Morgunblaðið - 29.03.2016, Side 4

Morgunblaðið - 29.03.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016 BÚDAPEST 12.maí í 4 nætur Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 í herbergi.Hotel MercureBuda Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 79.900 m/morgunmat Eftirspurn ferðamanna eftir því að heimsækja Ísland hefur aukist veru- lega milli ára vegna markaðsstarfs ferðaþjónustunnar og Keflavík- urflugvallar, segir í upplýsingum frá Isavia. Býður flugvöllurinn til dæmis upp á hvatakerfi fyrir flugfélög sem kveður á um lægri lendingargjöld fyr- ir heilsársflugleiðir ásamt bónus fyrir fjölgun farþega Stærsta flugfélagið sem flýgur til landsins í sumar með tilliti til farþega- fjölda er Easy Jet en einnig eru mörg önnur stór á heimsvísu eins og Luft- hansa og British Airways. Undirbúningur fyrir sumarið „Í kringum páska verður umferðin álíka mikil og þegar um sumarumferð er að ræða,“ segir Guðni og því um að ræða góðan mælikvarða á álagið sem koma skal. Föstudaginn fyrir páska hafi til að mynda um 3.400 farþegar farið í gegn- um öryggisleitina á Keflavíkurflugvelli eða fleiri en á sama tíma að sumri í fyrra, þegar mest lét. „Þetta gekk mjög vel, engar langar raðir mynd- uðust og 97% þeirra sem fóru í gegn- um öryggisleitina voru undir fimm mínútum í röð samkvæmt mælingum okkar.“ Fjölgar um 1,9 milljónir í ár  Stefnir í að 6,7 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár  25 flugfélög koma til Íslands í sumar  Meiri sjálfvirkni og fleiri starfsmenn í flugstöðina Keflavíkurflugvöllur » Fjölgun farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll á árunum 2010-2015 var 135%. » Miðað við spár fyrir árið 2016 verður fjölgun far- þega yfir 220% » Afgreidd verða um 85-95 flug á dag í sumar. Morgunblaðið/ÞÖK Farþegafjöldi Keflavíkurflugvöllur tekur á móti auknum fjölda flugfarþega á árinu 2016 og hefur verið stækkaður af þeim sökum um 10 þúsund fermetra. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll frá 1958* 1958 2016 Heimild: ISAVIAHeildarfjöldi komu-, brottfarar- og skiptifarþega. Tölur fyrir árið 2016 byggja á áætlun 7.000.000 6.000.000 5.000.000 4.000.000 3.000.000 2.000.000 1.000.000 0 SVIÐSLJÓS Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Metfjöldi farþega mun fara um Kefla- víkurflugvöll árið 2016 samkvæmt áætlunum Isavia, eða um 6,7 milljónir manna. Er það mikil aukning frá árinu 2015 þegar um 4,8 milljónir fóru um flugvöllinn. Um er að ræða alla flugfarþega sem eiga erindi í flugstöðina, þ.e. komu-, brottfarar- og skiptifarþega. Til sam- anburðar var heildarfjöldi farþega árið 1986 um 780 þúsund og um 2,1 milljón árið 2010. Aukning farþega frá 2010- 2016 er því yfir 220% miðað við spár. Fjöldi farþega verður mestur í júní, júlí og ágúst samkvæmt spám eða frá 780-880 þúsund manns. „Við höfum fjölgað starfsfólki mjög mikið og í sumar verður um 35% fleira starfsfólk en var síðasta sumar,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, en einnig hefur verið unnið að stækk- un flugstöðvarinnar og verður hún því um 10 þúsund fermetrum stærri í ár. Einnig hefur verið brugðist við fjölgun farþega með aukinni sjálf- virkni þannig að fleiri flugfélög bjóða upp á sjálfvirka innritun. „Um 80% farþega geta innritað sig og farangur sinn rafrænt nú í sumar.“ Easy Jet stærsta flugfélagið Erlend flugfélög sem boðað hafa komu sína til landsins í sumar eru 25 talsins og hefur fjölgað um fimm félög frá árinu 2015. Til samanburðar voru einungis fimm erlend flugfélög sem færðu farþega til landsins árið 2005 og fjölgaði þeim í tíu árið 2010. „Það verður farið yfir málið og það skoðað út frá því áhættumati sem verður fyrirliggj- andi,“ segir Ólaf- ur Helgi Kjart- ansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, en í dag fer fram fundur fulltrúa lögreglustjórans á Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og innanrík- isráðuneytis um þörfina fyrir áframhaldandi vopnaða gæslu á Keflavíkurflugvelli. Gæslan var aukin um miðja síðustu viku í kjöl- far hryðjuverkanna í Brussel í Belgíu. „Við höfum líka verið að fylgjast með því hvað er gert á flugvöllum í nágrannalöndunum og einkum á Norðurlöndunum,“ segir Ólafur Helgi en kveður sér ekki kunnugt um að neitt hafi breyst þar. Fram til þessa hafa sex vopnaðir lögreglumenn og sérsveitarmenn verið við gæslu á Keflavík- urflugvelli, ásamt sérsveitarmanni með sprengjuleitarhund eftir því sem við hefur átt. laufey@mbl.is Óvíst hvort vopnaburð þarf áfram  Funda um fyrir- liggjandi áhættumat Ólafur Helgi Kjartansson Rafmagnslaust varð í Fossvogi um klukkan tíu á sunnudagskvöld og komst raf- magn ekki á að nýju fyrr en klukkan eitt eftir miðnætti. Sam- kvæmt upplýs- ingum frá Veitum tók lengri tíma en venjulega að staðsetja bilunina í raf- dreifikerfinu. Á umræddu svæði eru margar dreifistöðvar og strengirnir langir. Brugðist var við með því að tengja fram hjá umræddri bilun, en einnig olli það seinkun að rafmagnið fór ekki út á skammhlaupi heldur á jörð. Styttri tíma tekur að finna skamm- hlaupsbilanir, en þá er betur hægt að lesa staðsetninguna af mælum. Ráðist verður í viðgerð á strengn- um í dag, en hún mun ekki hafa áhrif á rafmagnsnotkun Fossvogsbúa. Viðgerðir í Fossvogi í dag Viðgerð Streng- urinn lagður í dag. 25 flugfélög hafa boðað ferðir til og frá Íslandi í sumar, mun fleiri en áður. 2,5 milljónir komu-, brottfarar- og skiptifarþega eru áætlaðar til landsins í sumar. 1,7 milljónir nýrra farþega er vænst hingað til lands í ár en það er fjölgun um 37% frá því í fyrra. 618 þúsund farþegar eru áætlaðir til landsins í október 2016 sem er 50% aukning frá sama tíma 2015. 80 áfangastaðir frá Íslandi 2016. FLUGUMFERÐIN » Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Við teljum það fullkomlega ólög- legt. Afstaðan er einföld, um leið og viðkomandi er byrjaður að starfa eða hefur hafið störf á hann að fara á launaskrá og fá greitt fyrir sína vinnu eins og kjarasamningar kveða á um,“ segir Halldór Grönvold, að- stoðarframkvæmdastjóri ASÍ, að- spurður hvort heimilt sé fyrir fyr- irtæki hér á landi að þiggja vinnuframlag ungmenna á svoköll- uðum prufuvöktum án þess að greiða þeim laun fyrir. Prufuvaktirnar koma yfirleitt í kjölfar þess að ung- mennin óska eftir sumar- eða helg- arvinnu hjá fyrirtækinu. „Það eru vaxandi dæmi um þetta og þau snerta fyrst og fremst ung- menni og útlendinga,“ segir hann en þetta eigi sér aðallega stað í ferða- þjónustunni, byggingariðnaði og veitingahúsa- rekstri. „Krakkarnir eiga að hafna þessu og ef ein- hver annar verð- ur þess áskynja að eitthvað svona viðgangist á að upplýsa stéttar- félögin um það svo hægt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana,“ segir Hall- dór en viðbrögð við brotum sem þessum eigi fyrst að ræða við fyr- irtæki sem eiga í hlut og því næst lögsækja þau fyrir brot á kjarasamn- ingum og vinnuréttarlegum skuld- bindingum. Engar undanteknignar séu heim- ilar á þessu og engu máli skipti þótt bæði atvinnurekandinn og ung- mennið séu sammála um launalausa vakt. „Það er ekki heimilt að undir- bjóða á vinnumarkaði jafnvel þó þú samþykkir það sjálfur. Það stenst hvorki kjarasamninga né lög.“ ASÍ heldur uppi virku vinnustaða- eftirliti þar sem sambandið hefur heimildir til að kanna hvort kjör séu í samræmi við kjarasamninga Vinnuframlag sem gjöf? Í ákvarðandi bréfi frá ríkisskatt- stjóra, sem ASÍ greindi frá um páskana, segir að fyrirtækjum í efnahagslegri starfsemi sem þiggi vinnuframlag einstaklings án þess að greiða fyrir pening eða hlunnindi beri að telja slíkt fram sem skatt- skylda gjöf. Aðspurður segir Halldór að í þessu tilfelli geti ekki komið til þess að vinnuveitandi þiggi vinnuframlag án greiðslu. „Fullkomlega ólöglegt“  Vinnuveitendum óheimilt að taka ungmenni í prufu án þess að greiða laun fyrir  Brot á kjarasamningum og vinnurétti Halldór Grönvold

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.