Morgunblaðið - 29.03.2016, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.03.2016, Qupperneq 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver nákominn er að reyna að fela galla sína fyrir þér. Það er ósköp eðlilegt því oft er erfiðara að rýna í eigin galla séu aðrir að horfa yfir öxlina á manni. Sýndu þakklæti þitt og aðrir munu vísa þér leið. 20. apríl - 20. maí  Naut Vikan byrjar rólega hjá þér. Leyfðu þér að hafa áhyggjur því ef þú hefðir þær ekki, værir þú bara niðurdreginn. Leyfðu öðrum að njóta þíns góða skaps og þú munt ekki sjá eftir því heldur þvert á móti. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér munu berast ýmsar upplýs- ingar um líf forfeðra þinna. Láttu aðra um að ráða sínum málum, þú hefur nóg með þín. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú skalt búa þig undir að geta átt stund með vinum þínum. Nýttu þér meðbyr- inn. Bættu nokkrum sterkum litum við, til dæmis rauðum eða fjólubláum, með máln- ingu, hillum eða nýjum púðum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Annað fólk hefur mikil áhrif á þig í dag, sem getur bæði verið gott og slæmt. Taktu frumkvæðið í þínar hendur og þá ertu ofan á þegar til kastanna kemur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Tengingarnar milli hugar og anda eru oft margbrotnar. Ef þær tala ekki beint til þín, er allt eins víst að þú látir sem þú sjáir þær ekki. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ekki hægt að velta hlutunum endalaust fyrir sér. Mundu að telja upp að tíu áður en þú segir nokkuð. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Taktu því vel og notfærðu þér svo þennan lærdóm til þess að auðga líf þitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú finnur fyrir óvenjumiklu sjálf- stæði og uppreisnargirni og vilt alls ekki láta segja þér fyrir verkum. Taktu þig nú á og gerðu að reglu að svara símtölum og tölvu- bréfum, a.m.k. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver misskilningur gæti komið upp milli ástvina sem þarf að leiðrétta. Tafir í umferðinni gætu komið sér illa fyrir þig. Láttu aðra ekki stjórna lífi þínu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert að velta fyrir þér leiðum til að fjárfesta til framtíðar. Ekki leyfa neinum að draga þig niður. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þetta er ekki rétti tíminn til að efast um eigin ágæti. Einhver á eftir að sýna raun- verulegan styrk styrk sinn í þessum deilum. Magnús Snædal hittir naglann áhöfuðið þegar hann segir: „Þegar manni dettur ekkert frum- legt í hug sjálfum má reyna að end- urraða orðum annarra (í þessu til- viki Björns M. Ólsen og Hannesar Hafstein): Ef sætir þú skýr að Skúla og skálda létir þinn túla , nú eins og þá þú mundir fá högg frá Hákoni fúla.“ Hér vísar Magnús til kvæðis, sem stúdentar hafa til skamms tíma sungið undir skál. Það kemur í gott skap að rifja upp þetta kvæði og raula það með sjálfum: Þegar hnígur húm að Þorra oft ég hygg til feðra vorra og þá fyrst og fremst til Snorra sem framdi Háttatal. Áður sat hann skýr at Skúla, og þar skálda lét sinn túla, bæði um hann og Hákon fúla sem hirti frelsi vort. Fögur knáttu gullker geiga sem að gaman væri að eiga full af safa sætra veiga er sveif á alla drótt. Snorri karlinn kunni að svalla og að kæta rekka snjalla þegar húmi tók að halla í höllu Skúla jarls. Og hann þoldi að þreyta bögur og að þylja fornar sögur, já, allt fram til klukkan fjögur þá fór hann í sitt ból. Samt frá hilmi heim hann stundar út til helgrar fósturgrundar og sitt skip að búa skundar það skáldmæringa val. Þá kom boð frá herra Hákon sem var harður eins og Drákon. „Ég er hákon-,“ sagði Hákon, „ég er hákonservatív“. „Ég vil út! Ég vil út að bragði! Ég vil út,“ þá kempan sagði. „Ég vil út,“ og út hann lagði til Íslands sama dag. Af því beið hann bana síðar fyrir buðlungs vélar stríðar. Síðan gráta hrímgar hlíðar og holt um Borgarfjörð. Sumir bættu við eða sungu á und- an og gjarna í öðrum tón og takti: Það var hún Gunna greyið með gullna hárið slegið; mér er sama hvað þið segið ég svaf hjá henni í nótt. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um Hákon fúla, Skúla jarl og Snorra Í klípu „ÞETTA ER KANNSKI EKKI FULLKOMIÐ EN VIÐ SKULUM NÚ EKKI HENGJA HAUS.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ ER EIGINLEGA ‚NÝTT OG BETRA KÁL‘?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að lesa uppáhalds- söguna fyrir háttinn. STUÐ FYLGIR MÉR HVERT SEM ÉG FER DRÍFA SIG! EINHVER MANNA OKKAR ER SVIKARI OG LIÐHLAUPI! GERUM ÁRÁS ÁÐUR EN HANN GETUR VARAÐ ÓVININN VIÐ! FELIÐ ALLAN MAT OG DRYKK! OF SEINT! Víkverji lenti í þeirri óvenjulegustöðu á dögunum að leggja inn á reikning ríkissjóðs í einkabankanum, svona eins og um hverja aðra milli- færslu væri að ræða. Það gleymdist að vísu að senda skilaboðapóst á Bjarna Ben en hann les þetta vonandi hér. x x x Þannig var mál með vexti að Vík-verji fékk ofgreidda endur- greiðslu á virðisaukaskatti vegna við- haldsvinnu pípara fyrir heimilið. Þetta uppgötvaðist þannig að Vík- verji fékk í pósti tvö bréf frá Toll- stjóra, sem bæði innihéldu kvittun fyrir endurgreiðslunni, sama upp- hæðin í hvoru bréfi, sem hafði verið lögð inn í tvígang á reikning Víkverja. x x x Þó að alltaf sé nú gleðiefni að fápening frá ríkinu (sem orðið er sjaldgæf sjón eftir að vaxta- og barnabætur hurfu út í buskann fyrir nokkrum árum og hafa aldrei sést síðan) þá tók Víkverji upp tólið og hringdi í innheimtudeild Tollstjóra, samviskusemin uppmáluð. Víkverja var vel tekið og gjaldkerinn sá mis- tökin strax í tölvu sinni. Til að leysa úr málinu bað konan Víkverja að millifæra ofgreiðsluna til baka og gaf upp reikningsnúmer og kennitölu rík- isins. Var þetta auðsótt mál og milli- færslan var framkvæmd innan mín- útu, með undarlega léttri lund. x x x En þegar Víkverji fór að skoðaeinkabankann betur þá rak hann augun í kröfu frá innheimtumanni ríkissjóðs, upp á nánast sömu upp- hæð og ofgreiðslunni nam. Gjaldker- inn hjá Tollstjóra hafði ekki haft orð á þessu og því kom þetta Víkverja í opna skjöldu. Það sem fór þó verst í hinn samviskusama skattgreiðanda var að sjá dráttarvexti og álag sem ríkissjóður hafði bætt ofan á kröfuna, heilar 35 krónur. Það átti semsagt að rukka Víkverja fyrir þessi mistök rík- isins. x x x Um þetta hefur Víkverji aðeins eittað segja: Bjarni minn! Eins og einn góður maður orðaði það við for- vera þinn í fjármálaráðuneytinu forð- um daga: Svona gera menn ekki! víkverji@mbl.is Víkverji Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Matt. 5:7 náttúrulegt val 1 2 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.