Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1996, Side 45

Víkurfréttir - 19.12.1996, Side 45
Með því að versla heima fyrir þessi jól og nota alla þá þjónustu sem býðst í Grindavík stuðlum við best að því markmiði. íT Gleðileg jól5 BBS farsœlt komandi ár. ££^7PPjT\; H “ Bœjarstjórn Grindavíkur U Styðjum sjálfstœða Grindarík Loftnetsskermar á Stafnesi felldir Einn skermanna var felldur sérstaklega fyrir fréttamenn í síð- ustu viku. Pó Hringrásarmenn hafi verið búnir að klippa festingunum undan honum var hann ekkert á því að láta sig. Að lokum varð hann þó að gefa sig og var það tignarleg sjón að sjá 250 tonna og 40 metra hátt mastrið falla til jarðar. Vinna við að fella niður loft- netsskerma fjarskiptastöðvar Varnarliðsins við Básenda á Stafnesi - Dye Five, hófst í síðustu viku en skermarnir voru reistir á öndverðum sjö- unda áratugnum. Stöðin var liður í tjarskiptakerfi er byg- gði á speglun útvarpsbylgja milli jarðar og veðrahvolfs og tengdi saman ratsjárstöðvar Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja beggja vegna Atl- antshafsins. Aflmiklum út- varpsgeisla var varpað milli stöðva er mynduðu keðju milli Kanada, Grænlands, Is- lands, Færeyja og Bretlands. Með aðstoð risastórra loftneta var geislanum varpað í sjón- línu í átt til næstu stöðvar og speglaðist hann á leið sinni af veðrahvolfinu sem liggur í boga tneð yfirborði jarðar. Örlítið brot af sendistyrknum náði þannig til næstu stöðvar þrátt fyrir að hún lægi langt handan sjóndeildarhringsins. Þar var merkið magnað upp aftur og sent áfram. Tækni þessi kom fram á undan gervi- hnöttum sem hafa nú leyst hana af hólmi á lengri leiðum. Stöðin nefndist eftir Dyer- höfða á Austurstönd Kanada ásamt tjórum öðrum er lágu þvert yfir Grænland og mynd- uðu ákveðna rekstrareiningu. Loftnetsskermamir fjórir við Básenda hafa staðið ónotaðir frá því að stöðin hætti starf- semi sinni árið 1992 eftir 30 ára dygga þjónustu. Starfs- menn Hringrásar hf. í Reykja- vík fella nú þessi 40 metra háu stálmannvirki, sem hvert um sig vegur um 250 tonn, og nýta í brotajám. Eflaust verður það viðbrigði fyrir marga að sjá ekki þessi áberandi mannvirki sem staðið hafa hér svo lengi. Alla vega er vitað að margir sjó- farendur munu sakna þeirra því margir notuðu skermana fyrir mið í landi. Víkuifréttir JÓLABLAÐ 1996

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.