Morgunblaðið - 29.03.2016, Side 40
ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 89. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Klæddist öllum fötunum í fluginu
2. Dönsuðu og döðruðu í …
3. Mourinho vill þessa þrjá á Old …
4. Alvarlegt bílslys á Suðurlandi …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Uppfærslu Borgarleikhússins á
Mávinum eftir Anton Tsjékov í leik-
stjórn Yönu Ross hefur, samkvæmt
upplýsingum frá leikhúsinu, verið
boðið á nokkrar leiklistarhátíðir. For-
svarsmenn leikhússins hafa þegið
boð um að sýna uppfærsluna á Kon-
takt leiklistarhátíðinni í Póllandi síð-
ar á þessu ári. Samkvæmt upplýs-
ingum frá leikhúsinu er hátíðin ein af
virtustu leiklistarhátíðum heims og
hefur verið starfrækt frá árinu 1991.
Skipuleggjendur hátíðarinnar bjóða
áhugaverðustu leiksýningum í Evr-
ópu á hátíðina, sem einnig er keppni
þar sem dómarar velja þrjú bestu
verkin á hátíðinni.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Mávinum boðið á leik-
listarhátíð í Póllandi
Sænski píanóleikarinn Stefan Boj-
sten kemur fram á tónleikum í sal
Norræna hússins í kvöld kl. 20. Á efn-
isskránni eru verk eftir Mozart, Schu-
bert og Debussy samin á seinni árum
tónskáldanna sem áttu það sameig-
inlegt að vera afkastamikil en
skammlíf. Bojsten nam m.a. við Kon-
unglega tónlistarháskólann í Stokk-
hólmi og hefur frá 1997 starfað sem
prófessor við sama
skóla. Hann hefur hlot-
ið margvíslegar
viðurkenningar fyrir
störf sín og er einnig
vinsæll fyrirles-
ari og gesta-
kennari. Að-
gangur að
tónleikunum
er ókeypis.
Stefan Bojsten leikur
í Norræna húsinu
Á miðvikudag Austan 5-10 m/s og snjókoma eða slydda með
köflum sunnanlands, hiti kringum frostmark. Hægari vindur og
stöku él í öðrum landshlutum með frosti á bilinu 0 til 7 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan- og austanátt, víða á bilinu 3-8
m/s. Líkur á dálitlum éljum í flestum landshlutum, síst þó á Vest-
urlandi. Hiti að deginum frá frostmarki syðst, niður í 8 stiga frost.
VEÐUR
Tindastóll sendi Keflavík í
sumarfrí í Dominos-deild
karla í körfuknattleik í gær-
kvöld en Stólarnir burstuðu
Suðurnesjaliðið í fjórða leik
liðanna í átta liða úrslit-
unum. Með sigrinum
tryggði Tindastóll sér sæti í
undanúrslitunum. Í kvöld
eru tveir leikir í úrslita-
keppninni. Njarðvík tekur á
móti Stjörnunni og Haukar
sækja Þór Þorlákshöfn
heim. »2
Tindastóll sendi
Keflavík í fríið
„Við höfum farið rækilega yfir leikinn
gegn Danmörku og greint ítarlega
hvað betur má fara. Við drógum mik-
inn lærdóm af leiknum gegn Dönum
og það var til að mynda gott að fá að
takast á við lið sem spilar með
þriggja manna varnarlínu og færir
boltann hratt á milli svæða,“ sagði
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari
við Morgunblaðið. »4
Drógum mikinn lærdóm
af Danaleiknum
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta hefur smám saman undið upp
á sig og hefur verið mjög gaman. Við
höfum farið á flesta staði sem Tinda-
stóll hefur keppt á og leikirnir ekki
verið í beinni útsendingu á stóru
stöðvunum,“ segir Viggó Jónsson á
Sauðárkróki en fyrir nokkrum árum
fór hann ásamt syni sínum, Elfari
Má, af stað með upptökur og útsend-
ingar á netinu frá körfuboltaleikjum
Tindastóls, bæði á úti- og heima-
leikjum. Ekkert félag hefur annan
eins viðbúnað á leikjum, með fjórar
tökuvélar og allt að átta manns að
störfum við hverja útsendingu.
Síðast í gærkvöldi aðstoðuðu Viggó
og hans félagar við útsendingu Stöðv-
ar 2 Sport frá viðureign Tindastóls og
Keflavíkur í úrslitakeppni Dominos-
deildarinnar. Um leið tók Viggó upp
leikinn fyrir körfuknattleiksdeildina.
Stólarnir gjörsigruðu Keflvíkinga
og því komnir í undanúrslit. Þar með
er líklegt að fleiri leikir séu eftir fyrir
Tindastól TV á þessari leiktíð.
Fjórar tökuvélar
Frá því Tindastóll TV fór af stað
hafa umsvifin smám saman aukist.
Fyrst var notast við eina tökuvél og
engin lýsing var á því sem fyrir augu
bar. Síðan tóku ungir menn að sér
lýsingarnar og lengi var Pálmi Þórs-
son í því hlutverki. Hann er nú
kominn í lið Tindastóls og í vetur
hefur hinn kornungi Eysteinn
Guðbrandsson farið á kostum í
lýsingunum. Í útileikjunum hef-
ur Gunnlaugur Skúlason oft
sinnt þessu hlutverki. Þá hafa
Gunnar Traustason og Adam
Smári Hermannsson veitt
góða aðstoð í tæknivinn-
unni, bæði nyrðra og syðra,
ásamt fleirum.
Umsvifin jukust verulega
eftir áramótin þegar bætt var
við upptökuvélum og Árni
Gunnarsson, kvikmyndagerð-
armaður hjá Skottu Film, gekk til liðs
við Viggó og félaga. Er nú notast við
fjórar vélar í heimaleikjunum og
skipt á milli eftir þörfum.
„Körfubolti er gott sjónvarpsefni
og við finnum klárlega að áhuginn
hefur aukist. Áhuginn kemur líka
þegar þessum greinum er sinnt,“ seg-
ir Viggó en þegar mest lætur hafa
þúsundir manna verið að horfa á
Tindastól TV, eins og í úrslitavið-
ureigninni gegn KR á síðasta keppn-
istímabili. IP-tölur hafa mest sýnt
hátt í 2.000 tölvur og gætu þá verið
fleiri en einn að horfa í hverri tölvu.
„Þetta er um allt land og víða um
heim. Skagfirðingar vilja fylgjast
með sínu liði hvar sem er og einnig
stuðningsmenn mótherjanna. Hjá
okkur er bara hátíð í bæ þegar út-
sendingar eru frá körfunni, fólk setur
sig í stellingar og fær sér popp og kók
fyrir framan tölvurnar.“
Útsendingar um heim allan
Tindastóll TV
jafnast á við heila
sjónvarpsstöð
Ljósmynd/Óli Arnar Brynjarsson
Tökuliðið Menn kampakátir í Síkinu í gær, f.v. Sigþór Gunnarsson, Gunnar Traustason, Adam Smári, Viggó Jóns-
son, Eysteinn Guðbrandsson og Árni Gunnarsson. Á myndina vantar Elfar Má Viggósson og Áróru Árnadóttur.
Viggó Jónsson viðurkennir fúslega
að eiga oft erfitt með að halda aftur
af sér við tökuvélina, með annan
son sinn inni á körfuboltavellinum,
fyrirliðann Helga Rafn.
„Það hefur komið fyrir að ég
hef stundum gleymt mér í æs-
ingnum. Ég reyni þó að ein-
beita mér að því að koma efn-
inu til skila til áhorfenda,“
segir Viggó en fleiri fjöl-
skyldumeðlimir hafa
einnig tengst leikjum
Tindastóls. Sigríður
Inga, dóttir hans, hefur
oft verið á ritaraborðinu á
heimaleikjunum og eig-
inkonan, Rannveig Helgadóttir, hef-
ur séð um þvott á búningum liðsins.
Eins og kemur fram hér til hliðar
hefur Elfar Már Viggósson að-
stoðað við tæknimálin. Þó að hann
stundi sjóinn af kappi hefur það
ekki hindrað hann í að veita aðstoð,
staddur jafnvel langt úti á Reykja-
neshrygg.
„Hann er þá bara inni á tölvunni
minni gegnum netið og símann.
Það er gott að hafa slíkan tækni-
mann í fjölskyldunni,“ segir Viggó
sem hefur verið tökumaður fyrir
RÚV og Stöð 2 mörg undanfarin ár,
þegar eitthvað hefur verið um að
vera í Skagafirði og nágrenni.
„Hef stundum gleymt mér“
FJÖLSKYLDA VIGGÓS Í ÝMSUM HLUTVERKUM
Helgi Rafn
Viggósson
„Það eru svona tvær til þrjár vikur
síðan ég vissi að þetta væri að fara
að gerast. Þegar þetta
kom á borðið þá kom
lítið annað til greina
hjá mér en að láta
þetta verða að
veruleika,“ sagði
Guðmundur
Þórarinsson við
Morgunblaðið
eftir að hafa
skrifað undir
samning við
Rosenborg.
»1
Þriðji Íslendingurinn í
herbúðum Rosenborg