Víkurfréttir - 19.12.1996, Blaðsíða 53
Hann hrópaði eifthvað um hvít marmarabrjóst
með ákara skáldsins, hárauðhærður og hvítur
sjálfur þegar að Dagný Gísladóttir hlýddi
á hann í Félagsbíó á árshátíð FS fyrir mörgum
árum síðan. Skáldið er enn til staðar oa segir
Jón Kalman Stefánsson frá nýrri skáidsögu
sinni „Skurðir í rigningu" og árunum í Keflavík.
Kennarinn gekk í
klossum og sparkadi
i borðin þegar hann
reiddist
Nokkrum inánuðum síðar
settist Jón á skólabekk í
Barnaskóla Keflavíkur og
hafði hann þá þegar tekið þá
ákvörðun að það væri leiðin-
legt í Keflavík. Jón man eftir
því að kennarinn gekk í kloss-
um og sparkaði stundum í
borðin |Degar að liann reiddist.
„Mér leiddist nú fyrstu árin í
Keflavík, eða öllu heldur, tók
þá ákvörðun að það væri leið-
inlegt í Keflavík. En bóka-
safnið var gott og stundum
stal ég kexpökkum í Kaupfé-
laginu sem stóð neðarlega á
Hafnargötunni“, segir Jón.
„Hér með biðst ég afsökunar
á þvf en mér fannst bara svo
gott að maula kex meðan ég
las bækumar frá safninu'*.
Að eigin sögn tók Jón kefla-
vík fyrst í sátt þegar hann hóf
nám í Fjölbrautaskóla Suður-
nesja.
„Það voru helvíti fín ár. Mikið
drukkið og ort. Þannig eiga
líka framhaldsskólaárin að
vera; drykkja og skáldskapur.
Síðar meir gefst tími til að
huga að öðru. En þannig tók
ég Keflavík smám saman í
sátt. Þetta er góður staður,
kannski full mikið af mynd-
bandaleigum, en staðurinn
hefur skenkt mér góðum
stundum og vináttu sem mun
endast yfir gröf og dauöa".
Skurðir í rigningu
„Skurðir í rigningu" er heitið
á fyrstu skáldsögu Jóns sem
kemur út nú um jólin en áður
hefur hann gefið út Ijóðabæk-
umar: „Með byssuleyfi á ei-
lífðina" 1988, þá „úr þotu-
hreyflum guða“ 1989 og loks
„Hún spurði hvað ég tæki
með mér á eyðieyju“ 1993.
Sögusvið bókarinnar er ís-
lensk sveit í byrjun áttunda
áratugarins og segir frá ung-
um dreng sem kemur úr borg-
inni og fylgist með athafna-
semi og ævintýmm stórhuga
bænda. Er sagt frá sérstæðu
fólki og misblíðum örlögum
þess. (í dómi)
Aðspurður segist Jón eiga
erfitt að lýsa bókinni í fáein-
um orðum enda eifitt að þjap-
pa heimi hennar í eina setn-
ingu eða tvær.
„Sumir kalla bókina skáld-
sögu, aðrir safn tengdra
sagna. Mér er svo sem sama
hvaða merkimiðar eru notaðir.
En lfldega er hún nær því að
heita skáldsaga en safn smá-
sagna, jú miklu nær: það er
sama fólkið í öllum sögunum
og sama sveitin. Kannski er
hún eins og lífið, hún bara er.
Settir þú þig í einhverjar sér-
stakar stellingar þegar þú fórst
að skrifa bókina. Einhverjar
pmfukeyrslur á formi kanns-
ki?
„Ég reyndi að skrifa „hefð-
bundna“ skáldsögu, skrifaði
eitt sinn tvær frekar en eina en
henti þeim báðum. Formið
hentaði mér ekki og svo var
það einn morguninn, snemma
morguns áður en heimurinn
vaknar að ég settist niður með
kaffibolla til þess að byrja á
lítilli ífásögn um dykkfelldan
bónda sem ríður um sveitina;
hann er heljarmenni að burð-
um og miklar sagnir, mis-
áreiðanlegar, ganga um
óhemjuskap hans. Karlmenn
búa sig undir að verja konur
og böm. Þetta var minning úr
sveitinni og hafði ég hugsað
mér að homa henni fyrir í
smásögu. En svo vatt þetta at-
vik uppá sig og sögumar og
fólkið spratt fram. Allt þetta
sérstæða fólk, öll þessi atvik,
stór og smá. Þetta var spuni
minninga og skáldskapar og
áður en ég vissi af var ég
hættur að greina þar á milli.
Ég velti forminu í sjálfu sér
ekki mikið fyrir mér. Ég vissi
hvaða leiðir ég ætti ekki að
fara og það niá kannski segja
að sagan hafi fundið sinn eig-
in farveg", segir Jón.
„Ég var aldrei fullkomnlega
sáttur við kvæðin, fannst ég
aldrei ná að koma mér öllum
fyrir í þeim - ef svo má að
orðum komast“.
Ljósin í þéttbýlinu stela nátt-
myrkrinu frá okkur og þurrka
út stjómumar á næturhimnin-
um
Sögusvið bókarinnar er ís-
lensk sveit; Af hverju?
„Ég reyndi að skrifa borgar-
! sögu en sögupersónan leitaði
alltaf útúr borginni í sveitina.
Ég var í sveit sem barn og
unglingur; frá sex ára aldri og
framundir tvítugt. Norður á
ströndum og vestur í Dölum.
Ég fór um leið og ég gat og
kom tregur til baka. Tolldi
ekki einu sinni fyrir sunnan í
páskafríinu. Síðan vann ég
þrjú haust í sláturhúsinu í
Búðardal. Það er eitthvað í
sveitinni sem dregur mig að
sér. Og hvað er sveit? Er það
ekki staðurinn þar sem fólk
og náttúra mætast? Einhvem
veginn finnst mér það miklu
stærri og merkilegri heimur
en borgin eða bæimir þar sem
er „bara“ fólk og hús. Enda-
laus ljósin stela náttmyrkrinu
frá okkur og þurrka út stjöm-
umar á næturhimninum", seg-
ir Jón.„Mér finnst einhvern
vegin auðveldara að nálgast
manninn - með stóm emmi - í
sveitinni en í umhverfi
steypunnar“.
Nf leikin kvikmvitíl med íslensku tnli!
Sýnd alla daga mifii jóla og nýárs kl. 3 og 5
Nánariupplýsingarí
símsvara um aðrar
myndir.Símsvari 4211170
NYJ/% E|£)
KEFLAVÍK - SÍMI 421 1170
EnmH HannÁstmar
varð loksins 16
I ára í gær. TiJ
hamingju.
JSji I Kvcðja,
WM mamma, pabbi
og Ðjöm Ámi.
Þetta er hiin Disco
megabeib. (Sæt, ha!)
Núna er hún loksins
orðin lóára. Hún
tekur á móti kossum
ájólaballinuá
morgun.
Chill gengið
BABE...
I< A R l. A K C ) R
K E r L A K f K U R
Stiðumesja.menn
Góð jóíagjöf
Innilegar þakkir sendum við öllum
þeim, ersýndu okkursamúð og
hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar,
dóttur, móðurokkar, tengdamóður og ömmu.
Þórunnar Woods
Blikabraut 3, Keflavík
Sérstakar þakkir sendum vió starfsfólki
Sjúkrahúss Suðurnesja. Guð blessi ykkur öll
Fyrir hönd aðstandenda
Kristinn B. Egilsson
Sesselja Þórðardóttir Woods
Ævar Geirdal Súsanna Antonsdóttir
Þórður Kristinsson Lilja Björk Sveinsdóttir
Sesselja Kristinsdóttir Jens Kristbjörnsson
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir
tengdafaðir, afi og langafi.
Jón Grétar Erlingsson
fiskverkandi og útgerðarmaður
lést að heimili sínu þann 13. desember.
Jarðarförin fer fram laugardaginn
21. desember í Hvalneskirkju.
Jóhanna I Sigurjónsdóttir
Jóna G. Bjarnadóttir
Erlingur Jónsson
Sigurjón Finnsson
Eyþór Jónsson
Eygló Jónsdóttir
Víðir Jónsson
Egill Ólafsson
Margrét J. Magnúsd.
Hólmfríður Skarphéðinsd.
Torbjörn Andersen
Bryndís Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Víkurfréttir
JÓLABLAÐ 1996