Morgunblaðið - 29.03.2016, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 29.03.2016, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016 Er einhver heima hér? Þetta voru alltaf fyrstu orðin sem heimilisfólkið, já og kindurnar, í Miðengi heyrðu þegar þú komst í heimsókn. Þegar þessi orð heyrðust vissu bæði menn og kindur hver væri mættur. Heimilisfólkið tók sig til við kaffikönnuna, fann til kaffibolla og settist við eldhús- borðið, en kindurnar komu hlaupandi og tróðu sér hver fram fyrir aðra því nú vissu þær að besti vinur þeirra var kominn með allskonar brauðmeti úr bakaríinu til að dekstra þær. Hver og ein kind bar líka nafn sem þú hafðir gefið þeim og þú nefnir þær alltaf sínum réttu nöfnum þegar þú skammaðir þær ef þær væru of ágengar og frekar, þú lagðir nefnilega mikla áherslu á að allar fengju jafnt. Þessar stundir þínar með kind- unum í fjárhúsinu gáfu þér svo mikið, maður sá hvað þú ljóm- aðir allur þegar þú varst þar. Maður hreinlega vissi ekki hvor naut sín meira í þessum heim- sóknum, þú eða kindurnar. Þetta voru svo sannarlega vin- konur þínar. En það voru ekki bara kind- urnar sem fundu fyrir þessari miklu hlýju frá þér, því mann- fólkið gerði það svo sannarlega líka. Já, hlýja var eitthvað sem fylgdi þér alltaf hvert sem þú fórst. Ef maður ætti að hugsa sér ýmis lýsingaroð sem ættu að lýsa þér kæmu mörg upp í hug- ann: Góður, félagslyndur, vina- margur, traustur, einlægur, jafnvel pínu hrekkjóttur, eða rollukarl – með derhúfu, svört gleraugu, í rauðum bol í grárri flíspeysu með rauðu og dökku munstri, þá er orðið sem stæði samt upp úr hlýr. Þú varst sko hjartahlýr, Gunni, og allir geta vottað um það að þú gerðir heimili hlýrra bara með því að mæta þangað. Hvert sem þú fórst fann fólk hlýjuna frá þér og endurgalt hana. Það var nú eitthvað sem þú naust líka mikið að gera, að ferðast. Margar ógleymanlegar ferðir fórstu um ævidaga þína og núna síðustu árin fórstu hinar ýmsu rolluferðir með okkur hér í Mið- engi. Þú tókst þátt í þessu öllu með okkur, hvort sem það var að keyra fé á fjall, sækja það svo aftur um haustið, smala- mennskur eða ferðir til að kaupa sauðfé landshorna á milli. Öll bæjarnöfn og örnefni varstu með á hreinu og oftar en ekki fylgdu með einhverjar sögur sem þú kunnir af hinum ýmsu stöðum sem voru á leiðinni. Sumar sögurnar heyrði maður kannski oftar en einu sinni og aðrar kunni maður orðið utan að, en enginn sagðist hafa heyrt þær áður því allir vissu hversu mikið þú naust að segja sög- urnar og það var bara gaman að hlusta á fróðleikinn. Þessar ferðir verða ekki sam- ar án þín, Gunni, en þú leyfðir okkur þó að minnast þeirra með bros á vör og mikilli hlýju. Elsku hjartans Gunni, nú get- ur þú haldið áfram þínu ferða- lagi og komist hraðar yfir en áð- ur og notið þess til hins ýtrasta, ferðast um landið – landið sem þér þótti svo vænt um, og fylgst loksins með kindunum þínum inni á afrétt. Njóttu ferðalags- ins, kæri vinur, og takk fyrir ómetanlegan tíma þinn sem þú Páll Gunnar Haraldsson ✝ Páll GunnarHaraldsson, Gunni Har, fæddist 3. apríl 1935. Hann varð bráðkvaddur 11. mars 2016. Útför Gunnars fór fram 19. mars 2016. gafst okkur með þér. Þegar þú ert svo á ferðinni, kæri vinur, þá er svarið við spurningunni: Já, það er alltaf einhver heima, góða ferð. Fyrir hönd fjöl- skyldnanna í Miðengi, Sigríður Þor- björnsdóttir. Elsku besti Gunni minn. Mik- ið sakna ég þín alveg óskaplega, kæri vinur. Ég man ennþá fyrstu kynni okkar, þú komst hingað í Mið- engi til okkar að kvöldi til, sast við eldhúsborðið og spjallaðir við mömmu en ég sat bara, strákpjakkur, í sófanum og horfði á sjónvarpið. Síðan snérir þú þér í átt að mér og fórst að spyrja mig um kindurnar hérna í Miðengi og við spjölluðum hell- ing og lengi um kindurnar og þetta varð upphaf af svo dýr- mætri vináttu okkar sem ég verð þér ævinlega þakklátur fyrir. Þegar ég hugsa til baka um allar samverustundir okkar get ég ekki annað en brosað og ver- ið þér þakklátur fyrir allt, en eitt greip mig þó sérstaklega þegar ég rifjaði upp minningar okkar, aldrei á þessum 16 árum sem við þekktumst rifumst við nokkurn tímann og aldrei urð- um við ósáttir, það sýnir kannski hversu góður og dýr- mætur vinskapur okkar var. Ég gæti talað um allar ferð- irnar sem við fórum í saman, hvort sem það voru smala- mennskur eða ferðir í aðra landshluta til að kaupa sauðfé til lífs, það var virkilega ómetan- legt að upplifa þessar ferðir með þér. En fyrir mig persónulega er sú ferð sem mér finnst ómet- anlegust ferð sem þú fórst með mömmu og Brúney vestur á Snæfellsnes haustið 2014, en ég fór samt ekki með í þá ferð. Mér finnst hún ómetanlegust að því leytinu til að þú snerir til baka með þessa fallegu gimbur úr ferðinni sem kom svo í ljós að þú gafst syni mínum hana í skírnargjöf seinna um haustið. Þú veist ekki hversu mikið ég hef horft á hana síðustu daga í fjárhúsinu og grátið. Jú kannski veistu það, ætli þú sért ekki bú- inn að kíkja eitthvað í fjárhúsið, því þér leið virkilega vel þar og núna geturðu stoppað þar í lengri tíma en þú varst vanur og notið þess án þess að eitthvað sé að trufla þig. Eftir að ég fékk Sigrúnu og Aron í líf mitt, og síðar Árna Kristin, varstu duglegur að heimsæka okkur fjölskylduna í okkar eigið hús. Sigrún var mik- il vinkona þín og strákarnir náðu góðu sambandi við þig. Líklega eru eftirminnilegustu heimsóknir þínar til okkar þeg- ar þú drakkst kaffið þitt úr græna framsóknarbollanum þín- um og spjallaðir við strákana. Aron kallaði þig alltaf „Gunnar langafi“ og sagði þér brandara og Árni Kristinn litli sagði líka alltaf afi þegar hann sá þig og benti á þig. Við Sigrún munum sjá til þess að þegar þeir stækka munu þeir fá að vita allt um elsku Gunna okkar og hversu mikilvæg og dýrmæt persóna þú varst þessari fjölskyldu. Takk fyrir allt sem þú gafst mér, Gunni, og hafðu það gott, það var ómetanlegt að kynnast þér og mikið á ég eftir að sakna þín. Góða ferð, félagi, þú hefur eflaust annan fótinn í sauðburði og smalamennskum komandi ára. Þínir vinir, Guðni og fjölskylda. Þá er Örn frændi allur. Það er í anda Arnar að hafa ekki rætt sín veikindi við mig, enda látlaus maður og æðru- laus. Örn var tíður gestur á heimili foreldra minna og fyrstu minningarnar um Örn eru hann og faðir minn að taka skák saman – þar voru ófáar skákir tefldar og hlátrasköll í lokin þegar annar hvor var skák og mát. Örn var sérlega handlaginn og fær smiður, alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Þetta nýtti ég mér og það var Örn sem rölti með mér um húsið sem við síðar keyptum, skoðaði í krók og kima. Örn þétti lekan útvegg þar sem við bjuggum í Mos- fellsbænum, eftir að ég hafði klifrað nokkrum sinnum upp á þakið, og það var Örn sem ásamt kollega sínum setti upp nýja viðarklæðningu á húsið okkar fyrir nokkrum árum. Handbragð Arnar og fas allt var traust í gegn og ekki má gleyma glettnum húmornum sem oft læddist í gegn og svona þétt klapp á bakið í lokin. Ég kveð góðan frænda með miklum söknuði en minningin lifir. Mínar innilegustu samúð- arkveðjur til fjölskyldunnar. Guðmundur Karl Sigurðsson. Stórvinur okkar, Örn Ing- ólfsson, kvaddi þennan heim 14. mars síðastliðinn. Þar er ekki bara farinn góður vinur heldur líka frábær spila- og golffélagi og fráfall hans skilur eftir sig stórt skarð í hópi okkar félag- anna. Örn var mikið ljúfmenni, vildi allt fyrir alla gera en jafn- framt var ávallt stutt í húm- orinn hjá honum. Hann var góður spilamaður og ávallt var mikið tilhlökkunarefni að heim- sækja hann og Jóhönnu á spila- kvöldum í Aratúninu og ekki spilltu fyrir glæsilegar veiting- ar. Okkur er alltaf í fersku minni þegar Örn leit á mótspil- ara sinn og mælti: „Gulli,“ svo ekkert meira. Golfferðirnar okkar eru eft- irminnilegar og hefðu ekki ver- ið þær sömu ef Örn hefði ekki verið partur af hópnum. Örn var ekki einungis góður vinur, hann var einnig vinnufélagi okkar til margra ára. Það ber merki um heilindi hans hversu mikillar virðingar hann naut á vinnustaðnum og allir voru Örn Haukur Ingólfsson ✝ Örn HaukurIngólfsson fæddist 12. október 1939. Hann lést 14. mars 2016. Útför Arnar fór fram 22. mars 2016. sammála um hversu gott var að starfa með honum. Á þessari stundu viljum við senda Jóhönnu og fjöl- skyldu innilegustu samúðarkveðjur. Einar, Gunnlaugur og Kristján. Fallinn er frá heiðursmaður- inn og vinur minn, Örn Haukur Ingólfsson. Fyrst kynntist ég Erni þegar við fjölskyldan fluttum á Öldu- götuna upp úr 1980. Ég var heimalningur á smíðaverkstæði Landakotsspítala þar sem að Örn starfaði og hjá honum stór hluti föðurættar minnar. Þar fékk ég að leika lausum hala eftir skóla og ýmist tefla við þá félaga í kaffitímum eða aðstoða þá við smíðarnar. Nokkrum árum síðar kynnti Örn mig fyrir golfíþróttinni, fyrstur manna, og það voru margar ógleymanlegar stund- irnar sem við áttum saman á golfvellinum í Öndverðarnesi. Ekki grunaði mig þá hversu mikil áhrif það átti eftir að hafa á líf mitt og starf að kynnast þessari göfugu íþrótt. Síðar veitti Örn mér svo mitt fyrsta alvörustarf sem hand- langari iðnaðarmanna þegar breytingar á Landakotsspítala yfir í öldrunarheimili stóðu yfir. Enn var Örn mér innan handar við að útvega mér starf þegar ég hafði lokið námi í golfvalla- fræðum frá Skotlandi. Undan- farin ár hef ég svo starfað við að fjölga kylfingum og leiðbeina í starfi mínu sem golfkennari. Það hefði líklega ekki orðið ef ekki væri fyrir kynni mín af Erni og ferðum okkar í Önd- verðarnesið forðum daga. Síðast lékum við golf saman á Nesvellinum fyrir um þremur árum í góðra vina hópi og er sá hittingur dýrmætur í minning- unni þegar upp er staðið. Einstakur heiðursmaður og öðlingur hefur lokið leik í þess- ari tilveru. En ég er þess full- viss að hann mun gegna mik- ilvægu hlutverki í himnaríki nú eftir að hann var kallaður þang- að. Endalaust þakklæti er mér efst í huga þegar ég minnist Arnar. Ekki eingöngu fyrir vin- áttu okkar og allt sem hann gerði fyrir mig, ekki síður fyrir vináttu hans og föður míns heit- ins, Gunnars Alberts Hansson- ar, og hve vel Örn reyndist honum og fjölskyldu minni allri. Ég votta aðstandendum Arn- ar mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Arnar Hauks Ingólfssonar. Nökkvi Gunnarsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI INGÓLFSSON, húsasmiður, frá Flugustöðum í Álftafirði, Boðaþingi 24, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt mánudagsins 21.mars. Útför hans fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 1. apríl kl. 15. . Ingólfur Árnason, Guðbjörg Lilja Bergsdóttir, Kristrún Árnadóttir, Ketill Árni, Tómas Kristinn og Hinrik Ari Ingólfssynir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGI EGGERTSSON, lést föstudaginn 18. mars 2016. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu Nesvöllum fyrir einstaklega góða umönnun og umhyggju. . Ágústa Halla Jónasdóttir, Hjálmtýr Ingason, Þuríður G. Aradóttir, Sigurður E. Ingason, Bjarnheiður Þ. Þórðardóttir, Ásdís Ingadóttir, Sveinbjörn Halldórsson, Þórarinn I. Ingason, Jóhanna Ó. Jónasdóttir, Sigríður Ingadóttir, Ólafur J. Ormsson, Ragnar Ingason, Jessica S. Suber, Jónas Ingason, Hjördís Ó. Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður míns, tengdaföður og afa, SVEINS H. RAGNARSSONAR, fv. félagsmálastjóra í Reykjavík. . Sveinn Andri Sveinsson, Þórunn Grétarsdóttir, Halldór Fannar Sveinsson, Guðbjörg Lilja Sveinsdóttir. Hin langa þraut er liðin nú loksins fékkstu friðinn og allt er orðið hljótt. Brot úr þessum sálmi sem kom upp í huga minn er ég stóð við dánarbeð Steina bróður míns þann 13. febrúar síðastliðinn. Þrautaganga hans var búin að standa yfir í mörg ár. Eiginlega frá árinu 2003 þegar hann fyrst greindist með krabbamein og síð- an hvert áfallið ofan á annað, svo hann gat varla síðustu ár gert sig skiljanlegan eða hreyft sig. Þvílík ævi fyrir þennan góða dreng. Við vorum mjög náin öll okkar unglingsár en svo eins og gengur varð það þannig að við bjuggum hvort á sínu landshorninu og þá var nú ekki eins og er í dag, skroppið bara á milli staða, bara moldarvegir sem ekki voru alltaf upp á það besta, þannig að það gátu liðið ár á milli þess að við hittumst. Þorsteinn Hallsson ✝ Þorsteinn Halls-son fæddist 28. mars 1941. Hann lést 14. febrúar 2016. Þorsteinn var jarðunginn 19. febr- úar 2016. Eitt man ég ætíð, þegar Steini fór á vertíð til Grindavíkur og ég bjó ennþá á Rauf- arhöfn og var ný- lega búin að eign- ast eldri son minn. Er hann kom heim um vorið hafði hann keypt þessi fallegu útiföt á drenginn sem var, að ég held, heldur óvenjulegt af ungum manni í þá daga. Margt fleira gæti ég rifjað upp en læt þar við sitja. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Ég votta sonum hans og öðr- um ættingjum mína dýpstu sam- úð. Þín systir, Rannveig Ísfjörð (Lilla). Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dreg- ist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.