Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1996, Blaðsíða 33

Víkurfréttir - 19.12.1996, Blaðsíða 33
Meðganga og næring Fyrir sumar konur er með- gangan erfið en mjög auðveld fyrir aðrar, það er engin með- ganga eins. En það sem allar verðandi mæður verða að hugsa um er fæðið sem þær borða. Líkam- inn bregst strax við þessu nýja lífi og fer að laga sig að að- stæðum og safnar forða fyrir fóstrið og þá er best að vanda valið. Það getur komið þannig út að sumar verða sólgnar í eitthvað sérstakt. Lystin eykst nú yfir- leitt og með því að borða holla og /1 brigð og h,n ‘, > iiví nieð ?el-l,,úhuqð5fl^l,'"-kkl" i’''lfl1!mrðyöngunm góða fæðu á meðgöngunni þá getur þeim öllum liðið betur og meðgangan verður auð- veldari. Yfirleitt er talið eðli- legast að þyngjast um 10 - 12 kg. á meðgöngunni. Og það er hægt með því að borða nóg af ávöxtum og grænmeti því ekki em þeir fitandi heldur innihalda næg vítamín og steinefni sem fóstrið þarfnast og best væri að borða fisk minnst þrisvar í viku því hann er ekki bara næringaríkur heldur inniheldur fjölómettað- ar fitusýmr sem vinna á móti kólesteróli, og fitulítið kjöt t.d. kjúklinga og lambakjöt. Nú það þarf að drekka vel og þá er vatnið alltaf best og einnig er gott að drekka fitulitla mjólk eins og fjörmjólk sem er full af kalki og vítamínum og sýrðum mjólkurafurðum. Leggja áherslu á trefjarfkt fæði sem er í hvers konar grófu rnjöli, baunum, brauði og morgunkomi því að trefj- amar vinna á móti fitu í lík- amanum og bæta meltinguna og draga úr vökva sem safn- ast fyrir í líkamanum eins og bjúg. Þessi holla fæða getur komið í veg fyrir ýmsa sjúkdóma sem hrella ófrískar konur eins og sveppasýkingu, bjúg og háþrýsting. Oft gerir morgunógleðin vart við Isig fyrstu þrjá mánuð- 1 ina og þá er um að gera lað fá bóndann til að ■ færa sér eitthvað að [borða í rúmið eða borða eitthvað þurrt, Reykjanesbær gefur út fréttablað Reykjanesbær er stór vinnustaður með yfir 500 manns í vinnu. Því hefur bæjarstjóm Reykjanesbæjar ákveðið að gefa út frétta- og upplýsingablað fyrir starfsmenn sem mun koma út tvisvar sinnurn á ári. Er blaðinu ætlað að koma á framfæri upplýsingum til starfsmanna sem varða þeirra málefni og fleira sem máli þykir skipta auk þess sem starfs- menn og starfsmannafélög geta nýtt sér blaðið til kynningar á starfi sínu. tekex eða ristað brauð, það hjálpar til að losna við ógleð- ina. Þegar að hún hverfur þá er að nota tækifærið til að borða vel áður en hún gerir vart við sig á ný. Allar viljum við eiga heilbrigð og hraust böm og við getum stuðlað að því með því að hugsa vel um okkur á með- göngunni á allan hátt því um leið og við borðum það sem er best fyrir okkur þá fer okk- ur og fóstrinu að líða vel. Hvað er betra og fallegra en kona sem blómstrar á með- göngu. Hér er uppskrift að heilsu- drykk sem getur komið sér vel fyrir konur sem em lysta- lausar eða orkulausar á með- göngu og upplagður með brjóstagjöfinni því hann er bæði hollur og góður, trefja- og næringaríkur. legg 1 banani lb mjólk lb perusaft, eða annarsafi lntsk hveitiklíð Þetta er allt sett í hristara og tilbúið til drykkjar. Dagný Jónasdóttir. Matarfræðingur. Munið að skila lausnum í jólaleik Yíkufrétta, í Rafhúss 03 Japis fyrir kl. 14 sunnudasinn 22. des. GLÆSILEGIR VINNINGAR Húsvörður Frá 1. janúar 1997 er laus til umsóknar staða húsvarðar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja auk minniháttar viðhaldsvinnu. Æskilegt er að umsækjandi sé með iðnmenntun eða reynslu á sviði húsvörslu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur um starf þetta er til 30. desember en nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 421 3100. Skólameistari Stöðupróf Stöðupróf í FS fara fram í skólanum sem hér segir: Enska Spænska og þýska Franska, ítalska og stærðfræði Danska, norska, sænska, tölvufræði. mánudaginn 6. janúar. þriðjudaginn 7. janúar. miðvikudaginn 8. janúar. fimmtudaginn 9. janúar. Prófin hefjast öll á sama tíma kl. 18:00 Þeir sem fullnægja eftirfarandi skilyrðum, eiga rétt á að ganga undir stöðupróf: Þeir, sem hafa að baki samfellt skólartám erlendis eða vegna lang varandi búsetu erlendis og hafa aflað sér þekkingar umfram það sem best gerist í tiltekinni námsgrein í íslenskum grunnskóla, skiptinemar og aðrir sem hafa verið lengur en 4 mánuði í námi erlendis. Tilkynna skal þáttöku í síðasta lagi 20. desember n.k. á skrifstofu F.S. Prófgjald er kr. 1.500.- og greiðist á prófdegi. Aðstoðarskólameistari. V íkurfréttir JÓLABLAÐ 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.