Morgunblaðið - 29.03.2016, Síða 20

Morgunblaðið - 29.03.2016, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ SumumBandaríkja-mönnum var misboðið yfir því að Obama for- seti skyldi leika við hvern sinn fingur á íþróttaleik með Raúl Kastró, eftir hryðjuverkin í Belgíu. Raúl er litli bróðir Fidels Kastró, sem verður 90 ára í sumar. Raúl er sagður ekki minni áhugamaður um mann- réttindamál en Fidel, sem lengi hefur gengið fram í því að skapa áhugamönnum um opna umræðu á Kúbu frítt húsnæði, fæði og klæði. Glæsilegar vistarverur skjól- stæðinga þeirra bræðra minna helst á nýjustu bíla- kerrur Vesturlanda, að því leyti, að lyklar eru algjörlega óþarfir fyrir þá íbúa sem njóta gestrisni bræðranna. Það sannar ánægju með vistina að menn njóta hennar lengi. Það var ekki nema eðlilegt að Raúl, sem er á besta aldri, rétt tæplega 85 ára, fengi nú að spreyta sig. Auðvitað fór fram kosning um þetta atriði, eins og jafnan er gert í þess- ari vöggu lýðræðisins, og fékk Raúl bæði atkvæðin og mátti vel við una. Var til þess tekið hvað hann var hóf- stilltur í prófkjörsbaráttunni og fór sparlega í auglýsingar og úthringingar. „Ég einfald- lega treysti kjósendum,“ sagði Raúl, og það reyndist hárrétt mat. Þótt Raúl sé vissulega ungur er áhættan ekki eins mikil og virðist við fyrstu sýn, því stóri bróðir er enn nærri og getur gripið inn í gangi ungæðishátturinn of langt hjá litla gaur. En frá Kúbu hélt Obama til Argentínu og dansaði þar tangó við innfædda dömu. Aðstoðarmenn forsetans hamra á því að hann hafi far- ið í dansinn nauðugur. Það hefur þá væntanlega gerst einmitt á því augnabliki sem leyniþjónustan hefur þurft að bregða sér frá. Repúblikanar hafa gert mikið úr þessum tilþrifum forsetans á leikvellinum með Raúl og í örmum senjorít- unnar, enda er kosningaár vestra. Meint klaufaspörk forsetans eftir svo alvarlega atburði og að þau skuli bera svo hátt í umræðu andstæð- inga hans í framhaldi af voða- verkum í ranni helstu banda- manna stórveldisins er hálf dapurlegt. En hvað sem því smælki líður heldur óhugnaðurinn áfram. Nú síðast í Pakistan. Honum var beint að kristnu fólki að gleðjast yfir upprisuhátíð- inni. Aðallega að konum og börnum! Þegar seinast var talið lágu nærri 80 manns í valnum og tæplega 400 voru særðir. Það er dálítið undarlegt að heyra nýjan tón, raunar sam- hljóm, í orðum óvenjumargra fréttaskýrenda um þessar mundir. Þeir hafa tekið til við að bera þá sem falla í hryðju- verkum saman við þann mikla fjölda sem fellur fyrir skotvopnum í Bandaríkj- unum, við þá sem farast í um- ferðarslysum og nú síðast við þá sem deyja „í baðkerum heima hjá sér“. Enginn þeirra hefur þó enn gengið svo langt að segja að eins megi fara í stríð gegn baðkerum eins og að reyna að lama þá sem standa fyrir hryðjuverkum. Nærri 200 manns látast eða slasast alvarlega í bíl- slysum á Íslandi árlega. Varla myndu menn hér heima miða alvarleika hryðjuverka við þá tölu. Það er ekki ásetningsverk þegar menn fara illa út úr bíl- slysum, þótt það kunni að vera gáleysisverk og jafnvel svo að saknæmt sé. Varla þarf að nefna baðkerin. Það er því æði sérkennilegt og raunar forkastanlegt að bregðast við þeirri miklu ógn sem hryðjuverkin eru með samanburði af slíku tali. Óttinn sem heltekur sam- félögin sem fyrir hryðjuverk- um verða eða búa um lengri tíma við slíka ógn leikur þau grátt. Það er fyrsta verkefni þeirra sem gegna forystu- hlutverki í hverju landi að gæta vandlega að öryggi við- komandi þjóðar. Það er vissulega vandasamt og á stundum vanþakklátt verk, því til að mynda á Vestur- löndum krefst fólk þess um leið, að gæsla öryggis gangi ekki út yfir þau mörk sem eru helstu einkenni frjálsra þjóðfélaga. Verði frelsis- skerðing í þágu öryggis of mikil hafa hryðjuverkmenn- irnir unnið stóran sigur. Og óneitanlega hefur hryðju- verkamönnum þegar tekist að knýja fram að mjög langt í átt að þeim mörkum hefur þegar verið gengið. Óhugnanleg níð- ingsverk í Pakistan um páskahelgi} Hryðjuverkin og nýja umræðan U ndirritaður var lengi vel ötull og ákafur stuðningsmaður þess fyrirkomulags að áfengi væri hér selt í matvöruverslunum, rétt eins og önnur neysluvara, neytendum til þæginda. Með kaldrifjuðum hætti færði ég rök fyrir því að vissulega væru alltaf einhverjir sem myndu misstíga sig í ná- vist Bakkusar en ósanngjarnt væri að það kæmi niður á okkur hinum í skertu vali og að- gengi. Burtséð frá því að áfengi er neysluvara sem umgangast þarf af varfærni, þá er rétt að skoða málið útfrá bláköldum praktískum stað- reyndum. Nú liggur fyrir að Aðföng hyggjast flytja inn Euroshopper bjór, rétt eins og ýmsar aðrar vöru með sama merki. Bjórinn mun verða í 0,5 lítra umbúðum og er hann 4,6% að áfengismagni. Loks hafa menn þar á bæ látið hafa eftir sér að dósin muni kosta 239 krónur í Vínbúðum ríkisins. Með þessar forsendur á borðinu getum við skoð- að málið nánar. Verði fyrirliggjandi áfengisfrumvarp samþykkt með til- heyrandi smásölu áfengis í matvöruverslunum er rétt að skoða hvernig fer með áðurnefndan Euroshopper-bjór. Verðið á að vera 239 krónur þegar tillit hefur verið tekið til áfengisgjalda, 11% virðisaukaskatts og 18% álagn- ingar. Þá blasir við að Aðföng bera úr býtum heilar 36,8 krónur af 239 króna smásöluverði. Þá á eftir að gera ráð fyrir kaupum á vörunni til að byrja með, flutningi yfir haf- ið, einhverjum lagerkostnaði og loks sölu og dreifingu hér heima. Þetta þurfa 36,8 krónur að dekka. Ef og þegar áfengið er komið í búðir tel ég óhætt að fullyrða að stórmarkaðir munu ekki sætta sig svo glatt við 18% álagningu. Að ári liðnu er líklegt að áðurnefnd Euroshopper- bjórdós verði komin í 500 krónurnar. Hvað verður þá um merkjavörubjór með 5% áfeng- ismagn? Hvað mun hann kosta? Eins og baráttan er um hillupláss má ljóst vera að stórmarkaðir munu ekki dekstra neyt- endur með úrvali á borð við það sem býðst í Vínbúðunum. Þar verða í mesta lagi 20 sölu- hæstu bjórtegundirnar, ef þá svo margar. Þar munu neytendur ekki hitta fyrir starfsfólk sem veitt getur faglega ráðgjöf um kaup á áfengi heldur menntaskólanema, eflaust vel meinandi en óhjákvæmilega ekki eins og fróða og starfs- fólk Vínbúðanna. Þeir sem býsnast yfir núver- andi fyrirkomulagi munu upplifa gríðarleg fráhvörf hvað varðar vöruúrval og þjónustu. Hins vegar mætti tryggja neytendum enn betra að- gengi að vörum Vínbúðanna með lengri afgreiðslutíma, virka daga sem helgar. Vínbúðirnar eru oftast staðsettar rétt við matvöruverslanir og því engum vorkunn að þurfa að taka tíu skref eftir bjór með borgaranum, rauðvíni með steikinni og hvítvíni með humrinum. Þegar á allt er litið er ég því heldur genginn af sannfær- ingunni um að frjáls sala áfengis í matvörubúðum sé endi- lega góðs viti. Ég kann nefnilega að meta gott úrval og góða þjónustu. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Áfengisfrelsið og ávinningurinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Nýverið var greint frá því í Noregi að þar í landi væri mun meiri lyfja- og efnanotkun í ræktun grænmetis en í laxeldi. Vakin var athygli á þessu hér á landi í Fiskifréttum. Árið 2014 voru notuð 13 tonn af lúsalyfjum í norsku laxeldi en Norð- menn hafa þurft að glíma við þráláta laxalús í fiskeldinu og það hefur kostað þá bæði fé og fyrirhöfn. Að viðbættum öðrum lyfjum fór heild- arnotkunin í 15 tonn árið 2014. Til samanburðar var lyfjanotkun í kjöt- framleiðslu í Noregi 7 tonn en hún var mun meiri í framleiðslu á græn- meti, korni og ávöxtum, eða 653 tonn á ári í ræktun í atvinnuskyni og 175 tonn í heimilisræktun. Umreiknað á hvert kíló af fram- leiddum afurðum kom grænmetið hjá Norðmönnum enn verr út, eða 361 milligramm af lyfjum/efnum á hvert kíló af grænmeti. Í fiskeldinu voru lyfin 11 milligrömm á hvert kíló og 8 milligrömm í kjötinu. Lyfjanotkun bönnuð hér En hvernig skyldi staðan vera í fiskeldinu hér á landi? Í fyrsta lagi er því til að svara að notkun lyfja og annarra efna er stranglega bönnuð í íslensku fiskeldi. Í þeim tilvikum sem meðhöndla þarf eldisfisk þá er slíkt einungis gert í kjölfar sjúk- dómsgreiningar og undir hand- leiðslu dýralækna. Guðbergur Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands fisk- eldisstöðva (LF), segir lyf ekki hafa verið notuð í greininni hér á landi til fjölda ára, nema þá í seiðastöðvum í tengslum við sótthreinsun. „Þegar laxaseiðin koma upp og áður en þau fara út í sjó eru þau bólusett þar sem umhverfið getur boðið upp á alls konar sjúkdóma. Þetta á ekki við um regnbogasilung, hann er ekki bólusettur. Ef skyldi koma upp einhver bráðasýking þá eru ráðstafanir gerðar og dýralækn- ir kallaður til. Slík tilvik hafa þó ekki komið upp í sjókvíaeldinu,“ segir Guðbergur en langflest dýr sem alin eru til manneldis í sjó eða á landi fá einhvers konar bóluefni til að hindra að þau sýkist í villtri náttúru. Á hverju ári er fjöldi sýna tekinn úr sláturfiski til að sýna fram á hrein- Lyfjalaust laxeldi einstakt á heimsvísu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fiskeldi Hreinleiki afurða í íslenskum fiskeldisstöðvum er mikill. „Okkar góða og hreina vatn hef- ur til dæmis orðið til þess að Stofnfiskur hefur fengið hvert vottorðið á fætur öðru. Það er eins með eldisfiskinn okkar og í raun íslenskar landbúnaðar- afurðir almennt. Þær eru í al- gjörri sérstöðu og við ættum að vera stolt af því,“ segir Guð- bergur Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri LF, og bendir á að Ísland sé í öðru sæti á eftir Nor- egi hvað varðar hreinleika af- urða í fiskeldinu,. Nokkur vöxtur hefur verið í ís- lensku fiskeldi undanfarin ár, þó að framleiðsla síðasta árs hafi staðið nokkurn veginn í stað, eða um 8.300 tonn. Búist er við mikilli framleiðslu- aukningu í ár en eins og kom fram nýlega í Morgunblaðinu hefur lífmassi í sjókvíum aldrei verið meiri en nú. Fiskeldið skapar um 360 störf og um 200 af- leidd störf til viðbótar. Í öðru sæti á eftir Noregi HREINLEIKI AFURÐA leika afurðanna og að sögn Guð- bergs hafa engin sýni komið fram á undanförnum árum sem vakið hafa grunsemdir um lyfjainnihald. Hann segir heilbrigðisástandið í íslensku fiskeldi því vera mjög gott og í raun einstakt á heimsvísu. Þetta ætti greinin að geta notað meira í sinni markaðssetningu. „Við höfum enn sem komið er ekki notfært okk- ur þetta en við ættum að gera það. Markaðurinn ætti að nýta þetta í miklu meira magni,“ segir hann. Guðbergur bendir á að íslensk seiði séu mjög eftirsótt erlendis. Þannig flytji Stofnfiskur út hrogn til Noregs, Síle og Skotlands. Lúsalyf hafa ekki verið notuð í íslensku fiskeldi, að sögn Guðbergs, en laxalúsin á erfitt uppdráttar við íslenskar aðstæður vegna lágs hita í sjónum. Laxeldi er bannað á svæð- um nálægt helstu farleiðum villtra laxa og hefur það dregið verulega úr náttúrulegu smiti. Guðbergur segir að til þess að tryggja enn frekar mótvægi gegn smiti hafi LF mótað þá stefnu að leggja áherslu á kynslóðaskipt eldi og hvíla jafnframt eldissvæði til að draga úr hættu á laxalúsasmiti. Dæmi hafi komið upp um laxalús í Arnarfirði, rétt fyrir slátrun, en Guðbergur segir það vera í mjög litlum mæli og vel viðráðanlegt. Norðmenn hafi á hinn bóginn lent í miklum vandræðum með laxalús og ekki verið sam- mála um sam- ræmdar aðgerð- ir. Guðbergur Rúnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.