Morgunblaðið - 29.03.2016, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016
✝ Gunnar Magn-ússon fæddist á
Innri-Bakka í
Tálknafirði 18. júní
1922. Hann lést á
Hjúkrunar-
heimilinu Eiri 13.
mars 2016.
Foreldrar hans
voru Björg Guð-
mundsdóttir, f. 23.
júní 1885, d. 31. maí
1962, og Magnús
Pétursson, f. 6. mars 1884, d. 6.
apríl 1970. Systkini Gunnars
voru Pétur, f. 1916, Guðmundur,
f. 1917, Kristján, f. 1920, Krist-
ján, f. 1923, drengur, f. 1925,
Sigríður, f. 1928, og Jakob, f.
1926, hann einn er eftirlifandi
systkinanna.
Eiginkona Gunnars var Guð-
rún Gunnarsdóttir frá Hæð-
arenda í Grindavík, f. 21. sept-
ember 1924, d. 8. maí 1992. Börn
þeirra eru: 1) Baldur, f. 1942,
maki Edda Karen Haraldsdóttir.
Þau eiga þrjú börn: Harald Júl-
íus, f. 1961, Ólöfu, f. 1967, og
Guðríði Hjördísi, f. 1975. Barna-
börn og barnabarnabörn eru
þrettán. 2) Guðrún Sigríður, f.
1943, maki Hilmar Sigvaldason.
Hún á fimm börn: Kristínu, f.
1966, Nóru, f. 1970, Mandý, f.
1972, Gunnar Sigvalda, f. 1982,
og Ósk, f. 1984. Hennar barna-
armaður. Hann fór ungur á sjó-
inn og vann þar hin ýmsu störf
þar til hann fór í Stýrimanna-
skólann árið 1945. Þaðan lauk
hann skipstjórnar- og vélstjórn-
arprófi og stýrði síðan bæði tog-
urum og fiskiskipum. Árið 1952
hóf hann útgerð með feðgunum
Hermanni Kristjánssyni og Ósk-
ari syni hans og eignuðust þeir
þá sinn fyrsta bát, Arnfirðing
RE 212. Bátarnir urðu fleiri og
ásamt Guðmundi bróður Gunn-
ars og Kristjáni, öðrum syni
Hermanns, stofnuðu þeir félagið
Arnarvík og reistu fiskverk-
unarhús í Grindavík. Gunnar
var skipstjóri á Arnfirðingi þar
til hann fór í land og tók við
verkstjórn í fiskverkuninni.
Gunnar og samstarfsmenn hans
seldu Arnarvík árið 1976 og ári
seinna flutti fjölskyldan aftur til
Reykjavíkur. Þegar til Reykja-
víkur kom hóf hann störf hjá
fyrirtækinu Seifur hf. á Granda-
garði og vann þar til starfsloka
árið 1993. Gunnar var virkur fé-
lagi í Oddfellow-reglunni og um
tíma í Lionsklúbbi Grindavíkur.
Síðari æviárin átti Gunnar góða
vinkonu og samferðamann í
Svanhildi Snæbjörnsdóttur.
Útför Gunnars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 29. mars
2016, og hefst athöfnin klukkan
15.
börn eru tíu. 3)
Gunnhildur Ólöf, f.
1946, maki Guð-
mundur Arnalds-
son, dóttir Guðrún
Karlsdóttir, f. 1965,
og tvö barnabörn.
4) Magnús Björg-
vin, f. 1947,
ókvæntur og barn-
laus. 5) Stefanía
Sara, f. 1949, maki
Kristján Júlíus
Ágústsson. Þau eiga þrjú börn:
Svein, f. 1966, Lúðvík Gunnar, f.
1970, og Lindu, f. 1972. Barna-
börnin eru sjö. 6) Gunnar Magn-
ús, f. 1956, maki Guðrún Hafdís
Eiríksdóttir. Þau eiga tvö börn:
Gunnhildi Söru, f. 1978, og
Gabríel Daða, f. 1983. Barna-
börnin eru þrjú. 7) Jón Rúnar, f.
1960, d. 29. apríl 2013, maki
Martha Kristín Halldórsdóttir.
Börn hans eru þrjú: Gunnar
Birnir, f. 1982, Kristín Sara, f.
1989, og Rúna Hlíf, f. 1993. 8)
Pétur Sigurður, f. 1964, maki
Aðalheiður Pálmadóttir. Hún á
tvö börn: Daníel og Emmu
Adolfsbörn.
Fjölskylda Gunnars flutti til
Reykjavíkur frá Tálknafirði
þegar hann var á þrettánda ári
og bjó hann þar alla tíð ef undan
eru skilin sex ár í Grindavík.
Gunnar var skipstjóri og útgerð-
„Lítil stúlka heldur valhopp-
andi í hönd á pabba sínum og
hugsar: „vonandi sjá krakkarnir
mig núna þegar ég er að fara í
strætó með pabba og sjá að ég á
líka pabba og að hann er örugg-
lega besti og fallegasti pabbi í
heimi.“ Þetta var fyrir rúmum
sextíu árum en tilfinningar mínar
til pabba breyttust aldrei. Ég var
alltaf stolt af honum og fannst
hann bera af öðrum mönnum.
Hann stoppaði venjulega stutt
heima og þurfti að fara aftur á sjó-
inn og þá fór ég oftast að skæla en
mamma sagði okkur að muna að
pabbi kæmi alltaf aftur. Við vorum
svo heppin að það stóðst, en það
var því miður ekki hægt að segja
um alla pabbana sem voru á sjón-
um. Það var kátt í kotinu þegar
hann kom aftur, hoppað og hlegið
og pabbi galdraði fram karamellur
og brjóstsykur úr eyrunum og
hárinu á okkur. Mér fannst aldrei
þröngt um okkur, sjö í litla húsinu
við Kambsveginn, þótt seinna hafi
ég komist að því að fermetrarnir
hefðu aðeins verið fjörutíu og sjö.
Pabbi var glaðværasti maður
sem ég hef kynnst og alveg fram á
síðustu stundu gat hann gantast
og góðlátlega strítt okkur systk-
inunum þegar við heimsóttum
hann. Hann tókst á við ellihrörn-
unina af mikilli karlmennsku og
notaði jákvæðni sína og létta lund
til að þola betur afleiðingar sjúk-
dómsins sem hann hafði kviðið
fyrir að gæti herjað á hann. Ég á
yndislegar minningar úr ferðalög-
um með honum og mömmu. Sér-
staklega er mér minnisstæð ferð
með þeim á æskuslóðir hans á
Tálknafirði. Þaðan átti hann góðar
minningar og fannst gaman að
rifja þær upp. Síðustu vikurnar
hans naut hann þess að fara í hug-
anum vestur og minnast þess að
hlaupa á roðskóm á milli bæja,
verða kaldur og blautur og koma
svo í bæinn og fá hlýjar móttökur
hjá ömmu. Það var örugglega
þröngt í litla bænum á Innri
Bakka en því meira af gæsku og
kærleika, það mátti vel skynja í
frásögnum hans. Hann var afar
fróður um landið og fornsögurnar
og miðlaði því með skemmtilegum
sögum sem tengdust ákveðnum
landsvæðum. Hann elskaði að
ferðast um Ísland og þegar hann
fór að vinna í landi notuðu hann og
mamma tímann sem gafst til að
ferðast með tjaldvagninn sinn um
landið. Eftir að mamma féll frá
ferðaðist hann með elskulegri vin-
konu sinni, henni Svanhildi, með-
an heilsan leyfði. Þau fóru líka í
golf hvenær sem færi gafst og
sund stundaði hann daglega.
Hann sneri sér einnig að því að
læra margskonar handverk, svo
sem að skera út, vefa, gera gler-
myndir. Eftir hann liggja tugir
fallegra muna. Það kom í ljós að
hann var mikill listamaður. Við
systkinin eigum hvert okkar
marga fagra hluti sem hann bjó til
af ótrúlegri vandvirkni. Leti var í
hans huga mikill löstur. Við börnin
skyldum vera dugleg í hverju sem
við tækjum okkur fyrir hendur,
orðheldin og góð við minnimáttar.
Ég mun sakna þess að geta ekki
tekið í blíðu, sterku höndina hans
og heyra hann segja „ósköp eru
kaldar lummurnar þínar, elsku
drottningin mín“. Hjarta mitt er
fullt af þakklæti yfir að hafa átt
svo kærleiksríkan og traustan föð-
ur og kveð með ósk um að fræin
sem hann sáði hér á jörð fái að
dafni í brjóstum afkomenda.
Pétur, Gunnhildur.
Ég man það svo vel þegar ég
hitti hann Gunnar tengdaföður
minn í fyrsta sinn. Það var á
Leynisbrautinni í Grindavík. Ég
var aðeins sautján ára og var að
koma heim með kærastanum í
fyrsta sinn. Gunnar og Rúna
höfðu byggt sér stórt og fallegt
hús í hrauninu við jaðar bæjarins
og ég ætlaði varla að þora upp
tröppurnar því mér fannst þetta
allt vera svo yfirþyrmandi. En um
leið og ég steig inn fyrir dyrnar
var mér tekið eins og einni af fjöl-
skyldunni og þannig leið mér alla
tíð.
Tengdapabbi var mér stoð og
stytta í gegnum lífið, keyrði mig á
fæðingardeildina þegar ég eignað-
ist mitt fyrsta barn og aðstoðaði
okkur Gunna Magg á allan hátt
þegar við hjónin vorum í námi. Ég
var aðeins tvítug þegar ég missti
föður minn skyndilega og ávallt
eftir það var Gunnar mér sem fað-
ir. Ég gat alltaf leitað til hans,
hvort sem var á nóttu eða degi.
Skemmtilegar voru stundirnar
þegar við vorum að ferðast með
þeim Gunnari og Rúnu. Þá voru
gömlu herforingjaráðskortin
dregin upp og maður gleymdi sér
við að hlusta á hvernig þetta hafði
allt verið í gamla daga. Sögurnar
„að vestan“ voru bestar. Tengda-
pabbi ólst upp á Bakka í Tálkna-
firði og sá staður var honum afar
kær. Þegar við hjónin byrjuðum
að ferðast um landið okkar var
alltaf byrjað á að spyrja tengda-
pabba hvert væri gaman að fara
og hvað merkilegt að sjá. Það voru
fáir staðir á Íslandi sem hann
hafði ekki heimsótt.
Gunnar var afar glaðvær og já-
kvæður maður. Alltaf tók hann á
móti manni með bros á vör. Aldrei
heyrði ég hann heldur tala illa um
nokkurn mann. Hann átti til nóg
af æðruleysi alveg til hins síðasta.
Það var gott að eiga Gunnar að.
Traustari mann var vart hægt að
finna. Ég hefði ekki getað óskað
mér betri tengdapabba.
Elsku Gunnar, takk fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Guðrún Hafdís.
Ég á margar ljúfar minningar
um tengdaföður minn sem nú er
genginn. Hann var litríkur maður
og var um margt áberandi og er af
mörgu að taka í þeim efnum. En í
sem stystu máli má segja að það
sem hafi einkennt hann var
hversu glaðvær hann var og á
stundum hávær og lét hann oft
heyra vel í sér, enda var hann
skoðanafastur og fór ekkert í graf-
götur með sitt álit á málefnum
sem til umræðu voru. Þótt honum
væri mikið niðri fyrir var alltaf
stutt í glaðværðina og hann lagði
sig alltaf fram um að hafa gaman
að samræðum og samneyti við
aðra. Hann var mikill höfðingi
heim að sækja og hann lét sér af-
skaplega annt um að allir sem
hann heimsóttu hefðu nóg að bíta
og brenna hvort það voru börn eða
fullorðnir.
Það var einnig mjög áberandi
hve mikið snyrtimenni hann var
og má segja að það hafi verið á öll-
um sviðum en Gunnar Magnússon
vildi hafa röð og reglu á hlutunum.
Allt var strokið og hreint í hans
umhverfi og meiri snyrtipinna hef
ég vart kynnst. Honum var um-
hugað um að vera alltaf vel til fara
og kunni því vel að vera „klipptur,
kembdur og strokinn“ eins og
hann hafði oft á orði. Um árabil
var það eitt af morgunverkunum
hans að fara í laugarnar.
Hann kvæntist ungur Guðrúnu
Gunnarsdóttur og hafði snemma
fyrir heimili að sjá en þau eign-
uðust átta börn. Hann byrjaði
ungur til sjós og var á fiskiskipum
og togurum en fór í Sjómanna-
skólann til að fá skipstjórnarrétt-
indi.
Hann keypti sinn fyrsta bát,
Arnfirðing, með fleirum og var
skipstjóri á honum en síðar stofn-
uðu þeir útgerðarfyrirtækið Arn-
arvík í Grindavík.
Þá var hann áhugsamur um
ýmsa hluti og reyndi fyrir sér á
mörgum sviðum eftir að hann
hætti í reglubundinni vinnu.
Gunnar hófst handa við að
skera út og var mjög iðinn við þá
list og er fjöldinn allur af klukk-
um, öskjum og fleiri munum til
eftir hann sem hann gaf börnum
sínum. Hann var mjög vandvirkur
við þessa iðju og nostraði við hlut-
ina og lét þá ekki frá sér fyrr en
hann var sáttur við fráganginn.
Ekki má gleyma golfinu en ég átti
margar ánægjustundirnar með
honum á golfvellinum. Ekki er
hægt að segja að við höfum orðið
neinir meistarar í þeirri íþrótt en
höfðum afskaplega gaman að úti-
verunni og því að reyna að gera
betur en á síðasta hring. Þá lagði
hann sig eftir að læra glerlist og
var duglegur að smíða litríka hluti
sem prýða mörg heimilin í dag.
Það er bjart yfir minningu
Gunnars Magnússonar og minnist
ég hans sem hjartahlýs og örláts
manns sem kunni að meta góðu
stundirnar í lífinu.
Hilmar Sigvaldason.
Þann 13.3. barst okkur sú sorg-
lega frétt til Austurríkis að afi
Gunnar væri dáinn. Með fáeinum
orðum langar okkur að minnast
hans.
Fyrstu minningar okkar systra
um afa eru frá þeim tíma sem afi
og amma bjuggu í Grindavík og
við heimsóttum þau yfir sumar-
tímann með mömmu. Afi gaf okk-
ur Cheerios í morgunmat og við
hlustuðum saman á veðurfréttirn-
ar og lærðum að segja: „skýjað,
skyggni ágætt.“
Eftir að við fluttum til íslands
bjuggum við um tíma í Ljósaland-
inu hjá afa og ömmu og hjálpaði
það okkur að aðlagast nýju um-
hverfi. Eftir það urðu heimsókn-
irnar tíðari þar sem við fluttum í
sama hverfi. Afi gat fléttað flott-
ustu flétturnar enda var hann af-
skaplega handlaginn og eru þau
ófá heimilin í fjölskyldunni sem
eiga fallega útskorna muni og önn-
ur listaverk eftir hann.
Við erum þakklátar fyrir það að
dætur okkar 5 hafi fengið að kynn-
ast honum afa-langa þó að fjar-
lægðin sé mikil á milli okkar. Afi
var mjög barngóður og þótti stelp-
unum okkar alltaf voða gaman að
fara í heimsókn til hans og heyra
sögurnar sem hann sagði svo
skemmtilega og grípandi frá.
Það lægir. Nóttin færir ró og rökkva,
og rennur saman lofts og græðis flóð.
Nú hljóðnar síbreið sævarauðnin dökkva
–
og sál mín verður einnig kyrr og hljóð.
(Jakob Jóh. Smári)
Elsku afi, tengda-afi og afi-
langi, fallegar minningar um þig
munu búa með okkur. Megi góður
Guð geyma þig.
Elsku mamma og fjölskylda,
við hugsum til ykkar og sendum
hjartans kveðjur yfir hafið.
Nóra, Mandý og fjölskyldur.
Gunnar Magnússon
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996
Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
Kristín
Ingólfsdóttir
Hilmar
Erlendsson
Sverrir
Einarsson
á Hótel Borg
Hlý og persónuleg þjónusta
Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020
Ástkær eiginkona mín, mamma, amma,
systir, mágkona og frænka,
JÓNA GUNNHILDUR
HERMANNSDÓTTIR,
f. 5.5. 1941,
lést á sjúkrahúsi í Svíþjóð 1. mars sl.
Minningarathöfn verður frá Fríkirkjunni í
Reykjavík 4. apríl nk. klukkan 13. Blóm afþökkuð en þeim sem
vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
.
Haraldur Árnason
og aðrir aðstandendur.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
DÓRA GUÐBJÖRNSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 22,
lést sunnudaginn 13. mars.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 31. mars kl. 13.
.
Jóna Njálsdóttir,
Einar Biering Ágústsson,
Ágúst Valur Einarsson, Dóra Eshter Einarsdóttir,
Erla Björk Biering, Njáll Örvar Einarsson
og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
AUÐUR KJARTANSDÓTTIR,
Dúfnahólum 4,
andaðist á líknardeild LSH í Kópavogi
föstudaginn 18. mars. Útförin fer fram frá
Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 30. mars kl. 13.
.
Guðmundur Sigurjónsson,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason,
Þórey Guðmundsdóttir, Þorleifur Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi,
INGI HANS SIGURÐSSON
lögmaður,
lést á hjartadeild Landspítalans þann 19.
mars síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðviku-
daginn 30. mars klukkan 13.
.
Hreggviður Ingason, Linda Garðarsdóttir,
Ingi Hreggviðsson,
Hildur Sigríður Hreggviðsdóttir,
óskírður Hreggviðsson.
Okkar ástkæra
GUÐBJÖRG A. ÞORKELSDÓTTIR
(Emma),
Kleifahrauni 2D, áður Vestmannabraut
55, Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
Vestmannaeyjum, þriðjudaginn 22. mars. Útförin fer fram frá
Landakirkju laugardaginn 2. apríl klukkan 14.
.
Páll Guðjónsson,
Oddsteinn Pálsson,
Sesselja Pálsdóttir, Helgi Hjálmarsson,
Guðjón Pálsson, Anna Sigrid Karlsdóttir,
Ægir Pálsson,
barnabörn og
barnabarnabörn.