Morgunblaðið - 29.03.2016, Side 30

Morgunblaðið - 29.03.2016, Side 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016 H alldóra fæddist í Reykjavík 29.3. 1966. Hún var í Melaskóla og Hagaskóla og stundaði nám við MR: „Ég ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík, fyrst í gömlu kenn- arablokkinni við Hjarðarhaga. Sú blokk var samfélag út af fyrir sig þar sem ríkti mikið traust og vinsemd meðal íbúa en ég á mjög góðar minn- ingar frá þeim stað. Fjölskyldan flutti svo á Kvisthaga þar sem fór vel um okkur og seinna í Breiðholtið.“ Halldóra lauk stúdentsprófi frá MR 1986, tók sér síðan námsfrí í eitt ár, sótti svo um í Leiklistarskóla Ís- lands, komst inn í fyrstu tilraun og útskrifaðist sem leikkona árið 1991. Halldóra var fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið í tæp tuttugu ár eða til 2008 og lék þar fjölda hlut- verka. Auk þess lék hún mikið í út- varpi, sjónvarpi og kvikmyndum á þessum árum og var tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir aðalhlutverk í Mýrarljósi í Þjóðleikhúsinu 2005. „Þegar ég hætti í Þjóðleikhúsinu yfirgaf ég leiksviðið og sneri mér al- farið að kennslu og leikstjórn.“ Halldóra kenndi við Grunnskól- ann í Vesturbyggð 2008-2010, leik- stýrði hjá MÍ á tímabili og kenndi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða til ársins 2013. Hún sá einnig um verk- efni á vegum Listar án landamæra á Vestfjörðum, setti upp leikverk á Flateyri í tengslum við íslensku- kennslu fyrir útlendinga en það verkefni hafði mikil áhrif og vakti verðskuldaða athygli. Þá leikstýrði hún hjá Litla leikklúbbnum á Ísa- firði og hélt námskeið fyrir börn í Edinborgarhúsinu. Nú er hún að ljúka meistaranámi í listkennslu- fræðum við LHÍ og kennir við Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona – 50 ára Ljósmynd/ Arnaldur Halldórsson Glæsileg systkini Hér eru börn Halldóru og Úlfars fyrir nokkrum árum, Hinrik, Ragnheiður og Kristín Erna. Úr leiklist í kennsluna Lagt af stað úr Hólminum Halldóra og Úlfar á flóabátnum Baldri. Alice OliviaClarke, mynd-listarkona og hönnuður, er 46 ára í dag. Hún er frá Ot- tawa í Kanada en flutti til Íslands árið 1993. Hún hannar ljómandi fylgihluti undir merk- inu Tíra en þeir eru spunnir saman úr ís- lenskum lopa og end- urskinsefni og hafa notið vinsælda hér og í Kanada. Svo hefur hún unnið mikið með mósa- íkmyndir. „Þetta er mjög skemmtilegur tími hjá mér núna því ég er að snúa aftur með mósa- íkmyndirnar. Það tók mig nokkur ár að byggja upp Tíra og þá var ég ekki að hugsa mikið um mósaík, heldur leyfði því að krauma í hausnum á mér á meðan. Þetta eru öðruvísi mósaíkmyndir sem ég er að gera núna. Áður gerði ég stórar myndir, innsetningar á veitingastöðum og þess háttar, en nú er ég að einbeita mér að minni hlutum eins og tekkborðum. Ég ætla síð- an að halda sýningu og vera með skemmtilega syrpu af mósaík- borðum. Mér finnst líka gaman að deila því sem ég kann með öðrum og ætla að halda námskeið á vegum Tækniskólans 11.-14. apríl. Þar getur fólk labbað inn á námskeiðið og þarf ekkert að kunna að búa til mósaík heldur bara vera tilbúið að búa til eitthvað skemmtilegt og svo labbar það út af námskeiðinu með flott borð.“ Sem hluta af mósaíkendurkomunni hefur Alice staðfest sýningu a vegum Handverks og hönnunar i Fógetahúsinu Aðalstræti 10. Sýn- ingin verður haldin í kringum miðjan apríl en hana prýða borð sem hafa verið uppgerð og endurbætt með mósaík list. ,,Það er gott að fá tækifæri til að deila því sem ég er að gera eftir svona pásu.“ Alice hefur fengist við kvikmyndaleik og hefur m.a. leikið í mynd Dags Kára The Good Heart, bandarísku myndinni, Land Ho! og er í smáhlutverki í myndinni Reykjavík sem nú er verið að sýna í kvik- myndahúsum borgarinnar. Eiginmaður Alice er Kári Eiríksson arkitekt. Börn þeirra eru Signý Æsa Káradóttir sem er tvítug og Styrmir Kárason sem er 16 ára. Stjúpdóttir Alice er Ýr Káradóttir, f. 1983. Maður hennar er Anthony Bacigalupo og dóttir þeirra er Mía Ísabella. Listamaðurinn Alice Olivia Clarke. Endurkoma í mósaík Alice Olivia Clarke er 46 ára í dag Reykjavík Berglind María Sigurðardóttir fæddist 4. júlí 2015 kl. 19.40. Hún vó 16,5 merkur og var 51,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðrún Björk Magnúsdóttir og Sig- urður Ragnar Arnarsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.