Morgunblaðið - 29.03.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 29.03.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016 Nú er hver að verða síðastur þvíað í dag rennur út frestur til að sækja um starf „sérfræðings í kynjaðri fjárlagagerð“ sem fjár- mála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar.    Starfið, líkt ognafn ráðuneyt- isins og flest annað í stjórnsýslunni, er arfur frá vinstri stjórninni sem sat á síðasta kjörtímabili. Hún náði fram ótrú- legum breytingum á stjórnkerfinu auk þess að reka og ráða fólk linnulítið til að raða „réttu“ fólki á básana.    Núverandi ríkisstjórn hefur lítiðsem ekkert lagfært af þessum viðamiklu breytingum og hreins- unum í stjórnkerfinu og er það óskiljanleg fylgispekt við vinstri stjórnina sem hrökklaðist frá rúin trausti og fylgi.    Meðal þess sem haldið er í erfyrrnefnt starf sérfræðings sem svo auðvelt væri að leggja nið- ur og spara þannig ærið fé, ekki að- eins þessa sérfræðings heldur einn- ig allt umstangið sem fylgir.    Þar með talin eru ferðalögin, en ístarfsauglýsingunni er sér- staklega tekið fram að í starfinu felist þátttaka í „erlendu samstarfi“ sem er loforð ráðuneytisins um kostnaðarsöm en tilgangslaus ferðalög.    Þeir sem uppfylla hæfisskilyrðinfyrir þetta ómissandi starf ættu þess vegna ekki að hika við að fylla út umsókn í dag, en meðal skil- yrðanna er háskólamenntun sem nýtist í starfi: „Einkum er um að ræða jafnréttisfræði, hagfræði eða viðskiptafræði.“ Meðal þess sem halda verður í STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.3., kl. 18.00 Reykjavík 0 léttskýjað Bolungarvík -3 skýjað Akureyri -2 snjóél Nuuk -1 upplýsingar bárust e Þórshöfn 5 alskýjað Ósló 2 skýjað Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 1 alskýjað Lúxemborg 6 alskýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 6 heiðskírt Glasgow 6 upplýsingar bárust e London 8 skúrir París 7 heiðskírt Amsterdam 7 skýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 6 heiðskírt Vín 6 skýjað Moskva -2 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 16 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 13 léttskýjað Róm 8 léttskýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg 7 léttskýjað Montreal -5 slydda New York 10 alskýjað Chicago 3 alskýjað Orlando 27 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:54 20:11 ÍSAFJÖRÐUR 6:56 20:20 SIGLUFJÖRÐUR 6:39 20:03 DJÚPIVOGUR 6:23 19:42 Hekla er þessa dagana að senda bréf til eigenda bíla af gerðinni Skoda og Vokswagen sem eru með gallaðan útblástursbúnað. Á vef Heklu kemur fram að verið sé í samvinnu við Volkswagen AG í Þýskalandi að undirbúa aðgerðir til lagfæringar á þessum bílum. Unnið er með Neytendastofu og Sam- göngustofu um framkvæmd innköll- unarinnar. Verkefninu verður skipt upp í tímabil eftir vélargerðum og er framgangi þess stjórnað af VW AG. Byrjað verður núna í lok mars á inn- köllun bíla með vélum með 2ja lítra rúmtaki. Næsti verkhluti hefst í júní nk. með bílvélum með 1,2 lítra rúmtaki og síðasti hlutinn er áætlaður í byrj- un október á bílum með 1,6 lítra rúmtaki. Að þessu loknu eiga bílarn- ir að samræmast þeim kröfum sem í gildi eru um útblástur. Ekki verður um neina breytingu að ræða á elds- neytisnotkun, CO2 innihaldi útblást- urs eða afköstum vélanna. Um tvenns konar frávik var að ræða, annars vegar á útblæstri nit- uroxíða (NOX) og hins vegar í skrán- ingu koldíoxíðs í útblæstri (CO2). Fyrst var talið að 432 bílar á Íslandi væru með CO2-frávik en við nánari athugun reyndust bílarnir aðeins fjórir. Hekla að byrja innköllun á bílum  Lagfæra útblástur á Skoda og VW  Innkallað í áföngum fram á haust Morgunblaðið/Eggert Innköllun Eigendur Skoda og VW eiga von á bréfi frá Heklu. Icelandair hóf í gær flug til Orly-flugvallar í París. Félagið hefur boðið upp á flug um Char- les de Gaulle- flugvöllinn í borginni og býð- ur því nú upp á flug til og frá báðum flugvöll- unum. Orly-flugvöllur er 27. áfanga- staður Icelandair í Evrópu. Auk þess fljúga vélar félagsins til 16 áfangastaða í Norður-Ameríku. Orly er fjórði nýi áfangastaðurinn á þessu ári auk Aberdeen í Skot- landi, Chicago í Bandaríkjunum og Montreal í Kanada. Liðin eru 40 ár frá því að Ice- landair hóf flug til Parísar og var lengst af flogið til Orly. Orly Klippt á borð- ann í París í gær. Fyrsta flug til Orly Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík Fossás en ekki Fossatún Í greininni Um veiðifélög og veiði- hús eftir Óðin Sigþórsson, sem birt- ist í Morgunblaðinu 24. mars síðast- liðinn, varð sú misritun að veiðihús var sagt að Fossatúni en átti að vera að Fossási. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.