Víkurfréttir - 19.12.1996, Side 16
Nútíma
pabbar
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tók nýverið frumkvæði í jafnréttis-
málum á Islandi þegar hún samþykkti að veita körlum sem star-
fa hjá Reyk/anesbæ tveggja vikna fæðingarorlof. Bæjarfulltrú-
inn Sólveig Þórðardóttir var flutningsmaður tillögunnar auk
kvennanna í bæjarstjórn en hún er einnig deildarstjóri fæðing-
ar- og kvensjúkdómadeildar Sjúkrahúss Suðurnesja. Því eru Sól-
veigu þessi mál mikið hugarefni og ræddi hún við Dagnýju
Gísladóttur á dögunum um nútímahlutverk feðra.
„Sjálfstæður réttur karla til
fæðingarorlofs skiptir öllu
máli og er mikilægt að þeir
eigi rétt á þvf', segir Sólveig
og er greinilegt að þetta er
henni mikið hugans mál. Við
erum staddar á heimili hennar
í Njarðvíkum þar sem Sólveig
hitar sér á kaffisopanum við
ketialjós eftir langan dag. Hún
kveður fast að orðum sínum.
„Eg tel afar brýnt að fæðing-
arorlof sé sveigjanlegt á milli
foreldra. Það þarf bæði að
koma á lengra fæðingarorlofi
sem og sjálfstæðum rétti karla
til slíks. Það hefur sýnt sig að
við konur erunt fastar í okkar
„mæðraveldi" og eigum erfitt
með að treysta föðurnum al-
farið fyrir barninu. Tengsl
beggja foreldra við bam sitt
þýðir betri árangur til framtíð-
ar“.
Nýburar hafa sérþarfir og að
sögn Sólveigar gerir það að
verkum að faðirinn hefur ver-
ið smeykur við að takast á við
hlutverk sitt.
„Hann hefur hvorki fengið
hefðir né félagslega mótun í
þessu hlutverki og er því
óundirbúinn í þetta nútíma-
lega hlutverk. í dag fylgist
„Fædingarorlof karla skiptir
öllu mál. Þetta er þeirra rétt-
ur", segir Sólveig
hann með móðurinni á með-
göngu, er viðstaddur fæðingu
bamsins og öll sú fræðsla sem
því fylgir byggir að mestu
leyti á þörfum konunnar á
jtessu tímabili", segir Sólveig.
„Ef hann á að fá tækifæri til
þess að takast á við það hlut-
verk sitt að annast barn þá
þarf einnig að huga að hans
tilfinningum og þörfum eins
og konunnar“.
Að sögn Sólveigar hafa seinni
tíma rannsóknir sýnt að feður
upplifa einnig töluvert álag og
vanlíðan á meðgöngu, sem og
við fæðingu og umönnun
barns. Þá komum við að
feðrafræðslunni sem er að
hetjast við Heilsugæslustöð
Suðumesja í framhaldi af for-
eldrafræðslunni og mun Kon-
ráð Lúðvíksson kvennsjúk-
dómalæknir sjá um að fræða
verðandi feður. Þetta er ný-
mæli á Suðumesjum en hefur
verið gert í Hafnarfirði. Sól-
veig hefur í starfi sínu reynt
að koma fræðslu og upplýs-
ingum til feðra og samdi m.a.
bæklinginn „Til hamingju
pabbi“ sem kom út á 10 ára
afntæli félagsins Börnin og
við.
„Mér finnst afar brýnt að
konia fræðsluefni til feðra og
fræða þá um andlega líðan
beggja og grunnþaifir bams-
ins. Ein frumþöif bamsins er
að mynda tengsl við aðra. Það
hefur sýnt sig að sú umhyggja
að uppfylla allar þarfir bams-
ins, bæði andlegar og líkam-
legar skiptir höfuðmáli. En
þessi tengsl eru viðkæm.
Fræðimenn telja að einstak-
lingur sem fær góða tengsla-
myndun í bemsku muni sigla
lífsins ólgusjó og leysa sín
mál og rétta úr sér þó að bár-
urnar séu sterkar sent liann
brýtur. Ef þessa umhyggju
skortir verður einstaklingur-
inn ekki eins sterkur. Við
reynum að vinna eftir þessu á
fæðingardeildinni hér í Kefla-
vík og hafa feður því allan
daginn, frá 10 til 22 á kvöldin
aðgang að móður og barni.
Það hefur sýnt sig að feður
sem fá tækifæri til þess að
tengjast bami sínu íyrstu þrjá
daga eftir fæðingu eru líklegri
til þess að halda jreint tengsla-
myndum áfram og annast
bamið. Því skiptir fæðingaror-
lof karla öllu máli. Þetta er
þeiira réttur og jreir eiga ekki
að jtuifa að biðja um hann“.
Hvaðan kom hugmyndin að
tillögunni?
„Hún hefur verið að þróast
með mér síðan 1990 og jafn-
vel lengur. Má segja að þá
hafi fæðingin átt sér stað“,
segir Sólveig kankvís.,, A
jressum tíma var ég forstöðu-
kona á fæðingarheimili
Reykjavíkur og í því starfi
hafði ég tíma til að vinna að
stjórn og skipulagningu. Við
jjessi skilyrði fannst mér tæki-
færi til fiess að hrinda í fram-
kvæmd óskum sængurkvenna
sem ég hef þjónað í gegnum
tíðina unt að feður bamanna
fái sörnu upplýsingar og þær.
Því bauð ég feðrum upp á sér-
takann pabbatíma á meðan
konumar lágu sængurleguna.
Á þessu tímabili fæddust 400
böm og yfir 100 feður komu í
þennan sérstaka pabbatíma“,
segir Sólveig sem hafði mnn-
ið blint í sjóinn með þessa
fræðslu enda engar fyrir-
myndir til af slíku. „Það kom
strax í ljós að feður voru mjög
áhugasamir og mér er það sér-
staklega minnistætt þegar að
einn faðir kom til mfn að
loknum tínta, sló á læri sér og
sagði ,Ja, þessum klukkutíma
var sko vel varið“. Sólveig
bendir á ntikilvægi þess að
feðrafræðsla sé í höndum
karlmanna.
„Þótt konumar í heilbrigðis-
stéttinni séu vel færar að
fræða karlmenn um þarfir
barnsins og tilfinningalíf
kvenna þá eru rnargar spum-
ingar sem við erum ekki færar
um að svara. Því er brýnt að
karlmenn komi inn í þessa
fræðslu. Reynslan hefur m.a.
sýnt í Svíþjóð að betri árangur
næst ef það er karlmaður sem
veitir karlmanni stuðning á
þennan hátt".
Sólveig segir að tillagan um
fæðingarorlof karla hefði
aldrei farið í gegn ef ekki
hefði notið stuðnings hinna
kvennanna í bæjarstjóm, bæði
í minnihluta og meirihluta.
„Er ekki á neinn hallað jró að
nafn Jónínu Sanders, for-
manns bæjarráðs sé nefnt í
því sambandi enda hefur hún
svipaða reynslu og þekkingu
þar sem hún er einnig hjúkr-
unarfræðingur. Með þessari
tillögu hefur Reykjanesbær
tekið mjög stórt skref í jafn-
réttismálum og fjölskyldu-
málum og er fyrirmynd ann-
arra“, segir Sólveig hreykin.
Tvær þingsályktunartillögur
liggja nú fyrir Alþingi um
fæðingarorlof. Einnig stendur
yfir könnun hjá Reykjavíkur-
borg á fæðingarorlofi karla og
hefur hún samþykkt að bjóða
feðrum 3ja mánaða fæðingar-
orlof og eru þeir þá þátttak-
endur í vissu rannsóknarefni.
Að sögn Sólveigar verður
spennandi að fylgjast með
jteirri rannsókn þar sem sam-
félag okkar hér er séríslenskt
og ekki alltaf hægt að ntiða
við erlendar rannsóknir.
Hvemig stöndum við okkur á
íslandi í þessum málum í
samanburði við önnur lönd?
„Miðað við önnur Norðurlönd
emm við ekki einungis aftar-
lega á merinni heldur höngum
við hreinlega í taglinu - eða
erum bara alls ekki á bykkj-
unni“, segir Sólveig og skellir
upp úr. „Nema náttúrulega
Reykjanesbær" áréttar hún.
„Eg hef þá skoðun að það sé
þessu samfélagi lífsnauðsyn-
legt í orðsins fyllstu merkingu
að hlúa ennþá betur að fjöl-
skyldunni. Hluti af því er
lengra fæðingarorlof og
landslög um sjálfstætt fæðing-
arorlof karla“
Hver em næstu skref?
„Að þetta þing sent nú situr
muni samþykkja að minnsta
kosti 2ja vikna fæðingarorlof
fyrir feður, sem fyrsta skref í
áföngum. Yrði það síðan
lengt og ásamt lengingum
yrði stuðlað að sveigjanleika í
fæðingarorlofi foreldra. Karl-
rnenn eru famir að gera sér
grein fyrir sínum vitjunartíma.
Samkvæmt rannsókn Ingólfs
V. Gíslasonar félagsfræðings,
sem starfar hjá skrifstofu jafn-
réttismála og er ritari karla-
nefndar jafnréttisráðs, taka
feður sér nú þegar frí við fæð-
ingu bams síns“, segir Sólveig
og leggur áherslu á orð sín.
JOLABLAÐ 1996
Víkurfréttir