Morgunblaðið - 29.03.2016, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016
✝ Bára Lár-usdóttur fædd-
ist á Heiði á Langa-
nesi 28. janúar
1931. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 19.
mars 2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Lár-
us Helgason bóndi
og Arnþrúður Sæ-
mundsdóttir hús-
móðir á Heiði á Langanesi. Bára
var eitt 14 barna þeirra hjóna, en
einnig ólu hjónin upp Snorra
Bergsson. Bára var yngst í systk-
inahópnum, sem nú er allur fall-
inn frá. Systkini Báru voru Guð-
laug, Margrét, Lára, Sæmundur,
Þórdís, Anna, Bergþóra, Aðal-
björg, Jón Trausti, Ari, Ingimar,
Einar, Þorgerður, og uppeld-
isbróðir Snorri Bergsson.
Bára á einn son, Ingimar Örn
Pétursson, búsettan í Reykjavík,
með fyrrverandi manni sínum,
Pétri Á. Guðmundssyni frá
Ólafsvík, f. 19. júlí 1930, d. 29.
desember 1995.
Ingimar Örn eignaðist þrjú
börn þau eru 1) Bára Rós, gift
Tómasi A. Emilssyni, barn
þeirra er Alda Björk, 2) Pétur
Ingi og 3) Róbert
Þór.
Árið 1976 giftist
Bára eftirlifandi
eiginmanni sínum,
Tómasi Hanssyni, f.
6. maí 1940, og
bjuggu þau á
Hringbraut í Kefla-
vík alla tíð. Synir
Tómasar eru Árni,
giftur Sesselíu Hall-
dórsdóttur, Ómar,
giftur Lindu Halldórsdóttur,
Kristján og Ísak.
Bára ólst upp á Heiði við al-
menn sveitastörf, bera vatn úr
bæjarlæknum til heimilisins,
gæta búfjár o.s.frv. Ung að árum
fór Bára til Vestmannaeyja í vist
þar sem hún gætti 3 barna, eld-
aði og sá um heimilisstörf.
Þegar Bára er um 17 ára göm-
ul flyst hún suður með sjó til
Keflavíkur þar sem hún bjó alla
tíð lengst af á Hringbraut 59.
Bára vann við fiskvinnslu, sá um
matargerð t.d. á Mánabar og svo
í kringum 1971-72 hóf hún að
vinna í eldhúsinu á Sjúkrahúsi
Keflavíkur allt þar til hún hætti
að vinnu. Útför Báru fer fram
frá Keflavíkurkirkju í dag, 29.
mars 2016, klukkan 13.
Elsku mamma, sú tilhugsun að
geta ekki hringt í þig, sest með
kaffibolla hjá þér, leitað ráða,
haldið utan um þig, er mér erf-
iðari en orð geta lýst. Þú hefur
alltaf verið mín stoð og stytta,
ráðunautur og vinur í þessu lífi.
Guð vissi hvað hann var að
gera þegar hann kom mér fyrir
hjá þér. Þvílík lukka fyrir mig að
vera settur í þína umsjá og
gæslu. Því ég væri ekki sá maður
sem ég er í dag án þinnar að-
gæslu, kennslu og handleiðslu.
Þín nærgætni, umhyggja og ást
er það sem hefur borið mig í
gegnum þær mótbárur sem hafa
komið. Þín staðfasta trú á allt það
góða í öllum hefur kennt mér að
koma fram við alla af virðingu og
að sjá það góða í öllum og þessu
lífi.
Í gegnum þína ættrækni,
ferðalög til þinna systkina og fjöl-
skyldu þeirra, þekki ég mitt fólk.
Sú tryggð og ást sem þið systkini
sýnduð hvort öðru hefur gefið
mér trú á vinskap og nauðsyn
þess að rækta mín fjölskyldu-
bönd. Þvílík forréttindi að fá að
hitta 13 af 14 systkinum þínum.
Þvílíkur fjársjóður sem þar var af
umhyggju, tryggð, og ekki síst
gleði. Það er sama hvar eða
hversu mörg þið voruð þegar þið
hittust, ávallt skein gleðin og um-
hyggjan fyrir hvert öðru í gegn.
Þegar hist var á sumrin í
Bræðraborg á Þórshöfn var eins
og enginn þyrfti að sofa. Spjall,
hlátur og söngur var alls ráðandi
fram eftir og svo fór heimilisfólk-
ið (Nonni og Dísa) til vinnu kl. 8
um morguninn. Kvöldheimsókn-
irnar til systkinanna og rölt um
þorpið eru ógleymanlegar. Þvílík
forréttyndi að fá að upplifa og
eiga þessar minningar.
Þín barnabörn, Bára Rós, Pét-
ur Ingi og Róbert Þór og síðar
barnabarnabarnið þitt Alda
Björk, voru þér allt. Að sjá þig
með þeim og þau með þér í gegn-
um árin er ómetanlegt. Þau, og
við öll munum búa að því alla ævi
og þeim minningum sem þar voru
búnar til. Ást þeirra á þér og
fóstra skein í gegn í hvert skipti
sem átti að fara til ömmu og afa,
eða seinni ár þegar þau fóru sjálf.
Ykkar umhyggja fyrir okkar fjöl-
skyldu verður með okkur alla tíð
og hefur kennt okkur margt.
Ég vil þakka Tomma, fóstra,
fyrir allan þann stuðning ást og
umhyggju sem hann hefur sýnt
þér og mér. Hann er einstakur
maður og á ég fallegar minningar
um ykkar samverustundir. Hann
stóð þétt með þér í þínum veik-
indum og gerði þér kleift að vera
heima á Hringbrautinni fram á
lokastundu. Ég og fóstri munum
halda þétt utan um hvor annan og
passa. Ég er honum óendanlega
þakklátur fyrir allt og allt, til
handa okkur báðum.
Elsku mamma mín, þú ert sú
fallegasta manneskja sem ég hef
á minni ævi hitt. Þinn styrkur
óendanlegur og réttlætiskennd
óhagganlega. Sú góðvild sem þú
sýndir öllum er til eftirbreytni og
mun ég leitast við að feta í þín fót-
spor. Ég veit að þú ert komin á
góðan stað og hvíldin góð. Við
fjölskyldan munum standa þétt
saman og mun ég gæta þeirra
vel. Hvíl í friði, elsku mamma
mín, vitandi að þú hefur kennt
okkur vel og sýnt með þínum eig-
in gjörðum hvernig góð mann-
eskja skal vera.
Ég elska þig af öllu hjarta. Þín
minning lifir að eilífu.
Þinn sonur,
Ingimar Örn.
Elsku flotta amma mín.
Síðustu dagar hafa verið afar
sorgmæddir og erfiðir en það er
samt svo mikið þakklæti í hjarta
mínu fyrir allan þann tíma sem
við áttum saman. Það var alltaf
svo mikil gleði og glens þegar við
nöfnurnar hittumst.
Ég mun aldrei gleyma því þeg-
ar þú kenndir mér að naglalakka
mig og hugsa ég til þín í hvert
skipti sem ég naglalakka mig enn
þann dag í dag. Þú varst alltaf að-
alskvísan og alltaf svo vel til fara
með fallegu hárlokkana þína al-
veg fram á þinn síðasta dag.
Þú minntir mann sífellt á það
að það eru ekki veraldlegu hlut-
irnir sem skipta máli enda lifðir
þú þínu lífi í að hugsa um aðra og
láta fjölskylduna alltaf vera í
fyrsta sæti. Enda var alveg sama
hvenær dags maður kom til þín
það var alltaf einhver í heimsókn
hjá „ömmu“.
Þín verður sárt saknað, elsku
amma mín, en minning þín lifir í
hjörtum okkar allra að eilífu.
Góða ferð, amma mín, guð geymi
þig.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín,
Bára Rós Ingimarsdóttir.
Bára Lárusdóttir fæddist á
Heiði Langanesi 28. febrúar
1931. Foreldrar hennar voru
Arnþrúður Sæmundsdóttir og
Lárus Helgason. Bára ólst upp á
Heiði í stórum systkinahópi en
þau voru fjórtán systkinin og var
Bára yngst í hópnum og sú síð-
asta af hópnum sem kveður. Bára
hleypti ung heimdraganum og fór
til náms að Reykjaskóla í Hrúta-
firði, síðan lá leiðin til Suðurnesja
og í Keflavík settist hún að og átti
þar heima síðan. Þar kynntist
hún fyrri manni sínum, Pétri
Guðmundssyni og bjuggu þau í
Keflavík þar til leiðir þeirra
skildi. Þeim varð ekki barna auð-
ið en ættleiddu dreng, Ingimar
Örn Pétursson sem eftir það varð
ljósgeislinn í lífi Báru frænku.
Ingimar Örn fæddist 28. febrúar
1963 og á hann þrjú börn, Báru
Rós, Pétur og Róbert sem voru
frænku miklir gleðigjafar og lífs-
fylling. Bára kynntist síðari
manni sínum, Tómasi Hanssyni
og var það henni mikið gæfuspor
og segja má að þau hafi haldist í
hendur allar götur síðan. Þar
ríkti ást og kærleikur.
Bára var mikil húsmóðir og
hélt fast í uppruna sinn. Hún átti
endalaust af hlýju og kærleik og
þess nutu ættingjar hennar í rík-
um mæli og segja má að heimili
hennar hafi verið öllum opið að
nóttu sem degi og þar voru allir
velkomnir. Ekki var húsrýmið
alltaf nægjanlegt en því stærra
var hjartarýmið. Hún lét öllum
líða vel í kringum sig, frá henni
stafaði ómæld hlýja, brosið hlýtt
og fallegt og hún hafði fallega og
notalega útgeislun. Nú að leiðar-
lokum geymi ég í hjarta mínu
minningu um konu sem var ávallt
glæsileg og falleg, sjálfstæð og
full af hlýju og endalausri blíðu.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
Trausti Örn Guðmundsson.
Nú er komin kveðjustund.
Minningarnar líða fram í hugann,
söknuður og tregi sækja að. Ég
minnist Báru föðursystur minnar
fyrst í æsku, er hún og Pétur Á.
Guðmundsson, fyrrverandi mað-
ur hennar, sem er látinn, komu
eins og vorboðarnir alla leið til
Þórshafnar frá Keflavík með við-
komu í Borgarnesi og Akureyri í
heimsókn til skyldmenna. Bára
var yngst í stóra systkinahópnum
frá Heiði á Langanesi og var ætíð
fagnaðarfundur þegar þau hitt-
ust. Fimmtán ára gamall í tónlist-
arnámi í Reykjavík kom ég fyrst
til Báru og Péturs um jól og ára-
mót, sem varð til þess, að ég sett-
ist í annan bekk Gagnfræðaskóla
Keflavíkur og lauk gagnfræða-
prófi í fjórða bekk. Þessi ár í lífi
mínu vil ég þakka fyrir og minn-
ist góðu stundanna hjá Báru og
Pétri. Ég gleymi aldrei gleði-
stundinni þegar sonur þeirra,
Ingimar Örn, nýfæddur, kom á
Hringbrautina og nýr kafli hófst í
lífi Báru. Bára mín, þú varst ein-
stakur sólargeisli, vildir öllum vel
og sást alltaf stjörnurnar bak við
skýin. Væntumþykja og um-
hyggja fyrir öllum ættingjum og
vinum var umtöluð og áttu marg-
ir skjól í þínum faðmi. Utan
æskuáranna bjóst þú alla tíð í
Keflavík og vildir hvergi annars
staðar vera. Það var mikil gifta
þegar þú kynntist Tómasi Hans-
syni, seinni eiginmanni þinum.
Þið voruð ótrúlega samhent og
hamingjusöm alla tíð. Þið ferðuð-
ust mikið bæði innan- og utan-
lands og hélduð uppteknum hætti
með heimsóknum til ástvina. Það
er ótrúleg umhyggjusemi, kær-
leikur, þolinmæði og þrautseigja,
sem Tommi sýndi alla tíð í veik-
indum þínum, ekki síst, þar sem
hann sjálfur gekk ekki heill til
skógar eftir mjög erfiðan hjarta-
uppskurð upp á líf og dauða.
Hafðu hjartans þökk fyrir,
Tommi minn. Augasteinarnir í lífi
Báru, Ingimar sonur, hennar
börn og barnabörn veittu henni
allan sinn styrk í gegn um lífið og
hlúðu að henni á allan hátt. Hafið
hjartans þökk fyrir. Ég vil þakka
starfsfólki HSS fyrir frábæra
umönnun. Bára mín, þú varst fyr-
irmynd hins góða í lífinu og hugs-
andi um þig kemur í huga minn
setning eins af uppáhalds kenn-
urum mínum í Barnaskóla Þórs-
hafnar, er hann sagði okkur
börnunum að fátt í lífinu væri
dýrmætara að eiga en traustan
og góðan vin. Ég bið um frið í
heimi okkar og minningin um þig
gleymist aldrei.
Baldvin Elís Arason.
Elsku Bára, mikið er ég þakk-
lát fyrir að hafa kynnst þér. Þú
varst einstök kona með stórt og
fallegt hjarta og tókst mér með
opnum örmum inn í fjölskylduna.
Ég á eftir að sakna þess að
drekka kaffi með þér og spjalla
um allt milli himins og jarðar og
hlusta á sögurnar þínar. Það
hreif mig hversu jákvæð þú varst
og sást alltaf það góða í öllum og
það var svo gaman að hlæja með
þér, þú varst svo sannarlega með
húmorinn í lagi. Það var yndis-
legt að fylgjast með ykkur
Tomma og sjá hversu samrýmd
þið voruð og hve mikil ást, virðing
og vinátta var á milli ykkar. Við
munum passa upp á hann ynd-
islega Tomma þinn. Blessuð sé
minning þín.
Elín Gyða Hjörvarsdóttir
Bára Lárusdóttir
Með kærleik og virðingu
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Ellert Ingason
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður
okkar og ömmu,
ÞÓRUNNAR DANÍELSDÓTTUR
frá Ísafirði,
sem lést á Spáni 14. mars, fer fram frá
Kópavogskirkju miðvikudaginn 30. mars kl
15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Parkinsonsamtökin á Íslandi.
.
Ármann Jóhannsson (Khushendra Desai),
Gunnvant Baldur Ármannsson,
Edda Bryndís Armannsdóttir,
Brandur Gunnvantsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARÍA HALLDÓRSDÓTTIR,
Granaskjóli 17, Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 19. mars verður jarðsungin frá
Hallgrímskirkju fimmtudaginn 31. mars 2016, kl. 15:00.
.
Bjarni Már Ragnarsson, Guðrún Fjóla Gränz,
Ragna María Ragnarsdóttir, Guðmundur Þ. Harðarson,
Halldór Kolbeinsson, Hildur Petersen,
Kristinn Kolbeinsson, Gunnþórunn Geirsdóttir,
Þór Kolbeinsson, Lucia Helena Jacques,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
KRISTÍN MARSELLÍUSDÓTTIR,
Bolungarvík,
sem lést á skírdag 24. mars, verður
jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík,
laugardaginn 2. apríl, klukkan 14.
.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN GUNNLAUGSSON,
fyrrverandi bæjarstjóri og
alþingismaður,
Hafnarfirði,
sem lést 23. mars á Hrafnistu í Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 31.
mars kl. 13:00.
.
Finnur Torfi Stefánsson, Steinunn Jóhannesdóttir,
Gunnlaugur Stefánsson, Sjöfn Jóhannesdóttir,
Guðmundur Árni Stefánsson, Jóna Dóra Karlsdóttir,
Ásgeir Gunnar Stefánsson, Sigrún Björg Ingvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur,
frændi, kærasti og barnabarn,
FRIÐRIK JÚLÍUS BJÖRGVINSSON,
vélvirki,
nemandi LbhÍ, Hvanneyri,
frá Núpi, Berufirði,
lést þriðjudaginn 22. mars síðastliðinn.
Útför fer fram frá Heydalakirkju 2. apríl kl. 14.
.
Björgvin R. Gunnarsson, Vilborg Friðriksdóttir,
Kolbrún Rós, Katrín Birta,
Hjörvar Freyr, Helena Draumey,
Linda Margrét Gunnarsdóttir,
Friðrik Steinsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ANNA LUCKAS,
forstjóri,
áður til heimilis að Ásbúð 96, Garðabæ,
andaðist laugardaginn 19. mars. Útför
hennar fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn
30. mars kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að
láta hjálparstarf þurfandi og veikra barna njóta þess.
.
Udo Luckas, Rósa Linda Thorarensen,
Claudia M. Luckas, Þórður Bachmann,
Frank D. Luckas, Gígja Magnúsdóttir
og barnabörn