Víkurfréttir - 19.12.1996, Blaðsíða 50
GeisladiskamarkaAur
ALLIR ELDRI DISKAR Á KOÍTNAÐARVERÐI
Afsláttarkortin í fullum gangi
með þeim getur þú sparað allt að kr. 475.-
þegar þú kaupir nyjan geisladisk
10. hver viðskiptavinur fær frían stuttermabol
*
Aprentun Kftr35
^ina’is Sími: 421 5805
Jólahús í Kefíavík:
Börnin hafa
miög gamtm
af jb
-segir Grétar „jólc
Nú þegar jólin nálgast er hefð
fyrir því að fólk taki til við að
skreyta hýbíli sín og er ýmiss
háttur hafður þar á.
Þó eru sumir sem hafa meira
gaman af að skreyta hjá sér fyr-
ir jólin en aðrir og þeir sem hafa
ekið frarn hjá Vatnsholti ld í
Keflavík hafa séð sannkallað
jólahús.
Þar búa Grétar Olason og Þór-
unn Sigurðardóttir ásamt böm-
um sínum fjórum á aldrinum 3
til 19 ára. Að sögn Þómnnar er
Grétar jólasveinnin á heimilinu
og skreytingin á húsinu alfarið
hans verk.
„Eg hef virkilega gaman af
þessu og var mikið skreytt á
mínu heimili þegar ég var
bam", segir Grétar sem telst að
1720 pemr séu alls í skreyting-
uni á og við húsið.
„Eg byrjaði að vinna við þetta
5. desember og þar sem rnikið
er að gera í vinnunni hef ég ver-
ið að gera þetta á kvöldin. Mér
tókst svo að ljúka við skreyting-
amar fyrir 9. desember.“
Er ekki hár hjá þér rafmagns-
reikningurinn fyrir desentber-
mánuð?
„Ég pæli aldrei í því“.
Grétar skreytir húsið með jóla-
sveinum og einn þeirra situr á
baklóðinni í hreindýrsvagni sín-
um og bíður þess eins að færa
bömum gjafir á aðfangadags-
kvöld að amerískum hætti.
Hluti af þessum fígúrum er
fluttur inn frá Bandaríkjunum
og hefur Smári Ingvarsson sem
viðtal var tekið við í fréttaþætt-
essu
-skrautari" Ólason
inum 19:20 nýlega aðstoðað
Grétar við útvegun þeirra. Hann
er frumkvöðull slíkra jóla-
skreytinga á Islandi og vinnufé-
lagi Grétars sem starfar sem
sendibflstjóri.
Að sögn Grétars hefur hann
alltaf skreytt svona vel hjá sér
fyrir jólin.
„Þetta eru fimmtu jólin okkar
hér í Vatnsholtinu og þegar við
fluttum hingað fór ég að geta
skreytt betur þar sem þetta er
timburhús og þar af leiðandi
betra að festa skreytingamar.
Konan og bömin sjá síðan að
mestu leyti um að skreyta inn-
andyra. Ég set í gluggana og
hún gerir ýmsar skálaskreyting-
ar og setur upp skraut“, segir
Grétar en á aðfangadagskvöld
snæðir fjölskyldan hamborgar-
hrygg að hefðbundnum hætti
og að sjálfsögðu verður
möndlugrauturinn að fylgja.
En hvernig líst börnunum á
þetta?
„Börnin hafa virkilega gaman
af þessu. Þau elstu hafa hvatt
mig til dáða frekar en hitt og
litlu bömin hafa ofsalega gam-
an af þessu. Þau eru öll jafn
hrifin og lifa sig inn í þetta“,
segir Grétar sem hefur orðið var
við aukna umferð ffarn hjá hús-
inu að undanfömu.
„Það er mikið stoppað og skoð-
að og hef ég bara gaman af því.
Það truflar mig ekki neitt".
Jólaskreytingamar fá að standa
fram á þrettándann og er slökkt
á þeim á miðnætti.
Suður-
nesja-
menn!
Takið
eftir!
Nú er tilvalið tækifærið að eignast hljómdisk minn
og fá hann heimsendan og áritaðan. Verð kr. 1500.
Hringið í síma 421-1905.
Með söngkveðju! Steinn Erlingsson.
Lionskltibburinn Óðinn í Keflavík færði nýverið fæðingardeild Sjúkrahúss Suðurnesja full-
kominn súrefnismettunarmæli. Um er að ræða mæli af gerðinni Ohmeda en hann sýnir á
augabragði hjartsláttartíðni og súrefnismettun í blóði nýbura. Auk þess færðu Lionsmenn
Sjúkrahúsinu sjónyarpstæki að gjöf.
Lionsklúbburinn Óðinn á 15 ára afmæli á árinu og allt frá byrjun hafa félagar safnað fé í
líknarsjóð sem hefur verið ráðstafað til líknar- og mannúðarmála, aðallega á Suðurnsjum.
Meira fé en venjulega er veitt á yfirstandandi starfsári eða um kr. 1.200.000 og eru gjafirn-
ar til Sjúkrahúss Suðurnesja fyrstu framlög úr sjóðnum.
Ekki hefur verið hægt með góðu móti að niæla súrefnismettun í blóði nýbura á fæðingar-
deildinni. Mun nýja tækið því stuðla að auknu öryggi þar sem strax er hægt að mæla hvort
barn sé í súrefnisnauð sem flýtir fyrir réttri meðferð.
Jurfcvtilboð
Bæjarstjóm Reykjanesbæjar sam-
þykkti á fundi sínum sl. þriðjudag
að taka eftirfarandi tilboðum í
kaup á trjáplöntum, sumarblómum
og matjurtum fyrir næsta ár sam-
kvæmt tillögum bæjarverkfræð-
ings. Verktakar fullnægja sömu
skilyrðum og gilda fyrir heima-
verktaka.
í sumarblóm frá Ræktunarmið-
stöðinni kr: 301.750
í matjurtir frá Ræktunarmiðstöð-
inni kr. 114.400
I trjáplöntur frá Fossvogsstöðinni
kr. 1.084.162
Kostnaðaráætlun v/sumarblóma
varkr. 389.455
Kostnaðaráætlun v/matjurta var
kr. 184.405
Kostnaðaráætlun v/trjáplantna var
kr. 1.469.953.
Feerír fæðingartleSld
súrefnismettunormæli
JOLABLAÐ 1996
Víkurfréttir