Morgunblaðið - 29.03.2016, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016
Hlökkum til að heyra frá ykkur!
Nolta
Okkar megin áherslur eru:
◆ Liðsheildarþjálfun ◆ Leiðtogahæfni ◆ Stefnumótun og umbótastarf
Sigurjón
Þórðarson
Sími: 893 1808 •
sigurjon.thordarson@nolta.is
Friðfinnur
Hermannsson
Sími: 860 1045 •
fridfinnur.hermannsson@nolta.is
Ráðgjöf og þjálfun nolta.is
Vinnustofur sem styrkja og hreyfa við fólki
Frekari upplýsingar á nolta.is
Nolta er á Facebook
Viltu styrkja liðið þitt?
Team - Navigation er kröftug og skilvirk tveggja daga vinnustofa þar sem liðið
nær sameiginlegri tengingu og kemur helstu verkefnum sínum í bullandi farveg.
Leiðtoginn á réttum kúrs
Self - Navigation er skemmtileg tveggja daga vinnustofa þar sem leiðtoginn
stillir af hvert hann stefnir og kemur skipulagi á sín helstu verkefni.
Árni
Sverrisson
Sími: 898 5891 •
arni.sverrisson@nolta.is
Við getum skipulagt árshátíðir fyrir stóra sem smáa hópa.
Gistihúsið Hrauneyjar er í aðeins 150 km. fjarlægð frá Reykjavík.
Árshátíð á hálendi Íslands
lÍs en ku
ALPARNIR
s
FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727
alparnir.is
Tollalækkun Salomonskór á ennbetra verðien áður!Salomon
Speedcross 3
herraskór
Stærðir 42-48
Verð
áður 29.995 kr.
nú 24.995 kr.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Yfir 70 einstaklingar létu lífið í sjálfs-
morðsárás í almenningsgarði í borg-
inni Lahore í Pakistan á páskadag.
Yfirvöld í Pakistan hafa ekki staðfest
endanlega tölu látinna og er óttast að
enn fleiri hafi látið lífið í hryðju-
verkaárásinni en á þriðja hundrað
manns eru slasaðir eftir árásina.
Hryðjuverkaárásinni var beint
gegn kristnum í borginni, sem voru
saman komnir í Gulshan-e-Iqbal
garðinum til að fagna páskum þegar
sprengja sprakk nærri barnaleikvelli
á svæðinu en talið er að um 30 börn
séu meðal þeirra sem létu lífið í árás-
inni.
Klofningshópur úr röðum talib-
ana sem nefnir sig Jamaat-ul-Ahrar
hefur lýst árásinni á hendur sér og
hefur talsmaður samtakanna sagt að
árásinni hafi verið sérstaklega beint
gegn kristnu fólki.
Hóta frekari árásum
Forsætisráðherra Pakistan,
Nawaz Sharif, hvetur til aukins sam-
starfs milli hers og lögreglu og að
auka þurfi áherslu á að berjast gegn
hryðjuverkum en Lahore er helsta
pólitíska vígi forsætisráðherrans.
Nokkrir hafa nú þegar verið hand-
teknir vegna árásarinnar og hald
lagt á vopn í húsleitum á fimm stöð-
um í Pakistan í gær. Borgin er meðal
þeirra ríkustu í Pakistan og talin
nokkuð frjálslynd.
Talsmaður Jamaat-ul-Ahrar
hryðjuverkasamtakanna segir árás-
ina vera skilaboð til forsætisráð-
herrans að samtökin séu nú komin til
Lahore og lofar frekari árásum í
borginni.
Þrátt fyrir að hryðjuverkaárás-
inni hafi verið beint gegn kristnum
er talið að flest fórnalömb hennar
hafi verið múslimar. Sharif hefur lýst
yfir þriggja daga sorg í Punjab-
héraði.
Hryðjuverkinu var
beint gegn kristnum
AFP
Pakistan Fjöldi barna urðu fórn-
arlömb sjálfsmorðssprengjuárásar.
Yfir 70 látnir og meira en 300 særðir
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Fjórir hafa látist á sjúkrahúsi af völd-
um áverka sem þeir hlutu í hryðju-
verkaárásunum á þriðjudag fyrir viku
í Brussel. Tala látinna hefur því hækk-
að úr 31 í 35, að sögn yfirvalda í Belgíu,
en þar með taldir eru hryðjuverka-
mennirnir þrír sem sprengdu sig.
Belgíska lögreglan og herinn hefur
verið með gífurlegan viðbúnað í borg-
inni frá því hryðjuverkaárásin var
framin og gerðar hafa verið húsleitir
víða og á annan tug einstaklinga hand-
teknir en lögreglan í Belgíu handtók
fjóra í þrettán húsleitum í páskadag.
Flestar voru í höfuðborginni og í bæ
skammt frá, Mechelen, en einn var
handtekinn í Duffel.
Þá hefur ríkissaksóknari í Belgíu
gefið út að þrír menn hafi verið ákærð-
ir í gær í tengslum við árásirnar í
Brussel.
Mennirnir voru allir handteknir um
helgina og eru ákærðir fyrir aðild að
hryðjuverkasamtökum. Fjórði maður-
inn sem var handtekinn í gær var hins
vegar látinn laus. Mennirnir þrír heita
Yassine A., Mohamed B. og Abouba-
ker O., að sögn saksóknara og bætir
hann því við að þeir séu í haldi í
tengslum við rannsóknina en nefnir
ekki hvaða rannsókn.
Birta mynd frá flugvellinum
Lögreglan í Brussel birti í gær
myndskeið úr eftirlitsmyndavélum á
Zavantem-flugvellinum þar sem sést
til manns í hvítum jakka og með dökk-
an hatt ganga með kerru á undan sér
við hlið mannanna tveggja sem
sprengdu sig á þriðjudag.
Talið er að maðurinn hafi flúið af
vettvangi og sprengja hans ekki
sprungið. Myndbirtingin verður von-
andi til þess að kennsl verði borin á
manninn.
Fórnarlömbunum í
Brussel fjölgar enn
AFP
Samhugur Íbúar í Brussel ætla ekki að láta hryðjuverkin buga sig. Kerti eru tendruð í minningu hinna látnu.
Fjórir sem særðust í hryðjuverkaárásinni létust á sjúkra-
húsi af sárum sínum Fjöldi látinna er því kominn í 35
Ekki verður flogið til Brussel í
dag en að sögn Guðjóns Arn-
grímssonar, upplýsingafull-
trúa Icelandair, verður Zaven-
tem flugvöllur í Brussel
lokaður fram á miðvikudag
hið minnsta.
Á vef flugvallarins í Brussel
kemur fram að álagspróf
verði gerð á vellinum í dag til
þess að kanna hvort þær lag-
færingar sem gerðar voru í
brottfararsalnum standist
kröfur. Icelandair hefur þegar
aflýst átta flugferðum til
Brussel.
Enn lokað
FLUGVÖLLURINN Í BRUSSEL