Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1996, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 19.12.1996, Blaðsíða 18
„Þú getur náttúrlega ekki verið að plata í svona símtali", sagði Laufey Einarsdóttir en hún og eiginmaður hennar Magnús Jónsson voru dregin út í brúðhjónaleik Víkurfrétta og eru þvf brúðhjón ársins 1996. Þau hljóta að launum veglega vinn- inga, m.a. gistingu á svítu Flughótels í Keflavfk. Alls bámst hátt í hundrað myndir á árinu sem birtar hafa verið í blaðinu undanfarið. Laufey Einarsdóttir og Magnús Jóns- son vom gefin saman í Ytri-Njarðvík- urkirkju þann 27. apríl af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni. Eftir afhöfnina var brúðkaupsveisla f efri sal KK og að henni lokinni fóru brúðhjónin á Grand Hótel þar sem þau eyddu brúðkaups- nóttinni. „Það var mjög rómantískt. Við dmkkum kampavín undir píanó- undirleik við arineld", segir Laufey. Magnús hitti Laufey á dansleik í Edin- borg sálugu 1990, nánar tiltekið 30. október. Vinkona Laufeyjar kynnti þau hvort öðm. „Það fyrsta sem ég sagði við Magnús var: „Hvar hefur þú verið allt mitt líf‘? og var nú auðvitað bara að grínast. Magnús var skjótur til svara og sagði: „Bíða eftir þér!“. Það má því eiginlega segja að þetta hafi verið ást við fyrstu sín því við höfum verið saman upp ffá því og eigum nú tvö böm saman“, seg- ir Laufey og brosir. Magnús á 8 ára dóttur fyrir sem heitir Sigríður Kristín og saman eiga þau Einar Thorlacius 4ja ára og Marín Hmnd 2ja ára. Þau vom að sjálfsögðu viðstödd brúðkaupið í apríl, stúlkumar vom brúðamteyjar og Einar var hringaberi. Brúðkaupið var að þeirra sögn ákveð- ið sameiginlega en Laufey segir að Magnús hafi samt beðið hennar við eldhúsborðið. „Eg var að borða þegar að Magnús kemur með þurrkaðar rósir úr vasa inn úr stofu og biður mín“, segir Laufey og hlær að uppátækinu. Brúðkaupsdagurinn gekk vel fyrir sig þó að brúðurin hafi orðið eilítið stres- suð rétt fyrir brúðarmarsinn. „Eg var svo stressuð og ætlaði bara að hætta við. En svo lagaðist það og Maggi stóð sig eins og hetja". Magnús segist vel skilja að Laufey hafi verið stressuð þar sem að öll athyglin beinist að brúðurinni þegar að hún gengur inn kirkjugólfið. Sjálfum fannst honum sitt hlutverk létt og löðurmannlegt. Magnús Kjartansson lék fyrir gesti í veislunni og þegai' að fólk hafði gætt sér á gómsætum veitingum var stiginn dans. Böm þeirra Magnúsar og Lauf- eyjar sungu síðan fyrir gesti og gerðu góða lukku. Brúðgumin hafði verið lengi að undir- búa veisluna en hann starfar sem sjó- maður. „Magnús var búinn að safna sjávar- föngum fyrir veisluna í hálft ár þar sem að við vildum hafa sjávarréttar- hlaðborð“, segir Laufey. Afraksturinn var að þeirra sögn hreint frábær og er veislan og sjálfur dagurinn þeim eftir- minnilegur. Brúðhjón ársins fá úrval vinninga af þessu tilefni og ber þar hæst gisting í eina nótt í einni af svítum Flughótels. Einnig verður þeim boðið í kvöldverð í veitingasal hótelsins í boði Halldórs Sigdórssonar veitingamanns. Hagkaup og Samkaup færa þeim 10 þúsund kr. gjafakort og Hárgreiðslustofan Eleg- ans býður þeim báðum í hársnyrtingu, þau fá gefins tvo ilmi frá Gallery förð- un, Snyrtistofa Lindu gefur þeim báðum andlitsbað, Miðbær gefur konfektkassa og þá fá bniðhjónin fal- legan blómavönd frá blómaversluninni Kósý. EFTIRTALIN FYRIRTÆKI GEFA GJAFIR í BRÚDHJÓNALEIK VÍKURFRÉTTA Flughótel Hagkaup Samkaup Hárgreiðslustofan Elegans Gallery förðun Snyrtistofa Lindu Miðhær Blómaverslunin Kósý. JOLABLAÐ 1996 Víkuifréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.