki íslams eyði- lagði í borginni voru musteri Bel og Baalshamin og Sigurboginn. Nýja myndir frá borginni gefa það þó til kynna að ekki hafi tekist að eyði- leggja nærri því jafn mikið og ótt- ast var. Fornleifafræðingar munu á næstu dögum og vikum meta ástand borgarinnar og tjónið sem Ríki íslams skildi eftir sig. Frelsa kristinn bæ Sýrlenski stjórnarherinn er að vinna á víðar en eftirlitsmenn í Sýr- landi segja að hersveitir hliðhollar Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, hafi frelsað bæinn Qaryatain en hann er skammt frá Palmyra. Bær- inn er að mestu byggður kristnu fólki en hefur verið á valdi Ríkis ísl- am í heilt ár. Erfitt er að segja ná- kvæmlega til um yfirráðasvæði Ríkis íslams en talið er að hryðju- verkasamtökin hafi misst hátt í 40 prósent af landsvæði sínu í Írak og 20 prósent í Sýrlandi frá því sem mest var, að sögn BBC, en breska ríkisútvarpið hefur þessar tölur eft- ir bandarískum stjórnvöldum. Úrslit orrustunnar um Palmyra er enn einn ósigurinn fyrir Ríki ísl- ams bæði í Sýrlandi og Írak þar sem liðsmenn hreyfingarinnar eru á stöðugum flótta. Sigurinn er mikilvægur fyrir hersveitir Assads en Palmyra opn- ar leiðina til borganna Deir ez-Zor, í austurhluta Sýrlands nærri landamærum Íraks, og Raqqa sem liggur nokkuð vestar en borgina skilgreinir Ríki íslams sem höf- uðborg sína. Sýrlenski stjórnarherinn hefur gefið það út að Palmyra verði notuð sem bækistöð fyrir árás á bæði Deir ez-Zor og Raqqa. Sigrar í Írak Á öllum vígstöðvum er Ríki ísl- ams að hörfa en Íraksher náði borginni Ramadi á sitt vald í byrj- un febrúar auk Sichariya, Juwaiba og Husaiba. Hryðjuverkasamtökin eru þó enn með yfirráð í borginni Fallujah, austan við Ramadi og Mosul sem er næststærsta borg Íraks. Þúsundir hermanna eru nú á leið til svæðis suðaustan við Mosul til þess að hefja aðgerðir til þess að rjúfa birgðaleiðir hryðjuverka- mannanna. Er það hluti af áætlun hersins til að ná borginni aftur á sitt vald. Þá hafa hryðjuverkasamtökin tapað borginni Sinjar í hendur her- sveita Kúrda, sem tóku borgina og umlykjandi svæði í nóvember á síð- asta ári, en Kúrdar hafa lagt undir sig stórt svæði í norðurhluta Íraks og verið einn helsti andstæðingur Ríkis íslams á því svæði. Herða loftárásir á samtökin Um miðjan febrúar á þessu ári lýstu stjórnvöld í Sádí-Arabíu því yfir að aðgerðir þeirra í Sýrlandi yrðu auknar og sendu herflugvélar til herflugstöðvarinnar í Incirlik í Tyrklandi til þess að styrkja að- gerðir sínar gegn Ríki íslams í Sýr- landi. Bandaríkin, Bretland og Frakkland hafa einnig afnot af flugstöðinni. Þá felldi sérsveit bandaríska flotans fjármálastjóra og annan hæstráðanda Ríkis íslams í síðustu viku. Ríki íslams á flótta á flestum vígstöðvum í Sýrlandi og Írak  Stjórnarher Sýrlands frelsaði borgina Palmyra úr höndum Ríkis íslams með hjálp Rússa AFP Stríð Sýrlenski stjórnarherinn hefur unnið mikilvæga sigra á samtökum Ríkis íslams og stefnt er að því að taka borgina Raqqa sem er í miðhluta Sýrlands en Ríki íslams hefur gert borgina að höfuðborg sinni. AFP Sigrar Í Írak hafa bæði hersveitir íraska hersins og hersveitir Kúrda unnið mikilvæga sigra í baráttunni við Ríki íslams. Fornminjar » Menningarborgin Palmyra var í höndum Ríkis íslams í 10 mánuði. » Menningarverðmæti voru eyðilögð í borginni sem er á fornminjaskrá UNESCO. » Fornleifafræðingar segja að endurbyggja megi borgina á fimm árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.